Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 Fyrst og fremst JJV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreífing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Islenskir nýbúar „Það vantar markvissa stefnu í íslenskukennslu nýbúa,“ var samhljóða álit fundarmanna á málsstofu um íslensku- nám fyrir útlendinga. Þar kom einnig fram að það sé einlægur vilji útlendinga, sem hingað koma að læra íslensku en því miður séu mörg ljón í veginum sem hamli því að það geti orðið að veruleika. Það þarf að auka skilning al- mennings á fslandi á að- stæðum útlendinga. Flestir með tölvur Samkvæmt niðurstöð- um úr rannsóknum Hagstofunnar á notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og inter- neti er nú svo komið að svo gott sem hvert ein- asta heimili á Islandi hefur innanborðs sjón- varp, myndbandstæki og farsíma. Tölvurnar eru alveg að ná sama ár- angri. í nið- urstöðunum kemur fram að nær öll heimilin hafa sjónvarp eða 97%, 91% heimila eru með myndbands- tæki, 95% farsíma, 84% tölvu og 78% tengingu við internetið. Mikill meirihluti einstaklinga á aldrinum 16-74 ára not- ar tölvu eða 86% og flest- ir a.m.k. einu sinni hvern virkan dag. Fjórir af hverjum fimm ein- stakfingum nota inter- netið. Barnahjálp Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF hefur formfega haflð göngu sínaá ís- landi. Fjögur fyrir- tæki styrkja starfsemi samtakanna og skrifúðu fulltrúar þeirra undir samning um það í gær. Fyrirtækin eru Pharmaco, Samskip, Allianz og Baugur. Hvert fyrirtæki borgar 4 millj- d*nir króna á tveimur árum. Stefán Ingi Stef- ánsson er framkvæmda- stjóri UNICEF á fslandi. Hann segir að fyrstu verkehtin verði að gefa út bækling til að kynna samninginn um réttindi barnsins sem dreift verði til allra grunnskólabarna á fslandi. Viðbrögð Spánverja Fréttir af kosningaúrslitunum á Spáni hafa vakið nokkuð blendin viðbrögð. Þar er augljóst að hin skelfilegu hryðju- verk í fyrri viku hafa orðið til þess að stór hópur kjósenda skipti um skoðun á síðustu stundu. Þjóðarflokkur Aznars fráfarandi for- sætisráðherra vann ekki þann sigur sem við var búist heldur galt þvert á móti afhroð. I staðinn hópuðust kjósendur til Sósíalista- flokksins sem ekki hafði virst á neinu sér- stöku flugi áður en sprengjurnar sprungu. Þetta gerðist eftir að æ fleiri líkur bentu til þess að hryðjuverkin hefðu verið framin af mönnum í tengslum við samtökin al Kaída fremur en af hinum basknesku ETA-liðum eins og mörgum datt í hug í byrjun og svo sem ekki alveg að ástæðulausu. Þar með var ljóst að ástæða þessara grimmilegu hermdarverka var stuðningur Aznar-stjórnarinnar við þá Bush & Blair í Íraksstríðinu. Stuðningur sem Aznar og menn hans höfðu keyrt áfram, þvert gegn vilja algers meirihluta spænsku þjóðarinnar, en óbreyttur almúginn sem átti leið um lest- arstöðvarnar í Madríd fær nú að súpa seyðið af. Og nú þegar á daginn kom að þessa stuðn- ings spænskra stjórnvalda við þá Bush & Bla- ir hefði verið hefnt með hryðjuverkum, þá fannst spænskum kjósendum ástæða til að refsa flokki Aznars fyrir að hafa anað með þjóðina út í stríðið. Þetta er einmitt það sem vakið hefur blendin viðbrögð. Því menn segja sem svo, með því að láta hryðjuverkin í Madríd hafa áhrif á sig, hafa þá ekki almennir kjósendur á Spáni í reynd látið undan hryðjuverkamönn- um? Því höfuðatriði í baráttu við þá sé að láta þá ekki hafa áhrif á þau þjóðfélög sem þeir ráðast gegn. Þessi röksemd er býsna fáfengileg. Auðvit- að hafa hryðjuverkamenn áhrif. Árásirnar á Bandaríkin árið 2001 höfðu gífurleg áhrif, það þarf ekki að orðlengja það. Þær ger- breyttu hegðun Bandaríkjanna á alþjóðavett- vangi og reyndar innanlands líka. Og það töldu furðu margir furðu eðlilegt. Nú - þegar Spánverjar hafa áttað sig á því að ráðið til að stemma stigu við hryðjuverk- um sé ekki endilega að sldpa fremst í flokk allra mestu hernaðarsinnanna - þá eru þeir hins vegar gagnrýndir fyrir að „láta undan“. Einkennilegt. Vonandi verður fordæmi Spánverja til þess að íslensk stjórnvöld hugsi líka sinn gang í stuðningi sínum við Bush & Blair. Hryðjuverkin í Madríd hafa sýnt fram á að hernaðarviðbúnaður dugar ekki gegn ein- beittum hryðjuverkamönnum. Hvergi í ver- öldinni er meiri viðbúnaður en ísrael. Samt linnir þar ekki sjálfsmorðsárásum. Og gífur- legar öryggisráðstafanir dugðu ekki í Madríd. Ulugi Jökulsson 0) o «o ro nj OJ Laufey Jakobsdóttir var til grafar borin í gær. Hún hafði andast á Hrafnistu þann 6. mars síðastliðinn, tæplega níræð. Laufey fæddist á Bóndastöðum í Seyðisfíröi en fluttíst til Reyigavíkur, hún giftíst Magnúsi Björgvin Finnbogasyni og áttu þau átta böm sem öll komust til manns. Hún vann langa starfsævi við bama- uppeldi og almenn störf af ýmsu tagi en vaktí svo athygli á efri árum þeg- ar hún lét að sér kveða í félags- og stjómmálum. Meðal þeirra sem skrifuðu minn- ingargreinar um Laufeyju og birtust í Morgunblaðinu í gær var Guðrún Agnarsdóttir læknir og Kvennafram- boðskona sem kynntist Laufeyju þegar Kvennaframboðið fór af stað og sagði m.a. svo af fyrstu kynnum sínum af henni: „Þó að hún hefði getað verið ým- ist mamma okkar margra eða amma þá þegar, slóst hún í hópinn hálfsjö- tug, móðir átta uppkominna barna og ein af stelpunum, oft í reiðari og róttækari hópnum. Hún var ein- dreginn málsvari lítilmagnans, sjálf alþýðukona og hafði ýmislegt séð. Hún gætti almenningssalernis við Grjótagötu í Grjótaþorpinu og þar varð hún vitni að ýmsu og gat komið mörgum til hjálpar. Hún var málsvari unglinganna og varð sann- kallaður vemdarengill ungra stúlkna sem leituðu í skemmtanalífið í mið- bænum og á Hallærisplainu en urðu stundum fórnarlömb karla sem mis- notuðu aðstöðu sína. Amman í Grjótaþorpinu varð að þjóðþekktri persónu sem borin var virðing fyrir." Þetta em orð að sönnu. Um 1980 var skemmtanalíf unglinga í Reykja- vík svo fábreytt og fátæklegt að þeir höfðu ekkert að leita nema niður á Hallærisplan sem var þar sem hlutí Ingólfstorgs er núna. Þar héngu unglingamir kvöldin löng og fram á nótt, oft vel drukknir um helgar. Og eins og Guðrún bendir á sættu karlpungar færis að bjóðast til að aka heim stúlkum sem orðið höfðu strandagiópar í miðbænum, ýmist vegna þess að strætó var hættur að ganga eða hreinlega vegna drykkju. Og enduðu þær ökuferðir stundum ömurlega - en sumar stúlkumar sluppu þó betur en á horfðist vegna þess að Laufey var alltaf á vaktinni langt fram á nótt og bjargaði mörg- um þeirra úr klóm karlanna. jú allt í einu birtist bjargvætturinn Laufey blásvört í framan krókódílamaðurinn kemst undan á flótta Fyrst og fremst Urri þetta ástand orti Megas frá- bært kvæði sem fyrst birtist á plötu myndlistarmannsins Tolla og hljómsveitarinnar íkarusar rétt upp úr 1980. Þetta er sjálfur Krókódfla- maðurinn þar sem segir frá manni sem hímir „oní kjallaratröppunum" í Grjótaþorpinu og „grípur höndum tveim" stúlku sem ranglar burt af Hallærisplaninu. Hann „býðst / til þess að ak'enni / bölvaður skúnkur- inn / ætlar bara útá nes / að taka þar tak'enni". En þegar hann er f þann veginn að „troð'enni / inníframsæt- ið / á dökkblárri lödu“ dregur til tíð- inda: „er einhver sem heyrir þó æpi ein drukkin dama ætli nokkur heyri þó æpi litla daman jú allt í einu birtist bjargvætturinn Laufey blásvört í framan krókódflamaðurinn kemst undan á flótta" Þótt Megas hafi hér orðað hlutina á sinn kaldhæðnislega hátt, þá var vitaskuld um dauðans alvöru að ræða og víst að mörg stúlkan áttí Laufeyju margt að þakka. Guðrún Jónsdóttir sem var fyrstí borgarfúlltrúi Kvennaframboðsins skrifaði einnig minningargrein um Laufeyju. Hún sagði rna.: „Aðalsmerki Laufeyjar var hversu siðmenntuð hún var í bestu merk- ingu þess orðs. Hún bar virðingu fyrir öllu lífi. Henni fannst óbærilegt að skilja útundan í samfélagi nútím- ans og þoldi ekki órétt eða vald- níðslu. Þessi lífssýn virðist hafa gengið eins og rauður þráður í gegn- um líf hennar og rekið hana áfram fullorðna og slima í baráttunni. Vegna þessa áttí hún fjölbreyttan vinahóp. A meðal vina hennar voru vændiskonur og rónar, refsifangar, unglingar í vanda og gamalt fólk sem ekki var sinnt [Hún] var ... heiðursfélagi í Dýravemdarfélagi ís- lands ... Hún var sjálfskipaður málsvari þeirra sem henni fannst að ella hefðu orðið útundan." Björn dómsmálaráðherra fullyrðir á heimasíðu sinni að DV hafi flutt „heimasoðinn uppspun[a]“ með fréttum sínum af ágreiningi í þingfiokki sjálf- stæðismanna um framgangsmáta hans við að koma á fót hinni rómuðu sérsveit. Á heimasíðunni segir Björn reyndar að DV hafi komist svo að orði að „allt léki á reiðiskjálfi" meðal sjálfstæðismanna út af mál- inu en það er mjög ofmælt. í blaðinu var sagt að „tek- ist væri á um málið" og að þingmenn hafi búið sig „undir átakafund" þegar ntálið yrði rætt. Björn segir hins vegar að sér sé „óskiljanlegt" hvaða kröfur séu gerðar til frétta á DV og „[ejngar deilur [hafi] orðið um sérsveitina" á vettvangi þingilokks sjálfstæðismanna. Vel má vera að Birni og stuðningsmönnum hans hafi tekist að „settla" málin svo að til opinberra átaka hafi ekki komið á þingflokksfundi. Hitt stendur DV við sent fyrr að að víst stefndi í deilur um málið vegna þess að óánægju vakti hvernig sérsveitin var sett á framhjá fjárlögum. Hefði verið sómasamlegra fyrir Björn að viðurkenna það og hefði hann vel getað sloppið með að segja að honum hafi tekist að „eyða misskilningi" meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins eða eitt- hvað álíka. En ekki kenna okkur um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.