Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAQUR 16. MARS 2004 Síðast en ekki síst DV Birgitta og Benedikt í glæsiíbúð Ha? Rétta myndin Fjórir vinir og einn til vara. Poppstjarna íslands, Birgitta Haukdal er á forsíðu tímaritsins Vik- an og ber til tíðinda í viðtali við hana að hún kýs að tjá sig ekki um hinn nýja kærasta sinn. Enda kærir hún sig ekki um fjöl- miðlasamband í líkingu við það sem hún kynntist þegar hún var með Hanna sínum. DV getur hins vegar upplýst að hinn nýi kærasti á ættir að rekja í innsta hring Kolkrabbans heitins og er sá sonur Einars Sveins- sonar í Sjóvá, Benedikt nokkur sem er dansari í Grease. Þau kynntust í sumar - sumarást - eins og sungið er í einu laganna í Grease. Og virðist sem þessi söngleikur sláist nú við Gettu betur sem einstaklega vel til þess fallinn að koma hjörtum sem unnast saman. Gaman er að segja frá því að þau hjónaleysin Birgitta og Benedikt hafa nú komið sér vel fyrir við Skóla- vörðustíginn, í hjarta höfuðborgar- innar, í nýjum húsakynnum og mun íbúðin hafa kostað vel á þriðja tug milljóna króna. Birgitta Haukdal Svlfur um á bleiku skýi þessa dagana meö nýja kærastanum. Þau eru nýflutt í glæsiega ibúö við Skólavörðustíginn sem kostaði á þriðja tug milljóna. • Bimi Bjamasyni dómsmálaráð- herra er óvenju mikið niðri fyrir á blogginu sínu en þar tjáir hann sig um íjölmiðlapistil sem Eva Jóhanns- dóttir skrifaði í Fréttablaðið um Pressukvöld þar sem Björn sat fyrir Síðast en ekki síst svörum. Eva lætur ofstækisfulla sannleiksboðendur fara í taugarn- ar á sér enda sannleikurinn af- stæður. Og Eva leggur þá að jöfnu, Gunnar í Krossin- um og Björn sem dapurleg dæmi um ofstækið sem einkennir þá sem einir skiljaog vita... • Bjöm Bjamason veltir fyrir sér þeirri fullyrðingu Evu Jóhanns- dóttur um að sannleikurinn sé af- stæður - enda hlýtur það að teljast . sérkennileg kenning í eyrum manns sem hefur látið hafa eftir sér að sjálfur hafi hann alltaf á réttu að standa og hafi aldrei skipt um skoðun. „Spyrja má, hvort þetta með afstæða sannleikann sé ný rétthugsun í blaðamennsku, á grunni póstmódernisma, þar sem allt er lagt að jöfnu og eitt er satt í dag og annað í sama máli á morg- un,“ segir Björn undrandi. En við á DVhljótum að benda Birni á það að sannleikurinn á sér ýmsar myndir. Til dæmis hefur engin Eva Jóhannsdóttir skrifað pistil í Fréttablaðið. Hins vegar hefur Edda Jóhannsdóttir blaðamaður skrifað þá nokkra. En þar sem Björn hefur alltaf rétt fyrir sér, og sannleikurinn er lygi, heitir hún eftirleiðis Eva... • Saga er tímarit sem Sögufélag- ið gefur út. Er þetta eitt hið virðu- legasta rit sem gefið er út á ís- landi um sagn- fræði og þó víðar væri leitað. í ritið skrifa virtir fræði- menn, til að mynda stjórmála- fræðiprófessorinn Gunnar Helgi Kristinsson. Hefur dómur hans um bók Dags B. Egg- ertssonar í Sögu um Steingrím Hermannsson nú verið dreginn fram í dagsljósið. Tilefnið er fyrir- huguð bók um forsædsráð- herrana og hafa vinstri menn af því nokkrar áhyggjur að bókin verði bláleit í betra falli. Gunn- ar Helgi er af- skaplega ánægður með Dag og bók- ina og segir: „Bókin skarar langt fram úr þeim sjálfsævisögum og samtalsbókum við stjórnmála- menn sem áður hafa komið út. [...] Þetta er ein áhugaverðasta ævisaga stjónrmálamanns sem út hefur komið á íslandi að mati rit- dómara.“ Svo mörg og stór voru þau orð og vilja ýmsir meina að rétt sé að halda þeim til haga og hafa í huga þegar valinn er penni til að rita um Steingrím... Á6UR EN ÉS BYftJABI A£> TEIKNA PESSAR MYNDASÖSUR í DV LAS ÉS VARLA BLÖBIN OS VISSIMEST LÍTIÖ UM PAD SEM VAR AB SERAST í KRINSUM MIS, YFIR HÖFUB, ENBA SKIPTIR MIS ENSU HVAB MIS EKKI VARBAR. NÚ ÞESAR ÉS SVO HEF HAFIST HANDA VI6 AB TEMJA LESBLINDUNA OS PÍRA AUSUN YFIR SREINUM BLAÖANNA OS HLUSTA Á FRETTIR HÉR OS PAR - VIRÐIST FÁTT ANNAÐ MARKVERT VERA A6 SERAST HJÁ Ö&RUM FJÖLMIÐLUM EN UMRÆDA UM LÁKÚRULEGAN FRÉTTAFLUTNINS DH? SVO EINKENNILEGA VILL PÓ TIL AÐ ME6 FRÉTTAFLUTNINSI DVÁ MÁLI TEXAS- DRENGSINS OG ADBÚNADISIGURGEIRS Á ÞORLÁKSHÖFIý - ÞÁ SKIPTTR MIS ALLT í EINU ’SMA'UM abra sem mig ekkertvarqa. Auglýsing I Laugalækjarskóla leynist lítill Davíð mofkmið mftt « »ð wr*a ítórstja morkmió mltt er að vefða forsætHri&herra „Við höfum fengið feikilega mikil og góð viðbrögð við þessari auglýs- ingaherferð.- Og sumir hafa spurt hvernig í ósköpunum okkur tókst að komast yfir fermingarmyndir af þeirn," segir Ragnar Gunnarsson hjá auglýsingastofunni Fíton. Að undanförnu hafa birst auglýs- ingar frá Islandsbanka þar sem vak- in er athygli á framtíðarreikningi bankans. Flafa þegar verið birtar tvær myndir af ungum drengjum sem þykja sláandi líkir Davíð Odds- syni og Ólafi Ragnari Grímssyni. Krakkar úr Laugalækjarskóla Ótrúlega auðvelt reyndist að finna fyrirsætur Iverkefnið. Hópurinn á Fíton sem ber ábyrgð á herferðinni Frá vinstri: Ragnar Gunnarsson, Katrín Oddsdóttir og Halla Helgadóttir. „Davíð“ hinn ungi segir: „Markmið mitt er að verða forsætisráðherra.“ Þriðja auglýsingin í seríunni er svo „Björk“ lítil og mun hún birtast á miðvikudag. Ragnar segir þau á Fítón ekki hafa þorað annað en að leita sam- þykkis hjá viðkomandi. Davíð Odds- son mun hafa lagt blessun sína yfir tiltækið og þögn frá forsetaembætt- inu var túlkuð sem samþykki. Þegar ákveðið var að auglýsa framtíðarreikninginn var markið sett hátt enda er verið að fjalla um að ávaxta sitt pund til framtíðar og láta drauma sína rætast. Ótrúlega vel tókst til við að finna hina ungu tvífara og var stílisti auglýsinga- stofunnar, Alda Guðjónsdóttir, einfaldlega send út af örkinni og fann þá hratt og örugglega. Ari Magg tók svo myndirnar. Lítið sem ekkert var átt við myndirnar í tölvu en hins vegar var hinum ungu fyr- irsætum greitt með tilliti til þess að þær líktust sem mest þeim sem vís- að er til. Kennari nokkur sem varð fyrir svörum í Laugalækjarskóla sagði sér hafa brugðið nokkuð við þegar hann leit auglýsinguna. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að í skólanum væri einn lítill Dav- íð.“ jakob@dv.is Krossgátan Lárétt: 1 bönd, 4 girnd, 7 fjósemdarguð, 8 styrk- ja, 10 bjálka, 12 nuddi, 13 löngun, 14 magurt, 15 dráp, 16 glampa, 18 gremja,21 óx,22 stari, 23 kjáni. Lóðrétt:1 henda,2 kraftar,3 samviskusami, 4glata, 5 úða,6gagn- leg, 9 mistök, 11 óhrein, 16 tannstæði, 17 hætta, 19 þakhæð,20 flökti. 1 2 3 4 5 6 l7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 120 21 22 23 Veðrið +4 pSF. Nokkur vindur ** P~S '>4 Gola Gola 4 Logn +5 +3 Gola Logn * -1 Gola +5 Lausn á krossgátu '!Q! 02'su 6l 'u6o L t 'iuo6 g i '6moj l l '||jaj 6 'lXu 9 'ejX S 'eja6ju/j t? 'ueApuej6 £ 'yo z '3>|s L úl?J691 •|use £z 'iuæuj ZZ '!J3J6 l z ú6j3 81 'eo|6 g l '6ja s l '}jáj l 'ppA £ l '|nu z l 'ljej oL 'egs 8 'JXaJj L 'usXj þ '6ojs i :}jajeT , Qibl Gola Gola ;* * +5 +5 ** Gola Gola

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.