Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2004, Blaðsíða 16
í 6 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 Fókus DV DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2004 í 7 Algengt er aö íslenska þjóðin sé oft ekki alveg með á nótunum þegar alþingismenn eru annars vegar. Það er kannski ekki skrýtið enda eru óvenju margir þeirra nýliðar og aðrir virðast vinna gagngert að því að láta þjóðina ekki taka eftir sér. DV skrapp í Kringluna og stöðvaði þar gesti og gangandi til þess að athuga hve vel fólkið þekkti nokkra af þeim aðilum sem sitja á þingi. / Oþekktu alþingismennirnir Bjarni Benediktsson Dagný Jónsdóttir „Er þessi ekki einhver alþingiskona. Æ, ég veit það ekki, gæti þess vegna verið í kennaraháskólanum." Qón Halldór Krist- mundsson) „Ég myndi ráða þessa í vinnu. Hiklaust. Ég veit ekki hver þetta er en ég hef séð hana í sjónvarpinu. Kannast eitthvað við hana. Já, þetta er Drífa Gunnarsdóttir." (Guölaugur Karlsson) „Þetta er hún framsóknarkona alþingis, Dagný." (Bjarni Birg- isson) „Þetta er unga alþingiskonan, ég man ekki hvað hún heitir. Hún er búin að vera áberandi í lýtaaðgerðaumræðunni." (Sess- elja Magnúsdóttir) „Þessi dama er inni á þingi." (Gunnar Helgason) „Dagný Jónsdóttir í framsókn." (Gunnar Lúð-^ víksson) „Þessi er blaðamaður og hún heitir Lára.‘ (Svanhildur Anna Gestsdóttir) „Þessi vinnur í Sparisjóðnum hún er| gjaldkeri." (Ásta Jóna Jónsdóttir) „Dagný Jónsdóttir." (Sjöfn Guðmunds-, dóttir) Lúðvík Bergvinsson Íri d „Þetta er hann út Vestmannaeyjum, ég man ekki hvað hann heitir." (Jón Halldór Kristmundsson) „Ég veit hvaða maður þetta er, hann er rauðhærður og ég treysti ekki rauðhærðum." (Guðlaugur Karlsson) „Lúðvík Bergvinsson." (Bjarni Birgisson) „Þetta er hann Lúðvík. Úr samfýlkingunni, hann er lögfræð- ingur." (Sesselja Magnúsdóttir) „Þetta er Lúðvík." (Gunnar Helgason) „Lúðvfk Bergvinsson." (Gunnar Lúðvíks- son) „Þetta er alþingismaður að ég held.“ (Svanhildur Anna Gestsdóttir) „Þetta er alþingismaður. En ég veit ekki hvað hann heitir." (Ásta Jóna Jónsdóttir) „Þetta er Lúðvík Bergvinsson." (Sjöfn Guð- mundsdóttir) • C ntfQÍr Ármannsson ^ Utur auavega út ty«a<^ ‘^Ua.eaónS^^undssonJa ^ ^ mikiU gleCugiaú. ^-^^’-r^^Hannerfratnsókn- s. TiUölufega armfetta er’örugglega forstjon fy* oft (ftéttum „Þessi er UK íGun ,ðvftcSsor petta et aUaV L,tsdóttir) nP[i i " n;idurAnnaGeSteU.cVari Hann er # (Svanhúnu ^ alþmgiskari. úrl | Æ^f^GuðmundsúoWrt „Einhver lögfræðingur eða eitthvað." (Jón Halldór Krist- mundsson) „Er þessi lfka frægur? Djöfullinn... Þessi maður er lögfræðing- ur. Ég myndi treysta þessum manni fyrir mínum málum." (Guð- laugur Karlsson) „Þetta er Bjarni Ben." (Bjarni Birgisson) „Ég veit ekki hver þetta er. Af þessari mynd að dæma gæti hann verið í verðbréfabraski eða hjá ráðningarskrifstofu. Huggu- legur maður, fínt klæddur með flott úr, snyrtilega greiddur og rakaður." (Sesselja Magnúsdóttir) „Kannast við svipinn. Hvort þetta geti verið nýji þingmaður- inn Björn Bjarnason, veit ég ekki.“ (Gunnar Helgason) „Þessi heitir Bjarni Benediktsson." (Gunnar Lúðvíksson) „Þetta er lögfræðingur, ég vil skíra hann Örn Clausen." (Svanhildur Anna Gestsdóttir) „Þetta er örugglega lögfræðingur. Með blöð og í ílottum jakkafötum." (Ásta Jóna Jónsdóttir) „Er þetta íslendingur. Já, auðvitað þetta er hann Bjarni Ben.“ (Sjöfn Guðmunds- dóttir) H Ágúst Ólafur Ágústsson „Hef ekki hugmynd um hver þetta er.“ (Jón Halldór Krist- mundsson) „Þessi gæti alveg verið hvað sem er eins og til dæmis strætó- bflstjóri." (Guðlaugur Karlsson) „Ekki hugmynd um hver þetta er. Ætli þetta sé ekki einhver blaðamaður." (Bjarni Birgisson) „Ekki hugmynd um hver þetta er. Þó ég hafi séð andlitið á honum áður. Hann gæti verið hjá körfuknattleikssambandi fs- lands þó hann sé sjálfur hættur að spila.“ (Sesselja Magnúsdótt- ir) „Þekki hann ekki." (Gunnar Helgason) „Veit það ekki." (Gunnar Lúðvíksson) „Þetta er íþróttafréttamaður.“ (Svanhildur Anna Gestsdóttir) „Hann er lfldegast eitthvað tengdur fjöl- miðlum, svona fjölmiðlagæi." (Ásta Jóna Jónsdóttir) „Er þetta ekki hann Jón Ólafsson í Skíf- unni? Nei ég er ekki viss. Þetta er allavega einhver Jón Ólafsson." (Sjöfn Guðmunds- dóttir) Fór stórum Gunnar Lúðviksson hélt Arnbjörgu Sveinsdóttur vera skólastjóra. Bjarni Birgisson Varð frekar hissa þegar blaðamaður tjáði honum að allir væru alþingismenn. Gaui Bæjó Sagði Ásta Jóna Jónsdóttir að Guðjón Hjörleifsson væri kallaður Gaui Bæjó i Eyjum. ■ *T" I Gunnar Helgason Var frekar skeptískur á fólkið. Vildi meina að hann væri ofgamall til þess að vita hverjir væru á myndunum. A™bj°r9Sveinsdóttir j.sssssssír ir) , la iona Jói saBr”ynsS.s;u',rho ,SW" hún (Jón Halldór Svanhildur Anna Gests- dóttir Henni finnst Bjarni Benediktsson eiga að heita Örn Clausen. Sigurjón Þórðarson „Útgerðarmaður. Nei, hann er kvotakarl. Kristmundsson^stjóri & R£ 301 Hann er ábyggilega ofbeldisfull- ur óg drykkfelldur, ekta skipverji sko.“ (Guðlaugur karlsson) „Nei, kem honum ekki fyrir mig." (Bjami Birgtsson) lá mér finnst ég kannast við hann. Eg veit ekki hver Þetta og M er þaö b.r, rogl ,ö H ”? f™, E" «“ áttað mig á þessum manm.“ (Sesselja Magnusdottir) „Kannast ekki við þennan." (Gunnar Helgason) „Ég held að hann sé bara atvinnulaus þessi. (Gunnar Luö víksson) „Hann er einhver skipakarl.“ (Svanhildur Anna Gestsdóttir) „Þetta er svona sjávarútvegskarl. (Asta Jóna Jónsdóttir) „Þetta eru ómögulegir karlar. Maður spáir ekkert í þessa karla. Þetta er hann Sig- urjón ásatrúargoði fyrir norðan." (Sjöín Guðmundsdóttir) Spáð í spilin Guðlaugur Karlsson, segist ekki treysta rauð- hærðum. Ágúst i körfuboltanum Sesselja Magn- úsdóttir fannst Ágúst Ólafur koma sterkur inn sem körfuboltamaður. Anna Kristín Gunnarsdóttir Þessi kona gæti gert hvað sem er. Hef ekki hugmynd. (J Mnsöékii f einhvem svipaöri itööu og rauðhæröi VmI- inn.. Þetta er myndarkona." (Guðlaugur Karlsson) „Ég þekki andlitið. Ég myndi ráða hana í vinnu upp a utlmð ei “ftonsi E vem Ío^leikskólakennaraleg." (Sesselja ^^tóerþetta hún Guðrún Pétursdóttir, hún er allaveg svipuð hen,Ég hdd húnsé þfrfgkona sjálfstæðisflokksins." (Gunnar Lúð- „já, hún er líka alþíngiskona. Hún er vinstrisinnuð og ekkert svo sæt.“ (Svanhildur Anna Gestsdótt- „Ég myndi veðja á að þetta sé skrifstofu- kona.“ (Ásta Jóna Jónsdóttir) „Þessi kona er vinstri græn. Hún er í stjórnarandstöðunni en ég veit ekki hvað hún heitir." (Sjöfn Guðmundsdóttir) Guðjón Hjörleifsson „Einhver háskólakarl eða jafnvel veðurfræðingur." (Jón Hall- dór Kristmundsson) „Þessi maður er... Grey karlinn. Honum líður ekki vel þessum manni. Ég myndi ekki ráða þennan mann ívinnu af myndinni að dæma. Jú, kannski til þess að skúra. Hann yrði góður í skúring- unum.“ (Guðlaugur Karlsson) „Hann er eitthvað í sjávarútvegnum. Er hann ekki eitthvað fyrir norðan þessi maður? Eða bæjarstjóri einhvers staðar. Ég hef aldrei séð hann.“ (Bjarni Birgisson) „Mér finnst ég kannast við hann. Hann er í verkalýðsbarátt- unni og er soldið áhyggjufullur. Honum finnst hann bera ábyrgð á einhverju. Hefur ábyrgðartilfinningu. Hugsar meira um inn- viðið en útlitið. Er eflaust mikill fjölskyldumaður." (Sesselja Magnúsdóttir) „Þessum man ég eftir líka en ekki hvaðan." (Gunnar Helga- son) „Ekki heldur þessi." (Gunnar Lúðvíksson) „Þessi er hrikalegur. Hann er pottþétt yfir- maður í Bónus.“ (Svanhildur Anna Gests- dóttir) „Guðjón Hjörleifsson, Gaui bæjó. Þekki hann af því ég bjó í Vestmannaeyjum." (Ásta Jóna Jónsdóttir) „Hann Hjörleifsson þarna.“ (Sjöfn Guðmundsdóttir) SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Leiðrétting á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík og breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001- 2024 samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997: Fellagarðar, Drafnar- Eddu- og Völvufell. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024, vegna Fellagarða sem lítur að því að bætt er inn þéttingarsvæði nr. 14. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Fellagarða. Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að við Drafnarfell 2-18 verði heimilt að byggja tvær íbúðarhæðir ofan á húsin og bílgeymslu fyrir allt að 20 bíla á hluta lóðarinnar, að við Eddufelli 2, 4 og 8 (Eddufell 6 er óbreytt) verði einnig heimilt að byggja tvær íbúðarhæðir ofan á húsin. Hluti húsnæðisins er áfram ætlaður fyrir verslun og þjónustu en Eddufelli 8 er breytt í íbúðarhúsnæði og Völvufelli 13-21 verður einnig breytt í íbúðarhúsnæði með bílgeymslu að hluta í kjallara hússinu. Krafa er um samnýtingu bílastæða á lóðum Drafnarfells 2-18 og bílastæðalóð Eddufells 2-8. Lóðin að Yrsufelli 44, sem áður var gæsluvöllur verður gerður að opnu svæði til afnota fyrir nálæga íbúðarbyggð. Áætlaður íbúðafjöldi á svæðinu er 58. Landnotkun svæðisins verður blanda af verslunar- þjónustu- og íbúðarsvæði. Heimilt verður að vera með veitingastað á svæðinu en þó ekki skemmtistaði, krár, dansstaði og næturklúbba, sbr. 9., gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 67/1985. Nánar er gerð grein fyrir landnotkun einstakra hæða í umfjöllun um einstakar lóðir. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15, frá 11. febrúar 2004 til 31. mars 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 31. mars 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 17. febrúar 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.