Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14.JANÚAR2004 15 Harold Shipman, eða „doktor dauði“ eins og hann var kallað- ur, fannst látinn í fangaklefa sínum í gær. Shipman var dæmdur í fimmtánfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 15 sjúk- linga sína en talið var að fórnarlömb hans væru að minnsta kosti 215. Hengdi sig í sænguriötunum Dauðalæknirinn Harold Shipman notaði heróín til að myrða sjúklinga slna. Hann varsagð- ur haldinn óstöðvandi þörftil að leika guð og hafa líffólks bókstaflega I hendi sér. Hinn illræmdi læknir Harold Shipman fannst látinn í fangaklefa í Wakefield-fangelsinu á Englandi í gærmorgun. Shipman fannst hang- andi í snöru sem hann hafði búið til úr sængurfötum sínum. Lífgunartil- raunir báru ekki árangur. Shipman var dæmdur í fimmtánfalt lífstíðarfangelsi árið 2000 fyrir morð á fimmtán sjúkling- um. Auk þess hlaut hann fjögurra ára fangelsi fyrir að falsa erfðaskrá eins fórnarlambsins. Rannsókn á máli Shipmans hef- ur leitt í ljós að fórnarlömbin voru að minnsta kosti 215 og jafnvel 260. Ferill Shipmans er einn sá svartasti í sögu fjöldamorðingja enda hafa aðeins örfáir menn verið sakaður um jafn mörg morð og hann. Nokkrir ættingjar fórnarlamba Shipmans tóku fregnum af sjálfs- morði hans illa og sögðu það merki um hugleysi hans. Dauði Shipmans lokar líka á þann mögu- leika að ættingjarnir fái nokkru sinni að vita hvað honum gekk til en Shipman neitaði alla tíð sök í málinu. Hann gaf heldur aldrei skýringar á dauða fórnar- lambanna. Sleppur létt Morðin eru talin hafa verið framin á árabilinu 1975 til 1998. Meirihluti fórnarlamba Shipmans var eldri konur og var banamein þeirra of stór skammtur af heróíni. Af fórnarlömbum Shipmans voru 44 karlmenn og 171 kona. Elsta fórnarlambið var 93 ára kona og það yngsta 47 ára karlmaður. Rannsókn málsins leiddi jafnframt í ljós að Shipman myrti fórnarlömb sín hljóðlega og að því er virðist eftir ákveðnu kerfi. Talað var um að hann hefði verið „háður" því að ákvarða líf eða dauða sjúklinga sinna. Jane Ashton-Hibbert, barnabarn fórnarlambs Shipmans, sagði í sam- tali við fréttastofu BBC að sér fynd- ist þetta létt endalok fyrir lækninn. „Hann sleppur létt frá þessu. Hann sýndi aldrei samúð eða sekt vegna málsins og nú hafa dyrnar lokast endanlega í þessu máli.“ Danny Mellor, sonur konu sem Shipman myrti, sagði að sjálfs- morðið ylli mörgum ættingjum hugarangri þar sem óvissan í mál- inu væri endanleg. „Ég hef alltaf alið þá von í brjósti að ég ætti eftir að horfast í augu við Shipman og spyrja hann af hverju hann hafi gert þetta." Erfðaskráin kom upp um hann Við réttarhöldin kom í ljós að Shipman hafði áður verið dæmdur fyrir að falsa lyfseðla til að fullnægja eigin lyfjafíkn. Það þótti með ólík- indum að hann skyldi halda lækna- leyfinu og fá að reka áfram lækna- Morðin eru talin hafa verið framin á árabil- inu 1975 til 1998. Meirihluti fórnarlamba Shipmans vareidri konur og var bana- mein þeirra ofstór skammtur afheróíni. stofu einn síns liðs. Enda kom á daginn að Shipman hafði komið sér upp gríðarlegum birgðum af efni sem samsvarar heróíni á læknastofu sinni og beitti því óspart á sjúklinga sína. Upp komst um Shipman þegar dóttir sjúklings sem dó í höndum hans gerði athugasemd við erfða- skrá. Dóttirin neitaði að trúa að móðir sín hefði arfleitt Shipman að auðæfum sínum. Lík gömlu kon- unnar var tekið til rannsókar og fundust þá leifar heróíns. Falsaða erfðaskráin varð til þess að bundinn var endi á áralangt morðæði Shipmans læknis og fórnarlömbin urðu ekki fleiri. Yfirvöld í fangelsinu sendu frá sér yfirlýsingu vegna dauða Shipmans í gær og staðfestu að hann hefði fundist hangandi í sængurfötunumm. „Síðan Ship- man kom til Wakefield 18. júní 2003 hefur hans aldrei verið gætt með tilliti til sjálfsmorðshættu, hann hefur verið í venjubundinni gæslu,“ segir jafnframt í yfirlýs- ingu fangelsisins. Lík Shipmans var flutt í lögreglufylgd úr fangels- inu í gær. Fundur í Félagi kvikmyndagerðar- manna um mynd Hrafns Gunnlaugsson- ar „Opinberun Hannesar” Hrafn mætir ekki Á almennum félagsfundi í Félagi kvikmyndagerðarmanna (FK) í kvöld mun aðalumræðuefnið verða mynd Hrafns Gunnlaugssonar „Op- inberun Hannesar". Hrafni sjálfum mun hafa verið boðið á fundinn en að sögn Hjálmtýs Heiðdal, stjórn- armanns í FK, mætir hann ekki. Eins og fram hefur komið í fréttum ólgar mikil óánægja meðal meðlima FK vegna þeirra styrk- veitinga sem Hrafn hefur fengið vegna myndarinnar en þær upphæðir þykja ekki í neinu samræmi við kostnað. „Menn eru grautfúlir að hann fær alltaf súperpeninga til sinna verkefna meðan aðrir fá mun minni íjár- hæðir," segir Iljálmtýr. „Þetta á ekki bara við um „Opinberun Hannesar" heldur mætti nefna fleiri dæmi eins og tölvumyndina „fsland í öðru ljósi" þar sem hann fékk meðal ann- ars 9 milljónir króna frá umhverfis- ráðuneytinu auk styrkja frá Kvik- myndasjóði, Sjónvarpinu og Landsvirkjun. Þessir styrkir voru ekki í neinu samræmi við ætlaða kostnað." í máli Hjálmtýs kem- ur einnig ffarn að það þykir æði dularfullt í hvað þær 44 milljónir kr. sem Hrafn fékk til að gera „Opinberun Hann- esar" hafa farið. „Ýmsir hafa verið að reikna dæmið út og komast ekki ofar en að raunkostnaður við myndina sé á bilinu 10-12 milljónir króna," segir hann. SKIPULAGS- QG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tiliögur að breytingum á deiliskipulagi í Reykjavík. Norðlingaholt, norðaustur-hluti. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts, norðaustur-hluta, sem frestað var af heildarskipulagi svæðisins. Um er að ræða óverulegar breytingar frá tillögu sem auglýst var á fyrra ári. Auk þess gerir tillagan ráð fyrir smávægilegum breytingum á vesturhiuta áður samþykkts skipulags. Nánar vísast í kynningargögn. Laugardalur. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals þar sem byggingarreitur stúku Laugar- dalsvallar er stækkaður. Áður voru tveir byggingarreitir við hvorn enda um 3.500 m2 að stærð og felst breyting í að reitir eru sameinaðir í einn og einnig stækkar byggingar- reiturinn. Sameinaður og stækkaður reitur er 10.290 m2 og er þar gert ráð fyrir að svæði austan aðalstúku er skilgreint sem byggingareitur ásamt stúkunni allri. Ástæða breytingarinnar er fyrirhuguð ný aðkomubygging inn í stúkuna. Nánar vísast í kynningargögn. Rafstöðvarvegur 1a. Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Rafstöðvarvegs 1a þar sem gert er ráð fyrir breyttri notkun, stækkun byggingarreits ofanjarðar og nýjum byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði neðanjarðar. Notkun/starfsemi í húsunum verður tengd hönnun og listum með sýningarsölum, vinnustofum, veitinga- og kaffishúsi, verslun með sérvöru og fleira. Ekki er heimilt að að nýta lóð undir matvörumarkað, bílasölu, viðgerðar- verkstæði, gistiaðstöðu, íbúðir og grófan framleiðslu- iðnað. Nánar vísast í kynningargögn. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15, frá 14. janúar 2004 til 25. febrúar 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 25. febrúar 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 14. janúar 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.