Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14.JANÚAR2004 9 Sérstakar linsur eru komnar á markað sem breyta formi hornhimnunnar. Sjóndaprir geta gengið gler- augnalausir á daginn ef þeir sofa með linsurnar á nóttunni. Hugsað fyrir þá sem þola ekki venjulegar linsur eða geta ekki farið í leysigeislaaðgerð. m nottu Hornhimna á tölvuskjá Eftir nákvæmar mæíing- ar er linsan smiðud til að leiðrétta lögun himn- unnar þannig að full sjón fæst á ný. „Þú sefur með linsurnar, tekur þær úr að morgni og getur þá verið gler- augnalaus yfir daginn," segir Úrsúla Englert sjóntækjafræðingur. Hún og Gunnar Ás Vilhjálmsson augnlæknir selja sérstakar linsur sem laga sjón fólks yfir nóttina. Þetta hljómar eins og töfrar, en er samt sem áður ofureinfalt. Linsurnar eru sérsmíðað- ar eftir nákvæmar mælingar með sér- stöku tæki. Þær veita örlítinn þrýsting á hornhimnuna og breyta lögun hennar nóg til þess að sjónin lagast. Þarf að nota á hverri nóttu „Það tekur um vikutíma að ná fullri sjón. Fyrstu nóttina lagast sjónin um allt að 70%. Ef linsurnar eru ekki notaðar í nokkra daga verður sjónin aftur slæm," segir Úrsúla. Það þarf því að sofa með linsurnar á hverri nóttu. Enginn sársauki fylgir mælingunni, sem tekur um fimm mínútur. Meðferðin er hugsuð fyrir þá sem þola ekki venjulegar linsur eða geta ekki farið í leysigeislaaðgerð. Þær eru nokkuð dýrar þar sem þær eru sér- smíðaðar fyrir hvern og einn. Með- ferðin kostar tæpar 119 þúsund krón- ur á ári. Innifaldar eru allar skoðanir, eftirlit augnlæknis og rannsóknir, og vökvi og hreinsiefni fyrir allt árið. i lauslegri könnun DV á Norðurlönd- um kom í ljós að linsurnar eru á sam- bærilegu verði hér á landi, og jafnvel ódýrari í vissum tilfellum. Allt að -4 Linsur sem þessar hafa verið seldar um nokkurra ára skeið á Englandi og Norðurlöndunum. Fyrirtæki Úrsúlu og Gunnars, Sjón- vernd, bauð fyrst upp á þær hér á landi í nóvember síðastliðnum. Meðferðin dugar til að leiðrétta nærsýni allt að -4 og sjónskekkju til -1,5. Enn sem komið er duga linsurnar ekki fyrir fjarsýna. Úrsúla Englert sjóntækjafræðingur og Gunnar As Vilhjálmsson.augnlæknir Selja töfralinsur sem leiðrétta sjónina sárs- aukalaust. „Ég veit að þetta hljómar eins og galdur, og margir trúa þessu ekki fyrst. Meðferðinni fylgja litlar sem engar aukaverkanir, eða jafn litlar og af venjulegri linsunotkun. Eftirlitið er hinsvegar mun strangara," segir Úr- súla. Enn sem komið er hefur enginn slegið til og fengið sér slíkar linsur hér á landi. brynja@dv.is Sérkjör hjá Bónusvideo Ýmis tilboð frá BT Blaðberi mánaðarins valinn Sumargjöf til þeirra sem hafa starfað lengst ... og margt fleira Blaðberaklúbbur Fréttablaðsins er opinn öllum sem hafa áhuga á að bera út blaðíð. í klúbbnum eru bæði þeir blaðberar sem bera út eingöngu um helgar og þeir sem bera út virka daga. Meðlimir klúbbsins njóta ýmissa fríðinda auk þess að fá borgað fyrir holla og skemmtilega hreyfingu. Sláðutil og vertu með í Blaðberaklúbb Fréttablaðsins. Þar ertu í hópi duglegasta fólks landsins. Hringdu í síma 5157590. Leigan f þínu hverfi Við segjum fréttir FRETTABLAÐIÐ B0NUSVIDE0 fyrir duglegasta Árshátíð Jólagjöf fólk landsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.