Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 Sport DV Liðin orðin klár í stelpuslaginn Kosningin í Stelpuslag- inn, stjömuleik kvenna sem öll liðin í 1. deild kvenna í körfubolta standa fyrir, ásamt Haukum úr 2. deild, lauk á mánudagskvöldið en kosið var í tvö úrvalslið í op- inni kosningu á netinu, lið Reykjavíkur og lið Suðursins. Leikur með þessu sniði hefur ekki farið áður fram fyrir kvennaliðin f körfuboltanum og nú er ljóst hvaða 24 leik- menn spila leikinn, sem fram fer í Seljaskóla í kvöld og hefst klukkan 20. Þátttakan í atkvæða- greiðslunni var mjög góð og alls greiddu 825 manns at- kvæði. Alda Leif Jónsdóttir úr ÍS (505) og Erla Þorsteins- dóttir úr Keflavík (491) fengu ílest atkvæði í kosningunni. ívarÁsgrímsson þjálfar Reykjavíkurliðið, sem er þannig skipað: Alda Leif Jónsdóttir ÍS, Eplunus Brooks IR, Hildur Sigurðar- dóttir KR, Lovísa Guð- mundsdóttir ÍS, Katie Wolfe KR, Kristrún Sigurjónsdóttir ÍR, Stella Rún Kristjánsdóttir ÍS, Svana Bjarnadóttir ÍS, Rakel Viggósdóttir ÍR, Svan- dís Sigurðardóttir ÍS, Jófríður Halldórsdóttir ÍS og Hafdís Helgadóttir ÍS. Pétur Guð- mundsson, þjálfari Grinda* víkurliðsins, er þjálfari Suð- ursins og er það þannig skip- að: Erla Þorsteinsdóttir Keílavík, Helena Sverrisdótt- ir Haukar, Erla Reynisdóttir Keflavík, Pálína Gunnlaugs- dóttir Haukar, Birna Val- garðsdóttir Keflavík, Auður Jónsdóttir Njarðvík, Sólveig Gunnlaugsdóttir Grindavík, Marfn Rós Karlsdóttir Kefla- vík, Anna María Sveinsdóttir Keflavík, Petrúnella Skúla- dóttir Grindavík, María Ben Erlingsdóttir Keflavík og Kesha Tardy Grindavík. Niðurröðun eftir tvær vikur Eggert Magnússon, for- maður Knattspyrnusam- bands Islands, sagði í sam- tali við DV Sport í gær að niðurröðun í riðil íslenska landsiiðsins í knattspyrnu í undankeppni HM 2006 myndi fara fram á Möltu 27. janúar næstkomandi. Eggert sagði að Geir Þor- steinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, og Ásgeir Sigur- vinsson landsliðsþjálfari myndu verða viðstaddir niðurröðunina ásamt hon- um sjálfum en sagði jafn- framt að þeir félagar hefðu ekki fundið út hver draumaniðurröðun fs- lands væri. „Það borgar sig að mæta með opnum huga á fundi sem þennan." Heiðar Helguson, framherji Watford Ekki með gegn Chelsea í kvöld Vamarmenn Chelsea geta varpað öndinni Iéttar því Heiðar Helguson verður ekki með Watford í leik liðanna á Stamford Bridge í þriðju umferð ensku bikar- keppninnar. Heiðar meiddist á læri f síðustu viku og sagði í samtali við DV Sport í gær að hann væri einfaldlega ekki klár f leikinn. „Þetta var frekar lítil tognun í lærinu og ég verð væntanlega klár strax eftir helgi. Þessi leikur kemur hins vegar of snemma fyrir mig. Þetta er auðvitað hrikalega svekkj- andi en svona er fótboltinn. Eg hefði að sjálfsögðu viljað spila þennan leik en það er ekkert hægt að gera við þessum meiðslum. Þau verða að hafa sinn gang og það er ekki hægt að flýta batanum," sagði Heiðar. Allt þarf að ganga upp Hann sagði aðspurður að hann væri nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn þótt hann væri ekki með. „Við eigum nóg af framherjum sem geta komið í staðinn fyrir mig. Við vitum að við þurfum að eiga toppleik á morgun til að vinna og að sama skapi vonast til að leikmenn Chelsea eigi dapran dag líkt og gerðist í fyrri leiknum. Þar áttum við í fullu tré við þá og hefðum alveg eins getað unnið,“ sagði Heiðar. Heiðar lék gífurlega vel í fyrri leiknum og áttu miðverðir Chelsea, Frakkarnir Marcel Desailly og William Gallas, í mesta basli með hann. Hann sagði aðspurður að hann hefði ekki fengið neinar fyrirspumir frá öðmm félögum eftir þann leik. Ekki á leiðinni burt „Ég er nú ekki að missa andann yfir því. Ég hef aðeins spilað níu leiki á þessu tímabili og því væri það ótrúlegt ef einhver lið vildu fá mig. Ég á tvö og hálft ár eftir af samningi mínum við Watford og er ekkert á leiðinni burt. Fjölskyldunni líður afskaplega vel hérna, strákarnir okkar eru í skóla, konan er í háskóla og ég er mjög ánægður hjá félaginu. Það eina sem vantar er að ég sleppi við meiðsli - þau eru farin að vera frekar þreytandi," sagði Heiðar Helguson í samtali við DV Sport í gær. oskar@dv.is Ekki með gegn Chelsea Heiðar Helguson verður ekki með Watford gegn Chelsea í kvöld þar sem hann er meiddur. Hér sést hann fagna marki sínu i fyrri leik liðanna, sem endaði með jafntefíi, 2-2. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.