Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 21
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 1 7. FEBRÚAR 2004 21 J3.r um dýrðir en Dlmi gegn Austur- leikmenn tóku nýlið- e, var valinn bestur. „Ég er ekki þekktur fyrir að taka yfir Stjörnuleiki á undan- förnum árum en ég sagði við sjálfan mig um miðjan leikinn að þetta gengi vel, það skini enginn neitt sérstaklega og því væri ástæða fyrirmig til að keyra á dæmið og klára það almenni- lega Supersonics kláraði leikinn með tveimur vítaskotum. Það var lítið um varnir og leikmenn beggja liða sýndu frábær tilþrif. Þeir tróðu meðal annars 42 sinnum og voru margar troðslurnar stórglæsilegar. Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers, sem hefur löngum skorað mikið í þessum leikjum, skoraði aðeins þrjú stig en átti ellefu frábærar stoð- sendingar. oskar@dv.is TROÐSLUR I STJORNULEIKNUM Það var mikið um troðslur í Stjörnuleiknum á sunnudags- XSf; 1 kvöldiðenallstróðuleikmenn | liðanna tveggja 42 sinnum í i leiknum. Shaquille O'Neal, miðherji 1 vesturdeildarliðsins, var manna ' atkvæðamestur en hann skoraði 18 af 24 stigum með troðslum. Austurdeildin Kenyon Martin, New Jersey 4 Jermaine O'Neal, Indiana 3 Vmce Carter, Toronto 3 Paul Pierce, Boston 3 Jamaal Magloire, New Orleans 3 Tracy McGrady, Orlando 2 Baron Davis, New Orleans 2 Michael Redd, Milwaukee 1 Ben Wallace, Detroit 1 Samtals 22 Vesturdelldln Shaquille O’Neal, LA Lakers 9 Yao Ming, Houston 2 Kobe Bryant, LA Lakers 2 Steve Francis, Houston 2 Ray Allen, Seattle 1 | Dirk Nowitzki, Dallas 1 Kevin Garnett, Minnesota 1 Andrei Kirilenko, Utah 1 Tim Duncan, San Antonio 1 Samtals 20 í mörg horn að Ifta Það er nóg að gera þessa dagana hjá Ómari Smárasyni, leyfisstjóra hjá Knattspyrnusambandi fslands, enda eru aðeins þrjár vikur þar til leyfin tii þátttöku í Lands- bankadeild karia á komandi timabili verða gefin út. DV-mynd Valli Frestur til að skila inn gögnum vegna leyfisumsóknar í Landsbakadeildinni rann út í gær Öll lið skiluðu á réttum tíma í gær rann út frestur hjá félögum í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu til að skila inn fjárhags- gögnum vegna leyfískerfis KSÍ. Ómar Smárason, umsjónarmaður kerfisins hjá KSÍ, staðfesti í samtali við DV Sport í gær að öll félög hefðu skilað inn gögnum á réttum tíma en gögnin verða að vera samþykkt af aðalfundi félaganna og löggiltum endurskoðanda. „Nokkur félaganna eiga eftir að halda aðalfundi og því eru gögnin móttekin með þeim fyrirvara að þau verði samþykkt á fundinum, en annars sýnist mér félögin vera í fín- um málum," sagði Ómar. Leyfi gefin út í byrjun mars Leyfisráð KSI mun taka leyfisumsóknir félaganna fyrir á fundi 7. mars næstkomandi og kemur þá í ljós hvort öll félögin fullnægja þeim kröfum sem leyfiskerfið setur þeim. Ómar sagði að leyfi til þátttöku í Landsbankadeildinni myndu verða gefin út daginn eftir að leyfisráð kæmi saman, svo framarlega sem öllum skilyrðum væri fullnægt. Flestir sáttir Hann sagði aðspurður að forráðamenn félaganna væru sáttir við þetta nýja kerfi, sem var tekið í notkun í fyrra, og hann teldi að það myndi hjálpa félögunum mikið að skipuleggja reksturinn og sýna aðhald og ábyrgð. „Við munum í framtíðinni krefja félög um mánaðarlegar skýrslur af starfseminni og það þýðir einfaldlega það að félögin verða að halda vel á sínu málum,“ sagði Ómar. oskar@dv.is Leikmenn Barnsley fengu það óþvegið eftir tapið geng Wrexham um helgina Sauð á Guðjóni Guðjón Þórðarson, knatt- spymustjóri Barnsley, var ekki hrifinn af frammistöðu sinna manna gegn Wrexham um helgina. Barnsley tapaði leiknum, 1-0, og vandaði Guðjón sínum mönnum ekki kveðjumar eftir leikinn. „Ég var vonsvikinn yfir að tapa þessum leik og sérstaklega vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var betri. Þá fengum við nokkur færi en nýttum þau ekki,“ sagði Guðjón. Hann sagði jafnframt að þetta tap væri botninn á tíma sínum sem knattspyrnustjóri hjá félaginu. Botninum náð „Ég held að þetta tap gegn Wrexham sé verstu úrslitin á tíma mínum hjá Barnsley og frammistaðan sú slakasta hingað til - ég er mjög, mjög vonsvikinn. Markið sem við fengum á okkur kom eftir ótrúlega lélega varnarvinnu hjá öllu liðinu en þeir leyfðu leikmanninum að hlaupa 60 til 70 metra án þess að gera tilraun til að stoppa hann. „Ég held að þetta tap gegn Wrex- ham sé verstu úrslitin á tíma mínum hjá Barnsley/' Það er ekki viðunandi undir nokkrum kringumstæðum. Það eru nokkrir leikmenn liðsins sem þurfa að hugsa mjög alvarlega um hvað gerðistgegnWrexham," sagði Guðjón, sjóðandi vondur. oskar@dv.is Guöjón brjálaður Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Barns- tey, var ósáttur við iærisveina sína gegn Wrexham. Reuters KR-ingar Reykjavíkurmeistarar KR-ingar tryggðu sér Reykjavikurmeistaratitilinn i meistarafiokki karla íknattspyrnu á sunnudagskvöldþegarIþeir báru sigurorð afFylki, 4-3, iúrslitaleik i Egiishöllinni. Sölvi Daviðsson kom KR-ingum yfirá 12. minútu og Veigar Páll Gunnarsson jók muninn í2-0 tveimur mlnútum siðar. Eyjólfur Héðinsson jafnaði metin fyrir Fylki með tveimur mörkum á 27. mínútu og 55. en Arnar Gunnlaugsson, sem kom inn á sem varamaður fyrir Bjarka bróður sinn tveimur minútum fyrir hátfleik, kom KR aftur yfirá 67. minútu. Heigi Vatur Daníeisson jafnaði aftur fyrir Fylki tveimur minútum siðar en Arnar tryggði KR-ingum sigurinn á siðustu mínútu leiksins eftir að Veigar Páil Gunnarsson hafði prjónað sig i gegnum vörn Fyikismanna. DV-mynd Róbert t .1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.