Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 Fréttir DV Tvítugur piltur er búinn að vera edrú í átta mánuði, eða allt frá því hann rændi Sparisjóð Kópavogs í maíí fyrra. Hann fór með ránsfenginn beint til handrukkara og greiddi upp fíkni- efnaskuld. Að því loknu gafhann sig fram við lögregluna og fór beint í meðferð. Hann er meira að segja búinn að endurgreiða bankanum allt sem hann tók. Rændi banka til aö bjarga líli sínu - Qarstýrtal handrukkara Grímulaus bankaræningi Pilturinn reyndi ekki einu sinni að hylja andlit sitt þegar hann rændi Sparisjóðinn í Kópavogi i mai. Honum var sama. Hann vildi nást. Ekki er allt sem sýnist í bankaránum. Ungur pilt- ur rændi Sparisjóð Kópavogs 16. maí í íyrra og hafði 900 þúsund krónur upp úr krafsinu. Hann var ekki að ræna sparisjóðinn fyrir sjálfan sig í strangasta skilningi. Fíkniefnaskuld upp á tæpa milljón var að buga hann, og þá sérstaklega handrukkari sem gaf ekki tommu eftir. Handrukkarinn hreinlega skipaði honum að ræna banka; benti honum á Sparisjóðinn og fjarstýrði honum inn. Pilturinn sá engin ráð önn- ur en að hlýða. Lét slag standa eftir að hafa sprautað sig með síðasta skammtinum sem hann fékk upp á krít. Lögreglumenn á vakt urðu mjög hissa þegar pilt- urinn gekk inn á stöðina skömmu eftir bankaránið og gaf sig fram. Sagðist hafa rænt banka og bað þá að handjárna sig. Sem og var gert. Hann hafði aðeins gefið sér tíma til að heimsækja handrukkarann, leggja féð á borð hans og greiða upp skuld sína. Hann vissi sem var að þá átti hann aðeins eftir að greiða upp aðra skuld í staðinn. Skuld sína við sam- Pilturinn sá engin ráð önnur en að hlýða. Lét slag standa eftir að hafa sprautað sig með siðasta skammtinum sem hann fékk upp á krít, félagið og á það leit hann sem smámál samanborið við skuldina sem handrukkarinn vildi ná inn. Pilturinn lítur í raun svo á að bankaránið síðast- liðið vor hafi bjargað lífí hans. Strax eftir handtöku fór hann í fulla meðferð hjá SÁÁ; fyrst í fjögurra vikna afeitrun og svo í eftirmeðferð á Vogi. Hann var alvar- lega háður neyslu kókaíns og amfetamíns fyrir bankaránið en nú blasir við honum nýtt og betra líf. Og tif þess þurfti heilt bankarán. Pilturinn er tvítugur að aldri og hefur stundað nám í fjölbrautarskóla. Nú er hann kominn í vinnu og er í raun bjartsýnn á framtíðina þrátt fyrir allt. í það minnsta er hann laus við handrukkarann og með aðstoð fjölskyddu sinnar hefur honum tekist að endurgreiða ránsfenginn til tryggingarfélags bank- ans þannig að allir hafa fengið sitt. Bæði bankinn og handrukkarinn. Eftir situr pilturinn hins vegar og getur vonað það eitt að hann þurfi ekki að dúsa allt of lengi í fangelsi fyrir vikið. En hann átti ekki önnur ráð. Og í stöðunni má segja að hann hafi gert allt rétt. Nema hvað að enn hefur hann neitað að gefa lög- reglunni upp nafn handrukkarans eða þeirra eitur- K'fjasala sem sáu honum fyrir efnunum. Hann veit sem er að ef hann ljóstrar upp þeirn nöfnum þá bíður hans eitthvað annað, meira og verra en fang- elsisdómur fyrir bankarán. Meinið hefur því ekki verið upprætt þó svo að pilturinn hafi reynt á sinn sérstæða hátt. Nú fyrst getur hann horft fram á veg- inn. Hann bjargaði li'fi sínu með því að ræna banka. Og líklega ekki sá fyrsti sem það gerir. Gegn veðrinu! Samið við lækna Samninganefnd heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra og sérgreinalækn- ar hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir í eitt ár. Læknafélagið hélt fund um málið í gærkvöld en skrifað var undir samninga með fyrirvara um samþykkt fé- lagsfundar. Samningarnir voru und- irritaðir á grundvelli þeirrar vinnu sem fram fór um helgina, en formenn samn- inganefndanna unnu stíft alla helgina við að leysa deiluna. Sjúklingar eiga því kost á að fá endurgreiddan hluta sérfræðikostnaðar en samningurinn gildir frá og með undirskrift. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra kveðst afar ánægður með að samning- ar skuli hafa tekist. Hann hyggst leggja það fyrir ríkis- stjórnarfund hvernig bregðast skuli við þeim reikningum sem sjúklingar hafa ekki fengið endur- greidda frá áramótum og mun leggja áherslu á að það mál verði leyst þannig að sjúklingar beri ekki skarðan hlut frá borði. Áfram í qæsluvarð- haldi Mennirnir tveir sem eru grunaðir um að hafa framið bankarán í Sparisjóði Reykjavíkur við Hátún sitja í gæsluvarðhaldi fram á mánudag, samkvæmt úr- skurði Héraðsdóms Reykja- víkur sem féllst á kröfu lög- reglunnar þess efnis. Áður hafði lögreglan reynt að fá gæsluvarðhald yfir þeim fram á föstudag í þessari viku en þá var úrskurðað um varðhald til gærdags- ins. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1978 og 1986, hafa hingað til neitað aðild að glæpnum. Lögreglan hefur sent til rannsóknar í Noregi lífsýni sem fundust á nælonsokkum skammt frá bankanum. Rannsóknin á sýnunum gæti tekið nokkrar vikur. Ræningjarnir tveir komu á reiðhjólum með hulin andlit, barefli og hníf. Ann- ar þeirra braut gler við gjaldkerastúku og veittust þeir meðal annars að við- skiptavini bankans. Lög- reglan rannsakar allar upp- lýsingar sem lúta að sekt mannatma. ........ Svarthöfði varð öskuvondur seinni partinn í gær þar sem hann sat í bflnum fastur á ljósum ein- hvers staðar í Reykjavík. Þótt Hum- mer-bíll Svarthöfða sé bæði stór og þungur fann Svarthöfði greinilega hvernig vindhviðurnar rugguðu bflnum, svo ef Svarthöfði væri kveif, þá hefði hann jafnvel farið að óttast að bfllinn kynni að fjúka á hliðina. Svona var nú veðrið í Reykjavík síðdegis í gær og Svart- höfði mátti þá ekki til þess hugsa hvernig það væri eiginlega annars staðar á landinu, ekki síst á Norður- landi, þar sem útvarpið sagði enn ríkja aftakaveður. Og Svarthöfði fylltist æ meiri gremju í garð þeirra falsspámanna og lélegu vísindamanna sem undan- farið hafa vaðið uppi í fjölmiðlum og öllu samfélaginu og jafnvel veröld- .itmiJÍhiogJiaroast vjð aöJialdaþví C Svarthöfði fram að í vændunt væri eitthvað sem þeir hafa kallað „alheimshlýnun", en betra nafn væri reyndar „Þíðan mikla" eins og í Múmmálfunum. Svarthöfði er búinn að byrgja sig upp af sólarkremi fyrir næstu áratugina, kaupa sólgleraugu f heildsölu í heila ferðatösku og kona Svarthöfða er búin að sitja sveitt við að saurna stuttbuxur, Hawaii-skyrtur og annan léttan sumarfatnað, sem Svarthöfði hafði ætlað sér að brúka þegar þessi hlýnun skylli á fyrir alvöru. Og und- anfarnir vetur hafa vissulega ýtt undir þá trú Svarthöfða að eitthvað kynni að vera til í orðrómnum um þessa miklu hlýnun. En þá skellur á þessi vetur hér og einkum og sér í lagi veður eins og.í gær. Og Svarthöfði sjálfur jafnvel ekki óhultur í sínum Hummer. Svarthöfða þykir augljóst að hér hefur verið um að ræða lélega vísindamenn og gott ef ekki vinstri- sinnaða áróðursmenn -gegn.iðnvaeðingii.Stóriðiu. ogjor- ystuhlutverki Bandaríkjanna í ver- öldinni. Og í staðinn fyrir að fara og kaupa sér strigaskó, eins og ætlunin var, þurfti Svarthöfði að lúpast til að kaupa sér ullarsokka. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.