Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 32
*
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. S50 5090
SKAfTAHLÍÐ 24 10S REYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5SOSOOO
• KB-banki hefur ráðið Óskar Jós-
efeson, fyrrum forstjóra Landsím-
*• ans, til að veita einu af
dótturfyrirækjum bank-
ans forstöðu. Óskar var
ráðinn forstjóri Símans
þegar Þórarinn V. Þórar-
insson var látinn fara og
gegndi Óskar forstjórastarfinu þar til
Brynjólfur Bjamason tók endanlega
við. Hjá KB-banka mun Óskar stýra
Græna bænum en það er vinnuheiti
á dótturfélagi bankans sem ædað er
að sinna rekstrarmálum.
Atvinnukona í badminton Sara
nr. 49 á heimslistanum
ssekif iyi-9'r
0 þú hting'f
kál með hví,,auk 'miWri
• Ristaðar kjúklingabrinaur^rnofl ie?9^Um °9 grær
;t brún hrísgrjón með eaaium „, °fu 09 srænmei
a J°n meo eggjum og grænmeti, sova oa S,
£11950390
Whringir0gsæfa-r fylgja 2 Toppar
Tilboöin
Ath» tríboð,
• Bjöm Bjamason dómsmálaráð-
herra situr sem fastast í borgar-
stjórn Ástæðan mun þó
ekki vera hollusta hans
við reykvíska kjósendur,
heldur frekar áhyggjur af
hver fylli skarð hans.
Varamaður Björns er Gísli
Marteinn Baldursson sjónvarps-
stjarna og hann hefur ekki legið á
þeirri skoðun sinni að hann haf
ekki tíma til að sinna störfum í
borgarstjóm sem aðalmaður. Þá er
komið að varamanni númer tvö en
það er Inga Jóna Þórðardóttir sem
var látin víkja fyrir Birni í borgar-
stjórnarslagnum síðast og er auk
þess eiginkona Geirs Haarde sem
ætlar að taka við af Davíð Oddssyni
eins og Björn reyndar líka...
Snjóhús á fæðingardeild?
„Ég keppi út um allan
heim til að safna stigum
til að komast á Ólymp-
íuleikana fyrir ísland,"
segir Sara Jónsdóttir
sem tekur badmintonið
alvarlega. Byrjaði ung
að æfa og er nú at-
vinnumanneskja, bú-
sett í Danmörku, og
hefur alla spaða úti til
að ná settu marki.
Flutti út strax eftir
stúdentspróf, býr í
Greve í Kaupmanna-
höfn, æfir hjá
International Badmint-
on Association og
Sara í ham Myndin tekin á
einu affjölmörgum bad-
mintonmótum sem átt hafa
hug og hjarta Söru undan-
farin ár.
keppir fyrir badmint-
ondeildina í Hummelbæk. Sara er
nú 22 ára en það var styrkur frá Al-
þjóða Olympíunefndinni sem gerði
henni kleift að leggja badmintonið
fyrir sig með þessum hætti.
„Enn vantar mig nokkur stig upp
á að "vera örugg á Ólympíuleikana.
Sem stendur er ég númer 49 á
heimslistanum þannig að útlitið er
gott,“ segir hún. „í tvíliðaleik er ég
númer 29 á listanum með Rögnu
Ingólfsdóttur sem spilar með mér.“
Sara þarf að fara víða
til að safna stigum fyrir
Ólympíuleikana og
þræðir hvert mótið á
fætur öðru. Fyrir utan
flest Evrópulönd hefur
Sara keppt á Kúbu, í
Gvatemala, í Perú og á
Nýja Sjálandi svo fá lönd
séu nefnd. Hún fer að
meðaltali 2-3svar erlend-
is í mánuði hverjum - og
alltaf til að spila badmint-
on.
Ólympíuleikárnir
verða sem kunnugt er
haldnir í Aþenu í ágúst-
mánuði og Sara ætlar að
vera búin að safna nægi-
lega mörgum stigum í sarpinn fyrir
Sara Jónsdóttir Rísandis tjarna á íslenskum íþróttahimni,
þann tíma: „Ef ég næ því ekki verð
ég leið en þá reyni ég líklega aftur
eftir íjögur ár. Annars er ég farin að
huga að heimkomu og langar að
fara í viðskiptafræðina í Háskólan-
um. Maður spilar ekki badminton
allt lífið þó allt sé á fullu núna,"
segir hún.
'
Læknislundur í Fossvogi Hannes Guðmundsson læknir fékk landið á leigu til trjáræktar
fyrir 74 árum. Enn eru 26 ár eftir afleigutímanum.
Sumarhús í
kirkjugarði
„Hér eru rólegir nágrannar," seg-
ir Hannes Hilmarsson, stærðfræði-
kennari við Menntaskólann í Kópa-
vogi, en ætt hans á sumarhús við
kirkjugarðinn í Fossvogi. Sumarhús-
ið stendur í halla undan kirkjugarð-
inum og snýr í suður með útsýni yfir
Kópavog. „Við erum um 60 manns
sem höfum aðgang að sumarhúsinu
og sjálfur er ég að stórum hluta alinn
upp þarna.“
Það var afi Hannesar og amma,
Hannes Guðmundsson læknir og
Hallgerður Björnsdóttir, eiginkona
hans, sem fengu landið til afnota til
skógræktar árið 1930 og hljóðaði
leigusamningurinn upp á 100 ár:
„Menn voru framsýnir á þessum
árum enda var þá ekkert hér í kring
annað en hestagirðingar. Þetta var
eins og að fara upp í Borgarfjörð
þegar ég var lítill," segir Hannes í
dag en nú er þrengt að sumarhúsi
gamla læknisins sem í borgarskjöl-
um heitir „Læknislundur". „Við köll-
um þetta aldrei annað en Fossvog,"
segir Hannes.
Skógur Hannesar læknis hefur
sprottið vel í nábýli við kirkjugarð-
inn og þar hefur aldrei þurft að bera
á áburð. Ekki er þó vitað hvort jarð-
vegur sé þarna frjórri en annars
staðar en leiða má að því líkum að í
stórrigningum renni jarðvatn úr
kirkjugarðinum um rætur trjánna f
Læknislundinum og geri sitt gagn.
„Ég veit það eitt að hér dafnar gróð-
urinn vel,“ segir Hannes sem er að
fara að halda barnaafmæli í sumar-
húsinu í kirkjugarðinum - og þarf
ekki að hafa áhyggjur af nágrönnun-
um.
Þú finnur matseðilinn okkar á www.nings.is
barnabojG 1
2 kjúkiingalegair
franskar og kokkteiisósa
kr. 550
og Jelly Belly pakki
Súðurlancisbraut 6 sími 588 9899*Hliðasmára 12 sími 544 5222* Hagk v