Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 25
I PV Fókus________________________________________________________________________________ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 2S Leikfangafyrirtækið Mattel lýsti því yfir á fimmtudag að dúkkurnar Ken og Barbie væru hætt saman. Þetta er talið vera auglýsingabrella af hálfu fyrirtækisins, til þess fallin að vekja frekari athygli á vörun- um. En ef Ken og Barbie væru alvöru par, hvernig hefðu sambandsslitin þá orðið? Barbie og Ken hætt saman Ken snýr sér að Cindy og Barbie í fang Harrvs Pottar Sú frétt fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina á föstudaginn að glæsiparið Barbie og Ken væru hætt saman. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því parið hefur enst mun lengur en gengur og gerist í skemmtanabransanum. Fjölmiðlafulltrúar Kens og Barbie lýstu því yfir á fimmtudag að parið hefði ákveðið að hætta saman vegna ósættanlegs ágreinings, en væru ennþá góðir vinir. Sá orðrómur hefur þó gengið lengi að Ken hafi verið ósáttur við að vera stöðugt í skugga eiginkonunnar, og hafi verið orðinn langþreyttur á að vera kallaður „hr. Barbie". Hann hefur reynt fyrir sér bæði sem leik- ari og söngvari, en ekki haft erindi sem erfiði. Ken og Barbie Meðan allt lék ílyndi. Barbie og Acton Man Action Man virtist enn óttast samkeppni frá Ken og mætti vopnaður til leiks á frumsýn- ingu á laugardag- Ken á nektardansstað Vinir parsins hafa haft á orði að þau talist ekki lengur við, og ekki leið á löngu uns sást til Barbie með Act- ion Man. Sögðu þeir sem til þeirra sáu að parið hefði látið mjög vel hvort að öðru. Það hefur lengi verið uppi orðrómur um að þau væru eitthvað hvíslað um það manna á milli að Ken ætti við vandamál að stríða varðandi kyngetuna. Það var þó ekki að sjá daginn eftir sambandsslitin þegar sást til hans í almenningsgarði í fylgd með hinni leggjalöngu Cindy, en illkvittnar tungur hafa bent á að hún sé næstum lifandi eftirmynd Barbie, og vilja sumir því meina að Ken sé kannski ekki al- veg búinn að jafna sig. Fékk sá orðrómur byr undir báða vængi þegar hann birtist á nektar- staðnum Bratz með þeim Power Ragers strákum , i og virtist ekki í jafnvægi, en eftir því sem leið á kvöldið virtist sem Bratz-stúlkur væru ofar í huga hans en bæði Cindy og Barbie. Getulaus? Orðrómur hefurlengi gengið um að Ken eigi ierfiðleikum með kyngetuna. Ljós- myndari tók þessa mynd úr felum þar sem Barbie virðist vera að reyna koma honum til. Vinir parsins hafa haft á orði að þau talist ekki lengur við, og ekki leið á löngu uns Barbie sást með Action Man. Sögðu þeirsem til þeirra sáu að parið hefði látið mjög vel hvort að öðru. Action Man og He-Man slást Kvöldið eftir sást Barbie á skemmústað með Action Man, en gestum brá heldur betur í brún þeg- ar þeir sáu hana gera sér dælt við He-Man jafnskjótt og fylgdarmaður hennar brá sér frá. Fór það svo að slagsmál brutust út milli Action Man og He-Man, og var báðum hent út fyrir vikið. Dyraverðirnir, sem munu heita Han Solo og Chewbacca, vildu ekki tjá sig um málið. Á endanum yfirgaf Barbie samvæmið með hin- um stórglæsilega Súpermann, en hann hafði fyrr um kvöldið heyrst gorta af því að hann gæti lamið þá báða. Sama kvöld var Ken aftur mætt- ur til leiks ásamt félögum sínum í Power Rangers, og virtust þeir vera heldur vel við skál. Ken þurfti ítrek- að að bregða sé á klósettið, og virtist koma heldur hressari út í hvert sinn. Hafa sumir velt því fyrir sér hvort hann hafi verið að neyta eiturlyfsins kókaíns, en slíkt er tafið efla kyngetuna til skamms tíma. Þeir sáust síðast stíga upp í leigubíl ásamt Power Puff stúlkunum, og lögreglan íhugar rannsókn málsins þar sem stúlkurnar eru allar vel undir lögaldri. Engin ákæra hefur þó enn verið gefin út. Ken með stúlku undir lögaldri Daginn eftir sást Ken yfirgefa íbúð sína í Hollywood-hæðum ásamt tveimur stúlknanna. Ljós- myndari að nafni Peter Parker reyndi að ná af þeim myndum, og Á myndbandi Ken lék á yngri árum i vafa- sömum myndböndum sem hafa gengið manna á milli á Netinu. réðst Ken þá á hann. Þessu lyktaði þannig að Ken liggur nú á gjör- gæslu með mikla áverka, og þurfti neyðarhjálp til að klippa hann út úr einhvers konar vef til að geta gert að sárum hans. Hann á því ekki sjö dagana sæla. Ken hefur kært ljósmyndarann fyrir rof á frið- helgi einkalífsins, en Parker hefur i poppinu Ken reyndi fyrirsér sem tónlistar- maður. Hann fékk þó afleita dóma og platan seldist illa. kært hann á móti fyrir líkamsárás. Á sama tíma sást svo til Barbie í skemmtigarði ásamt Harry Potter, og létu þau vel hvort að öðru í rússíban- anum og parísarhjólinu. Virðist því Barbie vera að fylgja nýjustu tískunni í Hollywood, sem er að eldri konur yngi hressilega upp hjá sér. valur@dv.is Ken sem Lér konungur á Broadway Sýn- ingin kolféll og var tekin affjölunum strax eftir frumsýningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.