Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 Fréttir W Viðbúnaður vegna snjó- flóðahættu á Vestfjörðum Almannavarnadeild ríkis- lögreglunnar hefur lýst yfir viðbúnaði hjá almanna- varnanefndum á ísaflrði, Súðavík og Bolungarvík vegna snjóflóðahættu í kjöl- far óveðursins sem þar hef- ur geisað í tæpa tvo daga. Er DV hafði samband við lög- regluna á Isafirði um kvöld- matarleytið í gær var ástandið í bænum sagt skaplegt miðað við aðstæð- ur. Mjög þungfært væri í bænum en tekist hefði að halda öllum aðalgötum opnum. Verst var veðrið á Vest- fjörðum og Norðurlandi. Lögreglan á Akureyri sagði um kvöldmatarleytið í gær að ástandið væri þokkalegt á því augnabliki. „Hér var öllu tjaldað sem til var af tækjum og tólum til að halda helstu götum opnum fyrir um- ferð,“ sagði lögreglan. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu er ekki útlit fyrir að óveðrið gangi niður fýrr en seinnipart vikunnar eða í fyrsta lagi á morgun, flmmtudag. Misindis- maður fótbrotnaði Maður í annarlegu ástandi fór mikinn í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Maðurinn réðst á afturrúðu bifreiðar sem ökumaður bakkaði og brást ókvæða við þegar farþegi í bílnum fór út að ræða við hann. Til handalögmála kom milli þeirra og að þeim loknum elti maðurinn bílinn uppi, opnaði hurð og sló farþega í andlitið. Seinna sömu nótt réðst sami maður á hjón sem voru á leið úr miðborginni og sló eigin- manninn í andlitið. Þá flúði misindismaðurinn en mis- steig sig illa á flóttanum. Lögregla handtók hann og flutti á slysadeild, en hann er talinn fótbrotinn. Áhrif álvers Alcoa ofmetin Fjarðaál mun skila mun minna til þjóðarbúsins en margir hafa talið hingað til, ef marka má greiningardeild KB banka. Þar eru áhrif ál- vers Alcoa á íslenskt efna- hagslíf talin stórlega ofmet- in. Útreikningar greiningar- deildarinnar benda til að hrein áhrif á gjaldeyrisjöfn- uð landsins nemi 8 milljörð- um króna en þá á eftir að taka tillit til þess að álverið sjálft og fjármögnun þess er erlend og kostnaðarvægi er- lendra framleiðsluþátta um 40%. Þess vegna verði að- eins um þriðjungur af út- flutningsverðmæti hvers tonns af áli eftir sem virðis- auki hérlendis. Álverið og framkvæmd- irnar við Kárahnjúkavirkjun falla því í skuggann af annarri eignamyndun í þjóðfélaginu. Aðstandendur Halldórs Laxness bíða eftir afsökunarbeiðni frá Hannesi Hólmsteini og Eddu útgáfu. Berist hún ekki vilja þeir grípa til aðgerða. Einar Laxness, sagn- fræðingur og sonur skáldsins, vantreystir Hannesi og vildi ekki afhenda honum bréf. Hóta að taka Laxness af Eddu Hallur Hallsson ráðinn til að kynna hátíðarhöld vegna aldarafmælis Heimastjórnar. „Við erum að bfða eftir afsökunarbeiðni frá Hannesi og útgáfunni," segir Einar Laxness, sagn- fræðingur og sonur Halldórs Laxness. Komi ekki fram afsökunarbeiðni segir Einar íjölskylduna hljóta að athuga málsókn. Gagnvart íjölskyldunni snýst málið ekki bara um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins heldur einnig að bók hans sé gefin út hjá útgáfufélaginu sem fer með útgáfurétt á verk- um Halldórs Laxriess. Hann segir að Edda hafi ekki komið hreint fram. „Það hlýtur að koma til athugunar að segja upp samningi við forlagið sem hefur útgáfurétt á verkum skáldsins og fara með hann annað,“ segir Einar. „Þetta hefur komið til tals," segir hann, „það er ekki hægt að láta bjóða upp á þetta“. Hann segir að vegna breytinga á útgáfumarkaði séu tengsl fjöl- skyldunnar við útgáfuna önnur en áður. Sá sem hafði mestan trúnað Halldórs og fjölskyldu hans, Ólafur Ragnarsson, fyrrum forstjóri Vöku Helgafells, sagði skilið við Eddu og Pétur Már Ólafsson, útgáfu- stjóri Vöku Helgafelis, er á leið til Brussel um hríð. „Frá mínum sjónarhóli er Hannes að taka texta skáldsins og breyta honum lítillega þannig að hann líti út eins og hann hafi skrifað hann,“ segir Einar. „Lesandinn veit ekki hvaðan textinn er,“ segir hann. Hann segir Hannes ekki eingöngu taka úr minningarbókum Halldórs heldur hafi hann fund- ið sams konar vinnubrögð í frásögn af klausturlífi í Bretlandi. Því sé í bók Hannesar lýst eins og í rit- gerð eftir Haildór sem sé ekki getið til um. Einar er næstelsta barn Halldórs en móðir hans er Ingibjörg Einarsdóttir. Einar hefur cand. mag. próf í sagnfræði, hefur unnið sem framkvæmda- stjóri Menningarsjóðs, verið prófdómari í sagn- fræði í Háskóla íslands í tæp þrjátíu ár og gefið út ítarlegtyfiriitsrit um sögu íslands, íslandssögu A-Ö. Einar segir það ekki rétt að málið snúist um fjölda tilvísana heldur það hvort Hannes hafi tekið texta Halldórs og gert að sínum. „Annað sem þarna er uppspuni í vörn Hannesar er að útgáfustjóri Vöku Helgafells hafi lesið handrit sem fulltrúi íjöl- Einar Laxness við mynd af föður sínum sem þýskur listamaður málaði á Sikiley 1925 „Frá minum sjónarhóli er Hannes að taka texta skáldsins og breyta honum litillega þannig að hann líti út eins og hann hafi skrifað hann." „Það hlýtur að koma til at- hugunar að segja upp samningi við forlagið sem hefur útgáfurétt á verkum skáldsins og fara með hann annað." skyldunnar. „Það erum ekki við fjölskyldan sem erum að ritskoða Hannes, við höfðum engan áhuga á því. Hannes notaði svo rosaleg orð um skáldið í um- ræðum eftir útgáfu Höfundar Islands að ég van- treysti honum,“ segir Einar. „Ég þorði ekki að af- henda honum bréf sem ég á til móður minnar frá skáldinu. Hann reyndi að særa þetta út úr mér en gekk það ekki," segir hann. Ekki náðist í Pál Braga Kristjónsson, forstjóra Eddu. kgb@dv.is Hallur undir Davíð „Mér finnst í hæsta máta óeðlegt og ósmekklegt að blanda þessum málum saman við einn merkasta dag í sögu þjóðarinnar," segir Júlíus Haf- stein en hann hefur undanfarna fimm mánuði starfað hjá forsætis- ráðuneytinu við undirbúning hátíð- arhalda í tengslum við aldar affnæli heimastjórnar á íslandi. Hallur Hallsson hefur verið ráð- inn sem til að halda utan um íjöl- miðlamál vegna hátíðarhaldanna. Þykir ýmsum það skjóta skökku við, og Hallur óheppilegur í starfið þegar haft er í huga að hann hefur ekki far- ið leynt með þá skoðun sína að hon- um þykir fréttaflutningur tveggja af þremur dagblöðum landsins, DV og Fréttablaðsins, fyrir neðan allar hell- ur. Hefur hann haldið þeirri skoðun fram víða og tíðum setið að spjalli á Hrafnaþingi Ingva Hrafns Jónssonar á Útvarp sögu og lýst því yfir að þess- um tveimur blöðum sé síður en svo treystandi. „Ég hef unnið áður með Halli sem og öðrum fjöl- miðlamönnum og að mínu mati er Hallur mjög hæfur til að halda utan um það að koma viðburð- um á framfæri við fjölmiðla og skýra eðli við- komandi at- burðar. Þetta er maður með gríðarlega reynslu sem ég treysti fullkomlega." Varðandi það að Davíð Oddsson hafi haft hönd í bagga með ráðningu Halls, og að þar sé þá komin einhvers konar umbun vegna vasklegrar fram- göngu í því sem kalla má stríðið um eignarhald fjölmiðla, vísar Júlíus því alfarið á bug. „Ég legg það ekki fýrir forsættisráðherra hverja ég ræð til starfa." Júiíus Hafstein Seg- ir Hall ekki óheppileg- an til starfans, hann sé reynslunnar smiður i að koma skilaboðum óbrengluðum til fjöl- miðla. Hallur Hallsson vísar þessum við- horfum einnig alfarið á bug. „Þetta er ekki svaravert. Ég er enginn einka- vinur Davíðs sem ég hitti síðast árið 2002. Ég starfaði fýrir Kristinihátíðar- nefnd, þá ágætu nefrid, með Júlíusi Hafstein þar sem okkar ágæti forseti var í nefndinni og biskup í forsæti. Ætíi það sé ekki þess vegna sem ég var beðinn um að leggja hönd á plóginn að þessu sinni.“ 57 milljónir fara beint til þessara hátíðarhalda fýrir utan náttúrlega laun þeirra sem að koma. Þau hefjast 1. febrúar og verða um 25 viðburðir um land allt. jakob@dv.is Hallur Hallsson Hafnarþvial- farið að starfhans á vegum for- sætisráðuneytisins séu verðlaun fyrir að hafa staðið dyggiiega með Davíð Oddssyni yfirlýsingum um að Fréttabiaðsins og DV séu misnotuð daglega afeigendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.