Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 Fréttir DV Nýtur ekki friðhelgi Italski stjórnlagadóm- stóllinn ógilti í gær lög sem veittu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, friðhelgi frá lögsókn. Segir dómstóllinn lögin brjóta gegn stjórnarskrá landsins. Lögin voru samþykkt á síð- asta ári. Þá hafði mál á hendur Berlusconi verið höfðað fyrir meinta spill- ingu en forsætisráðherrann var sakaður um að hafa mútað dómara vegna máls er varðaði yfírtöku á einu fyrirtækja hans árið 1985. Lögin hefðu veitt Berlusconi friðhelgi svo lengi sem hann sæti í stól forsætisráðherra. Keikó fullur af eiturefnum Norsk stjórnvöld hafa lýst yfir nokkrum áhyggjum yflr mengunarhættu af hræi kvikmyndastjörnunn- ar Keikós. í Aftenposten segir að hræið sé fullt af eit- urefnum en aðalfæða Keikós voru selir og feitir fiskar sem bera eiturefnið PCB með sér. Hópur krakka hélt minningarathöfn hjá gröf Keikós í síðustu viku og hlóðu minnisvarða um þennan frægasta kvik- myndhval sögunnar. Frétt- irnar af mengunarhættunni komu því eins og reiðarslag fyrir krakkana en Keikó var afar vinsæll meðal ungvið- isins í Noregi. Ekkert opin- bert leyfi var gefið fyrir því að grafa Keikó á landi en venjan er að hvalir séu látnir hvíla í söltum sjó. Reynhard Reynisson, bæjarstjóri Á Húsavík „Við erum brattir í byrjun nýs árs og höfum miklar vænting- ar til ársins. Atvinnuástandið hér hefur verið þokkalegt en engu að síður hefur fækkað lít- illega í sveitarfélaginu. Við vonumst til að skapa ný störf Landsíminn margt í deiglunni hér fyrir norðan. Þannig ætlum við að freista unga fólksins sem farið hefur héðan. Ég á von á að með hækkandi sól verði at- vinnulífið hér orðið mun fjöl- breyttara en nú er. Auka þarf öryggi allra jarðgangna í Evrópu þar sem meðalumferð er meiri en 4 þúsund bílar á dag samkvæmt nýjum tilskipunum Evrópusambandsins. Umferð um Hvalfjarðargöngin á nýliðnu ári voru tæpir 3.900 bílar á sólarhring. Ný ESB tilskipun gæti þýtt lokun Hvalfiapðanuanua Stefán segir að bílaumferðin hafi að jafnaði verið um 3.500 bílar á árinu sem leið en það stemmir eng- an veginn við mælingar Vega- gerðarinnar Loka gæti þurft Hvalfjarðargöngunum um óá- kveðinn tíma vegna nýrra tilskipana Evrópusam- bandsins um öryggi í jarðgöngum. Samkvæmt þeim þarf að auka talsvert öryggi í öllum göngum þar sem umferð fer yfir fjögur þúsund bfla á dag en meðalumferð um Hvalfjarðargöngin 2003 var 3.846 bflar. Nauðsynlegar tilskipanir Tilskipanirnar tóku gildi í byrjun þessa árs en þeim er ætlað að sporna við þeim hræðilegu slysum sem orðið hafa víða í göngum, sérstaklega í Ölpun- um, en björgunarstörf þar hafa reynst erfið og jafn- vel óframkvæmanleg á stundum. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að öryggi sé aukið til muna í öllum göngum sem eru lengri en kflómeter að lengd og umferðarþungi er meiri en 4000 bflar á sólarhring. Fjölga þarf slökkvitækjum og neyðarsímum í slíkum göngum, alla lýsingu þarf að bæta og byggja þarf lítil neyðargöng til að tryggja örugga útgönguleið vegfarenda ef eitthvað bjátar á. Spölur ekki með á nótunum „Við munum taka tillit til þessara reglna þegar við erum komnir í þær tölur sem þar eru notaðar sem viðmið," segir Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar ehf., sem byggði og rek- ur göngin. „Þá munum við fjölga slökkvitækjum og neyðarsímum.“ Stefán segir hins vegar að langt sé í að 4.000 bfla markinu sé náð íHvalfjarðargöngunum. „Það var sáralítil aukning á umferðinni á síðasta ári, innan við eitt prósent. Toppurinn í aukningunni MEÐALUMFERF) UM HVALFJARÐARGÖNGIN Á SÓLARHRING: 2000 2001 2002 2003 Fjöldi blfreiða 3.241 3.557 3.660. 3.846 Hvalfjarðargöngin Mikil sam- göngubót fyrir landsmenn alla en verið getur að þeim þurfi að loka áður en langt um liður. er ennfremur kominn fram og mörg ár í að þessu marki sé náð.“ Stefán segir að bflaumferðin hafi að jafnaði verið um 3.500 bflar á árinu sem leið en það stemmir engan veginn við mælingar Vega- gerðarinnar. Samkvæmt þeim var meðalumferðin 3.846 bflar á sólarhring og hafði aukist um 5% milli ára. Ennfremur hefur meðalumferðin yfir háannatíma á sumrin verið 5 - 6.000 bflar á sólar- hring síðastliðin tvö ár. Lækkun veggjalds stendur ekki fyrir dyrum Sveitarfélög á Vesturlandi og víðar á landsbyggð- inni hafa krafist þess að veggjaldið í Hvalfjarðar- göngunum verði lækkað enda sé um að ræða eina samgöngumannvirkið á landinu sem ekki sé frjálst að nota. Gjaldið virki þannig letjandi á ferðaþjón- ustu á Vesturlandi. Önnur rök sem oft heyrast er að umferð um göngin hefur farið langt fram úr öllum áætlunum og því sé gott svigrúm til að umbuna þeim er nota göngin að jafnaði. Stefán vísar því á bug að gjaldið sé hátt. „Að raun- virði hefur veggjaldið lækkað umtalsvert. Staðan er sú að mikill meirihluti þeirra sem göngin no’ta eru með hæsta afslátt sem boðið er upp á og þannig er gjaldið einungis 440 krónur á hverja ferð.“ Hann segist ekki standa til að gjaldið verði lækk- að meira en þegar hefur verið gert enda taki slíkt marga mánuði og þurfi að ákveðast af stjórn og hlut- höfum fyrirtækisins. Samsæri? Heimildarmenn DV segja að Speli sé ómögulegt að Iækka gjaldið meira vegna þess að slíkt gæti þýtt aukna umferð og þannig gæti umferðin hæglega far- ið yfir 4 þúsund bfla múrinn sem tilskipanir Evrópu- sambandsins miðast við. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hefur viðrað þá hugmynd að lækka eða fella niður virðis- aukaskattinn af veggjaldinu og er sú hugmynd til skoðunar. Fyrirséð er að þegar umferð nær settu marki er Speli nauðugur einn kostur að loka göngunum á meðan þær framkvæmdir sem þörf er á standa yfir. Slíkt verk gæti tekið vikur og jafnvel mánuði. Mögu- legt yrði að hafa aðra akreinina opna fyrir umferð en ljóst má vera að slíkt yrði bæði tafsamt og hættulegt fyrir vegfarendur. Stefán segir að hugmyndir um stækkun gang- anna séu ræddar annars lagið en meira í gamni en alvöru. albert@dv.is Skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dómsmálaráöuneytisins Skoðum fjölmörg mál vegna sýslumanna „Það hafa komið upp mörg mál og fleiri heldur en hafa verið skráð í fjölmiðlum. Það þýðir ekki að allar kvartanir séu réttmætar," segir Stef- án Eiríksson, skrifstofustjóri dóms- mála- og löggæsluskrifstofu dóms- málaráðuneytisins, um eftirlit ráðu- neytisins með embættisfærslum sýslumanna. I DV í gær og fyrradag var fjallað um ásakanir um meint afglöp hjá sýslumannsembættinu í Keflavík sem valdið hefðu saklausu fólki miklu tjóni. Fólkið spyr um ábyrgð sýslumannsins. „Eftirliti er bæði hagað með þeim hætti að við fáum upplýsingar frá borgurunum - oft frá lögmönn- um - sem leiða til að við könnum einstök mál. Síðan er reglulega farið í embættisathuganir - yfirleitt-teng- ist það því þegar verið er að skipta um yfirmann hjá embættinu en einnig ef sérstök tilefni gefast til eins og hefur gerst nokkrum sinnum á undan- förnum árum,“ segir Stefán. Að sögn Stef- áns hefur dómsmálaráðuneytið bæði skoðað embætti í heild og ein- staka málaflokka hjá tilteknum embættum. „Þannig að það er nokkuð virkt og öflugt eftirlit. Það er líka eftirlit af hálfu rfldslögreglustjóra og ríkissak- sóknara. Sýslumenn sinna einnig málum fyrir önnur ráðuneyti sem Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri hafa þá eftirlit með því. Það er til dæmis vegna innheimtumála hjá fjármálaráðuneytinu, en sýslumenn eru innheimtumenn fyrir rík- issjóð," segir Stefán. Hann segir athuganir dómsmálaráðuneytisins oft- ast aðeins gefa til- efni til þess að verklag sé fært í betra horf - þær kalli ekki á nein ákveðin viðurlög. „Eft- irlit ráðuneyt- isins hefurhins vegar leitt til þess að gripið hefur verið til viðurlaga gag vart embættismönnum. Það sáu menn til dæmis varðandi sýslu- manninn á Akranesi fyrir nokkrum árum," segir hann. Stefán segist ekki hafa kynnt sér eða vilja segja til um stöðu mála hjá sýslumannsemb- ættinu í Keflavtk sem að ofan er getið. “Það er mis- ntunandi eftir embættum hversu mörg mál koma upp en það er ekki hægt að segja að eitt emb- ætti skeri sig úr umfram önnur," segir Stefán. gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.