Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 13
UV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 13
Löglegtað
auglýsa
skemmti-
gildið
Samkvæmt úrskurði
Samkeppnisráðs er Hag-
kaupum heimilt að auglýsa
að íslendingum þyki
skemmtilegast að versla í
búðum þeirra. Áður hafði
auglýsinganefnd Sam-
keppnisstofnunar komist
að allt annarri niðurstöðu
og talið slagorðið brjóta í
bága við samkeppnislög.
Samkeppnisráð telur aftur
á móti að Hagkaup hafi
með vísan í skoðanakann-
anir fært nægilegar sönnur
á að verslanakeðjan hafi
þessa sérstöðu, það er að
þar finnist þjóðinni
skemmtilegast að versla.
Má ekki vísa á
flugleiða
Iceland Express má ekki
nota broskarlaauglýsing-
una þar sem spurt er hvort
menn séu ekki orðnir leiðir
á háum flugfargjöldum - al-
veg flugleiðir. Samkeppnis-
ráð telur að með þessu sé
brotið gegn þeirri grein
samkeppnisslaga þar sem
bann er lagt við því að
kasta rýrð á vörumerki,
vöruheiti,- önnur auðkenni,
vöru, þjónustu, starfsemi
eða aðstæður keppinautar
eða sýna þeim lítilsvirð-
ingu. Herferðin „tvöföld
ástæða til að brosa" er því
bönnuð af Samkeppnisráði.
Steiktu pylsur
bakvið bar
Á laugardagsmorgunn
barst Lögreglunni í
Reykjavík tilkynning um bál
í miðborginni. Er málið var
kannað kom í ljós að
nokkrir menn voru
að steikja sér pylsur í
porti skemmtistaðar.
Var þeim vinsamlega
bent á að opinn eldur er
bannaður í borginni. Þá
bárust lögreglu m.a. til-
kynning um flassara í mið-
borginni, fjögur minniháttar
fíkniefnamál og tveir góð-
kunningjar lögreglu voru
teknir í miðborginni með
tvær fartölvur sem taldar
eru vera þýfi.
Sprautufíkill
á slysadeild
Lögreglan á Selfossi var
kölluð út að húsi í Hvera-
gerði á laugardagsmorgun-
inn vegna manns sem þar
var sagður vera illa haldinn.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni sá hún
sprautur og ýmis önnur
áhöld til fíkniefnaneyslu á
staðnum. Viðkomandi var
fluttur á slysadeild Lands-
spítalans í Fossvogi þar sem
hann liggur enn. Að sögn
lögreglu leikur grunur á að
veikindi mannsins megi
rekja til fíkniefnaneyslu.
íslendingar fá 40 tonna túnfiskkvóta fyrir utan lögsöguna. Verðmæti þessa afla gæti
numið 100 milljónum kr. en enginn íslenskur bátur fer á þessar veiðar vegna klúð-
urs stjónvalda. Enginn bátur var á þessum veiðum í fyrra er kvótinn var 30 tonn.
íslendingum hefúr verið úthlutað 40 tonna tún-
fiskkvóta í eða fyrir utan fiskveiðilögsögu landsins
en enginn íslenskur bátur fer að veiða þennan afla
eins og staðan er nú. Sveinn Rúnar Valgeirsson út-
gerðarmaður í Vestmannaeyjum segir að sjávarút-
vegsráðherra sé búinn að klúðra þessum veiðum.
„Við máttum veiða 30 tonn í fyrra og reiknuðum
með að úthlutun þess kvóta myndi byggjast á
veiðireynslu. Ráðherra ákvað í staðinn að gefa öll-
um sem vildu veiðiheimildir til þessara veiða
þannig að ekkert skip fór á þessi mið í fyrra," segir
Sveinn Rúnar. „Ég held að ráðherra hafi haldið að
við, sem stunduðum þessar veiðar fyrir þremur
árum, yrðum einhverjir milljónamæringar ef við
fengjum kvóta í samræmi við veiðireynslu okkar."
Um er að ræða svokallaðann bláuggatúnfisk
sem er einhver sá verðmætasti í heiminum enda
notaður í hágæða sushi í Japan. Fyrir fyrsta flokk
af bláugga eru Japanir nú tilbúnir að borga um
4000 jen eða um 2.500 kr. fyrir kílóið. Aflaverð-
mæti þessara 40 tonna gæti því numið um 100
milljónum króna.
Sveinn Rúnar Valgeirsson segir að hann hafi
stundað þessar veiðar. á sérútbúnum bát, Byr, og
hafi ætíð hugsað þetta sem aukabúgrein í útgerð
sinni. Fyrir þremur árum var hinsvegar ekki mik-
ið um túnfiskgöngur á hafsvæðinu fyrir sunnan
land og afli þvf tregur. Þar að auki ákváðu stjórn-
völd að klípa af honum annan kvóta á móti þess-
um túnfisk. „í fyrra gerist svo það að ég næ samn-
ingum við bandaríska útgerð um að veiða þenn-
an túnfisk fyrir mig. Hinsvegar ákvað ráðherra þá
að í stað kvóta yrðu gefnar út veiðiheimildir til
allra sem vildu. Þetta varð þess valdandi að
Bandaríkjamennirnir gengu af skaftinu og þessi
kvóti nýttist engum hérlendis," segir Sveinn Rún-
ar.
Mikil barátta
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LIÚ
segir að íslendingar hafi lengi barist fyrir réttin-
um til að stunda þessar veiðar en það er svokall-
að Atlantshafstúnfiskráð sem úthlutar kvótum og
hefur stjórn á veiðum á þessum fiski utan fisk-
„Við máttum veiða 30 tonn í
fyrra og reiknuðum með að
úthlutun þess kvóta myndi
hyggjast á veiðireynsiu."
veiðilögsögu ríkjanna við Atlantshafið. „Það var
svo árið 2002 sem barátta okkar skilaði árangri en
þá var ákveðið að ísland fengi kvóta árið eftir sem
síðan færi vaxandi," segir Friðrik.
Samkvæmt þeim fjögurra ára stjórnunarráð-
stöfununum sem samþykktar voru fékk ísland
heimild til að veiða 30 tonn árið 2003, Þetta var
nokkuð meira en íslensk skip höfðu mest veitt á
einu ári áður. Aflaheimildir íslands áttu svo að
tvöfaldast á umræddum fjórum árum. í ár er
hlutur íslands þannig 40 tonn, verður 50 tonn á
næsta ári og 60 tonn árið 2006. ísland mun taka
virkan þátt í umræðum um næstu skref í endur-
úthlutuninni.
Undirskriftarlistar foreldra á Mýrum duga ekki til að tryggja skólabílstjóra í sessi
Skólaakstur í útboð gegn vilja heimanna
Skólaakstur við Grunnskólann í
Borgarnesi verður boðinn út þrátt
fyrir áskorun fjölmargra foreldra
sem vilja að samið verði áfram við
núverandi bílstjóra.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Borgarbyggðarlista í bæjarstjórn
Borgarbyggðar felldi tillögu minni-
hluta Framsóknarflokks um að
semja við núverandi bílstjóra. Lög,
jafnræði íbúa og fagleg vinnubrögð
heimiluðu ekki annað en að skóla-
aksturinn yrði boðinn út.
„Það er óumdeilt að sú þjónusta
sem nú er keypt af skólabflstjórum
hefur í alla staði verið til fyrirmynd-
ar. Samningar til eins árs í senn er
hinsvegar ekki valkostur að okkar
mati laganna vegna og auk þess óör-
uggt atvinnuumhverfi, bæði fyrir þá
sem selja og kaupa þjónustuna og
' ekki síst börnin sem þjónustunnar
njóta. Bent skal á að fyrir 4 árum var
skólaakstur við Varmalandsskóla
boðinn út og hafa aðilar verið
ánægðir með þá þjónustu sem þar
er keypt," sagði meirihlutinn undir
forystu Helgu Halldórsdóttir forseta
bæjarstjórnar.
Framsóknarmenn sögðust hafna
þessari niðurstöðu. „Foreldrar
skólabarna á Mýrum hafa sent bæj-
arstjórn undirskriftalista þar sem
lýst er ánægju með störf núverandi
skólabflstjóra og eindregið óskað
eftir þjónustu þeirra áfram. Þau
störf eru til vegna búsetu þar og hafa
svipað vægi á Mýrunum og 40 störf í
Borgarnesi miðað við fólksfjölda. Þá
eru gildandi aksturstaxtar hagstæðir
miðað við það sem gerist," sögðu
Finnbogi Leifsson og félagar í bæj-
arsstjórnarflokki framsóknarmanna.
Við þetta tilefni gerðu framsókn-
armenn einnig að umræðuefni
jarðasölur sveitarsjóðs Borgar-
byggðar. Undanfarið hefði Borgar-
byggð selt jarðir á þessu svæði fyrir
um 75 milljónir króna til að fjár-
magna rekstur sveitarsjóðs og
„gæluverkefni" meirihlutans.
„Þær eignir voru til staðar vegna
fyrirhyggju heimamanna á árum
áður og ekki fyrirséð hvort sölu-
mennska meirihluta D- og L- lista á
jarðeignum þar sé lokið. í ljósi alls
þessa og einnig að ékki eru lagaleg
ákvæði sem hindra samningagerð
við núverandi bflstjóra væri ekki til
mikils mælst að farin hefði verið sú
leið að framlengja þá samninga í
stað þess að bjóða aksturinn út og
gera Mýramönnum það ljóst að
þeirra vilji er einskis metinn eins og
bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Borgarbyggðarlista hafa gert með
samþykkt sinni," sögðu Finnbogi og
félagar.
gar@dv.is
Helga Halldórsdóttir Forsetibæjarstjórnar
og félagar hennar I meirihlutanum I bæjar-
stjórn Borgarbyggðar segja ekki hægt óð
semja án útboðs við núverandi skólabilstjóra
um áframhaldandi samstarf. Undirskriftar-
listar foreldra breyti því ekki.