Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 29 Mannlegur djiifull vill verða grunnsknlakennari Vígalegur á velli Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson Ijóstraðiþvi upp iviðtali fyrirskömmu að hann langaði mest aföllu að verða kennari og að hann málaði bleikar myndir I frístundum sinum. Foreldrar i Bandarikjunum telja hann hins vegar hand- bendi djöfulsins. Draumur svartrokkarans Marilyn Mansons er að verða kennari, ef marka má nýlegar yfir- lýsingar frá kappanum. Allt frá því að honum skaut upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum hafa foreldrar haft horn í síðu hans þar sem þeir segja hann hvetja ungmenni til djöful- legra athafna, s.s. morða og eiturlyfjaneyslu. Sldptar skoðarnir eru því um þessar yfirlýsingar rokkarans. Börn hata skólann „Ég held að ég myndi ná betur til barnanna en nokkur annar kennari. Krökkum finnst ekk- ert leiðinlegra en að fara í skólann og hlusta á einhvern, sem ber enga virðingu fyrir þeim, fræða þau um hluti sem þau hafa engan áhuga á,“ sagði hinn 35 ára Manson við MTV-sjón- varpsstöðina í Þýskalandi. „Börn í Bandaríkjun- um hata skólann vegna þess að hann er leiðin- legur en það þýðir samt ekki að þau vilji ekki læra. Ég held að allir vilji læra eitthvað og verða aðeins klárari. Þess vegna held ég að ég yrði góður kennari og það er nokkuð sem mig lang- ar virkilega til að gera ein góðan veðurdag." Almenningur í Bandaríkjunum tók þessum yfirlýsingum Mansons eins og við mátti búast og þegar hafa foreldrafélög og önnur hags- munasamtök, sem þykjast vita betur, tjáð sig um málið. í yfirlýsingum þeirra ber hæst að Manson muni aldrei kenna í bandarískum skólum enda sé hann einn þeirra sem ábyrgir eru fyrir því að spilla æsku landsins með djöful- legri tónlist sinni og framkomu. Sjálfur hefur Manson alltaf vísað slíkum ásökunum á bug og bent foreldrum á að líta í eigin barm í stað þess að kenna honum um sjálfsmorð, vopnaburð og almenna vanlíðan bandarískra unglinga. Málar bæinn bleikan Ekki verður heldur séð að Manson beri per- sónulega ábyrgð á því hvernig unglingar í Amer- íku hegða sér. Manson kann að virðast vfgaleg- ur á velli en inni við beinið segist hann ekki vera mjög frábrugðinn öðru fólki. Sjálfur varð Man- son fyrir miklu aðkasti sem barn. Hann segir að sér hafi liðið illa í skólanum og að kennararnir hafi vitað af því en ekkert gert í málunum. „Kennurum má ekki vera sama um börnin sem þeir eru að kenna. Oft koma foreldrar ekki auga á að börnum þeirra líður illa eða þá að þeim er alveg sama. Þá þurfa aðrir að aðstoða," sagði Manson við þýska MTV. í sama viðtali ljóstraði hann því upp að eitt af hans helstu áhugamálum væri að mála myndir, sem í seinni tíð hefur ekki talist til listforms djöfulsins nema af þröngum hópi fólks. „Flestir halda að myndirnar sem ég mála séu mjög dimmar og drungalegar en því fer ijarri. Skemmtilegasti liturinn til að mála með er bleikur og það er mjög bjart yfir flestum mínum myndum. Það er vissulega ákveðin kaldhæðni fólgin í þessu hjá mér.“ Geta ekki hætt að vera Vinir Leikaramir í þáttaröðinni Friends geta hreinlega ekki hætt og hafa nú ákveðið að koma saman til að leika í 90 mínútna löngum þætti sem er ætlað að fylla í eyðurnar eftir að þáttaröðinni sjálfri lýkur formlega. Sýningar á síðustu þáttunum standa nú yfir en áhorfend- ur virðast bara ekki geta hugsað sér að þau hverfi svo af skjánum fyrir fullt og allt. Þess vegna er þegar búið að semja um þennan 90 mínútna aukaþátt og fyrir hann fá leikararnir hver um sig litlar 150 milljónir króna. Talsmaður NBC-sjónvarpsstöðvarinnar sagði: „Við ákváðum að leggja þetta tilboð á borðið núna vegna þess að það er vonlaust að smala leikurunum öllum saman þegar upp- tökum á þáttaröðinni er lokið. Við munum þess vegna taka þennan þátt upp um leið og tökum á hinni hefðbundnu þáttaröð lýkur. Hann verður svo sýndur ári síðar." Þættirnir hafa notið fádæma vinsælda víða um heim þótt einhverjum þyki þeir vera orðn- ir frekar þunnir og leiðinlegir. Þeir sem hins vegar hafa gaman af geta horft á þennan aukaþátt þegar þar að kemur. Hann mun eiga sér stað á þakkargjörðarhátíð Bandaríkja- manna og fjalla um hvað drifið hefur á daga persóna þáttarins frá lokum þáttaraðarinnar. Vinir Leika 190 minútna þætti eftir að síðustu þáttaröðinni lýkur formlega. Stjörnuspá Tryggvi Felixsson, framkvæmdastjóri Landverndar, er 49 ára í dag. „Maðurinn finnur án efa innra með sér brennandi ást og hlýju til konunnar sem hann unnir. Hann kýs ánægju fremur en spennu og það er ágætur eiginleiki í fari mannsins," segir í stjörnuspá hans. i ryggvi Felixson Vatnsberinn (20.jan.-i8. Hrj \/Y ---------------------------------- Leyfðu þér að vera einlæg/ur, áhyggjulaus og kær gagnvart þeim sem þú unnir. Þér hefur verið gefinn sá eig- inleiki að vera þolinmóð/ur og ættir að nýta þann hæfileika næstu daga og vik- ur. M Fiskarnir (i9.febr.-20.mrs) Hér koma fram áhyggjur af einhverjum ástæðum þegar stjarna fiska er skoðuð. Ekki ofvernda náung- ann heldur hugaðu að sjálfinu alfarið. Óttinn getur hindrað þroska þinn með því að koma í veg fyrir framtakssemi af þinni hálfu. CY’> Hrúturinn (21.mars-19.aprn) Þú þráir eflaust stöðugleika en varpar honum fyrir róða ef þolinmæði þína þrýtur og á það jafnvel við þig fram yfir helgina. Ekki hika við að læra að koma í veg fyrir að aðrir kenni þér það sem þú þráir að kynnast þessa dagana. Ö Nautið (20. april-20. mai) Þegar þú verður fær um að sjá hlutina eins og þeir eru en ekki eins og þú vilt að þeir séu finnur þú jákvæða strauma innra með þér sem efla þig og ýta undir hreina velgengni nautsins. Tvíburarnire/. mai-21.júni) Ekki láta eignarástríðu þína taka yfirhöndina. Þú býrð yfir sjaldséðri um- hyggjusemi þegar ástvinir þínir eru ann- ars vegar en átt það til að gera uppreisn ef þú ert ekki sátt/ur við gang mála. KMm (22. júni-22.jM Fólk fætt undir stjörnu krabbans er án efa fært um að stefna enn hærra á framabraut sinni, sama hvað það tekst á við í framtíðinni. Hér birtist fyrir- boði mikillar gleði og tengist verkefni sem er um það bil að ganga í garð. LjÓnÍð (23.júlí-22. úgúst) Skapaðu þér gott karma og gleymdu eigi að þú þarft ekki að hafa mikið fyrir því að uppfylla langanir þín- ar. Hæfileikar þínir á sviði lista eru öfl- ugir og þú ættir ekki að hika við að rækta þá til muna. n Meyjan (23. ágúst-22. septj Meyjunni er ráðlagt að hika ekki við að dvelja úti í náttúrunni og tengja sig við vitið sem er í umhverfinu. Heimurinn kemur til þín að frjálsum vilja þegar þú opnar arma þína, kæra meyja. Gleymdu því eigi. O M (23.sept.-23.okt.) Ekki hika við að biðja fyrir þeim sem þú elskar ef eitthvað angrar þig. Stjarna vogar birtist hér í þeirri að- stöðu að vera fær um að veita öðrum í kyrrþey blessun af einhverjum ástæð- um sem er án efa sjaldséð þegar stjarna þessi er skoðuð en vissulega jákvætt. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Njóttu stundarinnar með því að taka á móti gjöfum náttúrunnar og ekki síður ávaxtanna af erfiði þínu. Slak- aðu á og njóttu lífsins enn betur en þú hefur tileinkað þér. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Tortryggni og ótti virðast valda þértímabundnum áhyggjum en þú getur vissulega andað léttar því uppspretta vandamála þinna einkenn- ist eingöngu afóöryggi sem þú ættir að ýta til hliðar þegar þú eflist til muna í byrjun febrúar. Steingeitin (22.des.-19.janj ' • Kynntu þér allar aðstæður varðandi eitthvert verkefni sem þú tengist um þessar mundir og hafðu var- ann á. Gefðu þér tóm til að kynna þér allar hliðar málsins. Fólk fætt undir stjörnu steingeitar er bjartsýnt með ein- dæmum en það er einn af hinum heill- andi eiginleikum sem þú býrð yfir. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.