Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 Sport DV 1 Arsenal gegn Liverpool? Bikarmeistarar Arsenal gætu lent í því að mæta Liverpool á Anfíeld Road en dregið var í sjöttu umferð ensku bikarkeppninnar í gær. Arsenal bar sigurorð af Chelsea á sunnudaginn en Liverpool og Portsmouth gerðu jafntefli, 1-1, á Anfield Road og þurfa að mætast á nýjan leik á Fratton Park, heimavelli Portsmouth. Manchester United fær heimaleik gegn annað hvort Fulham eða West Ham en þessi lið mætast í aukaleik á Upston Park, heimavelli West Ham, eftir að hafa gert marka- laust jafntefli á Loftus Road á laugardaginn. Milwall fékk heimaleik gegn 2. deildar liðinu Tranmere en Sheffield United þarf að sækja annað hvort Sunder- land eða Birmingham heim. Þessi lið þurfa að mætast í aukaleik. Þessir leikir fara fram helgina 6. og 7. mars næstkomandi. King inn fyrir Campbell Ledley King, varnar- maður Tottenham, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir leik- inn gegn Portúgal á mið- vikudaginn, í stað Sol Campbell hjá Arsenal sem er meiddur. Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, ákvað því að kalla til King, sem hefur spilað tvo landsleiki fyrir England. Neville viður- kennir mistök Gary Neville, varnar- maður Manchester United, hefur viðurkennt að hann hafi gert mistök þegar hann var rekinn af velli í leiknum gegn Manchester City í enska bikarnum á laugar- daginn. Neville gekk berserksgang og skallaði Steve McManaman og fékk fyrir vikið reisupassann. „Ég hagaði mér eins og fífl og gerði mistök en verð að lifa með því." Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar var í algleymingi í Staples Center í Los Angeles. Mikið ^ hápunktur helgarinnar, Stjörnuleikurinn, var þar sem Vesturdeildin fór með sigur af h< deildinni, 136-132. Nýir menn unnu troðslukeppnina og þriggja stiga keppnina og 2. árs ana í bakaríið í árlegum leik þeirra þar sem framherji Pheonix Suns, Amare Stoudemir Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar er árlegur atburður sem vekur ávallt mikla athygli. Hún fór fram nú um helgina í Staples Center í Los Angeles og var mikið um dýrðir. Það bar helst til tíðinda að Vesturdeildin bar sigurorð af Austurdeildinni, 136-132, í Stjörnuleiknum sjálfum og var tröllið Shaquille O’Neal, sem lék á heimavelli, útnefndur besti maður leiksins. Peja Stojakovic, framherji hjá Sacramento Kings, missti af tækifærinu til að vinna þriggja stiga skotkeppnina þriðja árið í röð og það sama gerði Jason Richardsson hjá Golden State Warriors en hann var borinn ofurliði í viðleitni sinni til að vinna troðslukeppnina þriðja árið í röð. var hann valinn maður leiksins ásamt Tim Duncan hjá San Antonio Spurs. „Ég er ekki þekktur fyrir að hafa tekið yfir Stjörnuleiki undanförnum árum en ég sagði við sjálfan mig um miðjan leikinn að þetta gengi vel, það skini enginn neitt sérstaklega og því væri ástæða fyrir mig að keyra á dæmið og klára það almennilega," sagði O’Neal eftir leikinn. Leikurinn æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunum. Þá kom Tim Duncan sterkur inn og kom vestrinu yfir, 134-132, áður RayAllen frá Seattle 11 að nnnu var Tvaer skærar stjörnur Nýliðamir frábæru, Carmelo Anthony og LeBron James, voru saman I nýliðaliðinu gegn 2. árs leikmönnunum á laugardaginn en það dugði ekki til sigurs. Reuters Helgin byrjaði á árlegum leik 2. árs leikmanna og nýliða deildar- innar. Það hafði verið beðið lengi eftir því að nýliðarnir LeBron James og Carmelo Anthony lentu saman í liði en þrátt fyrir frábær tilþrif þeirra beggja áttu nýliðarnir aldrei möguleika gegn 2. árs leikmönnunum sem voru drifnir áfram af stórleik Amare Stoudemire, framherja Phoenix Suns, sem skoraði 36 stig, tók 11 fráköst og var valinn maður leiksins í stórsigri 2. árs leikmannanna, 142-118. Draumi iíkast „Þetta er draumi líkast. Að spila hér í Los Angeles á Stjörnuhelginni, vera valinn besti leikmaðurinn og setja met - það er ótrúlegt," sagði Stoudemire eftir leikinn en enginn leikmaður hefur skorað meira í þessum leik frá upphafi. LeBron James, nýliðinn frábæri hjá Cleveland, sparaði ekki hrósyrðin um Stoudemire eftir leikinn. „Hann er frábær leikmaður og ég hef ekki séð svona stóran mann, sem er jafn mikill íþróttamaður og hann, í langan tírna," sagði LeBron, sem skoraði sjálfur 33 stig í leiknum. Stojakovic stoppaður Peja Stojakovic, framherjinn frábæri hjá Sacramento Kings, var hársbreidd frá því að vinna þriggja stiga skotkeppnina þriðja árið í röð og komast þar með í hóp með Craig Hodges og Larry Bird en þeir tveir eru einu mennirnir sem hafa unnið skotkeppnina þrjú ár í röð. Stojakovic var hins vegar borinn ofurliði af Voshon Lenard, bakverði Denver Nuggets, í úrslitum. Lenard fékk átján stig í úrslitunum en Stojakovic sextán. Jones tróð flottast Jason Richardson, bakvörður Golden State Warriors, reyndi, líkt og Stojakovic, að vinna keppni þriðja árið í röð. Hann vann troðslu- keppnina 2002 og 2003 en að þessu sinni átti hann ekki möguleika í Fred Jones hjá Indiana Pacers. Jones fékk 86 stig fyrir sínar troðslur, átta stigum meira en Richardson. Heitur á heimavelli Shaquille O’Neal, miðherji Los Angeles Lakers, var ekki byrjunarliði Vesturdeildarinnar Stjömuleiknum en það kom þó ekki í veg íýrir að hann spilaði best allra á vellinum. Hann var enda vel kunnugur staðháttum þar sem hann var á heimavelli Staples Center. Kínverjinn Yao Ming i Houston Rockets var í byjrunarliðinu hjá Vesturdeild- arliðinu og þótt hann skoraði 16 stig og stæði sig með ágætum féll hann algjörlega í skuggann af O’Neal sem skoraði 24 stig, tók 11 ffáköst og tróð alls níu sinnum í leiknum. Hann var valinn maður leiksins að honum loknum og var það í annað sinn sem honum hlotnaðist sá heiður. í fyrra skiptið var það árið 2000 en þá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.