Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 27
r DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 27 * SAMBiOm SÝND kl. 5.45 8 og 10.20 Somethiiig's GottaGfve KvtkBiyadtr.com *** H.J Mbl. B.Ö.S Ftauta skcmmtun Fréttabladið SÝND kl. 4, 6.30 og 9 ÍHUNTED MANSION kl. 7 j [BJÖRN BRÓÐIR__kl. 4 og 5 Með tsl. tali | [LAST SAMURAI kl. 9 B i 14 ára , b, REGflBOGtnn Tll MÍMNCAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA SYND kl. 5.20, 8 Og 10.40 21 GRAMS □ODoiby /DD/ leik i aðalhlutverki og myndin er einnigtilnefnd i TTTiT SYND kl. 8 og 10.15 B-i. 14 ára SYND kl. 4.30 * Kvikmyndif.cow *** HJ Mbí. Cftaritze Theron wann Golden CJobe-verðlaun fyrir besta K \ IK.M i N|1 r t 1IK KIN \R l’OR til Óskarsverdiauna SÝND kl. 6 og 8 1 i iaa SÝND kl. 4 M/fsl. tali Ath. miðaverð 500 www.iaugarasbio.is :r Leikhússtjórínn Guðjón Pedersen segir BorgarleikhúsiQ ætla að sýna Íslendingum siðasta hugsjónamanninn a jörðinni með uppsetningu ó Don KíkÖUÍ Leikfélag Reykjavík- ur er þessa dagana að hefja æfingar á verkinu um Don Kíkóta en skáldsagan hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarið, eftir að hún kom út í íslenskri þýðingu. Bókin er jafn- an ofarlega á lista yfir bestu skáldsögur sem gerðar hafa verið og nú er komið að því að setja verkið á svið fyrir íslend- inga. Kíkóta, likt og Arnar Jónsson forðum, og vekur það furðu margra oð kona skuli fara með aðalhlutverkið. Frú Don Kíkóti „Þetta hefur verið í burðarliðnum nokkuð lengi og nú er komið að því að sýna íslendingum söguna af síðasta hugsjónamanninum á jörð- inni,“ segir Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borg- arleikhússins. Það vekur eflaust athygli margra að leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir mun fara með aðalhlutverkið, þ.e. hlutverk sjálfs Don Kíkóta, en eins og flestir vita er hann ekki af sama kyni og leikkonan. Guðjóni finnst þetta aftur á Bergur Þór Ingólfsson Fer með hitt aðalhlutverkið og mun leika Sansjó Pansa i uppsetningu Borgarleikhússins ó Don Kikóta. móti ekki furðulegt og býst við miklu af Halldóru. „Það vekur enga furðu hjá mér að Halldóra skuli fara með þetta hlutverk en það kann að gera það hjá öðrum. Hún mun eflaust fara mjög vel með þetta hlutverk og skila því vel frá sér,“ segir leikhússtjórinn. Hitt aðalhlutverkið verður svo í höndum Bergs Þórs Ingólfssonar sem leikur fé- laga Don Kíkóta, Sansjó Pansa. Má jafnframt full- yrða að valið á Bergi komi nokkuð á óvart, þar sem gildari menn hafa yfirleitt farið með hlutverk Sansjó Pansa. Ferðlagið rétt að byrja Æfingar á verkinu hefj- ast á næstu dögum og seg- ir Guðjón að stefnt verði að því að frumsýna verkið í apríl. Hann segir jafnframt að nokkur tilhlökkun fylgi uppsetningunni enda hef- ur hún verið í burðarliðn- um í þó nokkurn tíma. „Við erurn rétt að byrja þetta ferðalag og það verður gaman að sjá útkomuna þegar verkið verður frum- sýnt í apríl,“ segir Guðjón. Það verður spennandi að sjá hvernig til mun takast hjá Leikfélaginu en margir muna eflaust eft- ir Arnari Jónssyni í hlutverki Don Kíkóta á sínum tíma. Hann þótti standa sig vel og verður því áhugavert að fylgjast með Halldóru í þessu sama hlutverki. Gaman að drekka á fslandi „Hljómgæðin voru slæm en þetta var besta staðsetningin fyrir eitthvað þessu líkt,“ segir Ilan Volkov um ís- lensku Sinfóníuna, en það kom hon- um á óvart að hún skyldi vera staðsett í bíói. Hann var staddur hérlendis í janúar á síðasta ári þegar hann stjórn- aði flutningi verk- sins Fjórir hátíðis- dagar á Nýja- Englandi eftir Charles Ives. Vol- kov er ísraelskur og llan Volkov Stjórnaði islensku Sinfóniunni og var hrifnastur af þvi að þræða barina klukk- an fimm ó nóttunni. aðeins 27 ára, en er þrátt fyrir ungan aldur hljómsveitarstjóri skosku BBC sinfóníuhljómsveitarinnar. Hann gengur yfirleitt í gallabuxum og peysu og sumir hafa haft á orði að hann lík- ist meira bakpokaferðalangi en stjóm- anda sinfóníuhljómsveitar. í viðtali við breska blaðið The Gu- ardian tjáir hann sig um dvölina hér- lendis. „íslandsdvölin var viðburðarík, sérstaklega klukkan fimm á morgnana þegar við vomm öll að drekka okkur full. Andrúmsloftið var ótrúlegt." Það ætti að gleðja Volkov að barir á fslandi eru opnir alla nóttina um helgar, því í Skotlandi loka þeir á bilinu 23-02 alla daga vikunnar. Skotar em þó fullir að- dáunar á drykkjuþoli hans. „Hann hefur mikið úthald án þess að sjáist mikið á honum," segir einn kollegi hans í Glasgow í aðdáunartón. „Fólk hefur sínar skoðanir," segir Volkov. „Maður þarf að vera sannfærandi, sér- staklega í barnum á miðnætti." Volkov er þekktur fyrir að takast á við erfið viðfangsefni. Næstu verkefni hans eru Ewartung eftir Schönberg, sem fjallar um andlegt hrun konu, og Kastali Duke Bluebeard eftir Bartók, sem fjallar um raðmorð á eiginkon- urn. Verkin verða spiluð sama kvöldið, en Volkov er þekktur fyrir að finna tengingar í tónverkum sem koma fólki á óvart. Hann vonast til þess að búa ein- hvern tímann aftur í ísrael, þótt hann sé vinstrisinni. „Það er svo mikill ótti og hatur þarna að ég held að það sé næstum því ómögulegt að rjúfa víta- hringinn - með þá leiðtoga sem fara með völd báðum megin. Þetta er mjög erfitt, allir hafa skoðun á þessu. Það er eins og fólk vid ekkert annað um stjómmál enlsrael-Palestínu." Síðasta sýning á heimildarmyndinni Nálægri Qarlægð eftir Ólaf Jóhannesson í kvöld Hálfgert vandræðabarn „Þemað er „nálægð", þar sem leit- ast er við að finna í fólki það sem gerir okkur mannleg, það sem tengir okkur saman, þá nálægð sem finna má í fjar- lægðinni milli fólks,“ segir Ólafur Jó- hannesson leikstjóri um heimildar- mynd sína, Nálæga fjarlægð, sem sýnd verður í síðasta sinn í Háskólabíói í kvöld klukkan 22. Myndin var tekin bæði á Indlandi og íslandi. „Manneskjan er í forgmnni og er skoðuð með hjálp drauma, vona, minninga og hversdagsleikans þar sem atburðir, staðir og umhverfi leika aukahlutverk. Myndin gerist annars vegar á fslandi og hins vegar á Ind- landi. Þar sem manneskjur, í afar ólíku umhverfi og menningu, ramba í gegn- um sameiginlegan hversdagsleika. Viðfangsefnin em valin af handaltófi, sett saman, stundum tengd, stundum ekki,“ segir Ólafur enn fremur. Hann segir myndina hafa fengið góða dóma hjá gagnrýnendum, sem gleðji hann mjög, enda um óvenjulega heimildar- mynd að ræða. „Ég gerði nokkrar út- gáfur af myndinni fyrir síðustu jól, fékk afar gott fólk til að fara yfir verkið og spegla. Útgáfan sem núna rúllar í Há- skólabíói er í raun sú sjöunda í röðinni. Næstu skref með verkið er að koma því á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir og sjá hvernig það gengur á þeim vígstöðv- Ólafur Jóhannesson Leggur til að fólk slökkvi á vinstra heilahveliþegar það sér mynd hans. um. Þetta hefur verið hálfgert vand- ræðabarn, því vegna þess hve óvenju- legt verkið er, hefur það reynst mér erfitt að safna styrkjum og almennum stuðningi. Úrvinnslan, klippingin, hef- ur byggst á eins konar tilfmningu, ósýnilegum straumum, og af þeirri ástæðu legg ég til að fólk slökkvi á vinstra heilahveli þegar það sér mynd- ina.“ II

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.