Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 25
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 25 Æviferill Sepps Blatter Sepp Ulatter fæddist í I Visp í Svíss 10. mars 1936. Hann lærði lögfræði við ^ háskólann í Lausanne og spilaði eitt tímabil með áhugamannaliðinu Salgesch tímabilið 1962-1963. Blatter varð forseti sviss- neska íshokkísambandsins árið 1964 og gekk til liðs við Alþjóða knattspyrnusam- bandiö árið 1975 þegar hann gerðist yfirmaður tækni- þróunar hjá sambandinu. Joao Havelange, þá- verandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins og lærifaðir Blatters, hækkaði hann í tign árið 1981 og gerði hann að aðalritara sam- bandsins. Blatter varð forseti sambandsins árið 1998 eftir að hafa sigrað Svíann Lennart Johansson í kosningu. Hann stóð af sér ásakanir um fjármálamisferli og var endurkjörinn forseti árið 2002. Blatter tilkynnti f síðustu viku að hann væri að skilja við eiginkonu sína, Graziellu, sem er 26 árum yngri en hann, en þau höfðu verið gift ffá því í maí á síðasta ári. Þau munu þó áfram koma fram saman á opinberum vett- vangi. Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er í fullu Qöri þessa dagana og hefur skoðun á öllu sem fram fer í knattspyrnuheiminum. Staða hans var ekki jafn sterk fyrir einu og hálfu ári, síðan þegar hann var talinn vera sá spilltasti innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Fra skurki til hetiu á mettíma Svisslendingurinn Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. Hann hefur tjáð sig um lyfjamál Rio Ferdinand, fjármál enskra knattspymuliða og Alþjóða lyfjanefndina. Blatter leikur á als oddi þessa dagana enda öruggur í sínum stól til ársins 2007 en það eru ekki nema átján mánuðir sfðan hann var að deyja drottni sfnum sem valdamesti maður í knattspyrnuhreyfingunni þegar hann var talinn vera gjörspilltur í kjölfar fjármálahneykslis hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Sepp Blatter var orðinn ansi valtur í sessi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrir átján mánuðum. Hann var sagður vera spilltasti maðurinn í gjörvöllum knattspyrnuheiminum og var sak- aður um að reka Alþjóða knattspyrnusambandið í eigin þágu og að vera kominn með sambandið á brún fjárhagslegs hruns. Hann var sakaður um að hafa borið fé á stjórnarmenn sambandsins fyrir atkvæði í forsetakosningum. Blatter atti kappi við Issa Hayatou frá Fílabeinsströndinni í forsetakosningum og þrátt fyrir að aðalritari hans Michael Zen- Ruffinen snerist gegn honum, ásamt ellefu af tuttugu og fjórum meðlimum framkvæmdastjórnar Alþjóða knattspyrnusambandins, var það ekki nóg til að fella Blatter. Hann kom, sá og sigraði á þingi sambandsins í Doha í Katar í lok ársins 2002 og eyddi síðan næstu mánuðunum í að gera út af við andstæðinga sína. Nú er svo komið að Blatter heldur öllum þráðum í hendi sér og er ókrýndur konungur knattspyrnuheimsins, Honum leið- ist heldur ekki að minna menn á það og hefur sjaldan eða aldrei verið jafn áberandi og undanfarið. Blatter ferðast út um víðan völl og er fastagestur hjá þjóðar- leiðtogum heimsins. Hann verður gestur Elísabetar Englands- drottningar í næsta mánuði þegar Alþjóða knattspyrnusambandið heldur framkvæmdastjórnarfund í London. Horn í síðu Englendinga Blatter hefur verið duglegur við að rffast við Englendinga að undanförnu og segja heimildir að hann hafi enn horn í síðu þeirra frá því að Adam Crouzier, fyrrum framkvæmdastjóri enska knatt- spyrnusambandsins, studdi Issa Hayatou gegn Blatter í forseta- kosningunum árið 2002. Blatter hefur gagnrýnt ensk félög fyrir að eyða of miklum peningum og vera með of marga útlendinga í sínum röðum. Hann hefur gagnrýnt harðlega framferði Rússans Roman Abramovich, eiganda Chelsea, sem hefur keypt leikmenn í stríðum straumum og segir að eigendur félaga í Englandi hafi allt of mikil völd. Mest hefur hann þó látið til sín taka í lyfjamáli Rio Ferdinand. Hann hefur verið ófeiminn við að tjá sig um það mál við litlar vinsældir í Englandi, sérstaklega í herbúðum Manchester United, félags Rio Ferdinand. Blatter sagði í viðtali á dögunum að það væri hans skoðun að Ferdinand ætti ekki að spila með Manchester United á meðan mál hans væri tekið fyrir og að öll stig sem liðið ynni sér inn á meðan Ferdinand væri í liðinu ættu að dragast af því. Þetta vakti hörð viðbrögð hjá David Gill, Manchester United, sem bað Blatter náðarsamlegast um að vera ekki skipta sér af hlutum sem kæmu honum ekki við. Allt of langurtími Blatter gagnrýndi líka enska knattspyrnusambandið fyrir það hversu langan tíma það tók sambandið að dæma Ferdinand og hótaði aðgerðum gegn Manchester United ef félagið myndi áfrýja átta mánaða banni enska sambandsins. „Ég skil ekki af hverju þetta tók svona langan tíma. Ef það hefði verið farið eftir reglugerðum Alþjóða knattspyrnusambandsins hefði Ferdinand farið strax í bann. Við höfum fengið pappíra um málið í hendurnar en það er alveg ljóst að við munum aðhafast eitthvað ef við erum ekki sáttir. Það er hlutverk Alþjóða knattspyrnusambandsins hvort sem mönnum líkar það betur eða verr," sagði Blatter. Hann bætti jafnframt við að hann ráðlegði Manchester United að áfrýja ekki dómnum og að hann vildi hitta Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, og David Gill og ræða við þá málin. Stóru félögin skilja ekki „Ef menn bera ekki minnstu virðingu íyrir stofnunum og reglum sem þessar stofnanir setja mun knattspyrnan eiga í miklum erfið- leikum í náinni framtíð. Ef þú tilheyrir íjölskyldu fylgir því ákveðinn agi og menn verða að beygja sig undir reglur sem settar eru. Ég þarf að setjast niður með þeim sem hafa verið í lykil- hlutverkum í þessu máli til að útrýma þeim misskilningi sem hefur ríkt. Mér finnst eins og stóru félögin skilji oft á tíðum ekki hlutverk Alþjóða knattspyrnusambandsins og hlutverk sitt gagnvart alheimsknattspyrnufjölskyldunni. Enska úrvalsdeildin er vinsælasta deildin í heiminum, hún dregur að sér flesta áhorfendur og því er ábyrgð hennar meiri en ella,“ sagði Blatter. Það hversu mikinn áhuga Blatter hefur sýnt á máli Rio Ferdinand þykir koma mjög á óvart, sérstaklega í ljósi þess að Alþjóða knatt- spyrnusambandið hefur verið fúst til samstarfs við Alþjóða lyfja- nefndina og er meðal annars eina stóra sérsambandið í Alþjóða Ólympíunefndinni sem hefur ekki enn skrifað undir samkomulag um alheimsreglur í lyfjamálum. „Mér fínnst eins og stóru félögin skilji oft á tíðum ekki hlutverk Alþjóða knattspyrnu- sambandsins og hlut- verk sitt gagnvart alheimsknattspyrnu- fjölskyldunni Hótar banni Dick Pound, yfirmaður Alþjóða lyfjanefndarinnar, hefur undrast seinagang Alþjóða knattspyrnu- sambandsins og hótað að banna knattspyrnu á Ólympíuleikunum í Aþenu á þessu ári ef sambandið skrifar ekki undir samninginn. Misskilur hlutverkið Blatter gefur ekki mikið fyrir orð Pounds og segir að Alþjóða lyfjanefndin misskilji hlutverk sitt algerlega. „Alþjóða lyfjanefndin er þjón- ustustofnun fyrir íþróttir. Þess vegna ættu yfirmenn nefndarinnar ekki að skipta sér af hlutum sem þeim koma ekki við. Dick Pound er alltaf að rífa kjaft um að þetta bann sé of stutt eða þetta bann sé of langt. Þetta er hins vegar ekki hans vandamál. Þetta er vandamál knattspyrnu- sambanda landanna og síðan Alþjóða knattspyrnusambandsins. Ég get ekki sagt honum að þegja þar sem ég hef ekki lögsögu yfir honum en mér þætti vænt um það ef hann myndi hætta að tjá sig um lengd banna í knattspyrnu." Blatter er í fullu fjöri eins og sjá má hér að ofan og mun væntanlega nýta tímann vel fram að næstu forsetakosningum árið 2007 til að segja sínar skoðanir á mönnum og málefnum líkt og hann hefur gert að undanförnu. oskar@dv.is Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City Vill semja við Árna Gaut Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, segir í samtali við opinbert vefsvæði félagsins að hann hafi mikinn áhuga á því að fá Árna Gaut Arason til liðsins. „Við vitum að hann er öflugur markvörður með mikla reynslu í alþjóðlegum leikjum. Við vildum hins vegar sjá í hvaða formi hann er. Hann er með lausan samning og því getum við boðið honum styttri samning til að byrja með," sagði Keegan. Mikill markvarðavandræði Eins og áður hefur komið fram herja mikil markmannsvandræði á Manchester City og þarf Keegan því nauðsynlega á markverði að halda. „Ég á von á því að frá þessu verði gengið í lok vikunnar. Ég held samt að það sé of snemmt fyrir hann að spila gegn Blackburn um helgina þar sem hann hefur verið meiddur undanfarnar sex vikur," sagði Keegan. askar@dv.is Keegan vill fá hann Kevin Keegan, knattspymustjóri Manchester City, segist vilja fá Árna Gaut Arason til liðsins. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.