Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 13 Mamma Kurt Cobain þjófkennd Ekkja rokksöngvarans Kurt Cobain, Courtney Love, ásakar nú tengda- móður sína íyrir að hafa stolið yfir þrem milljörðum frá dóttur sinni og Kurt Cobains, Frances. Ásakan- irnar komu fram í viðtali sem útvarpsstjarnan Howard Stern tók við Courtney á dögunum. Courtney segir að fjölskylda Kurts elski dóttur þeirra bara vegna peningana og séu sífellt að reyna að hafa af þeim peninga. Kerryyfirí Wisconsin Demókratinn John Kerry er yfír hinum fram- bjóðandanum í skoðana- könnunum vestra. En næst verður kosið í forkosning- um Demókrata í Wisconsin fylki. Kerry hefur þegar unnið í 14 af þeim 16 fylkjum sem búið er að kjósa í. Telja má öruggt að hann sé að bera sigur úr bítum og verði næsti for- setaframbjóðandi Demókrata. Howard Dean og John Edwards eru nú undir miklum þrýstingi um að draga hreinlega framboð sín til baka. Fangauppreisn í Danmörku Fangelsisyfirvöld í ríkis- fangelsinu í Nyborg lentu í kröppum dansi um helgina þegar fangar þar gerðu uppreisn. Tókst föngunum að læsa fangaverði sína úti og kveikja í nokkrum skrif- stofum áður en aðstoð lög- reglu og slökkviliðs barst. Föngunum tókst að loka sig af í hluta fangelsisins þar sem verðir hörfuðu vegna mikilla slagsmála sem brutust út á sunnu- dagskvöldið. Lögreglu og fangavörðum tókst eftir hálftíma þóf að ná til fang- anna og tókst að stilla til friðar án frekari vandræði. Ung íslensk stúlka fær ekki aö hitta kærasta sinn frá Barbados þar sem hann fær ekki vegabréfsáritun til íslands hjá Útlendingastofnun Barbados Ástin blómstraði á ströndirmi en þau fá ekki að sjást aft- ur ef Útlendingastofnun fær að ráða Ekki nógu róösettur íyrir Útlendingastofnun Ung íslensk stúlka fær ekki að hitta kærasta sinn frá Barbados þar sem hann fær ekki vega- bréfsáritun til íslands hjá Útlendingastofnun og er sú ástæða tilgreind að „hann er ungur og ógift- ur og talin hafa lítil tengsl við heimaland sitt". Þessi úrskurður Útlendingastofnunar hefur verið kærður til dómsmálaráðherra. Katla Þorsteins- dóttir lögmaður Alþjóðahússins segir að í þessu tilfelli hafi aðeins verið sótt um þriggja mánaða ferðamannaáritun. „Mér finnst það undarlegt ef aldur og hjúskaparstaða fólks er gundvöllur fyrir því hvort viðkomandi fái vegabréfáritun til lands- ins eða ekki,“ segir Katla. Ekki tókst að ná tali af forstöðumönnum Útlendingastofnunnar vegna þessa mál í gærdag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Forsaga málsins er sú að hin íslenska stúlka Ung íslensk stúlka fær ekki að hitta kærasta sinn frá Bar- bados. sem hér um ræðir hitti viðkomandi mann er hún var í fríi á Barbados. Þau urðu ástfangin af hvort öðru eins og gengur og gerist og hefur stúlkan heimsótt hann aftur á síðasta ári. Foreldrar stúlkunnar vildu svo fá þennan kærasta dóttur sinnar hingað til lands til að kynnast honum er samband hans við dóttur þeirra var komið á gott skrið. Útlendingastofnun hefur nú komið í veg fyrir þau áform. Stúlkan vildi ekki tjá sig um mál- ið undir nafni við DV. í úrskurði sínum gefur Útlendingastofnun sér það sem forsendu að viðkomandi maður ætli sér að dvelja lengur á Schengen-svæðinu en gef- ið er upp í umsókn hans um vegabréfsáritun. Segir m.a. í úrskurðinum: „Þar sem Útlendinga- stofnun hefur ástæðu til að halda að umsækj- andi ætlar sér að dvelja lengur á Schengen- svæðinu en greint er frá í umsókn hans er um- sókninni hafnað á grundvelli greinar nr. 6 í út- lendingalögunum..." I úrskurðinum kemur einnig fram að Útlendingastofnun trúir því að viðkomandi ætli sér ekki að snúa aftur til heima- lands síns. Sem fyrr segir var úrskurður Útlendingastofn- unnar kærður til dómsmálaráðherra og er niður- stöðu frá honum að vænta á næstu vikum. Sjónvarpstöðin Fjölsýn í Vestmannaeyjum í rannsókn lögreglu Enski boltinn rofin Gísli Valtýsson Úlögleg útsending á enska boltanum í Vestmannaeyjum var rofin ímiðjum klíðum á miðvikudaginn. Vefmiðillinn Eyjar.net í Vest- mannaeyjum greinir frá því að sjón- varpsstöðin Fjölsýn hafi hætt að sjónvarpa enska boltanum eftir fréttaflutning DV af lögreglurann- sókn á útsendingum stöðvarinnar. Stöð 2 kærði Fjölsýn fyrir um þremur árum fyrir að sjónvarpa efhi sem Stöð 2 hefði einkarétt á. Er þar eink- um um að ræða ensku knattspyrn- una. Gísli Valtýsson, einn helsti eigandi Eyjasýnar, sem á Fjölsýn og Eyjafrétt- ir, sagði í samtali við DV að hann vissi ekki til annars en að hætt hefði verið að sjónvarpa enska boltanum eftir að ábending barst frá lögmanni Stöðvar 2 í byrjun síðasta árs. Á vefnum Eyj- ar.net segir hins vegar að Fjölsýn hafí sýnt leik Chelsea og Portsmouth síð- asta miðvikudag, tveimur dögum áður en frétt DV birtist. Aðspurður um hvort leikur Chel- sea og Portsmouth hafi verið sýndur segir Gísli að um mistök hafi verið að ræða. „Þessi leikur var ekki sýndur, hann var inni í 10 mínútur eða svo. Hann var sýndur á Canal + og ég sá það sjálfur og bað um að útsending- in yrði rofin. Þá fór einn upp á stöð og setti Cartoon Network á,“ segir hann. Fjölsýn sjónvarpar 10 erlendum sjónvarpsstöðum og segir Gísli það geta gerst að efrii slysast inn sem ekki á að koma fram, enda er stöðin mannlaus og stjómast af tímastilling- um. Til dæmis hafi Fjölsýn óafvitandi sjónvarpað ljósbláum myndum af stöðinni Canal blue sem fjölskyldu- fólk hafi kvartað undan, en útsending á erótfkinni var einnig rofin í miðjum kh'ðum. jontrausti&dv.is Sölumenn - goðar tekjur DV óskar eftir sölumönnum í áskriftarátak. Unnið er á kvöldin. Fast kaup + bónusar. Áhugasamir hafi samband við DV í síma 550-5000 og leggi inn umsókn, eða senda umsókn á atvinna@frettabladid.is í umsókninni þarf að koma fram nafn, kt., heimilisfang, sími og reynsla af símasölu, ef einhver er. Öllum umsóknum verður svarað. A________________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.