Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 18
1 78 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 Sport DV Loksins sigur í jöfnum leik Breiðablik vann óvæntan sigur í Njarðvík á sunnudaginn, fyrsti sigur liðsins í fimm leikjum og var dýrmætur í harðri botnbaráttu. Fyrir leikinn voru Blikar búnir að tapa 5 af 6 leikjum sem enduðu með minna en fimm stiga mun, þar af fjórum þeirra með þremur stigum eða minna. Fyrir vikið voru Blikar aðeins búnir að vinna þrjá af 17 leikjum sínum og eru í vondum málum í harðri fallbaráttu. Sigurinn í Njarðvík var sá fyrsti hjá Blikum í Ljónagryfjunni í tæp ellefu ár eða síðan þeir unnu eins stig sigur þar 14. mars 1993. Félagsmet og metjöfnun Snæfellingar sitja á toppi Intersportdeildarinnar í körfubolta en liðið er eina liðið sem er ósigrað í deildinni eftir áramót. Snæfell hefur unnið níu deildarleiki í röð sem er nýtt glæsilegt félagsmet. Með níunda sigrinum í röð sem kom gegn ÍR-ingum á sunnudagskvöldið jöfnuðu Hólmarar annað félagsmet sitt í úrvalsdeild því þetta var áttundi heimasigur liðsins í röð. í bæði skiptin eru Snæfellingar að bæta besta árangur sinn sem var frá tímabilinu 1992 til 1993. Snæfell tapaði fyrsta heimaleik sínum með þremur stigum gegn Grindavík en síðan þá hafa þeir unnið alla átta deildar- leiki sína í Hólminum þó svo að þeir hafi bæði tapað leik í bikarnum (Njarðvík) og í fyrirtækjabikarnum (Hamar) í vetur. Skrítin 49 stiga sveifla Tindastólsmenn sýndu á sér tvær afar ólíkar hliðar í tveimur leikjum sínum á tveimur dögum í Intersportdeild karla. Fyrst töpuðu þeir með 25 stigum á útivelli gegn botnliði Þórs úr Þorlákshöfn og svo unnu þeir 24 stiga heimasigur á bikarmeisturum Keflavíkur sem eru í 3. sæti deildar- innar. Með sigrinum nánast gulltryggðu Stólarnir sætið sitt í úrslitakeppninni en Keflvíkingar misstu að sama skapi nær alla von um að verða deildar- meistarar. Haukarnir hafa náð í 12 af 14 stigum í boði í Intersportdeild karla í körfubolta eftir áramót og eru fyrir vikið komnir í harða baráttu um þriðja sætið við Keflavík og Njarðvík sem töpuðu bæði leikjum sínum í gær. Haukarnir hafa verið öflugir í fjórða og síðasta leikhluta þar sem þeir eru erfiðir við að eiga. Fjórði leikhlutinn hentar Haukunum Þeír sem sáu leik Hauka og KR á Ásvöllum í Intersportdeildinni f körfubolta á sunnudagskvöldið sáu ekki mikið í spilunum fyrir heimamenn í Haukum sem voru skrefinu á eftir fyrstu þrjá leikhlutana og 13 stigum undir, 44-57, þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Haukarnir áttu hins vegar fjórða leikhlutann, þann tíma leiksins sem liðið hefur haft betur í 13 af 18 deildarleikjum sfnum í vetur. Og sanniði til, Haukanir fóru á flug og unnu fjórða leikhlutann 32-17, leikinn með tveimur stigum og komust upp fyrir KR-inga í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Sigurinn á KR varð þriðji leikurinn hjá Haukum þar sem þeir snúa við leik í fjórða leikhlutanum. Áður höfðu þeir unnið upp forskot Blika og Tindastólsmanna en í öll skiptin hafa þeir unnið þessa leiki á heimavelli sínum á Ásvöllum. Haukarnir hafa unnið alla fjórðu leikhluta sína þar í vetur og hafa skorað í þeim 67 fleiri stig en andstæðingarnir. Þessu sterku endakaflar eiga mikinn þátt í því að liðið státar af 78% sigurhlutfalli í heimaleikjum sínum á tímabilinu. Halldór Kristmannsson skoraði 15 stig í fjórða leikhlutanum gegn KR og hitti þá úr 4 af 6 skotum sínum, öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og öllum íjórum vítunum. Halldór hafði misnotað 6 af 7 fyrstu skotum sínum í leiknum en eins og oft áður í vetur fór kappinn fyrst í gang í síðasta leikhlutanum. Átta síðustu stigin Þremur dögum fyrr voru það einmitt lokasekúndur leiks sem tryggðu tvö stig þegar Haukar unnu 70-74 sigur á Breiðabliki í Smáranum. Þar skoruðu Haukar átta síðustu stig leiksins og sáu til þess að Blikar skoruðu ekki síðustu þrjár mfnúturnar. Þetta var í annað sinn í vetur sem Haukarnir „stela" sigri af Blikum því Halldór Krist- mannsson kórónaði endurkomu og eins stigs sigur Haukaliðsins í fyrri leik liðanna með þriggja stiga flautukörfu. Flest stig í fjórða hluta Það að Haukar hafi skorað 22,7 stig að meðaltali í fjórða leikhluta er merkilegt ekki síst þar sem þeir skora fæst stig af öllum tólf liðunum í deildinni, eða aðeins 80,8 að meðaltali. Haukarnir skora þannig 28% stiga sína í síðasta leikhlutanum þar sem úrslitin ráðast oftar en ekki. Haukanir eiga eftir erfiðan endakafla í Intersportdeildinni, meðal annars leiki gegn Njarðvík, Snæfelli og Keflavík, sem allir töpuðust í fyrri umferðinni. Reynist Haukarnir áfram jafntharöir af sér í síðasta leikhluta þessara leikja er aldrei að vita nema þeir endurtaki leikinn frá því í fyrra en þá unnu þeir 9 af 11 leikjum sínum eftir áramót og enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Einu töpin þeirra eftir áramót þá voru gegn tveimur efstu liðinum. Það er því ljóst að strákarnir hans Reynis Kristjánssonar komast fyrst á flug þegar jólastressið er afstaðið. HAUKAR EFTIR ÁRAMÓT Haukarnir hafa spilað liða best eftir áramót og hafa aðeins tapað einum af sjö leikjum sínum frá áramótum. Haukarnir hafa tryggt sér ófáa sigrana i fjórða leikhluta en Hafnfirðingarnir hafa unnið 13 af 18 fjórðu leikhlutum sínum í Intersportdeildinni í vetur. Besta sigurhlutfall liða í seinni umferð: Snæfeli 100% (7 sigrar - 0 töp) Haukar (6-1) Grindavík* (3-3) Keflavík (3-3) ÍR (4-3) Hamar (3-4) KR (3-4) Njarðvík (3-4) Tindastóll (3-4) Breiðablik (2-5) KFÍ (2-4) Þór Þorl* (1-5) *Tölfræði fyrir leik Grindavíkur og Þórs í gær sem lauk eftir að DV fór í prentun. Fjórðu leikhlutar Hauka í vetur: Októben KFÍ (úti) 25-25(89-81) Hamar (heima) 21-17(78-73) Tindastóll (úti) 17-29 (70-99) ÍR (heima) 19-18(92-61) Grindavík (úti) 23-21 (67-85) Nóvemben Breiðablik (heima) 26-20 (96-95) KR (úti) 17-24 (69-88) Njarðvík (heima) 22-15 (80-88) Desemben Þór Þorl. (úti) 22-8 (70-48) Snæfell (heima) 23-22 (70-81) Keflavík (úti) 21-23 (78-93) Janúan KFÍ (heima) 44-24(118-71) Hamar (úti) 10-22 (84-78) Tindastóll (heima) 23-11 (78-71) [R (úti) 22-20 (76-89) Febrúar: Grindavík (heima) 27-26 (89-79) Breiðablik (úti) 15-13 (74-70) KR (heima) 32-17(76-74) Gengi í fjórða leikhluta: Leikir 18 Sigrar 13 Jafntefli 1 Töp 4 Stigatala: 409-355 Nettó: +54 ooj@dv.is Réttar ákvarðanir Predrag Bojovic og félögum hans gengur liða besta í fjórða leikhluta en Haukanir hafa unnið hann Íl3afl8 leikjum sínum I vetur. Hér sést„Kuki" eins og hann er kalaður leita að samherja gegn KR á sunnudagskvöldið. DV-mynd Róbert i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.