Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 21
rw Sport ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 2 7 X Michael Owen, framherji Liverpool, á ekki sjö dagana sæla nú um stundir. Hann hefur verið fjarri sfnu besta í allan vetur og til að bæta gráu ofan á svart gengur honum ekkert að skora úr vítaspymum. Hann hefur tekið tvö víti á árinu og bæði hafa verið varin. Fyrst varði puttabrotinn Shaka Hislop í leik gegn Portsmouth og svo varði Antti Niemi á simnudag. Spyrnan á sunnudag var reyndar svö slök að Niemi hefði hklega varið hana sofandi. Það er ljóst að sjálfstraust &amherjans er ekki mikið þessa dagana og mátti nánast sjá hroll á andliti hans þegar Liverpool fékk vítið gegn Soutliampton á sunnudag. Það var ekki andlit leikmanns með sjálfstraust sem hafði trú á því að hann myndi skora. Það var engu líkara en hann væri búinn að klúðra vítinu fyrir frani. Þrátt fyrir að hann sé augljóslega með sjálfstraustið í bullandi mínus hefur fram- kvæmdastjórinn, Gerard Houllier, ekki misst trúna á sinn mann og hann segir að Owen komi til með að taka vítin áfram fyrir liðið. „Michael verður áfram vítaskytta liðs- ins og þegar við fámn næst víti býst ég fastlega við því að hami taki það. Ég hef engar áliyggjur af honum. Hann er að ganga í gegnum erfiðan tíma núna en það kemm fyrir alia sóknarmenn á ferlinum. Hann hefur hæfileikana og andfega styrkinn til þess að komast í gegnmn erfiðleikana," sagði Houllier en fyrir utan vítið klúðraði Owen tveim úrvaisfærum í leiknum og þurfti hann hreinlega að hafa fyrir því að klúðra öðru þeirra. Skora jafn mikið og Leicester Tölfræði vetrarins er ekki glæsileg. Aðeins 9 mörk í deildimn og eitt í bikarnum. Þrátt fyrir það er hann markaliæstnr liðsins en það er til marks urn ntarkaþurrðina á Anfield Road í vetur að Liverpool hefur gert jafn mörg mörk og Leicester City þar sem Les Ferdinand er skæðasti sóknamtaðmhui. Carra hefur trú á Owen Félagar Owens gera sitt besta til þess að peppa hann upp þessa dagana enda vita þeir vel að þeh þurfa á honum að halda ætli þeh sér að fá eitthvað út úr thnabilinu. „Michael hefur margsannað í gegnurn árin að harm býr y'fir miklum andlegum styrk," sagði bakvörðurinn lamie Carragh- er. „Hann er líka fyrsti maðurinn til þess að viðurkenna að hann þarf á þessum and- lega styrk að halda núna. Ilann má búast við harðri gagnrýni næstu daga en hann er síðan týpan sem mæth til leiks á miðviku- dag og þaggar iúður í öllum. Hann klúðr- aði nokkrum fænun fyrir vítið gegn Southampton og mér fannst harm hug- rakkur að þora að taka vítið. Hann kemm aftm.“ henry@clv.is VÍTI OWENS Michael Owen hefur tekið víti fyrir Liverpool síðan 1997. Alls hefur hann tekið 23 víti en hann hefur aðeins skorað úr 13 þeirra. Owen gekk mjög vel að skora úr vítum til að byrja með en síðan hefur hann verið mjög óstöðugur í vítaspyrnum sínum. Hann hefur tekið tvö víti það sem af er árinu. Báðar spyrnurnar voru arfaslakar og áttu markverðirnir ekki í miklum vandræðum með að verja. Hér að neðan er heildarlisti yfir víti Owens. Vítin sem Owen hefur tekið: 9. ágúst '97 gegn Wimbledon mark 18. nóv. '97 gegn Grimsby mark 28. feb. '98 gegn Aston Villa mark 6. mai '98 gegn Arsenal varið 24. okt. '98 gegn Nott. Forest mark 13. des. '98 gegn Wimbledon varið 3.janúar '99 gegn PortVale mark 18. sept. '99 gegn Leicester mark 16. okt. '99 gegn Chelsea framhjá 15. mars '00 gegn Aston Villa framhjá 22. feb. '01 gegn Roma variö 15. sept. '01 gegn Everton mark 18. ágúst '02 gegn Aston Villa varið 2. sept. '02 gegn Newcastle mark 21. sept. '02 gegn WBA varið 26. okt. '02 gegnTottenham mark 12. nóv. '02 gegn Basel variö - skoraði úr frákasti 17. ágúst '03 gegn Chelsea mark (tók vítið tvisvar. Fyrra vítið varið.) 13. sept. '03 gegn Blackburn mark 20. sept. 03 gegn Leicester mark 28. sept. '03 gegn Charlton mark 22. feb. '04 gegn Portsmouth varið 14. mars 04 gegn Southampton varið Samtals: 23 víti Mörlc Í3 Klikk: 10 m Meiddur en eftirsóttur Friesenheim er nýjasta liðið sem ber viurnar i Markús Mána, sem er meiddur og leikur ekki næstu tvo leiki með Val. Friesenheim hefur áhuga Það er líf og fjör í kringum Vals- manninn Markús Mána Mikaels- son þessa dagana. Fjölmörg erlend félög vilja fá hann í raðir sfnar og svo meiddist hann illa gegn Haukum um helgina. Vinstri olnboginn á honum fór úr lið og er alls óvíst hvenær Markús Máni getur leikið aftur. „Ég fer til læknis á morgun en ég hef góða tilfinningu fyrir því að ég verði fljótur að ná mér enda er mikill dagamunur á meiðslunum," sagði Markús í gær en hann vonast til þess að verða klár í síðasta lagi fyrir úrslitakeppnina. Hann bíður enn eftir því að fjármál Dusseldorf leysist en fyrr getur hann ekki samið við liðið. önnur lið hafa einnig áhuga á stráknum. „Skjern hefur verið í sambandi við mig og nú síðast hringdu forráðamenn Friesenheim í mig en ég sagði þeim að ég vildi ekkert skoða málið alvarlega fyrr en í ljós kemur hvað verður um Dusseldorf," sagði Markús en Friesenheim hefur reynt að fá til sín fjölmarga íslenska leikmenn á síðustu vikum. henry@dv.is Hópurinn hjá handknattleiksliði KA heldur áfram að þynnast Stelmokas samdi við Göppingen Síðasta árið hjá KA Andreus Stelmokas er að leika sitt síðasta timabil með KA þvihann er búinn að semja við þýska félagið Göppingen. Forráðamenn handknattleiks- liðs KA verða að bretta upp ermar á leikmannamarkaðnum í sumar því þriðji lykilleikmaður félagsins er búinn að gera samning við þýskt félagslið. Nú var það Litháinn Andreus Stelmokas en hann skrifaði undir samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Göppingen á sunnudag. Áður höfðu skytturnar Arnór Atlason og Einar Logi Friðjónsson samið við þýsk lið - Arnór við Magdeburg en Einar Logi við Friesenheim. Stelmokas hittir fyrir hjá Göppingen íslenska landsliðs- manninn Jaliesky Garcia Padron. „Eftir fimm farsæl ár á íslandi er gaman að fá nýja áskorun," sagði Stelmokas í spjalli við heimasíðu Göppingen skömmu eftir að hann hafði skrifað undir samninginn. „Það er virkilega gaman að hafa skrifað undir samninginn 14. mars þar sem 14 er uppáhaldstalan mín og númerið sem ég spila í hjá KA. Vonandi get ég verið áfram í treyju númer 14 hjá Göppingen. Svo skemmdi það ekki rnikið fyrir deginum að nýja liðið mitt vann Nordhorn. Þetta er alveg frábær dagur," sagði Andreus en hann notaði ferðina til Þýskalands vel og sá sína nýju félaga leggja Nordhorn að velli í þýsku bundesligunni, 30-29. Göppingen hefur verið í harðri fallbaráttu í allan vetur og verður væntanlega aOt til enda. Liðið er sem stendur í 14. sæti af 18 liðum í deildinni. Þeir eru jafnir Pfullingen að stigum en næstneðsta lið deildarinnar er aðeins tveim stigum á eftir Göppingen þannig að það getur brugðið til beggja vona á lokasprettinum. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.