Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 Fréttir DV Hassiðí skýjunum Verðlag á hassi á íslandi er komið í hæstu hæðir. Gangverð á al- mennum markaði er um þessar mundir 3.000 krónur fyrir gram- mið, samkvæmt mælingum SÁÁ, sem aftur fær upplýsingar hjá þeim neytendum sem koma til meðferðar. Mikil hækkun á hassi er rakin til mikillar eftirspurnar í „eldri aldurshópum" og skorts á efninu á markaðinum. Baldvin enn fastur Fjölveiðiskip Samherja, Baldvin Þorsteinsson, ligg- ur enn í Skarðsfjöru eftir að mistókst að draga það á flot í fyrrinótt. Hefur skipið snúist þannig að stefnið liggur að landi sem gerir björgunaraðgerðir erfiðari en ella. Slitnaði á milli norska dráttarskipsins og Baldvins þegar festingar gáfu sig við mun minna átak en þær áttu að þola. Veður er með besta móti á svæðinu en ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvenær reynt verður aftur. Eru kosninga- úrslitin í Rússlandi áreiðanleg? Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar „Ég efast um að nokkuð sé óeðlilegt við kosningaúrslitin í Rússlandi en kosningabarátt- an sýnir að lýðræðið þar stendur veikum fótum. Hins- vegar finnst mér kosningaúr- slitin á Spáni mun merkilegri tíðindi. Þar fellur hægri stjórn sem setið hefurí langan tíma. Þeir falla á stuðningi sínum við hernaðarbrölt Bandaríkja- manna í Irak og því að þeir virðast ekki hafa sagt þjóð sinni sannleikann um hverjir stóðu að baki hryðjuverkun- um í Madríd." Hann segir / Hún segir „Ég held ekki. Mér sýnist að þessi niðurstaða fyrir Putin sé alveg eins og gekk og gerðist í Sovétríkjunum á sínum tima þegar kaþpar eins og Bresnev voru upp á sitt besta. Og það þýðir víst ekkert fyrir almenn- ing í þessu landi að mótmæla stefnu stjórnvalda. Því miður." Nanna Guðbergsdóttir Eigandi Kaffi Roma Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér sem forseti þriðja kjörtímabilið. Hann ætl- ar að taka meiri þátt í umræðu um framtíð þjóðarinnar, greiða íslendingum leið í útlöndum, styrkja hvers kyns starfsemi á íslandi og nýta samskipti við útlenda ráða- menn. Hann segist ekki hætta sem forseti í hvert sinn sem hann stígi upp í flugvél. Forsetinn ætlar að svara tvrir sig Ólafur Ragnar Grímsson Hefur nokkrum sinnum hugleitt að neita að skrifa undir lög og visa til þjóðar■ atkvæðagreiðsiu. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér sem forseti íslands næstu fjögur árin. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. Hann ætlaði að tilkynna um framboðið upp úr síðustu mánaðamótum en hefur verið með flensu síðustu tvær vikurnar. Ólafur varði þá ákvörðun að hafa ekki tilkynnt um framboð enn fyrr. „Mér fannst ekki við hæfi og óeðlilegt og nánast þving- unaraðgerð gagnvart þjóðinni ef ég hefði með löngum fyrirvara tilkynnt þá ákvörðun," sagði Ólafur Ragnar og útskýrði að hann hefði með því stillt þjóðinni upp við vegg. í staðinn hefði hann viljað gefa öðrum tækifæri að íhuga framboð. Ekki hefðarembætti Hann segir forsetaembættið eitt mikilvægasta tæki sem íslendingar eigi til þess að treysta stöðu sína í veröldinni og misskilning að embættið sé valdalaust. Hann ætlar að nýta tækifæri forseta- kosninga til að ræða hlutverk forsetaembættisins. „Forsetaembætúð er ekki hefðarembætti, það er lýðræðisleg staða sem fólkið velur,“ segir hann. Embættið krefjist ekki dýrkunar. „Við emm ekki með tignarembætti eða konung eða embætti sem krefst ákveðinnar dýrkunar heldur fulltrúa sem fólk- ið í landinu velur." Hann segir embættið hafa sér- stöðu sem hið eina sem þjóðin velji beint og milli- liðalaust og allir íslendingar hafi jafnan kosninga- rétt. Ólafur segir koma úl greina að styrkja stöðu for- setaembættisins og að það geti nýst þjóðinni vel. Hann hefur hugleitt það í nokkur skipti að beita málskotsréttinum um að neita að skrifa undir lög og vísa málum til þjóðarinnar en ekki þótt grundvöllur til þess. Betur í stakk búinn en síðast „Ég held að ég sé á margan hátt betur í stakk búinn nú til þess að gegna þessum verkefn um en ég var kannski í upphafi þegar ég var kosinn forseti Islands," segir Ólafur. Æði mörg verkefni séu fram undan sem hann hafi ekki getað sinnt á síðustu átta ámm. Ólafur Ragnar seg- ist munu starfa í sama anda og hann hefur gert en leggur áherslu á fjögur atriði. Það fyrsta Við erum ekki með tignar- embætti eða konung eða embætti sem krefst ákveðinn- ar dýrkunar heldur fulltrúa sem fólkið í landinu velur. er að forsetinn tali við þjóðina um verkefni sem þjóðin þurfi að sinna. „Það er kannski kominn sá tími í okkar lýðræðissamfélagi að forsetinn sé virkari þátttakandi í almennum umræðum um framtíð þjóðarinnar, um mikilvægustu málefni sem íslendingar glíma við,“ segir Ólafur en tekur fram að hann æúi sér ekki að taka þátt í því á flokkspólitískan hátt. í öðm lagi leggur Ólafur áherslu á að , styrkja hvers kyns starfsemi á . * ” fslandi og í þriðja lagi vill ' hann greiða íslendingum leið í heiminum, opna dyr og leggja fólki lið í menn- ingu, vísindum og viðskipt- um. í fjórða lagi vill hann efla tengsl við forystumenn annarra ríkja. Takmörk hvað er hægt að segja mikla vitleysu „Það var sú hefð í embættinu að forsetinn héldi sig til hlés, svaraði ekki gagnrýni sem að honum var beint og tæki því bara þegjandi þegar menn vom að hnýta í hann, kannski eini maðurinn í landinu sem menn gátu hamast í án þess að þeim yrði svarað," segir Ólafur og efast um að slflct fyrirkomulag sé heppilegt. „Mér finnst óeðlilegt að það sé í gangi í þjóðfélaginu láúaust einhver nei- kvæð umræða og gagnrýni og einhverjir ákveðnir einstaklingar séu komnir með skoúeyfi á forsetaemb- ættið og hann svari aldrei fynr sig. Ég hef kosið hing- að til að svara ekki gagnrýni en það em kannski tak- mörk fyrir því hvað menn geta sagt mikla viúeysu um forsetaembættið án þess að maður svari fyrir sig.“ Líka forseti í útlöndum Hann hefur sagt sitt síðasta orð um deilur sín- ar við Davíð Oddsson og Halldór Blöndal í kring- um heimastjórarafmælið en vill ræða fræðilega um hlutverk forsetaembættisins. Hann vill far- sælt samstarf við handhafa forsetavalds. Ólafur segir það ekki ganga upp sem hald- ið hefur verið fram að hann hætti að vera forseti um leið og hann stígi upp í flugvél. „Ég hef átt viðræður við forseta Banda- ríkjanna og forseta Rússlands á ferðum erlendis, er ég þá ekki forseti íslands? spurði Ólafur. „Em einhverjir aðrir for- setar íslands á meðan? Eru þeir forsetar íslands á íslandi og ég bara í úúöndum? spurði hann. Það er margt í þessu sem menn þurfa að huga að.“ kgb@dv.is DV-mynd GVA Ræðismaður í Houston þungorður í garð stjórnvalda 1 Texas vegna Arons Pálma Vanvirðing í garð Islendinga „Ég get ekki kallað það en vanvirðingu að svara el í þrjú ár,“ segir Ólafur Á geirsson, ræðismaður fsl Texas, en hann hefur í sjö , ár unnið í málum Arons Pálma Ágústssonar. Aron t dæmdur í 10 ára fangelsi brot sem hann framdi 11 á enn, rúmlega tvítugur, í t elsi á ströngustu skilmálui sem refsikerfið í Texas býður upp á. „Texas hefur verið afskaplega nei- kvætt frá upphafi. Dómurinn var afar harður og Aron er búinn að af- plána óvenju stóran hluta dómsins," segir Ólafur. Hann segir að upphaf- lega hafi bréf verið sent til Texas í nóvember árið 2000, á sama tíma og verið var að telja og endurtelja at- kvæðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum - kosningunum sem síðar skiluðu George Bush ríkis- í forsetastól í Hvíta 5 var ýtt á eftir mál- íu en án árangurs. ivar barst ekki fyrr sn fyrir þremur mánuðum. Föðurafi Arons jagnrýndi Braga ibrandsson, for- ann Barnaverndar- DV í gær fyrir að leggja til eftir utanför fyrir sjö árum að láta ekki reyna á kröfu um fram- sal fyrr en að nokkrum mánuðum eða misserum liðnum. Ólafur Ás- geirsson ræðismaður segir þetta hafa verið rétt mat. „Ég var fyllilega sammála Braga. Við vorum þeirrar skoðunar eftir að hafa yfirfarið mál- ið að sennilega bæri það engan ár- angur að kefjast framsals strax." Ólafur er ekki viss um að það tak- ist að hreyfa málinu að nýju en Hall- Aron Pálmi Fékk ekki svar við erindi sinu hjá Bush og eftirmanni hans i þrjú ár. Ræðismaður Islands ÍTexas segirþetta vanvirðingu við islensk stjórnvöld. dór Ásgrímsson, utanrfldsráðherra lýsti yfir á þingi í síðustu viku að hann ætlaði að fara fram á að Aron fengi að flytjast til íslands af mann- úðarástæðum. „Það er lítil von ef viðmótið breytist ekki. Venjulegar leiðir hafa brugðist," segir Ólafur, sem er ekki viss um að hægt sé að þrýsta á Texasbúann Bush í Hvíta húsinu, „ég veit ekki hvort þetta mál er af þeirri stærðargráðu að forset- inn yrði þátttakandi í því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.