Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 3
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 3 Að kaupa pólitík og Maður er nefndur Silvio Berlusconi. Hann er forsætisráð- herra á Italíu, ríkastur ítala og tuttugasti og níundi auðugasti mað- ur heimsins. Berlusconi er nefnilega í rjúkandi bisniss. Hann á helstu sjónvarpsstöðvar Italíu, útvarps- stöðvar, prentmiðla - að Mogga landsins (Corriera della Sera) með- töldum, útgáfuíyrirtæki, nokkur tryggingafélög og kvikmyndasam- steypu. Svo á hann alls konar fyrir- tæki í auglýsinga- og matvælabrans- anum. Sér til afþreyingar á Berlusconi fullt af þotum og snekkjum - víðar en á Miami. Sumsé; Berlusconi stjórnar Italíu og á íjölmiðlana. Og hann neitar að sleppa takinu á fjöl- miðlunum - sér ekkert athugavert við tengslin og blæs á allt tal um hagsmunaárekstra. „Ef ég gæti hagsmuna allra á sama tíma og ég gæti minna eigin hagsmuna, er þá hægt að tala um hagsmuna- á- rekstra?" spyr Berlusconi. Berlusconi er ekki blindur mað- ur, bara spilftur. Hann stal síðustu kosningum undir merkjum hægri flokks síns Forza Italia - Afram Italía - með því að beita hikstalaust fyrir sig sjónvarpsstöðvum sínum til að hygla sér. Og Berlusconi er kokhraustur með eindæmum. Hann ku hafa haldið því fram að hann væri mesti stjórnmálaleiðtogi í - ekki bara Evr- ópu - hefdur öllum heiminum. „í ljósi sögu minnar og bakgrunns, hæfileika og afreka á sviði kaupsýslu er ég slíkur maður að enginn maður með rænu gæti látið sér detta í hug að bera sig saman við mig,“ segir Berlusconi. Andstæðingar Berlusconis hafa líkt honum við Zelig, persónusköpun Woody Allens í samnefndri bíómynd. Zelig var þeirrar náttúru að hann gerði að síriúm éiginleika þeirrar persónu sem hann blandaði geði við hverju sinni. Kannski er það þess vegna sem Davíð Oddsson telur sig eiga mikinn vin í Berlusconi? Þó hvíla skuggar yfir dýrðinni. Skuggarnir leynast í fjölmörgum ákærum á hendur milljónera for- sætisráðherranum um stórfelld svik og pretti. Berlusconi er t.a.m. ákærður fýrir að múta dómara. Hann hefur á sér dóma fyrir að falsa bókhald, skattsvik og múta skatt- rannsóknarlögreglunni. Silvio bara Glúmur Baldvinsson fjallar um þá þremenninga Silvio, Davido og Giovanni Asgeirio. áfrýjaði og slapp vegna tæknilegra atriða. Hið víðfræga enska tímarit Economist lýsti því eftirminnilega yfir að Berlusconi væri ekki hæfur til að „leiða ríkisstjórn nokkurs lands“. Öllu fokkað upp Eftir meira en tvö ár í embætti forsætisráðherra hefur Berlusconi tekist að fokka öllu upp. Líkt og ís- lenski Framsóknarflokkurinn hefur Berlusconi ekki lyft litla putta til að framkvæma nokkuð af því sem hann lofaði fyrir kosningar, eins og skattalækkanir, umbætur á lífeyris- sjóðakerfi, aukna atvinnu og opin- berar framkvæmdir. Þess í stað stendur hann andspænis stórfelld- um vanda eins og gjaldþroti lífeyr- issjóða, snaraukinn halla ríkissjóðs, vaxandi verðbólgu, innflytjenda- veseni og niðurnýddu heilbrigðis- kerfi, svo eitthvað sé nefnt. Mitt í þessu hefur Berlusconi fargað erfðaskatti, afhent fyrirtækjum á silfurfati háar skattaívilnanir og boðið griðastað ólögmætu fjár- magni sem falið hefur verið í er- lendum bönkum frá 1970. Fyrir vik- ið er Ítalía nánast rúin trausti á al- þjóðavettvangi. Berlusconi lætur ekki dóms- valdið halda aftur af sér. I skjóli valds síns hefur hann sett lög sem þjóna honum. Til dæmis kom hann lögum yfir almennilegt bókhald og löggerði bókhaldssvindl. Þar með jarðaði hann þrjár ákærur á hendur sér. Önnur lög Berlusconis grafa undan dómsvaldi og koma því til leiðar að forsætisráðherra nýtur al- gjörrar friðhelgi gagnvart lögum og rétti. Sisona til að Silvio fái að stjórna landinu í friði. Niðurstaða? Berlusconi er gjör- spilltur hægriöfgamaður með ein- ræðistilhneigingar. Sérleg vinátta Davíðs og Silvios Nú er það opinber staðreynd að forsætisráðherra vor, Davíð Odds- Á að fórna Guðrúnu? Halldóra Sigurðardóttir skrifar. Lesendur ■ Æ Ekki get ég orða bundist yfir þeim fréttum að búið sé að segja Guðrúnu Agnarsdóttur upp og loka eigi Neyð- armótöku nauðgana á Landspítalan- um. Það er með ólíkindum að mönnunum skuli detta þetta f hug og ber þess vitni Guðrún Agnarsdóttir að ákvaröanir Ég get ekki orða bundist, eru teknar af segir bréfritari. kör,um sem ekki hafa vit á einu né neinu. Þeim verður nefni- lega ekki nauðgað og þurfa ekki á þessari neyðarmóttöku að halda. En hafa þessir mætu menn athugað að dætrum þeirra eða konum kann að verða nauðgað í framtíðinni? Neyðarmóttakan hefur marg- sinnis sannað gildi sitt og þar hafa margar konur fengið fyrstu hjálp eft- ir nauðgun. Það er óskemmtileg reynsla sem enginn vill lenda ( og það er lágmark að að þessum kon- um sé vel búið og þær fái þá þjón- ustu sem þær eiga rétt á. Guðrún Agnarsdóttir hefur byggt upp þessa móttöku og þar starfar sérhæft starfsfólk. Hvað ætlast þess- ir menn fyrir. Eigum við að fórna allri þeirri þekkingu sem þarna býr fyrir geðþóttaákvörðun einhverra karla sem engan skilning hafa á nauðsyn þess. Því segi ég enn og aftur: Endur- skoðið þessa afstöðu ykkar hið snarasta og hugleiðið þá staðreynd að þessi ákvörðun gæti snert ykkur sjálfa illa. Menningarlegt framtak Lesandi hringdi: I kvöld, miðvikudagskvöld, verða íslensku tónlistarverðlaunin afhent í beinni útsendingu Sjónvarps. Þjóð- in mun efalítið íylgjast af áhuga með þessum töðugjöld- um tónlistar- manna á íslandi, enda hefur hátíðin rækilega fest sig í sessi. Þar sjáum við líka vel hversu fjöl- hæfir og fantagóðir íslenskir músíkant- ar eru og í stöðugri framför. Þá dregur einnig til úrslita í Idolinu, þar sem íslenskir söngfuglar sýna hvaða hæfileikum þeir búa yfir. Báðar þessar hátíðir eru frábært sjónvarpsefni og til þess fallnar að efla tónlistarlífið í landinu. Þannig má að því leiða rök að fátt hafi eflt ís- lenska dægurtónlist meira en til dæmis Eurovision, þar hafa mörg frábær lög komið fram og nýir flytj- endur. Rétt eins og gerist í Idolinu, sem er af hálfu Stöðvar 2 virkilega gott, menningarlegt framtak. Idol Anna Katrin - söngfugl á sigur- braut Spurning dagsins Neyðarmóttakan var í hættu Lýsirvanþekkingu „Mér finnst þetta merki um að verið sé að hverfa aftur um ellefu ár i meðferð fyrir fórnarlömb kynferðisofbeld- is. Þessi áform lýsa vanþekkingu á stöðu þeirra sem lenda í þessu og þeirri þekkingu sem búið er að afla á einum stað. Neyðarmóttakan er þess eðlis að það ætlar sér aldrei neinn að nýta sér hana og þeir sem hafa nýtt sér hana munu ekki koma fram. Notendur þjónustunnar eru því ekki þrýstihópur. Kvennadeitdin er í raun ekki í stakk búin til að taka við þessari starfsemi og það er átakanlegt að hugsa til þess að þekking og vinnulag neyðarþjónustunnar kunni að glatast." Drífa Snædal, fræðslu- og kynningarstýra Kvennaat- hvarfsins son, hefur þróað sérlega vináttu við hinn ítalska kollega sinn, Berlusconi. Þeir halda vart vatni hvor yfir öðrum enda eiga þeir margt sameiginlegt. Báðir sitja þeir nokkuð afskiptir á leiðtoga- fundum. Báðir fylgja Bush frá Texas út í ystu æsar. Þeir eru kok- hraustir og ófeimnir við að segja meiningu sína. Davíð og Silvio er sérdeilis í nöp við dómsvald og taka gjarnan að sér að snupra eða leiðrétta dómara. Þeim er meinilla við ESB. Hvor um sig sýnir einræð- istilburði, eru miklir þjóðernis- sinnar og flytja þjóðernishugvekj- ur um áramót. Efniviður í fagra vináttu í þeim anda sem Rick spáði fyrir um ævarandi vinskap sinn við Kaptein Renault undir lok kvik- myndarinnar Casablanca. Eitt skyggir þó á samhug forsæt- isráðherranna tveggja. Berlusconi fnnst ekkert athugavert við að fjöl- miðlar séu í eins manns eigu (með- an hann á þá sjálfur) á meðan Dav- íð gerir röfl uppi á íslandi. Berlusconi setur reglur sem undir- strika einokun en Davíð vill hand- sama einokara - koma yfir þá lög- um. Óvinir Davíðs eiga það sam- eiginlegt - fyrir utan skírnarnafnið Jón - að vera meintir skattsvikarar eða oligarkar. Þrátt fyrir þessi aukaatriði er einkavinur Davíðs í Evrópu, Silvio Berlusconi, yfirlýst- ur og viðurkenndur einokari, vald- níðslumaður og skattsvikari. Nú hefur einn Jónanna, óvina Davíðs, verið að bisa við friðarum- leitanir við forsætisráðherrann í Fréttablaðinu. öllu vænlegra væri að Jón blési til sóknar eins og Berlusconi gerði forðum. Því ekki að hrifsa til sín pólitísk völd í krafti fjölmiðla sinna - með fulltingi út- valinna hægrikrata, vina sinna - og nýta þau til að vernda peninga- veldi sitt fyrir óvini sínum? Jón Ás- geir hefur alla burði til að bola Davíð Oddssyni frá völdum og verða sjálfur Berlusconi - einka- vinur Davíðs. Sjálfur segir Berlusconi: „Ég þarf ekki forsætis- ráðherratign til að öðlast völd. Ég á villur um allar jarðir, tignarlegar snekkjur ... flottar einkaþotur, fagra eiginkonu, gullfallega fjöl- skyldu ... Pólitfk er mér fórn.“ Sumsé, Berlusconi fór í pólitík til að vernda kaupsýsluveldi sitt fyrir óvinum sínum. „Þetta er slæmt mál enda búið að byggja upp sérfræðiþjón- ustu á þessu sviði. Það er hins vegar spurning hvort hægtséað samhæfa starfsemi neyðarmóttökunnar við starf- semi kvennadeildar. Það er mál sem þarfað skoða. Aðalatriðið er að þessi þjónusta sé til staðar og að sérfræðing- arkomiað henni." Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar „Þjónusta á borð við þá sem Neyðar- móttakan hef- ur veitt verður að vera til staðar. Ég hef hins vegar ekki heyrt skýringar á þvi hvernig fyrirkomulagi verður háttað innan kvennadeildar og tel að þau mál verði að skoða gaumgæfilega. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins „Mér finnst þessi lokun óviðunandi. Þetta eru kall- aðar tillögur um færslu en við teljum að það sé verið að loka neyðar- móttökunni þótt hugsanlega eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir fórnarlömb kynferðis- brota annars staðar. Neyðarmóttakan hefur vakið athygli hérlendis sem er- lendis og þessi lokun er í raun forkast- anleg." Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands „Áhyggjur mín- ar í þessu sam- bandi snúa fyrst og siðast að því að með lokuninni tap- ist sérfræði- þekking sem byggst hefur uppá undan- förnum árum. Ég tel að ekki eigi að loka neinni starfseiningu hjá Landspítalan- um fyrr en nefnd, sem falið hefur verið að skilgreina hlutverk sjúkrahússins, hefur lokið störfum." Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags ísl. hjúkrunarfræðinga Tilkynnt var í gær að neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota yrði lokað. Þetta kallaði á gífurleg viðbrögð og hætt var við í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.