Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 Fréttir DV Slökktu eld á verkstæði Slökkviliðið réð niður- lögum elds á trésmíðaverk- stæði við Gylfaflöt í Grafar- vogi um miðjan dag í gær. Eldur logaði í stokkum sem sjúga efni af verkstæðinu út í síló. Slökkviliðið ákvað að blása eldinum út úr stokk- unum og slökkva hann úti. Lítill reykur var inni á verk- stæðinu sjálfu. Starf slökkviliðsins gekk greið- lega. Hvernig ráð- herra verður Þorgerður Katrín? Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri. „Reynslan leiðir I Ijós hvernig hún situr Pegasus, en ég vænti nokkuð mikils. Viðgangsefnin í ráðuneytinu verða stór, svo sem hvort stytta eigi fram- haldsskólann eða breyta skólakerfinu á annan veg. Hvað varðar málefni Ríkisút- varpsins er þörfá að endur- skoða stjórnskipulag og breyta hlutverki útvarpsráðs, en ég býst ekki við RÚV verði gert að hlutafélagi afnúver- andi ríkisstjórn. Þá býst ég við að Þorgerður, dóttir eins virtasta leikara þjóðarinnar reynist menningunni drjúgur liðsmaður, en i þeim mála- flokki þarfað endurskoða allt styrkjafyrirkomuiag." Kostir & Gallar „Hún verður öruggtega góður ráðherra. Þorgerður Katrín er skynsöm manneskja, er næm bæði fyrir fólki og eins við- fangsefnum sem henni mæta. Menntamáiin eru afar stór og mikilvægur málaflokkur sem tekur mikið fé og þar eru mörg verkefni framundan á næst- unni. Ég gæti trúað að stytting framhaidsskótanáms verði eitt afstórmálum Þorgerðar - en aföðrum verkefnum og mjög ánægjuiegum má til dæmis nefna opnun Þjóðminjasafns- ins.“ Drífa Hjartardóttir, alþingismaður. Endurhæfingardeild fyrir fjölfatlaða og krabbameinssjúklinga verður lokað vegna niðurskurðar Landspítalans. Tuttugu fjölfatlaðir missa húsnæði sitt og sérhæfða endurhæfingu. Krabbameinssjúklingar munu þurfa að leita annað. a „Þeim sem búa hér verður auðvitað ekki hentút á götu. Þau fá aðbúa hér áfram þang- að til þeim hefur verið fundið annað húsnæði". Endurhæfingar- og æfingadeild Landspítala Há- skólasjúkrahúss í Kópavogi verður lokað vegna nið- urskurðar. „Við höfum verulegar áhyggjur af þeim fjölfötluðu einstaklingum sem hér búa og sækja hingað þjónustu. Þetta er fólk með mjög miklar líkamlegar fatlanir og þroskahamlanir,“ segir Guðný Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálfari deild- arinnar. Guðný Jónsdóttir, Á deildinni búa rúmlega tutt- yflrsjúkraþjálfari. ugu fjölfatlaðir einstaklingar, sem komu af gamla Kópavogshæli og af heimilum og sambýlum. Auk þess sækja margir íjölfatlaðir ein- staklingar þangað endurhæfingu og sjúkraþjálfun, ásamt krabbameinssjúklingum sem fá þar víðtæka og heildstæða meðferð. Öllu þessu verður lokað og húsið einfaldlega tekið úr notkun. „Okkur var tilkynnt um þetta á föstudag, og enn- fremur að endurhæfingu krabbameinssjúklinga verði fundinn staður annarsstaðar innan spítalans. Hvar það verður veit enginn". „Þetta mun hafa veruleg áhrifá lifs- gæði þessa fatiaða fólks. Áratugastarf fyrir gýg „Þau þurfa mjög sérhæfða meðferð sem hefur tekið hátt í tvo áratugi að byggja upp“, segir Guðný. Hún segist ekki vita hvort spítalinn hafl hugsað sér að kaupa endurhæfingu og þjálfun utan spítalans fyrir fjölfatlaða skjólstæðinga, en það sé alveg ljóst að það verði ekki sambærileg þjónsta. Guðný hefur starfað á deildinni f tæp sautján ár, og segist nú horfa fram á að allt uppbyggingastarfið á deildinni sé unnið fyrir gýg- „Þeim sem búa hér verður auðvitað ekki hent út á götu. Þau fá að búa hér áfram þangað til þeim hefur verið fundið annað húsnæði. Þau hafa mjög sérhæfð- ar þarfir sem verður ekki sinnt að sambærilegu leyti neinsstaðar annarsstaðar. Þetta verður tekið af þeim, og það mun hafa veruleg áhrif á lífsgæði þessa fatlaða fólks. Þau eru mikill minnihlutahópur, og sorglegt að spítalinn sjái sér ekki fært að sinna þeim. Þau verða einfaldlega útundan" Á deildinni eru sextán starfsmenn. Enginn þeirra veit hvort hann heldur starfi sínu, en alls fá um 200 starfsmenn uppsagnarbréf. Ekki hefur öllum stjórn- Húsinu lokað Þarferfram endurhæfing krabbameinssjúk- linga og fjölfatlaðra. Þar er einnig liknardeild og húðdeild. endum deilda verið tilkynnt um yfirvofandi niður- skurð ennþá, og er mikill órói innan Landspítalans vegna þess sem nú blasir við. Neyðarmóttakan áfram í Fossvogi Neyðarmóttöka vegna nauðgana verður áfram í Fossvogi þrátt fyrir niðurskurð. Yfirlækni hennar, Guðrúnu Agnarsdóttur, var sagt upp, eins og fram hefur komið, og í stað hennar koma læknar Kvennadeildar. Enginn hjúkrunarfræðingur verður á dagvöktum, heldur mæta þeir klukkan 16 og verða allar helgar. Á dag- inn munu hjúkrunarfræðingar bráðadeildar vera til taks. I skoðun er að segja upp ráðgjöfum, og ráða í staðinn félagsráðgjafa á dagvinnutíma. „Ég vil ráðgast við mitt samstarfsfólk áður en ég legg mat á þetta", segir Guðrún Agnarsdóttir. Stjórnendur spítalans kanna einnig hvort nauð- synlegt sé að hafa ávallt lækni til taks í neyðarbílum. Tæplega fimmtíu æðstu stjórnendur sjúkrahússins hafa verið beðnir um að taka á sig 5% prósenta launa- lækkun. Nákvæmar áætlanir um niðurskurð og listi yfir þá sem sagt verður upp ætti að liggja fyrir öðru hvoru megin við helgi. brynja@dv.is uMuaney anui iui Margrét Frimannsdóttir nýtti sér þjónustu endurhæfingardeildar krabbameinssjúklinga í tengslum við meðferð við brjóstakrabba- meini. „Ég held að enginn sem ekki hefur nýtt sér þessa þjónustu geri sér grein fyrir hversu mikilvæg hún er. Það að loka deildinni og færa starfsemina annað er fráleit hugmynd, þvíþað mun aldrei koma í stað þeirrar starfsemi sem þarna fer fram. Þetta er stór- kostieg afturför. Stjórnendur, eins og Guðný Jónsdótt- ir og Érna Magnúsdóttir hafa iyft grettistaki og unnið þarna mikið starf. Ég hvet krabbameinssjúkiinga og aðra tii að standa vörð um starfsemina. ÉfLandspit- aiinn getur ekki veitt þessa þjónustu hvet ég sjúk- linga og starfsfólk til að leita ieiða til að reka deildina áfram íþvi formi sem hún er nú. Mér finnst það með ólíkindum að stjórnvöld setji spítalann iþá stöðu að þurfa að leggja niður svo viðkvæma þjónustu. Ég hef beðið um fund í heilbrigðis- og trygginganefnd til að ræða útfærsluna á niðurskurðartiiiögum Landspítal- ans, enda er ábyrgðin er pólitísk, en ekki hjá stjórn- endum Landspítalans. Stjórnvöld eru að vinna það mikið það mikið tjón á starfí spítalans að það er ill- eða óbætnalegt ef fram fersem horfir. Fundur stóð enn yfir í gærkvöld um sölu á Haraldi Böðvarssyni, úr Brimi Eimskips Grandi og HB bræður kaupa Harald Böðvarsson Haraldur Bóðvarsson hf HB til nýrra eigenda - aftur til fjölskyldunnar, með tilstyrk Granda „Niðurstaðan var sú að menn ákváðu að fara í viðræður við Granda og HB bræður um kaup á HB," var það eina sem Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskips vildi segja um viðræður á milli fyrirækisins ann- ars vegar og Granda og HB bræðra hins vegar um kaup þeirra síðar- nefndu á sjávarútvegsfyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni. HB er eitt þriggja fyrirtækja sem mynda Brim, sjávarútvegsarm Eimskips. Ásamt Granda eru þeir bræður Harlaldur og Sturlaugur Sturlaugssynir í viðræðum um kaupin. Samkvæmt heimildum DV stefnir allt í það að það gangi sam- an með aðilum og þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld var við því búist að það yrði gengið frá málum áður en dagur rynni. HB hefur yfir að ráða tæpum 4% af heildarkvóta lands- manna. Næsta skrefið verður að selja Útgerðarfélag Ak- ureyringa sem ræður yfir 5% kvótans og Skag- strending sem ræður yfir 2%. Allt í allt átti sala þess- ara fyrirtækja að skila Eimiskipi 18- 20 milljörðum króna. Áhugi á flutningastarfseminni „Það er áhugi meðal fleiri stjórn- enda Eimskipafélagsins að koma að þessu", segir Þórður Magnússon, fyrrum ffamkvæmdastjóri hjá Eim- skipafélaginu, en hann er í hópi fjár- festa sem stefnir að því að eignast ráðandi hlut í flutningastarfsemi Eimskipafélagsins. Hópurinn hefur verið að kaupa hlutabréf í félaginu undanfarið. í honum eru, auk Þórðar og sonar hans Árna Odds, Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri íslenskr- ar erfðagreiningar, Erlendur Hjalta- son, framkvæmdasjóri Eimskipafé- lagsins og Hjalti Geir Kristjánsson, ásamt Saxhóli, sem er í eigu Nóatúns- fjölskyldunnar. „Það eiga eftir að bætast fleiri í hópinn", segir Þórður. Hann segir engan sérstakan banka standa að baki þessum hugmyndum og ekki ljóst ennþá hversu stóran hlut hópur- inn þarf til að takast ætlunarverk sitt. Áformað er að skipta Eimskipafélag- inu upp í fjárfestingafélag annarsveg- ar og skipafélag hinsvegar á næsta að- alfundi sem haldinn verður í mars. Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.