Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 Fréttir 0V Ölvaður á 120 með nýtt próf Ungur maður með mán- aðargamalt ökuskírteini var tekinn á tæplega 120 km hraða af lögreglunni á Hvolsvelli. Var hann einn akandi eftir Suðurlandsvegi austan við Hellu aðfar- arnótt sunnudagsins. Auk hraðaksturs var hann grun- aður um að hafa verið ölv- aður undir stýri. Sam- kvæmt helgaryfirliti lög- reglunnar á Hvolsvelli var annar ökumaður tekinn ölvaður undir stýri á Hellu aðfararnótt sunnudagsins og var sá með þrjá farþega f bifreið sinni. Unglinga- drykkja Aofaranótt laugardags- ins þurfti lögreglan á ísa- firði að hafa afskipti af á annan tug unglingum fyrir utan dansleik sem haldinn var í félagsheimilinu í Hnífsdal. Aldurstakmark á dansleikinn var 16 ára en ungmennin sem hafa þurfti afskipti af voru öll með áfengi í fórum sínum og á aldrinum 15 til 18 ára. Fram kemur í helgaryfirliti lögreglunnar að Skóla- og fjölskylduskrifstofu muni verða gerð grein fyrir þess- um afskiptum. Að öðru leyti var regla góð á dans- leiknum og flest ungmenn- in til íyrirmyndar. Eldur í sumar- bústað Um helgina var Iögregl- unni tilkynnt um eldsvoða í sumarbústað í Ketilhúsa- landi á Rangárvöllum. Ekki er vitað með vissu hvenær eldurinn varð laus en hann mun hafa slokknað af sjálfu sér, þó ekki fyrr en miklar skemmdir höfðu orðið inn- andyra sökum hita og sóts. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli bendir margt til að elds- upptök haft orðið út frá ís- skáp sem knúinn er áfram með gasi. Ekkert rafmagn er í bústaðnum sem er nýr af nálinni. Afturverslun í Hnífsdal Hnífsdælingar geta loks notið þess á ný að sækja verslun í heimabyggð, eftir að verslunin Fimman hóf rekstur fyrir helgina. Mörg ár eru síðan verslun var í Hnífsdal, en þorpið er hluti af fsaíjarðarbæ og er ein- ungis í um 5 mínútna akst- ursfjarlægð frá höfuðstað Vestljarða. Viðtal við kaup- manninn Kristján ívar Sig- urðsson birtist í héraðs- fréttablaðinu BB, en þar kemur fram að opnunar- tími verði frá hádegi til níu á kvöldin. Þar verði selt sælgæti, nýlenduvörur, gjafavörur og leigð út myndbönd. Vélhjólamenn á Reykjanesi stunda ólöglegan akstur í malarnámum í Grindavík. Eigandi námanna, maður á áttræðisaldri, bað mennina um að hugsa sinn gang en þá var ráðist á hann. Formaður Akstursíþróttafélags Hafnaríjarðar segir mennina ekki úr þeirra röðum og Lögreglan í Keflavík neitar því ekki að akstur utan vegar sé alvarlegt vandamál. Mótorhjólagengi veittist aö óttræöum manni „Þeir hótuðu því að berja mig og veittust harkalega að mér,“ segir Sigurður Gíslason en hann, ásamt sonum sfnum, er eigandi að stórum gryfjum í Grindavík þar sem stundað er malar- nám. Gryfjurnar eru einnig vinsælar meðal vél- hjólakappa sem hafa í gegnum tíðina fengið að æfa sig í gryfjunum. Fyrir nokkru kom Sigurður hins vegar upp í gryfjur þar sem mótorhjólagengi var að spóla í flokkuðu efni. Hann bað þá vinsam- legast um að fara en þá veittust þeir að honum. Lamaður af ótta „Þetta er ófremdarástand," segir Sigurður. „Þessir menn ganga alltaf lengra og lengra og þó maður gefi þeim leyfl þá er það aldrei nóg." Sigurði var mjög bmgðið eftir atvikið og hefur vart þorað upp í gryfjur eftir það. „Maður er auðvitað orðinn háaldraður og nú læt ég syni mína sjá um gryíjurn- ar,“ útskýrir Sigurður. „Svo er líka hræðilegt að sjá hvernig Reykjanesið er farið eftir þess menn; allt útspólað og löggan getur lítið sem ekkert gert.“ Hörður Sigurðsson, sonur Sigurðar, tilkynnti árásina strax til lögreglunnar. Hann segir það und- arlegt að lögreglan hafi ekki enn fundið söku- dólgana. „Við höfum lent svo oft ívandræðum með þessa mótorhjólamenn að við emm hættir að stóla á lögguna," segir Hörður. „Það er sérstaklega al- gengt að gengi úr Hafnarfirði komi hingað til að spóla í námunum en em svo farnir áður en löggan kemur á staðinn." Öskruðu hótanir Eitt vitni varð að árásinni, ungur drengur að nafni Aron Pastrana. Hann skrifaði svo formlegt bréf sem hann blrti á vefnum motocross.is. Þar Aron Reynisson Formaður AlH „Það er misjafn sauður í mörgu fé“ segist hann hafa hjólað í gryfjunum í ein þrjú ár og alltaf með leyfi eigenda. Hann lýsir því svo hvemig aðkomumenn komu á svæðið og fóru að hjóla á lokuðum svæðum. „Siggi (Sigurður Gíslason) kom til að stoppa þá, á áttræðisaldri og varla gat stigið útúr bflnum til að tala við þá. Fór svo að umræddir hjólamenn hót- uðu að berja gamla manninn og hrintu honum á undan sér um leið og þeir öskmðu að honum hót- unum og vom með annan skæting. Siggi hefur ekki látið sjá sig í gryfjunum síðan," segir í bréfi Arons Pastrana. Skítabrún nef áhrifamanna Aron Reynisson, formaður Akstursíþróttafélags Hafnar- fjarðar, hefur staðið í samnings- viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um að mótorhjólamenn fái úthlut- að svæði til að æfa sig á. Félagið berst einnig fyrir leyfi til að halda mót á ísilögðu Hvaleyravatni en að skipulagsneíhdar bæjarins samræmist það ekki svoköll uðu deiliskipulagi. Eftir hörð orðaskipti á vef félagsins þar sem áhrifamenn innan bæjarins voru ásak- aðir um að hafa „skítabrún nef og að þeir vissu ekki hvað „áræði, sjálfstæð hugs- un, skilningur og gagnkvæm virð- ing“ merkti, virðist sátt hafa náðst og sagði einn af fufltrú um Samfylk- ingarinnar skipulags- og byggingar- nefnd, að gert væri ráð „Við höfum lent svo oft í vand- ræðum með þessa mótor- hjólamenn að við erum hættir að stóla á lögguna." fyrir svæði undir þessa starfsemi í næsta aðal- skipulagi. Aron harmar hins vegar atburðinn í Grindavík og segist ekki vita hverjir þar voru að verki. „Það em misjafnir sauðir í mörgu fé og auðvitað er það stefna okkar í félaginu að taka á svona mál- um.“ Aron segir félagið berjast við að halda uppi jákvæðri ímynd en atburðir af þessu tagi geri þeim ekki auðvelt fyrir. „Ég myndi ekki segja að við værum óvinsæll hópur," segir Aron. „Við höfum reynt í gegnum tt'ðina að starfa í samvinnu við yfirvöld og aðra aðila og því mun- um við halda áfram.“ Árásin ekki einsdæmi Heimildir DV herma að árásin í Grindavík sé ekki einsdæmi. Sami hópur á að hafa ráðist á konu í Mosfellsbæ sem mein- aði þeim að aka á landareign sinni. Lögreglan í Kefla- vík segir að í gegn- um tíðina hafi þeim borist kvartanir vegna utanvegsakstur en annars væri ágæt- is samstarf við þessa menn. simon@dv.is Sigurður Gíslason, eig- andi malarnámu í Ginda- vík „Þetta erófremdará- stand.“ DV-mynd Vilhelm Frrrrrrábær sending hjá Beckham! Er aðdáun aðdáunarverð? Það er sú spurning sem Svarthöfði glt'mir við þessa dagana. Hann hefur nefni- lega öðruhvoru laumast til að horfa á spænsku knattspyrnuna sem Sýn sýnir um þessar mundir í gríð og erg og það sem helst vekur athygli hans í sambandi við frammistöðu Sýnar- manna er fölskvalaus og einlæg að- dáun þeirra á þessum þarna númer 23 ... æ, viðurkennum það bara, Svarthöfði veit vel hvað hann heitir: David Beckham. Svarthöfði hefur haft ákveðna fordóma gagnvart David þessum Beckham síðan hann las viðtal við pilt fyrir allnokkrum árum og hann virtist beinlínis hættulega illa gef- inn. Nú krefst þess enginn af fót- boltamönnum að þeir skuli geta tjáð sig af djúpu viti um hvaðeina milli himins og jarðar en glamrandi inni- haldsleysið í öllu sem Beckliam sagði virtist taka út yfir allan þjófa- bálk. Þá fannst Svarthöfða frá upp- >• Svarthöfði hafi að pilturinn væri verulega of- metinn. Það kann að vísu að hafa spilað þar inn í að Svarthöfði byrjaði að fylgjast með honum um svipað leyti og gullaldarlið Roy Evans var upp á sitt besta hjá liðinu í Liverpool og Svarthöfði tók þá afstöðu að mið- að við snillinga eins og Steve McManaman væri David þessi hjá Man.Utd heldur klénn fótboltamað- ur. Liðið hans Evans vann að vísu aldrei neitt en spilaði þó skemmti- legan fótbolta sem er meira en hægt er að segja um núverandi Liverpool- lið Houlliers sem spilar hundleiðin- lega og vinnur samt heldur aldrei neitt. En Svarthöfði varð um síðir að viðurkenna að David Beckham var vissulega hæfileikaríkur piltur og hann er reyndar vaxandi fótbolta- maður. Hins vegar er hann enn (og reyndar sem aldrei fyrr) stórkostlega ofmetinn og það birtist best hjá íþróttafréttamönnum Sýnar þegar þeir lýsa leikjum í spænska fótbolt- anum. Beckham má ekki koma við boltann án þess að þeir æpi: „Frrrrá- bær sending hjá Beckham", og hann má ekki taka aukaspyrnu án þess að kyeði við: „Frrrrábær aukaspyrna hjá Beckham." Þeir hneigjast meira að segja til þess að þakka Beckham ýmislegt sem hann á engan þátt í: sérhver sókn er „byggð upp af Beck- ham“ ef hann kemur við boltann og poti hann boltanum til félaga síns sem síðan sendir hann áfram og áfram og áfram og endar með marki, þá er markið allt Beckham að þakka. Þessi einlæga aðdáun Sýnar- manna fer stundum í taugarnar á Svarthöfða þar sem hann liggur uppi í sófa með ostapoppið sitt. I liði Real Madrid eru jú a.m.k. fjórir fót- boltamenn sem hafa meiri hæfileika í hælnum en Beckham þessi í öllum líkamanum. En samt getur Svart- höfði ekki varist því að finna tfl nokkurrar aðdáunar yfir þessari djúpu aðdáun Sýnarmanna. Að heyra þá lýsa leikjum þar sem Beck- ham kemur við sögu er eins og að fara í kirkju og heyra prestana tala um guð. Svarthöföi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.