Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Flrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildir. 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar. auglysingar@d\r.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvlnnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Bónorð í beinni Útvarp Saga ætlar að hafa opið hús í höfuð- stöðvum sínum í Húsi verslunarinn- ar á hlaupárs- daginn, 29. febrúar. Þar verður vel- unnurum stöðvarinnar boðið upp á kaffi og kökur og fólki gefinn kostur á að tala í út- varpið. Meðal annars verður konum boðið upp á að bera upp bón- orð í beinni útsendingu en samkvæmt íslenskri hefð mega konur biðja sér manns á hlaupárs- dag. Ólafur Magnús Birgis- son, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, hefur sagt starfi sínu lausu. Ólafur hefur ver- ið sveitarstjóri á Tálkna- firði í tsep fjögur ár. Eig- inkona Ólafs er Helga Þórdís Guðmundsdóttir, skólastjóri Tónlistar- skólans á Tálknafirði. Hugur þeirra hjóna stendur til framhalds- náms erlendis í haust en ekki er ákveðið hvert. Hundraðasta og ellefta meðferð á skepnum Einhver á Fréttablaðinu virðist (gær hafa„leiðrétt'' fyrir- sögn á aðsendri grein sem lik- lega átti að hljóða svo:„111. meðferð á Málið varðlblaðinu að „lll.greinum illa meðferð á skepnum". Hin upprunalega fyrirsögn var hins vegar tilvísun í Heims- Ijós Halldórs Laxness og fól ( sér eina af þeim tilvitnunum sem allir Islendingar eiga eig- inlega að þekkja, meira að segja þótt þeir hafi ekki lesið sjálft Heimsljósið. Þegar Ólafur Kárason er að stauta sig gegn- um kverið, nýorðinn læs, og kemur að setningu sem byrjar svo:„III meðferð á skepnum..." þá misles hann og telur bók- stafina vera tölustafi svo úr verður: „Hundraðasta og ell- efta meðferð á skepnum ..." Og verður vesalings Ljósvík- ingurinn að athlægi þegar hann les þetta svona ( hópi fermingarsystkina sinna. En hver er svo hundraðasta og ellefta meðferð á skepnum? Jú - ( Heimsljósi segir:„Hundr- aðasta og ellefta meðferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta." E «3 •o E Umdeild rannsókn Þegar þetta er skrifað snemma kvölds á mánudegi virðist lögregluyfirvöldum lítt hafa miðað við að upplýsa hið dularfulla bryggju- mál í Neskaupstað. „Virðist" stendur hér vegna þess að lögreglan gefur afar lidar upp- lýsingar um gang rannsóknarinnar og bæði al- menningur og fjölmiðlar vaða þoku um hvort lögreglan er einhverju nær um þá dularfullu atburði sem leiddu tÚ þess að lfki var varpað í höfnina á Norðfirði. Tregða lögreglunnar við að gefa upplýsing- ar um rannsóknina er furðuleg. Vafalítið munu lögreglumenn halda því fram að það sé nauðsynlegt fyrir rannsóknina að hún sýni ekki öll spUin sín; slíkt getí „spillt rannsóknar- hagsmunum" eins og það er orðað. Og lögregl- an gefur meira að segja í skyn að það sé bein- línis forsenda þess að málið leysist að ekkert leki út af því sem hún er að fást við. Vissulega höfum við öll horft á nógu mikið af amerískum bíómyndum og breskum sjónvarpsþáttum til að vita að þetta sjónarmið getur átt fullan rétt á sér. Furðuleg er tregðan samt, því hvernig sem maður leggur höfuðið í bleyti er næstum ógjömingur að koma auga á einhver rök fyrir þeirri miklu upplýsingaleynd sem lögreglan kappkostar nú að framfylgja. Það er til dæmis með öUu óskUjanlegt hvers vegna lögreglan hefur ekki fyrir löngu birt mynd þá af hinum látna sem hún hefur látið gera. Ef myndin væri birt er ekki óhugsandi að einhverjh létí tíl sín heyra sem séð hefði manninn á myndinni. Jafnvel þótt hann kunni að vera útíendingur. Á hinn bóginn getur maður ekki fundið nein rök fyrir því að halda myndinni leyndri. fmyndar lögreglan sér að þegar mennhnh sem hentu líkinu í höhiina sjái mynd af mann- inum bhta opinberlega, þá hugsi þeh: „Ji, er það þetta Uk sem fannst? LUdð sem við hent- um í sjóinn? Best að fara í felur!" Sömuleiðis er einkennUeg sú gremja í garð íjölmiðla sem birtist um helgina eftir að fregn- ir bhtust af því að maðurinn hefði haft eiturlyf innvortis. Ómögulegt er að gera sér grein fyrh hvemig birtíng þeirra upplýsinga gat skaðað rannsókn málsins. Imyndaði lögreglan sér að það kæmi mönnunum sem hentu honum í höfhina á óvart? Og þótt einhverjar upplýsingar hefðu „lekið út“, hvaða rök vom fyrh því að stöðva upplýs- ingaflæði frá lögreglunni? Hvaða hagsmunh gátu skaðast af því að almenningur fengi að fylgjast með rannsókninni í gegnum ijöl- miðla? Eins og kemur fram í DV hafa ýmsir orðið tíl að gagnrýna rannsóknina. Við vonum að sú gagnrýni sé byggð á vanþekkingu en þykir um leið að þá ástæðulausu vanþekkingu hefði lög- reglan vel getað kveðið í kútínn strax í byrjun með eðlUegri upplýsingagjöf. niugijökulsson Á Netinu er heUmikið fjallað um brotthvarf Orion-kafbátaleitarflugvél- anna frá herstöðinni á Keflavíkurflug- veUi og þeirra rúmlega htmdrað dáta sem þeim fylgdu. Páll Ásgeh Ásgeirs- son skrifar til dæmis á heimasíðu sína, www.paUasgeir.blogspotcom: „„TiUcynni herra höfuðsmaður. Þeir em farnir með flugvélarnar." Eitthvað á þessa leið kynni Svejk að hafa ávarpað Halldór Ásgrímsson ef þeir væm báðir persónur í sögu Jaroslavs Hasek um góða dátann. Þeir em það ekki en annar minnir óneitan- lega stundum á hinn. En efnislega hlýtur þetta að vera það sem einhver pótintáti þurfti að segja við ráðherra utanríkismála á dög- unum þegar nákvæmlega þetta upp- götvaðist. Fjórar flugvélar, aUstórar, notaðar til að skyggnast eftír rússnesk- um kafbátum hafa tapast, sem og stórt hundrað dáta sem tók saman föggur sínar og yfirgaf KeflavíkurflugvöU þegj- andi og hljóðalaust. Enginn blettur er svartari á íslenskri þjóðarsál en sá sem minnir á það hvernig fslendingar seldu land sitt am- erískum sem þeir höfðu þá nýlega fengið frjálst undan dönskum. Ámm saman sögðu ráðamenn íslenskir að hér væri varnarlína liins frjálsa heims þvert um Miðnesheiðina og okkur skylt að vera á verði en um leið og frið- artímar kæmust á í heiminum hyrfi herinn ameríski eins og skot. Síðan em liðin mörg ár, rússneski björninn dauður einhvers staðar í skóginum og hér hefur ekki sést almin- legur kafbátur í áratugi né heldur önn- ur vígtól. Amerískir hafa því að vonum lengi sýnt á sér fararsnið enda tilgangs- leysi varðstöðu þeirra hér norðurfrá löngu augljóst. En þeir komast ekki í burtu því alltaf þegar þeir fara í frakk- ann þá henda íslensk stjómvöld sér í gólfið og hanga í löppinni á gestinum og skæla svo hátt að enn hafa amerísk- ir ekki kunnað við að fara. Svo hefur þeim dottið þetta í hug. Að fara einfaldlega þegjandi og hljóða- laust Þetta er sennilega aðeins fyrsta [í vor] sagðist Svejk Ás- grímsson trúa því að herförín [til íraks] værí nauðsynleg og svo eru þetta þakkirnar fyrir stuðninginn. „Þeirerufarn- ir, herra höf- uðsmaður." stig stórrar áætlunar. Einn daginn þeg- ar ruslasafriarar af Suðumesjum mæta til vinnu í heiðinni standa blokkimar tómar og vindurinn gaular í opnum flugskýlunum. Klúbbamir em tómir og hliðin standa upp á gátt Þeir em famir herra höfuðsmaður. Það fréttist af því þremur vikum fyr- ir kosningar í vor að bandarísk stjóm- völd hygðust leggja niður herstöðina en enginn íslenskur ráðamaður þorði að segja pöplinum á skerinu frá því fyrr en löngu seinna þegar þeir hófu bæna- jarm sitt við dyr bandarískra hershöfð- ingja. Víst fengu íslenskir þá einhvem gálgafrest fyrir þessa ryðguðu og til- gangslausu herstöð suður í heiði en það er freistandi að halda að í staðinn hafi þeir þurft að láta fyigispekt ís- lenskra við vonlausustu og skuggaleg- ustu herför Sáms frænda í margar ald- ir, nefnilega þá sem faiin var til írak í vor að forða heimsbyggðinni frá glötun og kjamorku- og eiturvopnum Sadd- ams Husseins sem reyndar hafa enn ekki fundist þrátt fyrir vandaða lúsaleit þústmda manna mánuðum saman. Þá sagðist SvejkÁsgrímsson trúa því að herförin væri nauðsynleg og svo em þetta þakkimar fyrir stuðninginn. „Þeir em famir, heira höfúðsmað- ur.““ XXX Múrverjar standast ekki freisting- una að skrifa líka um hinar týndu flug- vélar. Röddin úr Múrnum segir: „Utanríkisráðherra er svo grátt leikinn af vinum sínum í vestrinu þessa dagana að hann sá sér þann kost vænstan að lýsa eftir ijómm bandarískum kafbátaleitarvélum af gerðinni Orion í fjölmiðlum. Þær eru sumsé horfnar af landi brott ásamt 150 hermönnum sem þeim fylgdu. Það er vægast sagt grátbroslegt að horfa upp á ráðamenn gráta minnk- andi vígvæðingu í Keflavík. Vonandi koma þessar herflugvélar aldrei aftur og ekki þessir 150 menn í herklæðun- um heldur. Vonandi yfirgefa ekki færri en 150 hermenn ísland ár hvert næstu 10 árin. Gaman væri ef þeir gætu hugsað sér að koma hingað einhvern tíma aftur sem ferðamenn til að skoða aðra landshluta. Utanríkisráðherra hefur beðið Bandaríkjamenn að útskýra fyrir sér af hveiju þessar herflugvélar séu ekki lengur á íslandi. Hann er þar með ekki bara sá eini í 30 rfltísstjóma bandalag- inu sem trúir því að allt úi og grúi af gereyðingarvopnum í frak. Hann er líka sá eini sem trúir því í alvöru að austrænir illvirkjar bíði spenntir eftfr að getahremmt ísland. Bandaríkjaher kom til íslands óboðinn og hann yfir- gefur ísland án þess að biðja um leyfi ef stjómendum hans býður svo við að horfa. Herinn er nefnilega ekki sérstök tegund af góðgerðarfélagi. Hann mun ekki aumka sig yfir mann sem vill ljúlta ferli sínum sem utanrfldsráð- heira með því að redda málinu. Ekki heldur mann sem tekur við því emb- ætti og vill leysa verk sitt af hendi með stæl, hver sem það verður. Málið á vafalaust eftir að verða enn grátbroslegra þegar ríær dregur haustinu þar sem staðan í viðræðun- um við Bandaríkjastjórn mun ráða því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn stillir upp. Ef verndarinn virðist reiðubúinn til að lengja í tindáta- leiknum mun Davíð Oddsson trú- lega taka við af Halldóri Ásgrímssyni og leika bjargvættinn mikla. Ef svo virðist sem brugðið geti til beggja vona reynir Davíð kannski að koma Birni Bjarnasyni í stólinn enda ólík- legt að hann sýni nokkra linkind í ESB-málinu. En haldi yfirmenn hersins fast við að hann eigi að fara verður spilaður Svarti-Pétur upp á hver fái að glíma við málið nema þeim mun betur takist að kenna Framsókn um vandann." Fyrst og fremst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.