Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 Fréttir DV Fullar konur sleppa frekar Um 60% fleiri karlkyns námsmenn en -konur á aldrinum 18 til 30 ára segj- ast hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis. Á hinn bóginn segjast 200% fleiri karlar en konur hafa verið teknir fyrir ölvunarakstur. Þetta kemur fram í rann- sókn sem gerð var á akst- urshegðun nær tvö þúsund nemenda í framhaldsskól- um og Háskóla Islands. I skýrslu Hauks Freys Gylfa- sonar, Rannveigar Þóris- dóttur og Marius Peersen segir að rúmlega 25% þátt- takenda höfðu ekið undir áhrifum áfengis einu sinni eða oftar en einungis 4% sögðust hafa verið tekin af lögreglu fyrir ölvunarakst- ur. Karlar voru líklegri en konur til að segjast hafa ekið undir áhrifum áfengis og eykst tíðnin eftir aldri aðspurðra. Næstum helm- ingur karla á aldrinum 20 til 30 ára hefur ekið drukk- inn og þriðjungur kvenna. Fékkflösku í höfuðið Snemma á sunnudags- morguninn fékk stúlka flösku í höfuðið á skemmti- stað í miðborginni. Hún hlaut tvo skurði á enni og var ílutt með sjúkrabíl á slysadeild. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Reykjavík hafði fyrr um nóttina borist tilkynning um meðvitundarlausan mann í kjallaratröppum í miðbænum. Mun hann hafa átt í deilum við aðra menn sem stugguðu hon- um niður tröppurnar. Hann var einnig fluttur á slysa- deild. Þá komu upp tvö mál þar sem um árásir á dyra- verði var að ræða. Aðfar- arnótt laugardagsins voru tveir menn handteknir eftir að hafa ráðist á dyravörð er vísaði þeim frá skemmti- stað í miðborginni. Munu þeir hafa slegið hann í göt- una og síðan sparkaði í hann liggjandi. Fyrr um nóttina hafði annar maður ráðist á dyravörð á sömu slóðum og var hann einnig handtekinn og fékk að gista fangageymslur. Magnús Geir Þórðarson. „Það sem mér liggur nú á I augnablikinu er að gera mig kláran fyrir það að takast á við nýja starfið," segir Magnús Hvað liggur á? Geir Þórðarson, nýráðinn teik- hússtjóri við Leikfétag Akur- eyrar.„Það er margt sem mað- ur þarfað setja sig inn í. Ég þarfað finna húsnæði og skipuleggja lífið upp á nýtt miðað við nýja stöðu. Annars er ég fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni og horfi fram á bjarta daga á Ak- ureyri." Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur og bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn, las ekki ár- lega skýrslu um háskalega vist Sigurgeirs Kristinssonar á trésmiðjulofti. Bæjar- stjóri íhugar að láta lagfæra verkstæðisloftið eða koma Sigurgeiri í annað húsnæði. Búseta Sigurgeirs Kristinssonar á smiðjulofti að Unubakka 3b í Þorlákshöfn hefur um árabil verið á vitorði allra bæjarfulltrúa í Þorlákshöfn um árabil eða allt frá því gerð var heildarúttekt á ástandi húsa í Þorlákshöfn með tilliti til bruna- varna og hugsanlegrar hættu sem íbúarnir kynnu að búa við. Úttektin var gerð í framhaldi hörmu- legs slyss á Þingeyri þar sem ung hjón og barn þeirra fórust. Ein af alvarlegum athugasemdum var aðbúnaður Sigurgeirs á trésmiðjuloftinu. Ár- lega hefur Sigurður Jónsson byggingarfulltrúi skil- að bæjarstjórn skýrslu sinni þar sem vakin hefur verið á því athygli að Sigurgeir haldi til í ósam- þykktu húsnæði þar sem er eldhætta til staðar og hann sjálfur engan veginn í stakk búinn til að verj- ast þeirri ógn, beri hana að höndum. ítrekaðar til- raunir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra til að fá vinnuveitanda Sigurgeirs til þess að ráðast í úr- bætur hafa ekki borið árangur. Meðal bæjarfull- trúa í Þorlákshöfn er séra Baldur Kristjánsson sóknarprestur sem er leiðtogi Framsóknarflokks- ins í minnihluta bæjarstjórnar auk þes's að vera stjórnarmaður í Þroskahjálp á Suðurlandi. Bæjar- stjórn hefur um nokkurra ára skeið lesið og sam- þykkt skýrslu byggingarfulltrúa um þann háska sem Sigurgeir býr við einn á smiðjuloftinu þar sem hann er í raun eldvörn og þjófavörn fyrirtæk- isins án þess að kunna að hringja úr síma. Séra Baldur, sem staddur er í Strassburg í embættiser- indum, sagði í samtali við DV í gær að hann hafi ekki vitað af þeim háska sem sóknarbarn hans býr við fyrr en hann las um málið í DV. Aðspurður um brunaskýrsluna sór hann af sér lestur hennar. „Þú verður að spyrja bæjarstjórann út í þetta mál," sagði séra Baldur. Hann tók fram að hann væri fulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar og hefði verið kjörinn í seinustu kosningum en sagðist nú vera þeirra skoðunar að Sigurgeir yrði að komast í samþykkt húsnæði. „Auðvitað á enginn að búa í húsnæði ^sem stenst ekki brunavarnir,“ segir . Baldur. Niðurlæging DV hefur íjallað ítar- lega um mál þetta að undanförnu og hefur vinnuveit- andi Sigurgeirs, Heimir Guð- mundsson ekki Kanínur drepnar með köldu blóði. Vinnuveitandinn þrætir fyrir drápið og presturinn segir að óknyttaunglingar hafi verið að verki. Úttektin vargerð í framhaldi hörmulegs slyss á Þingeyri þar sem ung hjón og barn þeirra fórust í bruna Sigurgeir Kristinsson Hefur um árabil búið á lofti tré- smiðju þar sem eldvarnir eru í ólagi. Hér er hann í herbergi sinu þaðan sem eina útgönguleiðin er hringstigi. Bæjaryfir- völd leita úrlausna. lagað kjör skjólstæðings síns sem enn býr á smiðjuloftinu. Heimir hefur verið borinn þeim sökum að niðurlægja Sigurgeir með því að byrla honum laxerolíu. Sjálfur þrætir Heimir fyrir að hafa staðið að þeirri iðju en nægar heimildir eru um að Sigurgeir hafi þurft að þola þá meðferð. Þá átti Sigurgeir kanínur sem stóðu honum hjarta næst. Kanfnumar voru drepnar og er Heimi kennt um þann verknað. Hann þrætir einnig fýrir það og séra Baldur sóknarprestur tekur undir með .Heimi í því og lét málið til sín taka á heimasíðu sinni og lýsti „fólskulegri umíjöllun DV“ sem hann taldi einkennast af lygi- „En auðvitað er aldrei allt í himnalagi. Það er aldrei allt í lagi þegar menn búa í ósam- þykktu húsnæði. Það afsakar hins vegar aldrei þessa fólskulegu umfjöllun. íbúðin hans Geira er hins vegar ágætis einstaklingsíbúð, engin svínastía. Og Laufey Ásgeirsdóttir, það þekki ég, passar vel upp á að allt sé í lagi hjá honum, fái vel að borða, þrifi sig o.s.frv..:", segir bæjarfulltrúinn séra Baldur á heimasíðu sinni og vísar til þess að eiginkona Brynjars Heimis hafi þrifíð af Sigurgeiri undanfarin ár. garð. Enginn hefur þó kært hann enn sem komið er þar sem fólk óttast um hefnd. Heimir á að baki sögu sem einkennist af erfiðum mannlegum sam- skiptum. Meðal annars lét hann hendur skipta í samskiptum við Sigurð Jónsson byggingarfulltrúa sem var að sinna sínum eftirlitstörfum á verk- stæðinu. Sigurður kærði það mál ekki á sínum tíma og vill í dag ekkert tjá sig um það mál. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri sagði að þetta atvik hafi gerst fyrir sína tíð. Hann segir að nú sé unnið að því hjá félagsmálayfirvöldum að leysa mál Sig- urgeirs með því að fá hann til að flytja í annað húsnæði en vandinn sé sá að Sigurgeir vilji ekki flytja. Bæjarstjórinn segir að til greina komi að lag- færa verkstæðisloftið með tilliti til eld- varna. Bærinn myndi þá fram- .kvæma það á kostnað húseig- andans. „Annað- hvort gerum við þetta eða það verður fundin önnur leið,“ segir Ólafur Áki. rt@dv.is mmmmm Enn á smiðjulofti Staða Sigurgeirs er enn óbreytt frá því DV sagði frákjörum hans fyrir viku. „Heyrðu, ég hef ekkert við ykkur að tala," sagði Brynj- ar Heimir og sleit símtalinu þegar DV innti hann eftir því hvort hann hefði bætt aðbúnað Sigurgeirs og látið af stríðni í hans garð. Lögreglan á Sel- fossi hefur staðfest að einhverjir íbúar í Þorlákshöfn, sem láta sig velferð Sigurgeirs varða, hafi til- kynnt um hótanir Heimis í þeirra I Sera Baldur Kristjánsson Situr íbæjarstjóri I r\?™!Þvíað vera sálusorgaribæjarbúa. Baldt I hALmt fle'ri bæjarfulltrúum skýrslu um þc sem fsigurgeir býr við á trésmiðjuloftinu Endanlegur kröfulisti í þrotabú fyrrum Útgáfufélags DV liggur nú fyrir Alls gera 642 aðilar kröfu í búið Endanlegur kröfulisti í þrotabú Útgáfufélags DV liggur nú fyrir og nema lýstar kröfur tæpum 1,2 millj- örðum kr. en viðurkenndar kröfur eru þegar rúmlega 22 milljónir kr. Alls eru kröfurnar 642 talsins og munar þar mest um að nær 400 blaðburðarbörn gera kröfu í þrota- búið. Eins og fram hefur komið í nýju og breyttu DV, í eigu nýrra aðila, er öruggt að ekkert náist upp í almenn- ar kröfur, sem eru í kringum 450 milljónir. Veðkröfur eru í kringum 500 milljónir og kröfur um laun og launatengd gjöld eru um 240 millj- ónir. Aðrar kröfur, svo sem kostnað- ur sem til féll eftir gjaldþrot eða kostnaður sem hefur stofnast í greiðslustöðvun er tæplega 30 millj- ónir. Meðal stórra kröfuhafa má nefna Árvakur sem gerir kröfu upp á um 126 milljónir, Búnaðarbankinn gerir kröfu upp á 101 milljón, KB banki gerir kröfu upp á 90 milljónir, Spron er með 50 milljóna kröfu í búið og Lífeyrissjóður verslunarmanna gerir 48 milljóna kröfu. Hið opinbera gerir einnig kröfu í búið en Tollstjórinn gerir 6,2 millj- óna kröíú í búið. Eigi þrotabúið ekki fýrir þeim kröfum eru stjórnarmenn félagsins persónulega ábyrgir. Útgáfufélag DV keypti reksturinn af Frjálsri fjölmiðlun árið 2000. Sam- kvæmt heimildum blaðsins nam kaupverðið svipaðri upphæð og kröfurnar í þrotabúið eru nú, en yfir- teknar skuldir þá eru sagðar hafa verið aðeins 200 milljónir. Sam- kvæmt þessu hafa skuldir aukist um hundruð milljóna á þessum tíma. í nóvember 2003 kom Frétt ehf að blaðinu og gefur nú út DV. Gamla DV Gjaldþrot Útgáfufélagsins með þeim umfangsmeirí i seinni tið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.