Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 31
DV Siðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 31 Axel „Seli“ Jóhannesson var með Óskari Jóhannessyni í fjöllistahópnum Oxzmá, sem þróaðist svo yfir í Langa Sela og Skuggana. Eitt eftirminnilegasta atvikið í sögu Oxzmá var tónleikaferðalag til Hollands en til að safna peningum fyrir henni gerðu þeir myndir þar sem morð, eiturlyf og vændi komu við sögu. Okkur fannst vfh vera það stórir í rokksögunni ai vii þurftum ai vera með eigin tónlistarstetnu „Þetta var band með mjög stífan dresskóða. Bartar og leður voru skil- yrði,“ segi Axel „Seli“ Jóhannesson, sem stofnaði fjöllistahópinn og hljómsveitina Oxzmá árið 1980 ásamt tveimur öðrum strákum í listaháskólanum, þeim Hrafnkeli „Kela“ Sigurðssyni og Óskari „Skara“ Jónassyni. Seli spilaði á gítar, Keli söng en Skari spilaði á saxófón. Trommuleikarinn stingur kjuða í augað Trommuleikarinn, Jói, hætti eftir að hann hafði slegið kjuðanum í aug- að á sér á æfingu, og Kommi úr Q4U hljóp í skarðið. „Fyrsta lagið sem við spiluðum var gamla Presley-lagið Fever. Það var spilað í bæði hægri og hraðri út- gáfu, þar sem hljómsveitinn og Kommi höfðu aðeins æft í sitt hvoru lagi. Við spiluðum það löturhægt, en hann spilaði það í rnjög hraðri og pönkaðri útgáfu." Jón „Skuggi“ Steinþórsson bættist við á kontrabassa, og tónlistarstefn- una kölluðu þeir Killembilly. Oxzmá Á sama hátt og hljóm- sveitin lagði mikið upp úr klæða- burði var mikið lagt i útlit kassett- unnar, og hún var gefin út isvört- um umbúðum með göddum. Hornar hljómsveitir „Ég veit ekki hvernig Billy kemur inn í þetta. Kannski vorum við of lé- legir til að spila Rockabilly. Killem- billy er svona hægari dauðdagi, spil- að hægar en rockabilly. Okkur fannst við vera það stórir í rokksögunni að við þyrftum að vera með eigin tón- listarstefnu." Sjúgðu mig Nína og biblía fyrir blinda Einn helsti hápunktur ferils hljómsveitarinnar var tónleikaferða- lag til Hollands, en það var ekki auð- velt að komast þangað. Til að styrkja ferðasjóðinn gerðu þeir myndirnar Oxzmá plánetan og Sjúgðu mig Nína, sem voru samanlagt um 90 mínútur og voru átta sýningar haldnar í Regn- boganum. Var myndin kynnt sem „fyrsta myndin sem var fyllilega sam- bærileg við erlendar kvikmyndir". En að hvaða leyti? „Þarna var spenna, morð, átök, eiturlyf og vændi. Það vantaði vopna- burð og kappakstur í íslenskar kvik- myndir, og við ákváðum að bæta úr því.“ Einnig var kassettan Biblía fyrir blinda gefin út til að reyna að bæta í hinn takmarkaða sjóð. „Þetta var live efni í bland við stúdíó upptökur, það er að segja lög tekin upp heima hjá einhverjum á fjögurra rása upptökutæki. Á sarna hátt og hljómsveitin lagði mikið upp úr klæðaburði var mikið lagt í útlit kassettunnar, og hún var gefln út í svörtum umbúðum með göddum. Sá hængur var hins vegar á að hún kom gölluð úr framleiðslu, þannig að á langflestum spólunum var ekki neitt. Þó kom enginn og kvartaði, þar sem að öllum fannst það táknrænt að Biblía fyrir blinda væri hljóðlaus." Hryðjuverkahóra En hvernig var svo túrinn? “Það var mikið um íslenska myndlistarmenn í Hollandi sem skipulögðu þetta og sáu til þess að við þyrftum ekki að gista á hótelum. Við vorum mikið að spila fyrir hús- tökufólk og í kommúnum uppi í sveit.“ Hvernig varykkur tekið? “Það myndaðist gagnkvæmur skilningur milli okkur og áhorfenda. Við vorum fjöllistahópur og vorum með performansa líka, og einn gjörn- ingurinn hét „Hryðjuverkahórurn- ar,“ og var auglýstur sem slíkur. Þetta vakti athygli hollenskrar útvarps- stöðvar. Við vorum keyrðir á stöðina og héldum að við værum að meika það, en svo kom í ljós að útvarpsstöð- Fjöllistamenn„Þoð myndaðist gagnkvæmur skilningur milli okkur og áhorfenda. Við vorum fjöl- listahópur og vorum með performansa líka Sveitin í sveiflu Kannski vorum við oflélegir til að spila Rockabilly. Okkur fannst við vera það stórir i rokksögunni að við þyrftum að vera með eigin tónlistar- stefnu.“ in var til húsa í lyftu sem hreyfðist upp og niður svo ekki væri hægt að rekja hana. Þetta var sem sagt ólögleg útvarpsstöð sem hafði meiri áhuga á hryðjuverkum en rokktónlist, þannig að það voru vonbrigði á báða bóga." Poppmusteri verður teppa- verslun Áður en þeir fóru út höfðu þeir spilað með Stuðmönnum á skemmti- staðnum Sigtúni, en ætlunin var að breyta staðnum í popphöll með safni og öllu tilheyrandi. Eitthvað fór þó úr- skeiðis, því staðurinn er í teppaversl- un, en Seli segir þau áform hafa verið meira á könnu Stuðmanna en Oxzmá-liða. Sumarið 1985 fór hljóm- sveitin í stúdíó og keypti 20 tíma íyrir allt tiltækt sparifé, en helmingurinn af tímanum endaði með að fara í að stilla bassatrommusándið, þannig að einungis tókst að taka upp þrjú lög sem gefin voru út á smáskífunni Rip Rap Rup. „Þetta var mikil lenska á þessum tíma að eyða miklum tíma í bassatrommusándið. Trommarinn þurfti helst að mæta deginum fyrr til að byrja að stilla ef maður var að spila einhvers staðar á tónleikum. En ég hef ekki heyrt þessi lög lengi þannig að ég man ekki hvort bassatrommusándið hafi verið áberandi gott.“ Hljómsveitin hætti svo skömmu síðar þar sem Keli og Skari heldu til útlanda í nám. Hrafnkell er í dag myndlistarmaður, en Óskar Jónasson starfar í dag sem leikstjóri og hefur einnig átt feril sem töframaður. Ekki hægt annað en að halda áfram að rokka Seli og Skuggi héldu þó áfram í rokkinu um sinn og stofnuðu Langa Sela og Skuggana. „Oxzmá hafði ver- ið fjöllistahópur, en rokkið var kannski mest mín deild. Jón Skuggi var búinn að fjárfesta í kontrabassa, þannig að það var ekki hægt annað en að halda áffam að rokka." Langi Seli og Skuggamir stukku fram á sjónarsviðið 1988 og vöktu talsverða athygli. Þeir gáfu út tvær tólftommur, og lagið Breiðholtsbúgí varð vinsælt. Hvers vegna Langi Seli? „Það er vegna þess að ég var lengstur í bandinu." Plata í fullri lengd kom þó ekki út fyrr en 1991 eftir miklar taflr, 18 mán- uðum eftir að upptökur hófust. Hljómsveitin þraukaði svo um 18 mánuði í viðbót til að spila upp í skuldir, eins og Seli segir. „Upphaf- lega var bandið hugsað sem tónleika- band með ljósum og showi og öllu, en ekki bara sem pöbbaspila- mennska, með fullri virðingu fyrir þeirri starfsgrein. En þegarmaðurvar farinn að spila tvisvar í viku á meira og minna sama staðnum var þetta farið að verða meira eins og vinna, og ekkert gaman lengur, þannig að þetta lagðist af. En ég hlustaði á plötuna um daginn og mér fannst hún standa sándlega betur en mig minnti." Keyrt yfir saxófón á traktor Og hvað hefurðu verið að gera síðan? „Ég er núna leikmyndahönnuður fyrir hæstbjóðanda," segir hann og hlær. „Ég hef unnið fyrir bæði Þjóð- leikhúsið og Borgarleikhúsið. Þar sem ég lærði í MHI var gaman að geta loks- ins gert eitthvað sem tengdist námin- um meira." Er einhver von á að bandið komi saman aftur? “Ekki hjá Oxzmá. Menn voru mjög staðfastir í að leggja bandið niður, og til marks um það keyrði Óskaryfir sax- ófóninn á traktor á lokatónleikunum. En Langi Seli og Skuggarnir eru ekki formlega hættir, og það er alveg eins í spilunum og að spila ekki aftur." valur@dv.is ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ JANÚARÚTSALA * allt að 35% afsláttur Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.