Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Kynlífsvand-
ræði Kerrys
I ljós hefur komið að
stúlkan, sem á að hafa eytt
nótt með John Kerry,
frambjóðandanum sem
berst fyrir forsetaútnefn-
ingu Demókrataflokksins í
Bandarfkjunum, lét allt
flakka í viðtali um síðustu
jól. Eina ástæða þess að
það hefur ekki verið birt er
að viðkomandi sjónvarps-
stöð vill fá óyggjandi sann-
anir.
í viðtalinu segir hin 27
ára Alex Polier í smáatrið-
um frá kynlífssambandi
sínu við hinn sextuga öld-
ungadeildarþingmann.
Kerry hefur neitað sakar-
giftum en ummælin eru
þegar farin að skemma fyrir
honum í kosningabar-
áttunni, sem hann hefur
leitt hingað til.
Ef rétt reynist gæti öll
barátta hans fyrir útnefn-
ingu flokks síns farið fjand-
ans til, enda Kaninn við-
kvæmir fyrir málum sem
þessum. Líkur eru taldar á
að viðtalið verði birt í heild
sinni fljótlega.
Vilja druslur
afvegum
Yflr 55 þúsund vörubíl-
stjórar í borginni Bombay á
Indlandi lögðu niður vinnu
í einn dag til að mótmæla
kröfum yfirvalda um að
gamlir flutningabflar aki
ekki lengur um götur borg-
arinnar. Vilja bflstjórar fá
lengri tíma til að skipta en
flestir þeirra aka um á bfl-
um sem eru komnir vel til
ára sinna og er mikil meng-
un í borginni rakin að hluta
til þeirra.
Einar Þór Gunnlaugsson sýnir
kvikmyndina Þriðja nafnið í Laug-
arásbiói.
„Ég hefþað mjög gott. Það er
bæði gott og gaman að fá
litla költ-mynd i bíó. Það er
sérstök tilfinning. Að einu leyti
hefég það þó ekki nógu gott.
Hvernig hefur þú þaö'
Eftir áratugar dvöl í Englandi
er ég orðinn háður eggjum og
beikoni og ég ktúðraði beikon-
innkaupunum um helgina. Að
auki er ég orðinn háður sér-
stakri óiífuoiíu til að steikja
beikonið íog ég finn hana
ekki í íslenskum verslunum -
að minnsta kosti ekki i mínu
hverfi. En það er eini mínus-
inn."
Öryggisverðir voru kallaðir til á Stjörnutorgi í Kringlunni eftir að óþægur drengur
með myndsíma sagðist hafa verið klipinn og sleginn utanundir af starfsmanni i
borðahreinsun. Hann hlaut slæmt mar.
Starfsmaður á Sljörnutorgi
veitti óþekkum dreng áverka
„Hann var með stæla eins og krakkar eru oft.
En það afsakar ekki að hann sé sleginn utan-
undir eða klipinn þannig að hann fær ljótan
marblett,“ segir Axel Einarsson, faðir 12 ára
drengs sem var klipinn af borðahreinsi á
Stjörnutorgi í Kringlunni á flmmtudaginn, þeg-
ar hann beið eftir Domino’s pitsu og lét ófrið-
lega.
Að sögn Lenu Lenharðsdóttur, uppeldisfræð-
ings og rekstrarstjóra Stjörnutorgsins, voru tveir
drengir að áreita borðahreinsinn og sinntu ekki
tilmælum hans um að hætta. Hann brást við með
þvf að taka lauslega í annan þeirra, án þess þó að
áverkar gætu hlotist af. Hún segir drenginn hafa
kallað til starfsmannsins ítrekað og meðal annars
verið með nýtískulegan farsíma að vopni, sem
tekur stafrænar rnyndir. „Þetta er orð gegn orði,"
segir hún.
„Hann var með rjóða kinn og ljótan marblett
„Hann var með rjóða kinn og
Ijótan marblett og ég hefði í
raun átt að fara íáverka-
skoðun með hann. „Ég vildi
sætta málið þannig að hann
fengi ókeypis pítsu en svo sá
ég áverkana þegar hann kom
heim. Mér finnst málið allt
hið ömurlegasta."
og ég hefði í raun átt að fara í áverkaskoðun með
hann,“ segir Axel, faðir drengsins. „Ég vildi sætta
málið þannig að hann fengi ókeypis pítsu en svo sá
ég áverkana þegar hann kom heim. Mér finnst
málið allt hið ömurlegasta.”
Að sögn föðurins var drengurinn bandbrjálaður
yfir að hafa verið klipinn. Hann vildi kæra, en sjálf-
ur vildi faðirinn í upphafi sefa málið.
„Menn hafa rétt til þess að fara með svona
mál lengra," segir Örn Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar. Hann bendir á að rétt
viðbrögð starfsmanna í slíku máli séu að vísa
þeim sem eru með áreiti af svæðinu með aðstoð
öryggisvarða.
Starfsmaðurinn bað drenginn afsökunar,
þegar öryggisverðir Kringlunnar komu á staðinn,
en drengurinn tók fálega í það. Að sögn öryggis-
varða virðast enginn hafa orðið vitni að því þeg-
ar umrætt atvik átti sér stað, enda gerðist það á
aflokuðu svæði. Hins vegar urðu gestir á Stjömu-
torgi varir við ærslagang drengjanna tveggja.
jontrausti@dv.is
Krabbameinssjúki drengurinn mun lifa nógu lengi til að geta komið Jacko í fangelsi
„Fórnarlamb" Jacksons li
Hinn fársjúki 12 ára dreng-
ur.sem getur komið poppgoðinu
Michael Jackson á bak við lás og slá
í 20 ár, mun lifa nógu lengi til að
vera við réttarhöldin. Þessum frétt-
um hefðu fáir trúað þegar hann
lagði fram kæruna en þá var talið
að drengurinn, Gavin Arvizo,
myndi ekki lifa nógu lengi. En nú er
hann við hestaheilsu, hér um bil, og
ætlar sér að mæta fyrir réttinn og
lýsa því hvernig Michael Jackson
hellti hann fullan og misnotaði.
Jackson hefur lýst samandi sínu
við drenginn sem platónsku.
Myndir af þeim sýna þá haldast í
hendur og telur Jackson þær
sanna að þeir haft bara verið vinir.
Síðastliðið ár hefur ekkert sést til
Gavins eða hans nánustu en enska
blaðið The Sun sýndi í gær myndir
af drengnum og á þeim lítur hann
ekki út fyrir að vera mjög veikur.
Gavin er meira að segja það
hraustur að hann gengur í her-
skóla fyrir 13-17 ára lcralcka. Hann
klifrar yflr þriggja metra há grind-
verk og hleypur í langhlaupi. Engu
að síður er búið að fjarlægja úr
honum miltað, annað nýrað og
milcilvæga kirtla. Var það gert til að
hindra að krabbameinið dreifði
sér um lflcamann.
Jackson hefur hafnað öllum
dylgjum um að eitthvað misjafnt
haft verið á milli hans og drengsins
en 1993 greiddi hann öðrum dreng
um tvo milljarða til þess að kæra
gegn honum yrði felld niður. Hann
segir bæði málin stjórnast af fé-
græðgi foreldra drengjanna sem
um ræðir.
Mlchael Jackson
Drengurinn sem sakaði
poppgoðið um misnotkun er
við betri heilsu en áður var
talið.