Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 18
J 8 ÞRIÐJUDACUR 16. MARS 2004 Sport DV og Grindavík Grindvíkingar náðu að knýja fram oddaleik gegn KR í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Intersport- deildarinnar á sunnudags- kvöldið. Grindavík fór með sigur af hólmi, 108-95, og þurfa liðin því að mætast í þriðja leiknum í kvöld. Grindvíkingar gerðu út um leikinn í fyrsta leikhluta en þeir leiddu með 29 stigum, 42-13, eftir hann. Joshua Murray var stigahæstur hjá KR með 38 stig og tók jafn- framt 11 fráköst og Skarp- héðinn Ingason og Elvin Mims skoruðu 13 stig hvor. Hjá Grindavík var Darrell Lewis (sjá mynd) atkvæða- mestur, skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoð- sendingar. Anthony Jones skoraði 24 stig og tók 15 fráköst og þeir Pétur Guð- mundsson og Jackie Rogers skoruðu 14 stig hvor. Lauflétt hjá Njarðvík Njarðvíkingar eru komn- ir í undanúrslit Intersport- deildarinnar eftir léttan sig- ur, 104-61, á Haukum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum á sunnudag- inn. Yfirburðir Njarðvíkinga voru miklir en liðið vann einvígið samanlagt með 82ja stiga mun. Mike Man- ciel skoraði 21 stig fyrir Hauka og tók 12 fráköst, Kristinn Jónasson skoraði stig og Sævar Haraldsson skoraði 10 stig. Brandon Woudstra (sjá mynd) skor- aði 23 stig fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham og Halldór Karlsson skoruðu 16 stig hvor og Páll Kristins- son skoraði 15 stig og tók 10 fráköst. Njarðvík mætir Snæfelli í undanúrslitum. Þrjótarnir þrír spila í kvöld Leicester-þrjótamir þrír Keith Gillespie, Paul Dickov og Frank Sinclair mættu á sína fyrstu æfingu hjá Leicester í gær eftir heim- komuna frá Spáni. Mikill Qöldi fjölmiðlamanna beið þeirra á æfmgasvæði Leic- ester en þeir gáfu ekki færi á viðtölum. Þremenningarnir munu að öllum líkindum spila með varaliði Leicester í kvöld gegn Southampton. Kólumbíski framherjinn Juan Pablo Angel hefur heldur betur verið iðinn við kolann hjá Aston Villa í vetur en hann hefur skorað 20 mörk það sem af er þessu timabili. Samingur hans rennur út eftir rúmlega ár en Angel hefur gefið það í skyn að árangur liðsins muni segja til um hvort hann verði áfram hjá félaginu. Angel áfram eí Villa nser Evrópusæti Kólumbíski framherjinn Juan Pablo Angel á eftir fimmtán mánuði af samningi sínum við Aston Villa. Hann hefur verið sjóðandi heitur í vetur og vilja forráðamenn félagsins gera langan samning við kappann. Angel vill hins vegar bíða og sjá hvort Aston Villa komist í Evrópukeppni á næsta tímabili enda hefur það verið draumur hans að spila við bestu lið Evrópu allt frá því að hann kom til félagsins. David O’Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, hefur sagt stuðnings- mönnum félagsins að sofa rólega því að þrátt fyrir að Angel eigi aðeins fimmtán mánuði eftir af samningi sínum geti Aston Villa framlengt samninginn um eitt ár burtséð frá óskum Angels sjálfs. Vill 20 mörk frá honum „Það er engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu. Hann á enn rúmlega eitt ár eftir af samningi sínum og síðan eigum við mögu- leika á að framlengja samninginn um eitt ár í viðbót. I dag er ég bara ánægður fyrir hönd Angels með A/IÖRK ANGELS í VETUR Juan Pablo Angel hefur skorað 20 mörk fyrir Aston Villa í öllum keppnum f vetur: Úrvalsdeildin 30.08.03 Leicester 2 14.09.03 Man.City 1 05.10.03 Bolton 1 14.12.03 Wolves 2 20.12.03 Blackburn 1 28.12.03 Fulham 1 ' 06.01.04 Portsmouth 1 07.02.04 Leeds 1 11.02.04 Fulham 1 14.03.04 Wolves 2 Samtals 13 Deildarbikarinn 23.09.03 Wycombe 3 03.12.03 Crystal Palace 1 17.12.03 Chelsea 1 21.01.04 Bolton 2 Samtals 7 mörkin sem hann skoraði gegn Wolves og mér fannst seinna markið sem hann skoraði vera frábærlega vel gert. Það hvernig hann tók boltann með sér og afgreiddi hann í netið var glæsilegt. Nú vil ég að hann skori tuttugu mörk í deildinni og ef mið er tekið af spilamennsku okkar á undanförnu er það vel mögulegt. Við spilum sóknarknattspyrnu og það er alltaf gott að hafa einhvern sem skorar reglulega," sagði O’Leary en Angel hefur skorað þrettán mörk í úrvalsdeildinni það sem af er tímabilinu. Dreymir um Meistaradeildina Angel sjálfur hefúr lítið viljað gefa út um hvað framtíðin ber í skauti sér en hefur þó gefið sterklega í skyn að árangur liðsins muni koma til með að skipta verulegu máli þegar að því kemur að.skrifa undir nýjan samning. „Það mun hafa áhrif á ákvörðun mína hvar liðið endar í vor og hvort við komumst í Evrópukeppnina. Helst af öllu vildi ég komast í Meistaradeildina því að þá verður auðveldara að fá toppleikmenn til liðsins. Ef lið er í sextánda sæti deildarinnar er það ekki spennandi kostur fyrir neinn en eins og við höfum spilað að undanförnu er Aston Villa orðið spennandi kostur fyrir góða leikmenn. Við viljum fá toppleikmenn hingað og það hlýtur að vera draumur allra leikmanna að spila í Meistaradeildinni. Ég hef stefnt að því að spila gegn bestu leikmönnum heims og það geri ég bara í Meistaradeildinni. Vonandi næst það markmið með Aston Villa." Qskar@0v.is Enginn veit sína ævina... Kólumbiumaðurinn Juan Pablo Angel hefur ekki ákveðið enn hvort framtíð hans liggi hjá Aston Villa eða einhverju öðru liði. Reuters Breytingar á högum íslensku landsliðsstúlknanna hjá danska liðinu TVIS Holstebro Inga Fríða á leiðinni heim Landsliðskonan Inga Fríða Tryggvadóttir, sem leikið hefur með danska handknattleiksliðinu TVIS Holstebro í vetur, er á leiðinni heim eftir eins árs dvöl í Danmörku. Hún skrifaði undir eins árs samning við félagið síðasta sumar og sagði í samtali við DV Sport í gær að hún myndi ekki framlengja samninginn af persónulegum ástæðum. „Sonur minn fór heim í október auk þess sem ég fékk gott vinnu- tilboð á íslandi. Það var eiginlega ekki hægt að hafna þessu boði þannig að ég klára tímabilið hér og fer síðan heim,“ sagði Inga Fríða. Hún sagðist aðspurð ekki hafa gert það upp við sig hvort hún myndi spila á íslandi á næsta tímabili en það kæmi í ljós. „Ég ætla að einbeita mér að komandi verkefnum með íslenska landsliðinu í maí og hugsa ekki lengra en það.“ Skemmtilegt ævintýri Inga Fríða sagði að tíminn í Danmörku hefði verið skemmti- legur og lærdómsríkur. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ævintýri sem ég sé ekki eftir." Inga Fríða hefur skorað 38 mörk með TVIS Holstebro í vetur í næstefstu deild en liðið er í öðru sæti deildarinnar. Allt bendir til þess að þær Hrafnhildur Skúladóttir, Helga Torfadóttir og Kristín Guðmunds- dóttir verði áfram hjá félaginu en Hanna G. Stefánsdóttir á í viðræð- um við félagið um nýjan samning. Á leið heim Inga Fríða Tryggvadóttir er á leiðinni heim frá Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.