Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR2004 75
Sjö hand-
teknir með
amfetamín
Lögreglan í Kópavogi
handtók í lok síðustu viku
alls sjö menn með am-
fetamín í fórum sínum. í
öðru tilvikinu voru fjórir
handteknir í Lindahverfi
með 25 g af dópinu í fórum
sínum og í hinu tilvikinu
voru þrír menn handteknir
við Nýbýlaveginn með um
65 g af amfetamíni.
Að sögn lögreglunnar
eru þessi tvö mál ótengd en
auk amfetamínsins fannst
lítilræði af hassi í fórum
þessara manna. Lögreglan
gerði tvívegis húsleit í
tengslum við rannsókn
þessara mála. Þeim sem
handteknir voru hefur verið
sleppt aftur eftir yfirheyrsl-
ur og teljast bæði málin að
fullu upplýst.
Amfetamín
og sterar í
Hafnarfirði
Eitt mál tengt fíkniefn-
um kom til kasta lögregl-
unnar í Hafnarfirði um ,
helgina. Við húsleit,
sem gerð var í íbúða-
herbergi í iðnaðar-
hverfi í bænum, var
lagt hald á 3,5 g af
meintu amfetamíni óg 100
steratöflur. Nokkur fjöldi
fólks var í húsnæðinu er
húsleitin var gerð en eng-
inn var handtekinn vegna
málsins.
Að öðru leyti var helgin
hjá Hafnarfjarðarlögregl-
unni róleg, eins og fram
kemur í helgaryfirlitinu.
Eitt innbrot var tilkynnt, í
sumarhús við Sléttuhlíð, og
þrír þjófnaðir.
Þrettán fíkni-
efnamál í
Reykjavík
Þrettán minniháttar
fíkniefnamál komu til kasta
lögreglunnar í Reykjavík. í
öllum tilvikum var um að
ræða lítilisháttar magn af
fíkniefnum.
Eignaspjöll voru framin
allvíða aðfaranótt laugar-
dagsins. M.a. brutu menn
rúðu í verslun í austurbæn-
um með því að henda þrí-
hjóli í hana. Eftir það hopp-
uðu þeir á vélarhlífum
tveggja bifreiða í nágrenn-
inu.
Undir morgun á sunnu-
dag komu þrír menn inn í
nætursölu í austurborginni.
Fékk einn þeirra sér sælgæti
án þess að borga fyrir það.
Er öryggisvörður gerði at-
hugasemd við þetta háttalag
var sprautað framan í hann
úr úðabrúsa og að því loknu
óku þremenningarnir á
brott. Annar öryggisvörður
veitti þeim eftirför að húsi í
austurborginni. Þeir réðust
þá að bifreið hans, brutu í
henni rúðu og hlupu síðan á
brott og fundust ekki.
Gengið verður frá samningum við Spaugstofuna um að vera með þáttaröð næsta
vetur hjá RÚV
„Ástæðulaust að breyta því sem virkar. Er það
ekki? Og það þurfa allir að vita hvar þeir dansa
næstu jól, bæði við og Sjónvarpið, sem þarf að
vera tímanlega með sína áætlanagerð," segir
Pálmi Gestsson, leikari og Spaugstofumaður.
I dag verður, ef ekki kemur eitthvað mikið til,
ritað undir saminga milli Spaugstofunnar og RÚV
þess efnis að Spaugstofan verði með þætti sína
eftir sem áður. Það þarf ekki að koma á óvart því
Spaugstofan hefur sýnt ótrúlegar áhorfstölur, eða
hartnær 70 prósent, sem er met og verður líkast til
seint slegið.
Næsta ár er talað um að Spaugstofan verði tví-
tug. „Það fer reyndar eftir því við hvað er miðað,"
segir Pálmi. „Árið 1985 voru gerðir þættir með
„Þá hefur því heyrst fleygt að í
tilefni tímamótanna muni
næsta ár verða hið síðasta
sem Spaugstofumenn láta til
sín taka íþessu formi."
þessu nafni en þá var Laddi innanborðs, ekki ég.
Svo byrjuðum við með núverandi sniði árið 1989.
Reyndar var Spaugstofan til fyrir árið 1985 því við
Siggi Sigurjóns og Örn Árnason vorum með skrif-
stofu við Skólavörðustíg sem við skírðum Spaug-
stofuna. En ég held að það sé almenn sátt um að
miða við árið 1985."
DV hefur fyrir því heimildir að einhverjar þreif-
ingar hafi verið milli Stöðvar 2 manna og Spaug-
stofunnar en þær fóru ekki hátt og hefur RUV nú
tryggt sér krafta þessara vinsælu grínara enn um
sinn. Þá hefur því heyrst fleygt að í tilefni tíma-
mótanna muni næsta ár verða hið síðasta sem
Spaugstofumenn láta til sín taka í þessu formi.
Maður skyldi þó aldrei segja aldrei. Síðasti þáttur
þessa leikárs verður ssýndur 1. maí og svo hefjast
félagarnir handa á nýjan leik í október. Síðasti
þátturinn er svo fyrirhugaður 21. apríl árið 2005.
jakob@dv.is
Atlanta ræöur þrjá nýja starfsmenn
Ekkert áætlunarflug fyrirhugað
Flugfélagið Atlanta hyggur ekki á
áætlunarflug og ráðning á þremur
nýjum starfsmönnum frá Flugleiðum
eru ekki í sambandi við neinar slíkar
fyrirætlanir, að sögn Hafþórs Haf-
steinssonar. Umræddir starfsmenn
koma allir frá Flugleiðum og eru:
Guðný Hansdóttir, Magnús Stephen-
sen og Hannes Hifmarsson.
Hafþór segir félagið aUs ekki vera á
leið í áætlunarflug, hvorki frá íslandi
né öðrum löndum. Félagið sé ein-
göngu að styrkja stöðu sína með
þessum ráðningum en einn þessara
manna fari til íslandsflugs. „Nýr
starfsmannastjóri hjá okkur verður
Guðný Hansdóttir, sem hefur langa
reynslu af starfsmannamálum hjá
Flugleiðum og er með MA-próf í
starfsmannastjórnun. Ástæða þess að
hún var ráðin er eingöngu sú að
starfsmannastjóri okkar tii margra
ára, Guðmundur Hafsteinsson, baðst
undan því að hafa þau mál á sinni
könnu en hann starfar einnig að öðr-
um málum hjá fyrirtækinu," segir
Hafþór.
Hann segir engar breytingar á
rekstri félagsins fyrirhugaðar en
Hannes fari til Islandssflugs. Með
ráðningu Magnúsar sé einfaldlega
verið að samræma hlutina og hann
hafi einkum unnið að ímyndarvinnu.
„Það eru engir samningar í deiglunni
sem tengjast þessum ráðningum. Við
stækkum ört og ráningarnar em liður
í því,“ segir Hafsteinn.
Atlanta styrkir stöðu sína með nýjum
starfsmönnum frá Flugleiðum Hafþór
Hafsteinsson segir engar breytingar fyrirhug-
aðar á rekstrinum.