Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Bústaður
Hrafns brann
Sumarbústaður Hrafns
Gunnlaugssonar og
fjölskyldu hans brann til
grunna við Helluvatn f
nágrenni við Rauðhóla í
nótt. Sumarbústaðurinn
var mannlaus og slökkvilið-
ið kom að staðnum
skömmu eftir kl. 4. Lögregl-
an vinnur nú að rannsókn á
eldsupptökum m.a. er
kannað hvort um íkveikju
hafi verið að ræða. Að sögn
slökkviliðsins var ákveðið
að slökkva ekki eldinn í bú-
staðnum er að var komið
heldur bíða þar til eldurinn
gekk niður af sjálfu sér. Var
það gert til að koma í veg
fyrir mengun af völdum
slíks í vatnið sem og loft-
mengunar sem hefði hlotist
af slökkvistarfinu.
Albani með
falsað vega-
bréf
Albani sem kom til
landsins á laugardag með
falsað vegabréf var dæmd-
ur í gær, tveimur dögum
síðar í 30 daga fangelsi.
Maðurinn var á leið vestur
um haf. Hann var færður
fyrir dómara í gær sem
kvað upp dóm sinn degi
síðar. Þessi málshraði kann
að skýrast af nýlegum dómi
Hæstaréttar í svokölluðu
kínverjamáli. Þar varð til
dómafordæmi sem héraðs-
dómarar geta stuðst við.
Listamaðurinn
ÁrniJohnsen?
Þorberg Ólafsson rakari i
Reykjavik.
„Sýningin er mjög athyglis-
verð. Verkin eru vel unnin og
greinilegt að mikil saga býr oft
að baki. Hinsvegar liggur hún
ekki Iveg I augum uppi strax,
en ég segi að það séu góður
hugur og framrétt sáttarhönd
Árna Johnsen til fólksins í
iandinu."
Hann segir / Hún segir
„Mér þótti sýningin kröftug og
ögrandi, en þetta er fjölsótt-
asti listviðburður afþessum
toga sem efnt hefur verið til
hér suður með sjó. Gestir eru
orðnir nokkuð á þriðja þúsund
og það virðist vera að list Árna
Johnsen höfði til stærri hóps
og breiðari en við höfum áður
náð til. Efsvo er þykir mér vera
til nokkurs unnið með sýning-
arhaldinu, þvílistin á að ná til
sem flestra."
Valgerður Guðmundsdóttir
menningarfulltrúi I Reykjanesbæ.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segist enn biða skýringa Bandarikjamanna
á burtflognu Orion-leitarvélunum í Keflavik. Halldór segir vélarnar reyndar vera
úreltar og minni ástæðu fyrir kafbátaleit þeirra við ísland minna en áður. Rann-
veig Guðmundsdóttir alþingismaður telur brotthvarf vélanna veikja samningsstöðu
íslands.
Utanríkisráðuneytinu hefur enn ekki borist svar
frá bandarískum stjórnvöldum vegna brotthvarfs
sveitar Orion-kafbátaleitarflugvéla frá íslandi:
„En okkur hefur ekki borist nein formleg til-
kynning um að þessar vélar fari endanleg frá fs-
landi," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra á Alþingi í gær.
DV greindi frá því milli jóla og nýárs að við-
haldsdeild fyrir Orion vélarnar á Keflavíkurflugvelli
yrði lokað. Fyrir um tíu dögum fóru svo síðustu
áhafnirnar. Varnarliðið sagði nýjar áhafnir mundu
leysa þær af en ekkert bólar á þeim ennþá. Bæði
varnarliðið og utanríkisráðuneytið neita að tekin
hafi verið ákvörðun um bækistöðvar Orion-vél-
anna verði fluttar af landinu.
Úreltar leitarvélar á sveimi við ísland
Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður Sam-
fylkingarinnar, spurði utanríkisráðherra á Alþingi í
gær hver áhrifln af brotthvarfí Orion-vélanna yrðu á
samningsstöðu íslendinga gagnvart Bandaríkjun-
um vegna framhalds varnarsamstarfsins.
„Það hefur - eftir því sem best er vitað - engin
ákvörðun verið tekin um það að þessar vélar skuli
fara héðan frá Islandi. Hins vegar hefur þessum
vélum verið fækkað af hálfu Bandaríkjamanna all-
verulega. Þær eru orðnar mjög gamlar og úreltar.
Það er gert ráð fyrir því að ný kynslóð slíkra flug-
véla taki við hlutverki þeirra á næstu árum," upp-
lýsti Halldór á Alþingi í gær.
Vænta svara þó gagnsemin sé minni
Að sögn utanríkisráðherra hefur það gerst oftar
en einu sinni að Orion-vélarnar hafi verið fluttar
til. Síðast vegna átakanna í írak:
„Hitt er svo annað mál að það er ekki jafn rik
ástæða til þess að fylgjast með ferðum kafbáta og
áður var. Þetta mál er ekki í neinu samhengi og
neinu sambandi við loftvarnir Islands. Það er ann-
að mál sem ríkisstjórnin hefur haft mjög skýr sjón-
armið í og komið skýrt fram hér á Alþingi. En við
væntum svara frá Bandaríkjamönnum um þetta
mál. Við höfum krafið þá skýringa á því hvað hér er
á ferðinni," sagði Halldór
Bandaríkjamenn hér vegna Orion-vél-
anna
„Mér þykir sem hæstvirtur utanríkisráðherra
hafi nokkuð staðfest þær fréttir sem að komu hér
um helgina," sagði Rannveig um ummæli Halldórs
og vísaði til frétta af brotthvarfi Orion-vélanna.
Rannveig sagði það kjarna málsins að það væru
einmitt eftirlitsvélar með kafbátum sem Banda-
ríkjamönnum hefðu mestan áhuga á að vera með á
íslandi.
„Þess vegna hélt ég því
fram hér að ef að eftirlitsvél-
arnar fara þá veikist samn-
ingsstaða íslands. Og ég
spyr þess vegna hvaða
samningsstaða er hjá okkur
ef það er verið að fara með
þessar eftirlitsvélar - ef
menn vilja hafa samnings-
stöðu. Staðreyndin er
Rannveig Guðmunds- þannig að það liggur ekkert
dóttir Það eru miklar ljóst fyrir hvernig við viljum
breytingar I farvatninu og hafa okkar vörnum. þess
viðfáum ekki emu smm ,T„ . ,
áframhatd viðræðna um Vegna eS aflu'
varnarsamstarfið, sagði vnaan taðherra hvað felist t
Rannveig Guðmundsdótt- því sem er að gerast," sagði
ir, alþingismaður Samfylk- Rannveig á þinginu í gær.
ingar, á Alþingi i gær.
Stuðningurinn í íraks-
stríðinu dugði ekki
Að sögn utanrfldsráðherra snýst málið að virða
skuldbindingar varnarsamningsins en ekki urn
samningsstöðu. fslensk stjórnvöld telji loftvarnir
landsins eitt aðalatriðið og að um það sé verið að
ræða. Menn væru einnig tilbúnir að ræða við
Bandaríkjamenn um eftirlit með kafbátum en slík-
ar viðræður hefðu ekki farið fram. Það væri rangt
hjá Rannveigu að ekkert liggi fyrir um vilja ís-
lenskra stjórnvalda í varnarmálum.
„Það er alveg greinilegt að pólitískur stuðningur
Islands hefur ekki dugað til að lialda óbreyttri
stöðu gagnvart Bandaríkjunum og ég er að benda á
það vegna þess að maður verður að vita hvaða
staða er til að geta horft inn í framtíðina. Island
hefur greinilega mjög litla þýðingu lengur fyrir
varnarstefnu Bandaríkjanna og hæstvirtur utan-
ríkisráðherra nefnir það að loftvarnir séu aðal
atriðið hjá okkur. Já - en þessar þotur hér og
loftvarnirnar sem þeim fylgja hanga á eftirlits
vélunum sem Bandaríkjaher hefur vilja hafa
hér. Það er miklar breytingar í farvatninu og
við fáum ekki einu sinni áframhald við-
ræðna um varnarsamstarfið," sagði
Rannveig.
Staðið sé við varnarsamning-
inn
Halldór sagði á hinn bóginn að
viðræður væru í gangi milli íslands og
Bandaríkjanna um varnarmál. Síðasti
fundurinn hafi verið í desember.
„En það er í sjálfu sér ekkert samhengi
milli loftvarna annars vegar og eftirlits með
kafbátum hins vegar. Það eru algjörlega sjálfstæðir
þættir í sambandi við varnir Islands. Auðvitað eru
„Þær eru orðnar mjög gamlar
og úreltar. Það er gert ráð fyr-
ir því að ný kynslóð slíkra
flugvéla taki við hlutverki
þeirra á næstu árum."
það varnir Islands sem skipta þarna höfuðmáli. Og
sameiginlegar varnarskuldbindingar Atlantshafs-
bandalagsins sem varða Bandaríkin, fsland og öll
aðildarrfld Atlantshafsbandalagsins. Þetta þarf allt
að sjá í einu samhengi. Háttvirtur þingmaður er
mjög upptekinn af samningsstöðu. Aðalatriði
málsins er varnarsamn-
ingurinn og
eiginlegar
varnarskuld-
bindingar.
Og það er
einfald- j
lega það
sem við
viljum að V
sé staðið
við. Það ligg-
ur alveg ljóst
fýrir,“ sagði ut-
anrfldsráðherra.
sam-
Þó SPRON málið hafi verið leitt til lykta er enn fjölmörgum spurningum ósvarað.
800 milljónir skipta ekki máli
„Hvert átti hagnaðurinn að fara?"
spyr Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar. í nýlegu uppgjöri
SPRON kemur fram að hagnurinn á
árinu er rúmlega 800 milljónir. Sú
upphæð kemur þó hvergi fram í
samningnum sem KB og SPRON
gerðu á sínum tíma. „Af þeirri ástæðu
hlýtur maður að velta íýrir sér hvort
hagnaðurinn átti að vera afsláttur af
uppsetu kaupverði," segir Lúðvík og
bendir á að hagnaðurinn var ekki
reiknaður inn í verðmætamatið.
Verðmætamatið á bankanum fór
fram 30. júní á síðasta ári en kaup-
samningurinn var ekki tilkynntur fyrr
en 22. desember sama ár. Ef miðað er
við að hagnaður bankanna er mestur á
síðari hluta ársins má gera ráð fyrir að
hagnaður eftir verðmætamatið geú
verið rúmlega 600 milljónir. Þessar
upphæðir koma þó hvergi fram í kaup-
samningnum en það vakú undmn
marga þegar KB banki bauð 1,4 millj-
arði meira í bankann en verðmætamat
bankans gerði ráð fyrir. Sú upphæð átti
að renna beint til stofníjáreigenda.
“Á þeim tímapúnkti sem KB banki
var að vinna sitt tilboð var endanleg-
ur hagnaður ársins ekki ljós," segir
Guðmundur Hauksson, sparisjóðs-
stjóri. „Hins vegar gátu menn gefið
sér það að ef markaðurinn yrði eðli-
legur mætti búast við töluverðum
hagnaði." Guðmundur segir þá kenn-
ingu að hagnaður ársins hafi verið af-
sláttur af kaupverði SPRON sem
renna ætti beint til stofnfjáreigenda
kolranga. „Þegar menn kaupa fyrir-
tæki á borð við SPRON em menn að
horfa á langtímarsjónarmið," segir
Guðmundur. „Ekki einhverjar hund-
ruðir milljóna sem flökta til og frá og
skipta ekki sköpum."
Spurningunni um hlutverk þess-
arra 800 milljóna er enn ósvarað. Lúð-
vík Bergvinsson segir kjarna málsins
vera þann að stofnijáreigendur áttu
að passa upp á sjóðinn en misstu
sjónar á markmiðum sínum. „Menn
hljóta að hafa vitað af þessum millj-
ónum," segir Lúðvík. „Þá er það okkar
krafa að vita hvað gera átti við þær."
simon@dv.is
Lúðvík Bergvinsson, Alþingismaður.
Vill vita hvert gróðinn átti að fara