Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 Fókus DV -t * Djass á Kaffi List Djasstónleikamlr á fimmtudagskvöldum á Kaffl List hafa slegið í gegn síðustu vikur og mánuði. Hvert stór- bandið af Jæja öðru hefur komið þar fram og djassáhuga- menn hafa átt þama fast at- hvarf. Annað kvöld er það B-3 trfóið sem kemur fram klukkan 21.30. Aðgangur er sem fyir ókeypis. Umsjónarmað- urtónleika- raðarinnar er Sigurður Flosason. Beddan um aðra helgi Árleg viðurkenninga- hátíð óháðra kvik- myndagerðarmanna, Beddan, verður haldin dagana 24. og25. janúar í húsnæði Mm. Beddan er eins konar uppgjör á Bfó Reykjavík-kvöldun- um sem haldin eru reglulegayfir árið. Þarna verða sýndar allar þær myndir sem áhorfendur völdu bestu myndir Opnu Bíó-kvöldanna á síðasta ári. Hægt er að fylgjast betur með þessu a www.bioreykja- vik.com. Tómastil Berlínar Tómas Lemarquis hefur verið valinn í „Shooting Star“ hópinn 2004 sem árlega er kynntur á kvikmyndahátíð- um um allan heim. í byrjun febrúar fer hann til Berlínar þar sem hópurinn er kynntur á Berlín- arhátíðinni í fyrsta sinn. Eins og kunnugt er fór Tómas með hlutverk Nóa al- bínóa í samnefndri mynd, hlaut Edduverð- launin fyrir leik sinn og var tilnefndur til Evr- ópsku kvikmyndaverð- launanna. 21 ungir ein- staklingar eru í „Shoot- ing Star“ hópnum. Þátturinn Fólk með Sirrý á Skjá einum er einn vinsælasti þáttur landsins. Hún hefur verið kölluð Oprah norðursins og tekur á málum sem snerta áhorfendur. Þátturinn er í beinni útsendingu en það hefur verið aðalsmerki Skjásins. DV tók púlsinn á Sirrý til að fá að vita hvað væri þema þáttarins í kvöld. „Rauði þráðurinn í þættinum í kvöld er það að trúa,“ segir Sirrý um þemað í þætti kvöldsins en Fólk með Sirrý er á dagskrá Skjás eins í kvöld kl. 21. Hún bætir því við að Jón Gnarr mæti og segi frá trú sinni á Jesú Krist og hvern- ig hann nýtir sér trúna í daglegu lífi. „Jón sýnir á sér nýjar hliðar, innri hliðar, þar sem hann er alltaf í hlutverki grínarans," segir Sirrý. „Svo heyrum við frá konu sem trúði of mikið á mann sem hún kynntist á Netinu. Það var netást sem brást. Ég tala svo við Þórunni Egilsdóttur, sjónvarps- og poppstjörnu, sem er að gera góða hluti í Lúxemborg. Hún var meðal ann- ars beðin að syngja í Eurovision fyrir hönd Lúxemborgar en hún neitaði því vegna þess að hún heldur með ís- landi. Hún er svona Birgitta Haukdal þeirra Lúxemborg- ara. Umræða þáttarins er á alvarlegu nótunum í þetta skipti." Mexíkóskt partí Þátturinn hennar Sirrýjar er í beinni og í salnum í kvöld verða saumaldúbbar allsráðandi en fólk getur skráð sig til þátttöku á heimasíðu Skjás eins, www.sl.is. En hvernig leggst nýtt ár íþig, Sirrý? „Þetta ár leggst mjög vel í mig. Ég er alltaf svo hug- fangin af þeim verkefnum sem ég fæst við hverju sinni og það er alltaf nóg af góðu fólki og hugmyndum. Með- an svo er leggst þetta vel í mig,“ segir Sirrý og bætir því við að bráðum komi að 20. þættinum í þessari seríu og þá er fyrirhugað að halda partí: „Við erum að undirbúa partí með mexíkósku þema þar sem allir verða að mæta í mexíkóskum fötum. Við erum svo mörg sem komum að þætt- inum þannig að það verður að halda vel utan um hópinn og hittast fyrir utan vinnu,“ segir hún að lokum enda nóg að gera í höfuðstöðvum Skjás eins. henny@dv.is Sigríður Arnardóttir / kvöld kemurjón Gnarr I þdttinn hennar og segir frd trú sinni á Jesú Krist. Álfrún Helga Örnólfsdóttir er ein efnilegasta leikkona landsins Litla nasistastúlkan og dóttir Elvis „Það er slegist um sviðið í Loft- kastalanum þannig að leikritið var frumsýnt viku of seint. En það er allt gott um það að segja þar sem við höfðum þá meiri tíma til að æfa fyr- ir framan áhorfendur," segir Álfrún Helga örnólfsdóttir, sem fer þessa dagana með hlutverk 14 ára stelpu sem fær útrás fyrir vandamál sín í gegnum matseld í verkinu „Eldað með Elvis" í Loftkastalanum. Steinn Ármann fer með hlutverk pabba hennar, sem er heiladauður og situr hreyfmgarlaus í hjólastól allt leikrit- ið — á milli þess sem hann leikur El- vis í fullu fjöri. Vill vinna í London Álfrún útskrifaðist í fyrravor úr leiklistaskólanum Webber Douglas Academy of Dramatic Art í London. Þar sækja um 2.000 manns um inn- göngu á ári hverju en einungis 30 komast inn. Hún kom svo heim í haust til að leika í myndinni Dís, sem væntanleg er f bíóhús um pásk- ana, og byrjaði svo í Elvis. Þú gast ekki hugsaö þér að vera áfram íLondon? “Ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur. Ég er með umboðsmann þarna, og ég fékk lítið hlutverk í „Ég leik litla nasista- stúlku sem kemur upp um strokufanga og er mjög stolt, eins og hún hafi gert j góðverk." þáttunum POW. Þeir gerast í fangabúðum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, og ég leik litla nasistastúlku sem kemur upp um strokufanga og er mjög stolt, eins og hún hafi gert góðverk. Ég fékk að fara til Litháen þar sem ég bjó á fimm stjörnu hóteli og það var kom- ið fram við mig eins og drottningu, sem er absúrd af því að þetta var pínuhlutverk." Þarf að læra að slaka á Álfrún lék einnig í mynd- bandi með bandarísku hljómsveit- inni Live sem var tekið upp í kring- um Gullfoss í fyrrasumar, en hún hef- ur víða sést áður, til dæm- myndunum Villiljós og A köldum klaka og í leikritum eins og Rent, Óvitunum og Bugsy Malone. Hvernig hefurðu tíma fyrir þetta allt? “Maður finnur alltaf tíma ef þetta er eitthvað sem maður hefur áhuga á. Ég er frekar þannig týpa að ég þarf að læra að slaka á, og hef til dæmis ekki gengið með úr síðustu þrjú ár til að koma í veg fyrir að ég skipuleggi hverja rnínútu." Álfrún Helga Örnólfsdóttir Leikur i kvikmyndinni Dls, auk þess að fara með hlutverk i Eldað með Elvis. Menntaði sig úti I London og gæti vel hugsað sér að fara bangoð aftur. Tónleikar • Hljómsveitirnar Converge frá Bandaríkjunum, I Adapt og Kimono Lífið eftir vinnu verða með tónleika í Iðnó. Það kost- ar 1200 kall inn, ekkert aldurstak- mark. • Dúndurfiréttir spila uppáhalds lög sín með Led Zeppelin og Pink Floyd á Gauknum klukkan 21. • Hljómsveitin Lokbrá heldur tón- leika á efri hæð Bar 11 klukkan 22. Aðgangur er ókeypis. Klassik • Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Háteigs- kirkju klukkan 20. Leikin verða verk eftir Bach, Handel og Sibelius. Ein- leikari á fiðlu er Magdalena Dubik. Stjórnandi er Mark Reedman. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis og öllum velkominn. Eldri borgarar • Félag eldri borgara f Reykjavík efnir til síðdegisdans í Ásgarði, Glæsibæ, klukkan 14.30. Guðmund- ur Haukur hljómborðsleikari leikur fyrir dansi. Kaffi og rjómaterta. Fundir og fyrirlestrar • Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræði- stofnun íslands, flytur erindið „Hvað er títt af sveppum?" á Hrafnaþingi, í sal Möguleikhússins á Hlemmi klukkan 12.15. • Hildur Magnúsdóttir hjúkrunar- fræðingur flytur erindi um rann- sókn sína á reynslu erlendra hjúkr- unarfræðinga af því að starfa á sjúkrahúsi á íslandi. Erindið verður flutt á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði í stofu 201 á 2. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, klukk- an 12.15. • Málstofa um sérstöðu og ein- kenni stjórnarskrár fyrir Evrópu verður haldin í stofu L-101 í Lög- bergi klukkan 12.15 og er opin öll- um sem áhuga hafa á efninu. Máls- hefjendur verða Stefán Már Stefáns- son og Úlfar Hauksson. Fundarstjóri er Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild HÍ. • Tryggvi Þór Herbertsson frá Hagfræðistofnun og Herdís Stein- grímsdóttir frá London School of Economics flytja erindi á málstofu Hagfræði- stofnunar í Odda, stofu 101, klukk- an 12.15. Erindið ber yfirskriftina „Hvað ræð- ur starfslok- um á Is- landi?" • Fyrsta myndakvöld Ferðafélags íslands á þessu ári verður haldið í Ferðafélagssalnum Mörkinni 6, 108 Reykjavík, klukkan 20. Sævar Guð- jónsson og Bjarni Aðalsteinsson sýna fjölda mynda frá Austurlandi. Einnig verða sýndar frábærar loft- rnyndir sem Skarphéðinn Þórisson tók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.