Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2004, Blaðsíða 17
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2004 1 7 Reglugerðafargan frá Evrópusambandinu er risavaxið að umfangi. 13 til 14 manns eru í fullu starfi við að þýða tilskipanir eða forskrift frá EES. Hildur Pétursdóttir Stendur hér við rekkana sem áður voru troðfullir afpappírum tengdum reglugerðafargani frá Evrópusambandinu. Nú erþað að mestu rafrænt. .1 1 j’l \ S. ****** | ^ '-zdjjL l sÆ ■ ; Oft heyrist talað um reglugerðafargan og ótal tilskipanir sem flæða hingað til lands frá Evrópu- sambandinu. fslensk stjórnvöld tóku á sínum tíma ákvörðun um að það sem til okkar friðar heyrir vegna EES-samningsins skuli þýtt og á vegum ut- anríkisráðuneytisins er þýðingamiðstöð sem ár- lega þýðir ókjörin öll af tilskipunum frá Evrópu- sambandinu vegna EES-samningsins. Eiríkur Bergmann, sérfræðingur í málefnum Evrópusam- bandsins og Evrópubandalagssinni, segir reyndar að ef við gengjum í sambandið félli allur kostnað- ur við þýðingar á sambandið. Ætla má að ef til inn- göngu kemur muni þurfa að þýða talsvert meira og heyrst hefur að það starf myndi hreinlega gleypa alla þýðendur á Islandi. Áður fyrr var þetta pappírsflóð en nú eru reglugerðir að mestu á tölvutæku formi. Textinn er mikill að vöxtum. Þungur texti „Her manna starfar við að þýða, sem er vegna þess að reglugerð lýsir markmiðum en er ekki ein lagagrein, sem væri auðvitað einfaldara. Menn vilja ekki ganga svo langt að binda hendur ríkja heldur er markmiðum lýst. Við íslendingar höfum tekið þá afstöðu að láta þýða þetta allt saman. Kemur Evrópusambandinu sem slíku ekkert við,“ segir Eiríkur. Hildur Pétursdóttir starfar hjá þýðingamið- stöðinni og segir textamagnið sem fer í gegnum miðstöðina rosalega mikið. Og það sem meira er, stórt hlutfall þess texta er þungt efni á tækni- og sérfræðingamáli um hin margvíslegu málefni; efnafræði, lífræði, lögfræði.Við erum með á okkar snærum 250 sérfræðinga og einstaka texti er svo þungur að jafnvel þeir veigra sér við að takast á við hann.“ 7.500 síður á síðasta ári Til sanns vegar má færa að þetta er ekkert smá- ræði sem Hildur og félagar hennar eru að snara yftr á íslensku. Ætla má að þau hafi þýtt yfir 100 þúsund síður frá því að miðstöðin tók til starfa. Á ári núorðið er það að jafnaði milli 5.500 til 6.500 síður umreiknaðar í A4 brot. Á síðasta ári komu inn til þýðingar 7.500 síður. Umfangið hefur vax- ið verulega á undanförnum tveimur árum. Að mestu er verið að þýða yfir úr ensku en hafa þarf öll bandalagstungu- málin til hliðsjónar. Textinn tengist að mestu EES-samn- ingnum en einnig blandast inn Schengen- og frí- verslunarsamning- urinn. Á þýðing- amiðstöðinni starfa nú um 13-14 manns en mest hafa þar starfað 20. 1990 hófst þýð- ingarvinnan og upp- runalega var talið að þetta yrði 2 til 3 ára vinna. Það var áður en ljóst var hversu virkur samningurinn yrði. Þetta er mikil vinna og álag. „Og þó ég sé kannski ekki til þess bær að tjá mig um það útheimtir þetta aukið álag á alla þá sem starfa hjá stofnunum og ráðuneytum sem að þessu máli koma. Ég gæti best trúað að umhverf- isráðuneytið fái til úrvinnslu um 40 prósent af þessu,“ segir Hildur og þakkar sínum sæla fyrir að vel er að þeim búið tæknilega. Þýðingaminni og slíkt gerir þetta mögulegt. „Innra samræmi í texta er hin stóra krafa og gerir þetta verkefni snúið." Eiríkur Bergmann „Þannig er komið fyrir þessari litlu þjóð i norðri að um 80 prósent aföllum lögum og reglum sem Evrópu- sambandið samþykkirsin á milli í málamiðlunum og samstarfi, sem við ekki komum að, eru ein- faldlega send með faxi til Is- iands." Með faxi til íslands „Þannig er komið fyrir þessari litlu þjóð í norðri að milli 70 og 80 prósent af öllum lögum og reglum sem Evrópusambandið samþykkir sín á milli í málamiðlunum og samstarfi - sem við komum ekki að - eru einfaldlega send með faxi til fslands," segir Eiríkur Bergmann. Hann hefur rit- að bókina 'Evrópusamruninn og ísland' og veit því um hvað hann talar. „Utanríkisráðuneytið pakkar þessu saman í snyrtilegan bunka, fer með niður á Alþingi þar sem þetta verður að sam- þykkjast. Og Alþingi hefur ekkert um málið að segja. Ef einhver nefnd eða þingmaður færi að röfla yfir þessu, fengi í gegn að þingið hafnaði ein- „Efeinhver nefnd eða þing- maður færi að röfla yfir þessu, fengi í gegn að þingið hafnaði einhverju frá Evrópusam- bandinu, sem nota bene hefur aldrei gerst, þá færi allt sam- starfí uppnám." hverju frá Evrópusambandinu, sem nota bene hefur aldrei gerst, þá færi allt samstarf í uppnám." Þegar EES-samningurinn var gerður 1994 voru þetta um 1500 laga- og reglugerðir en eru nú um 5000. Fjöldi þeirra hefur meira en tvöfaldast frá því að samningurinn var gerður. Þessar reglu- gerðir ná fyrst og fremst til viðskiptalífsins en einnig til félagslegra þátta á vinnumarkaði, um- hverfisþátta og hollustuverndar. Á sumum svið- um, til dæmis hvað varðar hollustuvernd, er stað- an einfaldlega þannig að svo til engin lög eru sett sjálfstætt hér á íslandi. Verktakar setja okkur lög „Við höfum ráðið verktaka í Brussel til að setja lög á íslandi. Sem er kannski í samræmi við það að við höfum fengið verktaka í Washington til að sjá um varnir landsins," segir Eiríkur, sem vill meina að reglugerðafarganið frá Brussel sé ranglega þýtt sem tilskipun. „Directive er ekki tilskipun heldur leiðsögn eða forsögn. Ramma- löggjöf og er ríkinu í sjálfsvald sett hvernig ákvæðin eru uppfyllt." Þó þetta megi heita ógeðfelld tilhugsun, að stofnun í Brussel leggi línuna, er Eiríkur síður en svo að bölsótast út í þetta. „Ég fullyrði að þetta reglugerðarfargan hefur leitt til aukins frjálsræðis fyrir fólk. Hefur losað fólk undan fargi hins opinbera. Stór hluti gengur út á að banna stjórnvöldum að vera að vasast í lífi fólks, skipta sér af atvinnulífinu og þar fram eftir götunum." jakob@dv.is Gúrkum bannað að vera bognar Ein Kfseigasta sagan um kjánaskap báknsins í Brussel snýst um bognar gúrkur. Sagt er að Evrópusambandið hafi fundið það upp hjá sjálfu sér að staðla agúrkur, bara til að klekkja á bændum, verslun- armönnum og neytendum. Sagan er skemmtÚeg og birt- ist hér í endursögn Eiríks Bergmanns: „Þrátt fyrir innri ntarkað Evrópusambandsins, þar sem vörur eiga að fá að ílæða frjálst yfir landamær- in, áttu danskir bændur í miklum erfiðleikum með að fá að selja agúrkurnar sínar í öðrum ríkjum ESB. 12 reglugerðir Ástæðan var sú að í að- ildarríkjunum tólf voru í gildi ólíkar, og í mörgum tilvikum algerlega ósam- stæðar reglugerðir um framleiðslu og sölu á agúrkum. í sumum ríkjum máttu agúrkur ekki vera bognar og í öðrum urðu þær að vera framleiddar svona og seldar hinsegin. Flestar miðuðu reglurnar þó að þvf að vemda neyt- endur gegn falskri vöru. Nú geta menn svo sem haft þá skoðun að það sé óþarfi að viðhafa reglur um framleiðslu og dreifingu á gúrkum og ályktað sem svo að það eigi bara að afnema allar þessar reglur. Að neyt- endur sjálfir verði að meta hvað sé hollt og gott í þess- um viðskiptum. Þetta eru gild sjónarmið en því miður var það ekki fær leið fyrir Evrópusambandið; af þeirri einföldu ástæðu að aðildar- ríkin voru ekki tilbúin til þess - og þau ráða jú ferð- inni. Samræmdar reglur Evrópusambandið gat hins vegar fært rök fyrir því að það þyrfti að samræma reglur um framleiðslu og sölu á agúrkum til að koma í veg fyrir tæknilegar við- skiptahindranir. Dönsku agúrkubændurnir gátu sem sagt krafist þess að tólf mismunandi reglur, sem komu í veg fyrir að þeir gátu selt vörur sínar, yrðu samræmdar í eina reglu. Ein af niðurstöðunum var sú að til að mega selja agúrkur sem fyrsta flokks vöru, svokallaða A-level vöru, verða framleiðendur að setja visst margar gúrk- ur í hvern kassa, sem aftur leiðir til þess að gúrkurnar geta ekki verið kengbogn- ar. Því þá væri bara verið að selja loft. Bændur geta þó eftir sem áður selt bognu agúrkurnar sem ekki uppfylla kröfurnar - en þær fá ekki A-level merki. Fá að selja þær bognu Menn geta verið ósam- mála um hvort sú málamiðl- un sem kom út úr þessu starfi hafi verið sú besta sem völ er á - en agúrkubændur í Danmörku hafa nú aUavega frelsi til að selja afurðir sínar á evrópskum mörkuðum og aðrir Evrópubúar frelsi til að njóta þeirra. Sem sagt: Stóra gúrku- málið gekk út á það að fækka evrópskum reglugerðum um agúrkur - úr tólf í eina.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.