Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 3 Guiliani og bótaþegarnir I Það er vel kunn staðreynd að vel- ferðarkerfið okkar heldur áfram að þenjast út hröðum skrefum og verða sífellt fjárfrekara. Þannig hafa til dæmis útgjöld til Félagsþjónust- unnar í Reykjavík aukist úr 2,6 millj- örðum á árinu 1992 í rúmlega 5 milljarða árið 2004. Það má öllum vera ljóst að aukning í líkingu við þetta getur ekki gengið til lengdar. Þróun sem þessi getur ekki endað nema á einn veg, þ.e. að þjónustan verði skert. Líklegt má telja að slíkt myndi koma harðast niður á þeim sem síst skildi og mest þurfa á þjón- ustunni að halda. I ljósi þessa er eðlilegt að staldra við og spyrja sig hvort við gætum verið að gera hlutina eitthvað öðru- vísi og nýta fjármuni sem varið er til íjárhagsaðstoðarbetur. Þar sem það er alger óþarfi að finna hjólið upp aftur er ekki úr vegi að líta til ann- arra landa þar sem vel hefur tekist upp í þessum málaflokki. í bókinni Leadership eftir Rudolph W. Giuli- ani fyrrverandi borgarstjóra í New York sem kom út árið 2002 er einmitt að finna frásögn af því hvernig mönnum þar í borg tókst eiginlega hið ómögulega, að ger- breyta landslaginu hvað varðar fé- lagslega aðstoð í NewYork. Ótrúlegur árangur Forsaga máisins er sú að þegar Giuliani tók til starfa sem borgar- stjóri árið 1994 voru 1.112.490 ein- staklingar eða u.þ.b. einn af hverj- um sjö íbúum New York borgar sem þáðu opinbera aðstoð í einu eða öðru formi. Guiliani og sam- starfsmenn hans tóku til við að skoða hvernig breyta mætti kerf- inu til hins betra og jafnframt hugsanahætti borgarbúa og þeirra sem höfðu fram að því fengið ávís- anir inn um lúguna hjá sér mánað- arlega án þess að þurfa að leggja nokkuð af mörkum. Úr varð sam- starf við fyrirtæki í einkaeigu, America Works, sem fékk umbun fyrir að finna einstaklingum sem þáðu fjárhagsaðstoð vinnu sem TinnaTraustadóttir fjallar um fjárhagsaðstoð hins opinbera 497.113 manns þegar Giuliani lét af störfum sem borgarstjóri í New York. Kjallari þeir tolldu í a.m.k. sex mánuði. Þeim sem ekki tókst að finna vinnu eða höfðu ekki áhuga á því var smám saman gert að inna af hendi hin ýmsu störf á vegum borgarinnar svo sem að sjá um að almenningsgarðar væru snyrtileg- ir og svara í síma í stofnunum á vegum borgarinnar. Vinnuskyldan var styttri en venjuleg vinnuvika eða um tuttugu kiukkustundir á viku. Árangurinn af þessu breytta fyrirkomulagi lét ekki á sér standa því fjöldi þeirra sem fékk opinbera aðstoð hafði fækkað um meira en 600.000 manns eða farið niður í Ótvíræðir kostir Kostirnir samfara þessu kerfi eru að mínu mat ótvíræðir og mætti taka upp að einhverju leyti hér í Reykjavflc sem og annars staðar. Þeir sem á þurfa að halda fá þá fjár- hagsaðstoð, halda reisn sinni með því að leggja sitt af mörkum til sam- félagsins og hafa eitthvað fyrir stafni. Skattgreiðendur hafa ekki á tilfmningunni að verið sé að fleygja peningunum þeirra út um gluggann og borgin og þeir sem sækja hana heim njóta góðs af. Síðast en ekki síst er ekki um annað að ræða fyrir þá svörtu sauði sem þiggja fjárhags- aðstoð og vinna svart, nenna alls ekki að vinna eða vilja nýta sér kerf- ið með öðrum hætti að leggja eitt- hvað af mörkum ella finna sér Rudolf Guiliani fyrrverandi borgarstjóri New York Iborgarstjóratíð hans tókst honum að fækka þeim sem þáðu opinbera aðstoð úr 1,1 milljón niður i t'æp 500 þúsund. Grunn umræða Guðmundur Gimnarsson for- maður RaSðnaðarsambandsins skrifar. Ósköp er hún oft grunn um- ræðan í spjallþáttunum. Eg veit það Lesendur ekki hvort það sé rétt hjá mér, en mér fínnst þetta hafi versnað um all- an helming. í þættina mætir sama fólkið aftur og aftur, ekki bara í Silfrið heldur einnig hina þættina. Þetta fólk hefur skoðanir á öllu og hikar ekki við að fullyrða að það hafi til að bera nægilega þekkingu. Nær undantekningalaust snýst umræðan ekki um aðalatriðin, heldur um ein- hver atriði sem skipta engu. Oftar en ekki fer umræðan út í vangaveltur um einhverja einstaklinga og snýst þá um hverra manna hann er og hann hafi nú einhvern tíma gert eitt- hvað. Oftast eru gestir þátttanna einstaklingar sem standa að ein- hverjum vefritum. Umræðan um stöðu kjarasamn- inga í Silfrinu á laugardagskvöldið lýsir vel hvernig fyrir er komið hjá þessum þáttum. Þar var fullyrt að kjarasamningar væru afstaðnir og til þess að leggja áherslu á hversu mikla þekkingu viðkomandi hefði nú á þessum málum þá hafði hann Guðmundur Gunnarsson Rafiðnaðar- sambandinu. einhvern tíma fyrir margt löngu ver- ið í samninganefnd. Kom það mál- inu eitthvað við? Það er einungis búið að semja fyrir hluta félágs- manna Starfsgreinasambandsins. Það er eftir að sernja fyrir liðlega 4.000 félagsmenn STGR sem vinna hjá rfldnu og sveitarfélögunum og STGR á einnig eftir að semja fyrir all- ar verksmiðjurnar. Öll hin sam- böndin eiga eftir að semja, ekki bara ASI samböndin heldur öll hin lflca. Það er lfldega búið að semja fyrir um 15 - 20% af launamönnum og það er ekki einu sinni búið að greiða at- kvæði um þá samninga. Það er ákaflega einkennilegt af hverju stór atriði eins og staða opin- bera lífeyriskerfisins og misréttið sem launamenn búa við skuli ekki draga inn á þetta borð. Hvar í ver- öldinni myndi það viðgangast til lengdar að almenningi er gert að búa við algjörlega sjálfbært lífeyris- kerfi og þurfa að búa við skerðingu réttinda sakir þess að þeirra kerfi á ekki fyrir skuldbindingum. Á meðan opinberir embættismenn semja við sjálfa sig um kerfi þar sem ávöxtun skiptir engu máli og þaðan af síður hvort kerfið eigi fyrir skuldbinding- um, ofan á allt þá er kerfið tengt við launakerfi framtíðarinnar. Mismun- urinn er einfaldlega sóttur í rflds- sjóð. Ef haft er orð á þessu situr við- komandi undir ólundarlegum að- dróttunum. Það er harla einkenni- legt að ekki skuli íjallað um hið ótrú- lega svar framkvæmdastjóra Lífeyr- issjóðs starfsmanna rfldsins sem birtist í Mogganum í síðustu viku. Það svar er eins og hjá unglingi sem fær ábendingar um atferli sem ekki er í lagi „Æi, gasalega ertu leiðinleg- ur, ég nenni ekki að tala um þetta". Þetta er það eina sem stendur í svari framkvæmdastjórans og það eru rök sem virðast ganga og passa vel hinum blaðrandi besservissum sem oftar en ekki eiga drjúgan þátt í að drepa niður umræðu um þörf mál. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Spurning dagsins Hver er heppilegastur til að skrifa um Steingrím? Prófessorar eða blaðamenn „Mér skilst að ekki sé leitað endi- lega tilþeirra sem hafa skrifað heilu bækurnar um viðfangsefni' sitt. f þessu tilfelli myndi ég halda að annað hvort einhver afprófess- orunum í stjórnmálafræðinni uppi í Háskóla ættu að skrifaþennan þátt bókarinnar eða einhver af okkar bestu blaðamönnum og ég nefni Jónas Kristjánsson til sög- unnar." Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður „Nú veit ég ekki. Ég þekki ekki svo mikið þessa rithöf- unda okkar hér á landi. Treysti mér ekki til að dæma um það hver er heppi- legastur. Raunverulega rétta frásögn. Maðurinn er örugglega til, sem getur gert þetta. En enginn sem kemur uppí kollinn á mér á þessari stundu." Hallbjörn Hjartarson söngvari „Ég hefenga skoðuná þessu. Ekki neina. Hringdu í einhvern ann- an. Ég var bara putti þegar Steingrímur var og hét. Annars líst mér vel á þessa útgáfu og þetta framtak." Rúnar Freyr Gíslason leikari „Steingrímur og Úmar Ragnarsson eru mjög góðir vinir. Ómar þekkirStein- grím vei, hefur ferðast með honumum fjöll og firnindi og fór með honum á fundi hingað og þangað um allt land eftir því sem ég best veit, þegar hann var forsætisráð- herra. Ómar er ákjósanlegur kostur, ftnn penni og reyndur á þessu sviði." Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður „Annar hvor ritstjóri DV, III- ugiJökuisson eða Mikael Torfason. Þeir hafa getið sér orð fyrir gam- ansemi í skrif- um, þó stund- um hafi hún verið óvitjandi. Eru þeir verðugir arftakar Spaugstof- unnar þar sem Steingrímur var vinsælt viðfangsefni." Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson Um þessar mundir er verið að ráða ritfæra menn til að skrifa kafla í Forsætisráð- herrabókina sem Davíð Oddsson og forsætisráðuneytið hyggjast gefa út undir ritstjórn Ólafs Teits Guðnasonar. Enn er ekki búið að finna neinn til að skrifa um Steingrím Hermannsson. www.markid.is • Sfmi: 553 5320 • Ármúla 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.