Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Side 12
72 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Óeirðir í Sidney Verstu uppþot í Ástralíu í áratug áttu sér stað í gær þegar lögreglu laust saman við hóp frumbyggja sem létu illum látum á götum í miðborg Sidney. Ástæðan var lát 17 ára drengs úr hópi þeirra sem lést eftir eltingarleik lögreglu. Vakti það gríðarlega reiði og er talið að hátt í tvö hundruð manns hafi farið út á götur og valdið glundroða enda henti fólkið molotov-kokk- teilum, grjóti og brotnum flöskum í ailar áttir. Óeirða- lögregla kom fljótt á stað- inn en níu tíma tók að lægja öldurnar. 0 Hundrað fór- ust í eldsvoða Hátt í eitt hundrað lét- ust í eldsvoða sem varð í verslunarmiðstöð í borg- inni Jilin í Kína. Aðrir áttatíu brenndust eða slös- uðust illa. Verslunarmið- stöðin varð alelda á stutt- um tíma en hún er fimm hæðir og festust margir hinna látnu á tveim efstu hæðunum. Yfirvöld telja enn líkur á að fórnarlömb finnist í rústunum. Hlébarði deyr Hin skæða fuglaflensa í Asíu kom í gær frægum hlébarða í gröfina. Próf sem dýragarð- urinn í Bangkok hefur látið gera á hræi dýrsins hafa leitt í ljós að hann var sýktur H5N1- vírusnum sem hef- ur þegar kostað 20 manneskjur lífið og milljónir hænsna hafa drepist í átta Asíulöndum. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi. Alfreð Þorsteinsson þykir afar útsjónarsamur stjórnmála- maður og fylginn sér. Mikill skipuleggjandi og snýr ekki svo glatt við, hafi hann tekið stefnuna á ákveðið mark. Sagður traustur maður og orðheldinn og vinur vina sinna. Kostir & Gallar Alfreð hættirstundum til að vera um ofeinráður og gieyma sér í plotti, í stað þess að náigast hlutina með sam- ráði og lýðræði. Það þykir há honum að vera litill ræðumað- ur og skorta sannfæringar- kraft í málflutningi, rétt eins og persónutöfrana. Konur kikna ekki í hnjáliðunum þeg- ar þær sjá Alfreð. Ljósmyndari sem hellti víni í smástúlkur og ók með þær að næturþeli í sandnámu við Þorlákshöfn er sýknaður af ákæru um að hafa myndað þær allsberar og áreitt þær kynferðislega. Einn af þremur dómurum Héraðsdóms Reykjavíkur taldi mann- inn ótrúverðugan og sekan. Hinir dómararnir töldu stúlkurnar ótrúverðugar. Tískuljósmyndari „Eiginmaður frænk- unnar hafi verið með gefið pínu vodka í glas // partí og hafi hann Ljósmyndari í Reykjavík hefur verið sýknað- ur af ákæru um kynferðisbrot gegn tveimur 14 ára vinkonum. Ljósmyndarinn var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa veitt stúlkunum áfengi. Gegnsær kjóll í barnafataverslun Önnur stúlknanna mun hafa óskað eftir því við ljósmyndarann að hann tæki af henni myndir sem hún gæti notað til að koma sér á framfæri sem fyrirsæta. Hún bar að snemma á árinu 2002 hafi hún kvöld eitt mælt sér mót við ljósmyndarann í barnafataverslun þar sem hann vann að myndatöku. Hann hafi gefið henni bjór að drekka og tekið myndir af henni á gegngsæjum kjól og horft á sig hafa fataskipti. Þá báru vinkonurnar tvær að kvöld eitt í apr- íl 2002 hafi ljósmyndarinn veitt þeim ótæpilega vín í bíl sínum áður en hann ók að sandnámu við Þorlákshöfn. Þar hafi hann í skemmu ljós- myndað þær báðar berar og sett fingur inn í kynfæri þeirra. Stúlkurnar eru fæddar árið 1988 og voru því um það bil að fermast þegar þetta var. Ljós- myndarinn hafði verið vinur fjölskyldu annarr- ar stúlkunnar í 20 ár. Dómarar ósammála um trúverðugleika Tveir af þremur dómurum Héraðsdóms Reykjavíkur töldu það ósannað, gegn neitun ljósmyndarans, að hann hefði hefði áreitt stúlk- urnar kynferðislega. Þeir töldu framburð stúlknanna hafa verið „ótraustan og ótrúverð- ugan.“ Þriðji dómarinn taldi manninn á hinn bóg- Fyrirsæta StarfIjósmyndafyrirsætunnar er eftirsótt meðal ungra stúlkna. Reykvisk stúlka á fermingaraldri segist hafa verið misnotuð kyn- ferðislega afljósmyndara og fjölskylduvini sem átti að hjáipa henni áleiðis á framabrautinni. Ljósmyndarinn þvertók fyrir það og var sýkn- aður. Myndin tengist málinu ekki. inn vera sekan. Hann taldi framburð ljósmynd- arans ótrúverðugan og ekki geta staðist. Fram- burður stúiknanna hefði hins vegar verið trú- verðugur. Ekki hefði gætt hjá stúlkunum reiði eða óvildar í garð ljósmyndarans. „Stúlkurnar, sem gáfu tvívegis skýrslu fyrir dómi, hafa í allri frásögn sinni verið sjálfum sér samkvæmar um samskipti þeirra við ákærða í skemmunni," sagði þriðji dómarinn. Drukku í faðmi fjölskyldunnar Allir dómararnir þrír voru sammála um sekt ljósmyndarans varðandi það að veita stúlkun- um áfengi. Þess má geta að.sama kvöld og stúlkurnar segja síðara atvikið hafa orðið gaf eiginmaður móðursystur annarrar stúlkunnar þeim áfengi áður en ljósmyndarinn sótti þær á bíl sínum. I dómnum er haft eftir stúlkunni að eiginmaður frænkunnar hafi „verið með partí og hafi hann gefið pínu vodka í glas.“ Ljósmyndarinn var dæmdur í 50 þúsund króna sekt. gar@dv.is fermingarstúlk í Mosfellsbæ verða foreldrar að greiða sjálfir fyrir læknishjálp Foreldrarnir borga barnaslysin Böm í Varmárskóla í Mosfellsbæ, öðrum tveggja í bænum. IVarmárskóta eiga foreidr- ar von á að þurfa að taka Uþþ budduna ef börn þeirra meiðast í skóianum og þurfa að leita til læknis. Mosfellsbær er eina sveitarfélag- ið á höfuðborgarsvæðinu sem ekki greiðir kostnað við komu skóla- barna á slysadeild ef þau meiðast meðan á dvöl þeirra í skólanum stendur. Björn Þráinn Þórðarson, for- stöðumaður fræðslu- og menning- arsviðs í Mosfellsbæ, segir að bær- inn tryggi öll skólabörn í bænum fyrir meiðslum sem þau kunna að verða fyrir í skólanum. Hins vegar sé sjálfsábyrgðin 12 þúsund krónur og allt sem sé undir því verði foreldrar að greiða sjálfir. Minni sveitarfélögin á svæðinu, eins og Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær eru með svipaðar tryggingar en munurinn er sá að sveitarfélögin greiða sjálfsábyrgð- ina og er því koma á slysadeild vegna meiðsla í skólunum foreldr- um að kostnaðarlausu. „Við greið- um alltaf fyrir fyrstu komú en síðan er framhaldið metið. Það er ómögulegt að segja til um hvað tek- ur við. en ef meiðsl eru meiriháttar greiða tryggingarnar þau,“ segir Guðjón Erling Friðriksson sem hef- ur með þessi mál að gera hjá Garð- abæ. Sama regla er í gildi í Hafnar- firði. Reykjavíkurborg er ekki með tryggingar og ber kostnaðinn sjálf. Gerður G. Óskarsdóttir segir að ástæða þess að Reykjavíkurborg kaupi ekki slíkar tryggingar, en beri sjálf ábyrgðina, sé sú að það sé ódýr- ara fyrir skattgreiðendur. Borgin meti bótaskyidu með hliðstæðum hætti og vátryggingafélög og sjái til þess, ef til slysa kemur, að börnin séu ekki verr sett en ef vátrygging hefði verið keypt. Móðir sem hafði samband við blaðið segir það súrt í broti að bær- inn skuli ekki bera fulla ábyrgð á greiðslum á slysadeild vegna meiðsla barna í skólum bæjarins. Þetta sé eitt dæmið af mörgum þar sem bærinn skeri sig úr þegar um þjónustu við íbúana sé að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.