Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 27 Britney Spears æilar í meðferð Drekkur til að „Það er ekkert eðlilegt að geta drukk- iðmargar flöskur afvíni án þess að það hafi nokkur teljandi áhrifá mann. Þess vegnaþarfég hjálp." Eftir brúðkaupið fræga í byrjun árs hefur Britney Spears nú ákveðið að fara í meðferð til þess að vinna bug á Bakkusi. í fyrstu neitaði Brit- ney því að hún ætti við vandamál að stríða en foreldrar hennar hafa nú opnað augu hennar og er stelp- an því viljug til að leita sér hjálpar. „Það er ekkert eðlilegt að geta drukkið margar flöskur af víni án þess að það hafi nokkur teljandi áhrif á mann. Þess vegna þarf ég hjálp," segir Britney og bætir því við að hún drekki til að gleyma. „Ég elska Justin ennþá og stundum drekk ég til að reyna að gleyma honum. Mér hefur liðið illa allt árið og hef þess vegna verið að taka lyf líka. Auðvitað á ég ekki að drekka þegar ég er á lyfjunum en stundum get ég bara ekki komist hjá því. Ég hef miklar áhyggjur af því hvað verði um mig og fjölskyldu mína, heimurinn í kringum mig er að far- ast og ég þarf að komast í frí,“ segir Britney. Foreldrar hennar hafa nú ráðið sálfræðing til þess að taka stelpuna í gegn og útgáfufyrirtæki Britney styður þær aðgerðir foreldranna dyggilega. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart enda hefur allt slæma umtalið um Britney ekki hjálpað við sölu á nýju plötunni hennar, sem fram að þessu hefur valdið nokkrum vonbrigðum. Britney Hefur áhyggj- ur af drykkjunni hjá sér og ætlar i meðferð. Kannski ekki skrýtid þegar hún er farin að taka upp á því að gifta sig i ölæðinu. m, aíI í* . M w DV. Fáðu áskrift Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is Nýtt DV sex morgna vikunnar. Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.