Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 31 ísdrottningin heldur ótrauð sínu striki „Þessi andstaða kom alveg flatt upp á mig. Allir þeir sem ég hef verið í sambandi við vegna keppninnar hafa tekið framtakinu afskaplega vel. Ég held ótrauð mínu striki en verð að breyta áherslunni. Keppnin verður ekki keppni milli framhaldsskóla, eins og ætlunin var, heldur Isdrottn- ingin 2004 - fegurðarsamkeppni sem höfðar til framhaldsskólanema um allt land,“ segir Ásdís Rán Gunnars- dóttir hjá model.is en hún er fram- kvæmdastjóri ísdrottningarinnar - fegurðarsamkeppni framhaldsskóla- nema sem fyrirhugað er að fari fram í Smáralindinni í byrjun aprfl. í samtali við DV á dögunum sagði formaður nemendafélags MH, Alma • Rækilega athygli vakti um helg- ina þegar Valgerður Sverrisdóttir iðnaðrráðherra brá sér undir sturtuna í Laugardalslauginni í þeim tilgangi að prófa og kynna nýjar snyrtivörur, svo sem sjampó, handáburð, húðmjólk og fleira. Vörur þessar eru framleiddar í heimabyggð Valgerðar norður í landi og eru sérstaklega gerðar fyrir fólk sunnan heiða, það er vegna þess hve hátt sýrustig er á heita vatninu á Reykjavíkursvæð- inu. Valgerður prófaði vörurnar í útisturtum laugarinnar og lét vel af. Hins vegar vakti það athygli að hún skyldi baða sig í sundfötun- um, andstætt því sem almennt tíðkast. í sturtuklefum er raunar skýrt tekið fram, með merkingum á mörgum tungumálum, að mað- ur eigi að baða sig kviknakinn. Nú þykir sumum se'm þau ummæli eigi aðeins við um pöpulinn en ekki ráðherra sem prófa sjampó fyrir framan myndavélarnar. • Það er alltaf líf og fjör á fundum menningarmála- nefndar Reykja- víkur. Á síðasta fundi knúðu sjálf- stæðismennirnir Rúnar Freyr Gísla- son og Gísli Mart- einn Baldursson fram harmayfir- | lýsingu frá Stefáni Jóni Hafstein, for- manni nefndar- innar. Stefáni I hafði orðið á að I vitna á borgar- ] stjórnarfundi til ummæla sem I sjálfstæðismenn- irnir létu falla á næsta fundi menningarmála- nefndar þar á undan. Það mátti Stefán ekki gera, þar sem ummælin höfðu ekki verið bókuð. Þetta er auðvitað stór synd. Stefán sagð- ist harma þessi mistök. Enn fremur þurfti að biðja fulltrúa Bandalags íslenskra lista- manna, Eddu Þór- arinsdóttur, afsök- unar. Mistök höfðu verið gerð við boðun auka- fundar nefndar- innar um Leikfé- lag Reykjavíkur. Menningarmála- stjóri bar því við að fyrirvarinn hefði verið skamm- Joensen, keppnina afskaplega óvið- eigandi, hún gæti haft skaðleg áhrif á sjálfsmynd framhaldsskólastúlkna og að keppnin væri í óþökk nem- endaráðsins. Svo mun einnig vera í Versló, MR, FÁ og Kvennó. Ásdís Rán segir fráleitt að nem- endafélög geti bannað stúlkum þátt- töku. „Allar stelpur á framhalds- skólaaldri hafa rétt á því að taka þátt. í raun og veru þurfa nemendafélögin ekkert að koma að þessu og Alma getur ekki talað fyrir alla nemendur þótt hún sé í stjórn nemendafélags- ins.“ Upphaflega var verkefnið í fullri sátt við félag framhaldsskólanema, en á landsþingi félagsins kom fram mikil andstaða, og félagið dró sig til baka. Það var bagalegt íyrir Ásdísi Rán og félaga, sem þurftu að fjar- lægja merki félagsins af plakötum sem búið var að framleiða. „Femínistar virðast hafa horn í síðu fegurðarsamkeppna. Tísku- og mód- elheimurinn virðist eilíflega þurfa að eiga þetta yfir höfði sér. Sjálf er ég femínisti en mér finnst þetta afskap- lega úrelt viðhorf og mér finnst að femínistar ættu að beina spjótum sínum annað. Ég skil ekki af hverju menn ættu að vera að setja sig upp á móti keppni sem þessari sem gerir ekkert annað en styrkja þátttakendur og veita þeim aukið sjálfstraust," segir Ásdís Rán. Þó svo að þessi tilteknu nem- endafélög hafi sett sig upp á móti keppninni er enn fjöldi skóla sem hyggur á þátttöku og skráning í keppnina er nú að hefjast. Varðandi það að innan framhaldsskóla er fjöldi ólögráða stúlkna segir Ásdís Rán það einfaldlega svo að þetta sé sá aldur sem stúlkur taki þátt í feg- urðarsamkeppni, 15 til 16 ára og upp úr, og nefnir Ford-keppnina sem dæmi. „Þetta er bara einfaldlega ald- urinn.“ jakob@dv.is Ásdís Rán Gunnarsdóttir Segirnemenda- féiög ekki geta komið í veg fyrir Isdrottninguna en andstaða þeirra kom henni i opna skjöldu. VIÐ BJOÐUM UPP A 6 EÐA 12 MANAÐA AFBORGUNARSKILMÁLA OG ÞAÐ BESTA Þú borgar enga Hægindastóll ekta leður á slitflötum 0 © 9.999 í niánuði í 6 nián. vaxtalaiist \iúá samtals 59.994 8.320 á m á íi n á i í (> ni á n. v a \ t a 1 a u s t samtals 49.920 Hægindastóll níðsterkt tauáklæði Sjónvarpssófi níðsterkt ljóst áklæði sem gott er að þrífa. Ótrúlega nettir og fallegir Opnastfram og niður þannig að þeir geta staðið nálægt vegg. S Setur með gormum lengd 260 cm. dýpt 160 cm. ^ allir á snúningsfæti. Norsk hönnun. . 9.999 á inánniVi í 12 nián. \ a\talánst ,@r innlit samtals 119.988 Opið virka daga frá kl. 11:00 til 18:30 Laugardaga frá kl. 11:00 til 15:00 H Ú S G Síðumúla 13 Reykjavík sími 544 8181

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.