Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004
Fréttir DV
96 ára kona
selur kókaín
Lögreglan í Norður Kar-
ólínufylki hefur handtekið
96 ára gamla konu
fyrir sölu og vörslu
kókaíns. Efnið faldi
hún í hjólastólnum
sínum. Konan sem
heitir því fræga nafn,
Julia Roberts, sagðist
ekki hafa hugmynd um
hvernig dópið komst í
hjólastólinn. Lögreglustjór-
inn, Bobby Steen, er hins
vegar viss um sekt gömlu
konunnar. Hann segir að
Julia og sonur hennar hafi
skipt á dópinu og stolnum
skartgripum. Jafnframt seg-
ir hann konuna hafa áður
gabbað lögregluna með að
fela dóp í gervifæti. Réttar-
höldin hefjast í lok mánað-
arins.
Styrkja ímynd
heilsubæjar
Bæjarstjórn Hveragerðis
ætlar að styrkja ímynd
sveitarfélagsins
sem heilsubæj-
ar. Heilsutengd
starfsemi er
sögð hafa verið
einn horn-
steina Hveragerðis allar
götur frá því að bærinn tók
að byggjast. Bæjarstjórn
segir að ýmsir ráðgjafar hafi
unnið úttektir og skýrslur
fyrir bæinn með það í huga
að festa þessa ímynd í
sessi: „Undanfarin ár hafa
önnur sveitarfélög sett það
á stefnuskrá sína að gerast
heilsubæir. Samkeppnin
um þessa ímynd sem verið
hefur sérstaða Hveragerðis
fer því harðnandi og mikil-
vægara en nokkru sinni að
halda áfram með markviss-
um hætti á þeirri braut sem
mörkuð hefur verið nú þeg-
ar í bæjarfélaginu," segir
samhljóða bæjarstjórn.
Hafstein
á Akureyri
Enn er verið að gera 100
ára heimastjórnarafmælinu
skil. Á fimmtudag
opnar í Amtsbóka-
safninu á Akureyri
sýningu á munum
og skjölum sem
tengjast Hannesi
Hafstein og heima-
stjórnarárunum í
Eyjafirði. Heima-
maðurinn Halldór Blöndal,
forseti Alþingis, opnar sýn-
inguna. Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur sem er að
rita bók um Hannes Haf-
stein flytur erindi og svarar
fyrirspurnum gesta.
Guðrún Backmann.
Ég hefþað ofsalega gott og ég
er glöð í hjarta í dag/'segir
Guðrún Backmann kynninga-
stjóri Háskóla Islands. Hún
segir mikla vinnu liggja að
Hvernig hefur þú það?
baki kynningar eins og Há-
skólinn stóð fyrir um helgina.
„Ég er mjög ánægð með út-
komuna og til okkar kom svip-
aður fjöldi og við áttum von á
en það verður að segjast eins
og er að endaspretturinn var
snarpur,* segir Guðrún lukku-
leg í sólinni sem nú skín á
landsmenn.
Friðrik Friðriksson er yfirmaður aðgerða bandarískra
landgönguliða á Haiti. Hann er 37 ára sonur íslensku
hjónanna Jónasar Friðrikssonar og Valgerðar Gunnars-
dóttur. í 14 ár sótti hann um að starfa á herstöðinni í
Keflavík en nú er sá draumur úti.
„Ég er mjög hreykinn af því að vera íslendingur.
Mér finnst að ég hafi fengið sem slíkur einurð og
seiglu í arf, sem hefur nýst mér ótal oft vel við erfið-
ar kringumstæður. En líka finnst mér að íslenski
uppruninn hafi gefið mér góðan skammt af þeirri
alúð og jákvæðu náttúru sem einkennir þjóðina og
sem hefur líka reynst mér vel í mörgum tilfellum. Og
það reynir vissulega á slíkt, því það er erfitt að ganga
70 til 80 kílómetra með 50 kíló af herdóti á bakinu,
en hafa samt orku og vilja til að gefa svöngu fólki
mat." Segir Friðrik Friðriksson höfuðsmaður
(major) í þriðju liðssveit áttundu herdeildar land-
gönguliða í bandaríska hernum, en hann og hans
liðssveit stigu fyrstir bandarískra hermanna á land í
Haiti vegna uppreisnarinnar þar á dögunum. Frið-
rik er yfirmaður aðgerða sveitarinnar og sem slíkur
ábyrgur fyrir allri skipulagningu og framkvæmd að-
gerða.
Friðrik, eða Fridrik Fridriksson, er sonur hjón-
anna Jónasar Friðrikssonar og Valgerðar Gunnars-
dóttur og er fæddur og uppalinn vestra. Hann hefur
þjónað í bandaríska hernum um árabil og notið vel-
gengni; var nýlega hækkaður í tign úr captain í
major. f samtali við DV segir hann að verkefni
liðssveitarinnar á Haiti séu erfið en árangur sé að
nást. „Hlutverk okkar hér á Haiti er að stuðla að
stöðugleika og undirbúa að ný ríkisstjórn geti tekið
við völdum. Það eru ýmsir hér sem fyrirfram vilja að
slíkri ríkisstjórn mistakist og vilja hagnýta sér stjórn-
leysið. Þegar við komum hingað fyrst var fólk hrætt
við að fara út á götu því það óttaðist rán og morð. Al-
mennir íbúar Haiti hafa tekið okkur landgöngulið-
unum mjög vel, það er hvartvetna að veifa og brosa
til okkar. Það er hins vegar nokkuð stór hópur
glæpamanna á kreiki, sem vill ekki nærvem okkar.
Þessir hópar hafa tök á mörgum með því að ógna."
Skotið á okkur úr launsátri
Friðrik segir fólk á Haiti vilja það sama og annað
fólk. „Fæði og húsaskjól fyrir fjölskyldur sínar og
sjálft sig og upplifa batnandi hag í þágu barna sinna.
Ástandið hér hefur lagast mjög mikið frá því eftir
uppreisnina, en þó valsa þessir afbrotamenn um og
reyna að nýta sér stjórnleysið sem mest. Þessir menn
vaida usla og standa fyrir ofbeldi, en em samt hug-
lausir, því þeir þora ekki í okkur, heidur leynast í
skuggum og skjóta úr launsátri. Það er ofbeldi í gangi
gegn fólki sem var hliðhollt Aristide, en mikið af því
fólki er þó farið. Við emm hér til að vernda allt fólk,
sama hvaða skoðun það hefur eða hvar það er statt.
í samtali við DV segir hann að
verkefni liðssveitarinnar á
Haiti séu erfið en árangur sé
aðnást. Þegar við komum
hingað fyrst var fólk hrætt við
að fara út á götu þvíþað ótt-
aðist rán og morð. Almennir
íbúar Haiti hafa tekið okkur
landgönguliðunum mjög vel.
Við viljum að Haiti-búar nái að koma á ný upp rétt-
arkerfi og geti þá gefið út ákæmr, ef vilji er fyrir því,
enda næst réttlætið með þeim hætti frekar en í gegn-
um byssuhlaupið."
Hafa menn Friðriks orðið fyrir skothríð? „Land-
gönguliðarnir hér eru vel meðvitaðir um að þeir geta
orðið skotmark hvenær sem er. Það hefur nokkrum
sinnum verið skotið að okkur, en sem betur fer hef-
ur enginn landgönguliði orðið fyrir kúlu. Við höfum
hins vegar orðið að skjóta nokkra afbrotamenn,"
segir Friðrik en viðtalið var tekið nú á dögunum og
ekki hefur náðst í Friðrik eftir að bandarískur
langönguliði særðist í skotárás á sunnudag.
Friðrik segir að ekki sé litið á Guy Phillipe upp-
reisnarforingja sem lögmætan leiðtoga og raunar
finnist mörgum hann vera enn einn hrottinn. „Fólk-
ið á Haiti viíl fá leíðtoga sem hjálpar því. Mér sýnist
Verðandi forsætisráðherra Spánar stendur
við kosningaloforð Sósíalista
Spænskir hermenn
kallaðir heim í sumar
Verðandi forsætisráðherra Spán-
ar, Jose Luiz Rodriguez Zapatero,
ætlar að standa við kosningaloforð
Sósíalistaflokksins og kalla spænska
herliðið heim. Zapatero tilkynnti
þetta í gær og sagðist miða við að
herliðið yrði kallað heim 30. júní nk. -
verði engar breytingar í Irak. Þann
dag ætla Bandaríkjamenn að af-
henda stjórn landsins frökum. Um
1300 spænskir hermenn eru við störf
í írak.
Sósíalistaflokkurinn vann stórsig-
ur í kosningunum á Spáni sem fram
fóru á sunnudag. Flokkurinn hlaut
um 43% atkvæða og 164 þingsæti.
Þjóðarflokkurinn, sem hefur verið við
völd í átta ár, tapaði miklu fylgi, hlaut
38% fýlgi og 148 þingsæti. Sósíalista-
flokkinn vantar tólf þingsæti til að ná
meirihluta og verður því að mynda
stjórn með smáflokki.
Zapatero sagði það forgangsverk-
efni nýrrar stjórnar að berjast gegn
hryðjuverkum í veröldinni. „Stríðið
var skelfilegt, hernámið hefur verið
Sigurvegari Jose Luiz Rodriguez Zapatero verður næsti forsætisráðherra Spánar. Flokkur
hans, Sósialistaflokkurinn, vann góðan sigur á sunnudag - þvert á skoðanakannanir frá þvi í
síðustu viku.
skelfilegt og það eina sem hefur gerst
er að ofbeldi hefur aukist," sagði
Zapatero í viðtali við spænska út-
varpsstöð í gær.
Spánverjar hafa alla tíð verið mjög
mótfallnir stríðinu í írak en þrátt fyr-
ir það ákvað fyrri ríkisstjórn að verða
ein hinna „staðföstu þjóða" sem
studdu innrásina. Spænska dagblað-
ið, E1 Mundo, segir þátttöku landsins
í stríðinu og hvernig stjómvöld
reyndu að gera lítið úr tengslum al
Kaída í sambandi við hryðjuverkin í
Madríd í síðustu viku hafi orðið til
þess að Þjóðaflokkurinn tapaði kosn-
ingunum.