Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 Siðast en ekki síst DV Rétta myndin Leikskóli fyrir börn við hlið fangelsis fyrir konur í Kópavogi. Feðgar með tónlistarnámskeið Ha? „Við erum að byrja með hljóm- borðs- og gítarnámskeið á mánu- daginn kemur,“ segir Grétar Örv- arsson, hljómborðsleikari Stjórn- arinnar. Grétar og sonur hans, Kristján Grétarsson, gítar- leikari hljómsveitarinnar, ætla að miðla þekkingu sinni til þeirra sem þess óska. „Ástæðan fyrir því að ég fer af stað með svona námskeið er sú að margir hafa haft samband við mig og spurst fyrir um hvort ég taki að mér hljómborðskennslu og um leið hvatt mig til að halda slík nám- skeið. Þannig að við slógum til og erum að fara á fullt í kennslu, bæði fyrir byrjendur og lengra komna," segir Grétar. „Ég legg mikið upp úr því að þjálfa fólk í þeirri tækni að spila eftir eyranu, þótt við séum að sjálfsögðu með öll vinsælustu lög- in á nótum fyrir þá sem vilja. En það má segja að hver geti sniðið sér stakk eftir vexti í tónlistinni og ég ætla að sníða þetta að þörfum hvers og eins. Námskeiðið er tólf vikur og fólk getur ráðið því hvort það tekur einkatíma eða verið í hóptímum með tveimur til þremur öðrum. Það sama á við urn gítar- námskeiðið þar sem sonur minn kennir. Þar er fólki kennt að spila lög allt frá Beatles til Metallica og Músíkalskir feðgar Grétar Örvarsson og Kristján Grétarsson. má segja að hver og einn geti valið sér sinn stíl.“ Skráning er á stjorn- in@simnet.is og í síma 896-4911. • Enn ríkir óvissa hjá Ríkisútvarp- inu varðandi starf útvarpsmanns á Rás 2 en um það bil tveir mánuðir eru liðnir síðan það var auglýst. Af- greiða átti málið á fundi útvarpsráðs í gær, en á síðustu stundu var fundin- um frestað um viku eða fram til 20. jan- úar. Ekki hefur ver- ið fundað í hinu virðulega útvarps- ráði síðan 16. desember. Af því leið- ir að ýmis aðkallandi mál hjá Ríkis- útvarpinu, sem ráðið hefur úrslita- vald um, rekur á reiðanum. Starfið Síðast en ekki síst á Rás 2 sem um ræðir er í dægur- málaútvarpinu og voru umsækj- endur alls 62, en af þeim komust 33 í gegnum fyrstu síu. Og á meðan ekki er gengið frá ráðningu standa þau Lísa Pálsdóttir, Hulda Sif Her- mannsdóttir, Ævar öm Jósepsson og Sigtryggur Magnason vaktina í dægurmálaútvarpinu. • Stjórnarandstaðan mætir stjórn- arliðum í Popppunkti á laugardag- inn. Það er verið að leggja lokahönd á liðskipan beggja liða. I stjórnar- andstöðunni hafa þegar þrír til- kynnt um þátttöku sína, þau Kol- brún Halldórsdóttir, MörðurÁma- son og Magnús Þór Hafsteinsson. Sög- ur herma að ung- liðarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Krist- jánsson séu ferskir en vanti bara einn með sér og sá eða sú verður auðvitað að koma úr Framsóknarflokki. Sam- kvæmt heimildum DV er talið lík- legast að það verði Jónína Bjart- marz en hún er sögð poppfróð af þeim sem til þekkja. • íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu í kvöld og verður sýnt beint frá af- hendingunni í Sjónvarpinu, auk þess sem bein útsending verður líka á Rás 2 og Tónlist.is. Fjöldi þekktra og skemmtilegra listamanna kemur fram og þess á milli fáum við að sjá hin glæsilegu Gísla Martein og Evu Maríu sem verða kynnar kvöldsins. Verðlaun verða veitt í 14 flokkum auk heiðursverðlauna. Búist er við að hljómsveitin Mínus muni sópa að sér verðlaunum í flokki popp- tónlistar enda hefur plata hennar, Halldór Laxness, víðast hvar verið valin plata síðasta árs. Áhugaverð- asta keppnin verður þó að líkindum í flokknum Söngvari ársins. Þar eru meðal annars til- nefndir feðgarnir Krummi Björgvins- son, söngvari Mín- uss, og sjálfur Björgvin Hall- dórsson... ■■ .:..ú,■jsvigi-■■ ■ ■ I P I ■ % ■ % mu ■ ■ ' ■■■u f Ny leið við flutnmga 72 hmnr til nð ðlaða búslóðlnni í gám „Þú færð gáminn heim til þín, get- ur haft hann í þrjá daga og flutt á þeim tíma þegar þér hentar. Þú þarft ekki að vera háður öðrum, vinum og fjölskyldu, og tæmir íbúðina jafnóð- um. Við komum svo og flytjum gám- inn fyrir þig og þegar komið er á nýja staðinn er það sama uppi á teningn- um; þú gerir þetta á þeim tíma sem þér hentar," segir Jóhannes Bach- mann hjá ET-flutningum. Nýlega var stofnuð ný deild innan fyrirtækisins sem hefur það að markmiði að bjóða upp á einfalda og þægilega aðferð við ibúðaflutninga. Fólki býðst að láta flytja gám að húsinu sínu sem það getur svo flutt búslóðina í þegar því hentar. Þegar öllu hefur verið komið fyrir í gámn- um flytur fyrirtækið hann þangað sem fólk er að flytja og þar fá við- skiptavinir góðan tíma til að koma búslóðinni fyrir. „Þú sérð íbúðina betur fyrir þér og getur skipulagt flutningana miklu betur. Venjulega er fólk að taka sér að meðaltali fjóra klukkutíma í að flytja en við bjóðum því 72 tíma. Nú getur fólk sem sagt flutt án þess að eiga á hættu að skemma innviði íbúðarinn- ar sem það er búið að selja eða hús- gögnin sín,“ segir Jóhannes. Fyrirþað að fá gáminn í þrjá daga og láta flytja hann á milli staða borgar fólk ein- ungis 23.800 krónur. Ef fólk kýs að hafa gáminn lengur kostar það ekki nema 600 krónur hvern dag. „Þetta er hugmynd sem fæddist fyrir þremur árum og hefur verið í þróun síðan. Ég hef verið að kynna þetta fyrir fasteignasölum og fleiri og það taka allir mjög vel í þetta," segir Jóhannes. „Þetta er líka mjög góður kostur enda er ástandið mis- jafnt þegar kemur að því að flytja. Sumir geta ráðist beint í þetta en aðrir ekki og svo er þetta líka mjög hentugt ef fólk er búið að selja íbúðina sína en fær ekki nýja íbúð afhenta strax. í stað þess að hlaða búslóðinni upp í bíl, tæma hann til að koma búslóðinni fyrir í geymslu og troða henni svo aftur í bíl getur fólk geymt búslóðina í gámi hjá okkur á vöktuðu svæði. Það er ágætis kostur til að þurfa ekki að vera endalaust að pína frændfólk og kunningja." Jóhannes Bachmann Hefur stofnað nýja deild innan ET-flutninga sem sérheefir sig í bú- slóðaflutningum. ístað þess að hlaða öllu inn i bil á sem skemmstum tima fær fólk gám fyrir utan húsið sitt sem það getur fyllt í rólegheitum og fyrirtækið flytur á nýja staðinn. Þar fær fólk lika góðan tima til að geta raðað rétt inn i nýja húsnæðið. Krossgátan Lárétt: 1 merki, 4 bikkja, 7 prýða, 8 hnoðaði, 10 æsa, 12 fax, 13 dæld, 14 gróður, 15 hestur, 16 meltingarfæri, 18 fjöruga,21 skorturinn,22 þjást, 23 svein. Lóðrétt: 1 gerast, 2 tíð- um,3 draugagang,4 göf- uglyndi, 5 fljótfærni, 6 mánuður, 9 tæla, 11 tild- ur, 16 kanna, 17 skap, 19 fífl, 20 þrif. 1 2 gggjg4 5 6 ■ 7 8 9 ■ l° 11 12 13 I14 15 16 Í7 ■ 18 19 20 I21 22 ■ 23 Veðrið Q/ -3***r Hvassviðri o/ /+1 Allhvasst -0 -0 ih * * Allhvasst ■llstrekkingur .iQ/ * * Alihvasst Allhvasst -5 * * Hvassviðri Lausn á krossgátu •}je 07'|ue 6i 'ga6 i_ t '|etu g t 'pefd tt 'e>(>|0| 6 'eo6 g 'sbj s 'de>|s6uajp þ'opaiuuiaj £ 'yo z 'a>|s L UjajgoT T||d £7 'egi| 77'ue|>|a L7'e}e>|8l 'i6euj g t 'ssa s l 'sbj6 þ t je>|s £ t 'uguj z t 'edsa o t 'UP 8'ejösj l'6ojp p'jods t :»aje-| +2 Strekkingur * 4 - Hvassviðri , +31_______ 7 Allhvasst Allhvasst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.