Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 Fókus r*V Febrúar er leiðindamánuður að mati flestra. Ekkert gerist, fólk er dofið úr kulda og þá er lítið annað gert en að hanga heima í sófanum undir teppi og glápa á imbann. DV fékk nokkra málsmetandi menn, hvern á sínu sviði, til að meta efnið sem við gleypum kvöld eftir kvöld án mikillar heilastarfsemi. Er einhver sannleikur í þessum þáttum eða er þetta eintóm froða sem við tökum við nánast gagnrýn- istlaust? Will and Grace Á föstudagskvöldum kl. 20.30 á SkjáEinum. Fylgst er með vinunum Will, Grace, Jack og Karen. Will og Jackeru hommar, en lítið gengur í ástamálum þeirra. Karen er nýskilin en Grace hef- ur fundið ástina í lífi sínu. Fyndnir gamanþættir. Endurspegla ekki raunveruleikann „Þetta eru bara ffnir þættir en endurspegla raunveruleikann á engan máta. Þátturinn sýn- ir heim samkynhneigðra sem fyndinn og skemmtilegan. Það er enginn þáttur í sjón- varpinu sem lýsir heimi samkynhneigðra eins og hann er. Hommarnir eru alltaf látnir líta út sem bara fyndnir og skemmtilegir. Þetta eru samt fínir þættir, þótt ég horfi alls ekki alitaf á þá, en endurspegla raunveruleikann alls ekki." Róbert Michael O'Neal, íSamtökunum '78 Aldrei fundist þetta raunverulegt „Mér hefur aldrei fundist þetta mjög raunverulegt en þar sem þættirnir gerast í Bandaríkjunum og réttarkerfið þar er allt öðruvísi en hjá okkur er það kannski ekki nema von. Lögfræðingar hér á landi hittast þó gjarnan eftir vinnu, eins og gerist þarna, en flestir reyna þó að eyða tímanum með fjölskyldunni. Mér finnast þessir þættir ekkert rosalega skemmtilegir, Matlock var mun betri þótt hann hafi á engan hátt átt meira heima í raunveruleikanum hér.“ Þóröur Sveinsson lögfræðingur Froða eða raunveruleiki? f hár saman (Cutting it) Á fimmtudagskvöldum kl. 22.20 í Sjónvarpinu Starfsfólk á tveim ur hárgreiðslu- stofum í sömu göt- unni eru í aðal- hluverkum hér. Miklar flækjur í gangi þar sem allir eru búnir að vera með öllum. Margir punktar eiga vel við „Ég hef lúmskt gaman af þessum þætti, enda gaman að horfa á sitt fag. Það er svolítið mikið drama í þessu en marg- ir punktar sem eiga mjög vel við. Það kemur náttúrlega ým- islegt upp á, konfliktar milli starfsfólks og svona. Eins og í þættinum er algengt að starfsfólkið slái sér upp á vinnustaðnum og oft er mikið um spennu, þótt ég myndi kannski ekki segja að allir væru með öllum, og svo blandast inn í þetta tíska sem er mjög algeng í þessum bransa. Þarna er samt sérhæflngin miklu meiri; einn sér um að lita, annar að klippa og sá þriðji greiðir, en hér gerum við þetta allt sjálf." Ásgeir Hjartarsson, klippari á Supernova Bráðavaktin Á miðvikudagskvöldum kl. 20.05 íSjónvarpinu Feiknalega vin- sæll þáttur sem fjallar um líf og störf lækna og hjúkrunarfræð- inga á bráðamót- töku sjúkrahúss. Survivor Á mánudagskvöldum á Skjá Einum kl. 21. Fólki, sem þekkist ekkert, er komið fyrir allslausu á eyðieyju og á að spjara sig. Sá sem eftir stendur sigrar og fær eina milljón dollara. Sá þáttur sem er í gangi núna er Allstar-þáttur þar sem þátttakendur hafa all- ir tekið þátt áður og hefur það áhrif á útkomuna. Fólkið treystir hvert öðru minna en nokkru sinni fyrr og forvitni- legt er að sjá hver stendur uppi sem hinn eini sanni sör- vævor. America's next top model Á laugardögum kl. 16 á SkjáEinum Keppnin um hver verði næsta súper- módelið er í fullum gangi. Stelpurnar detta út ein af ann- arri þar til ein mun standa eftir sem sigur vegari og hennar bíður fr og frami. Skemmtilegt en klisjukennt „Ég fæ bara gæsahúð, þetta er svo klisjukennt. Samt er ég búin að horfa á tvo þætti. Þessir þættir sýna þó algjörlega raunveruleikann eins og hann er. Þetta er harður heimur og maður verður að hafa bein í neflnu til að geta tekist á við þetta. Samt getur þetta verið mjög stórt tækifæri fyrir ungar stelpur til að ferðast og kynnast annarri menningu og læra að standa á eigin fótum. Ég hef heyrt að þættirnir séu mjög vinsælir og skil það alveg. Þetta er skemmtilegt en mjög klisjukennt." Nína Gunnarsdóttir, ljósmyndari ogfyrirsæta völdum kl. 22.40 Shield (Sérsveitin) Á þriðjudagskvc á Stöð 2 Sérsveitin reyn- ir að hafa hendur í hári hryðjuverka- manna og annarra glæpona. Væri til í að prófa sjálfur „Ég horfi af og til á Survivor og þetta eru ágætir þættir. Þátttak- endur taka þó ekki alltaf réttar ákvarðanir, að mínu mati. Til dæm- is með staðsetningu bækistöðva. Einu sinni var ákveðið að tjalda í árfarvegi og eins og vitað var kom vatnið á endanum og skolaði öllu burt. Ég held ég myndi þó ekkert standa mig betur en þetta fólk. Allavega ekki með matarsöfnun og eldinn. Oft veit ég ekkert hvað þau eru að borða. En ég væri alveg til í að prófa að taka þátt, þetta væri skemmtileg lífsreynsla. Þó finnst mér leiðinlegt þetta plott. Væri enn skemmtilegra ef leikurinn væri nóg en ekki þyrfti að að kjósa einhvern í burtu." Valgeir Elíasson björgunarsveitamaður Trúverðugur þáttur „Að sjálfsögðu norfl ég á þennan þátt og mér finnst hann ágætur. Ég missi þó stundum úr, en á meðan ég var læknanemi hittumst við gjarnan félagarn- ir í hvítu sloppunum og horfðum saman. Þarna eru allir læknarnir náttúrlega ungir og myndarlegir og eiga sér æsilegt einkalíf, sem er alveg eins og gerist og gengur á bráðamóttökunni hér. Atriðin eru flest trúverðug, þótt við höfum nú lítinn samanburð í skotsárum, sem betur fer. Hér reynum við að vinna af yf- irvegun og rósemd þannig að allt gangi sem best, en ef allur dagurinn ætti að komast fyrir á tæpum klukkutíma, eins og £ þessum þætti, myndi hraðinn lfk- lega aukast. Ég held að þessir þættir séu vinsælir meeeðal lækna og hjúkrun- arfræðinga landsins, allavega laumast ég til að horfa á þá." Dagur B. Eggertsson læknir The Practice Á sunnudagskvöldum kl.21á SkjáEinum. Bandarískt lögfræðidrama, fjallar um líf og störf lögfræðinga á Donnel, Young, Dole og Fruitt lögfræðistofunni ásamt saksóknur- um sem berjast vió að koma glæponum bak við lás og slá á meðan að- alsöguhetjurnar reyna allt til að halda þeim frjálsum. Ofgakennduren ágætur „Mér líst vel á þennan þátt, hann er alveg ágætur þótt hann sé mjög öfgakenndur á stundum. Þetta er ekki raunveruleikinn hérna en er þrátt fyrir það ágætis afþreying. Sem áhugamaður um löggæslu er ég spenntur fyrir flest- um þessum lögregluþáttum. Breskir lögregluþættir eiga meira upp á pallborðið hér á landi en bandarískir. Það kemur fyrir að við ræðum þætti gærkvöldsins okkar á milli hér á stöðinni. CSI-þættirnir eru til dæmis mjög faglega unnir og fræðandi varðandi tæknina þótt ég vilji ekki gefa upp hvort við not- uð þessa tækni ekki eða." Árni Friðleifsson lögreglumaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.