Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS2004 29 Vesturport sýnir nú leikritið Brim eftir Jón Atla Jónasson sem sendir nú frá sér hvert leikverkið af öðru. Páll Baldvin fór á sýninguna, fannst leikritið skemmti- legt, leikstjórinn þroskaður og leikararnir leika vel. Leikhús Það eru komnar einhverjar vikur síðan Vesturport frumsýndi Brim í Vestmannaeyjum f hráu smiðjuhús- næði. Síðan hafa þau sýnt á ísafirði og nú liðna viku í Hafnarfjarðar-leikhúsinu sem hentar illa undir sýninguna eins og flestar leiksýningaryfirleitt. f Hafnarfirði var boðið upp á lélegar sjónlínur af pöll- um hlöðnum úr brettapallettum sem eru ónýtar og hættulegar sem áhorf- endapallar nema þær séu klæddar. Undarleg afstaða gagnvart gestum sem borga sig inn á sýningar flokks- ins. Af hverju er ekki hægt að fara í al- mennileg hús með þokkalegum sæt- um og sæmilegum sjónlínum? Af hverju þarf helst að vera hrátt (blautt, kalt og illa lyktandi) svo maður geti meðtekið leikrit „rétt" um líf um borð í bátspung? Hvað þarf að vera mikil fýla í húsnæðinu svo maður nái boð- skapnum? Er sama hvernig fýla það er? Slor, þránað lýsi, gömul olía? Tilgerðarrassar. Þreytt á svartsýnum leikritum. Vesturport á sér ekki langa sögu. Kompaníið er myndað kringum kjarna af leikurum úr tilteknum ár- göngum úr Leiklistarskólanum gamla. Þau hafa smátt og smátt safn- að sér reynslu af stopulum hlutverk- um en lengst af fimleikasýningunni um Rómeó og Júlíu sem var hressi- legt tromp um klisjuhlaðið leikverk og að sænskri og þýskri fyrirmynd skreytt einföldum fimleikabrögðum. Öðruvísi sýning en harla misjöfn en náði athygli á Englandi og fór þangað í nokkurra vikna ferð. Var reyndar ekki fyrsta íslenska sýningin sem fór á svið í vestur- hluta London eins og mest var auglýst, það höfðu bæði Jafninginn og Meistarinn gert áður og ekki án opinbers stuðnings eins og líka var auglýst því Vesturport var styrkt af leiklistarráði, menningarmála- nefnd, Leikfélagi Reykjavíkur og ís- lenska Dansflolcknum þegar fim- leikasýning um Rómeó og Júlíu var sett saman. Opinberir peningar runnu úr öllum áttum í Vesturport þó þess væri að litlu getið eftirá. Og skrökva því til að Lundúnatúrinn væri allur til kominn vegna pen- inga frá Björgúlfi - yngri en það var bara kjánalegt - en lastar alls ekki hans góða framlag. Þetta er gamaldags leikrit um tvo túra á bát. Það er skemmtilega skrifað með frek- ar einföldum en samheldnum þræði, brotið upp aflitlum númerum á hlið, smá söng, einstalsbútum, draugagangi. Það er gam- ansamt og grátt, glettið og grimmt og stíg- ur vaxandi ölduna án þess að hætta sér í brotsjó bálmikilla endaloka. Það er erfitt að sjá hvað dregur hópinn - ekki hefur hann stefnuskrá. Lfldega er það metnaður einstakling- anna sem hópinn leiða. Var ekld samkvæmt síðustu viðtölunum von til að þeir ynnu enn frekari sigra á er- lendum vettvangi? Eða var það líka bara PR-skrök? Þegar Lyklabörn vom fmmsýnd vom aðstandendur með yfirlýsingar þess efnis að þeir væru orðnir þreyttir á svartsýnum leikrit- um. Það hefur lfldega breyst. Brim? Bræla? Súld? Hvað er að segja um Brim eftir Jón Atla? Þetta er gamaldags leikrit um tvo túra á bát. Það er skemmtilega skrifað með frekar einföldum en samheldnum þræði, brotið upp af lidum númerum á hlið, smá söng, einstalsbútum, draugagangi. Það er gamansamt og grátt, glettið og grimmt og stígur vaxandi ölduna án þess að hætta sér í brotsjó bálmikilla endaloka: það er ásækið í uppbygg- ingu og skflar erindi sínu vel. Höfundi er ekki mikið niðri fyrir en hann vill lýsa lífi í lúkar og dregur saman í eina eymdaráhöfn persónur sem flestar eru vel heilar og heilli í túlkun hjá sumum en öðrum. Þetta er alþýðuleikrit sem ætti að eiga sér víðtæka og almenna skírskotun ef það væri höndlað með það sem slíkt og ekki ólíklegt að það eigi sér dá- góða Jífdaga framundan á vegum áhugafélaga um land allt. Mér finnst synd að loka þessa sýningu inní litl- um sölum fyrir fáa áhorfendur og meðhöndla hana í kynningu sem eitthvað fyrir fáa. Hún á erindi víða og gæti með sæmilegu átaki náð flugi. Sönn mynd af sjómennsku? Verkið styður sig við fremur mí- tíska hugmynd um líf á bát. Ég veit ekki hvað hún er sönn og hvað hún er login. Myndir af sjómönnum og sjó- mannslífi hafa svo lengi verið klisjur, bæði á bók og sviði, okkur virðist ómögulegt að draga upp mynd af sjó- sólcn án þess að draga upp gamla al- búmið, nýsköpun á þeim miðum væri afrek. Hvað er hér á ferðinni: Bitröðin - orð sem stúlkan í verkinu notar - goggunarrröð hét það - en bitröð er fínt orð - það er sem sagt valdaskipan og vanabundið mynstur í áhöfn sem er skoðað. Liðið að koma sér um borð. Það er nýr kokkur, en þeir þekkja hann. Svo er siglt. Það er smávægflegt um bakgrunn þeirra allra, helstu einkennin í fasi, síendur- tekið mynstrið. Svo fer maður af bát með sögulegum hætti og í hans stað kemur stelpa í áhöfnina. Það er siglt og það er veður... Og svo framvegis. Fátt gerist en samt margt: inní lúkar- inn er stappað í rétt tíu fermetra öll- um átökum og átakasvæðið sveiflast fram og tilbaka - bókstaflega - æva- gömlu trikki um sviðsetningar á skip- um er hér beitt og er íslenskum áhorfendum nýtt. Undir er hljóðrás sem er í fullu samræmi, lýsing öll af skornum skammti. Gott lið Hvernig tekst að manna pung- inn? Að öðrum ólöstuðum fannst mér Ólafur Egill vera maður kvöldsins sem Kiddi. Kom að því sem maður hafði nokkuð lengi beðið að hann drægist allur inn og úthverfu látæði hans væri um sinn lokið. Kraftinum beitt í bælingu, fá- skiptinn maður yrði til en heill heimur í sjálfúm sér. Reyndar er leikur í sýningunni dá- samlega jafn og heldur sér vel, ýmis ýkjubrögð í stælum sem eru notuð til gefa persónunum sérkenni deyja hægt út í framvindu verksins, td. munnsvipur og hfljóðkækir, jafnvel holning hjá Gísla sem leikstjóri hefði mátt halda inni allan tímann. Hér má sjá Víking í óvenju góðu formi, fýrr- nefndan Gísla í karakterleik sem fær- ir hann frá þessum háa dökka sleikipinna sem hann hefur verið settur í lengst af. Leikstjórinn hefur Vesturport sýnir í Hafnarfjaröar- leikhúsi og víðar: Brim eftir Jón Atla Jonasson. Leikendur: Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garöarsson, Ingvar E. Sigurðs- son, Ólafur Egill Egilsson, Víking- ur Kristjánsson, Nína Dögg Filip- usdóttir. Leikmynd, hljóð og Ijós: Björn Kristjánsson, Börkur Jóns- son, Hlynur Kristjánsson, Sigur- jón Brink, Leikstjórn: Hafliði Arn- grímsson. Aðstoðarleikstjórn: Ólafur Darri Ólafsson. meira hreinsað kæki sem virtust vera að festast hjá Nínu Dögg. Þá er Ingv- ar Sigurðsson hér í fullkominni sátt við hlutverk sitt og skilar fyrir bragð- ið manngerð sem er svolítið klisju- kennd en fullkomlega sannfærandi og lflcastil hans besti performans um langt skeið. Björn Hlynur er veikasti hlekkurinn í persónurófinu: okkur er sagt eitt og annað um hans mann en við sjáum aldrei í alvöru háskann sem brennur í honum, illskuna í aug- um hans. Nýr þroskaður leikstjóri Semsagt lofsverð frammistaða hjá leikhópnum sem tekur sig alvarlega, er ekki að þjóna áhorfendum heldur flytja nýtt verk um alvörufólk af alúð og einlægni. Gott hjá þeim og gaman að sjá þennan hóp í ótvíræðri fram- för, hvern og einn á sínu stigi í list- þroskanum. Ekki vil ég kenna eða þakka þeim Hafliða og Olafi Darra um það ein- um. Það er aldrei þannig en vitaskuld eiga þeir heiður skilið fyrir sína vinnu að þessari sviðsetningu og var kom- inn tími til fyrir löngu að Hafliði Arn- grímsson stigi fram úr skugga sinna samstarfsmanna og tæki til við leik- stjórn. Ekki veitir af að endurnýja leikstjórahópinn íslenska. Veri hann velkominn á þann vettvang og hlað- ist á hann verkefnin. Vilja ekki allir íslenskt? Þáð er sving á íslenskum leik- skáldum þessa dagana: Draumaland - nýtt verk fyrir norðan, Sellófan og Tenór í Iðnó á síðustu sporunum, Jón Atli í Borgó og bráðum mun Þor- valdur Þorsteins eiga tvö verk í gangi: Sveinstykki og Sekt er kennd. Þá er sýningum að ljúka á Vegurinn brenn- ur. Þannig er þessi vetur að verða eft- irminnilegur fyrir þann fjölda ís- lenskra verka sem fram hafa komið. Þá er ekkert að gera fýrir þjóðina annað en að skella sér f leikhús - það er ekkert slor að byrja á Brimi. Páll Baldvin Baldvinsson Stjörnuspá Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er 34 ára í dag. „Mað- urinn má alls ekki gefa drauma sína upp á bátinn því þeir lifna svo sann- arlega við þegar hann fær aukna inn- sýn og finnur meiri ánægju í nútíð- inni," segir í stjörnuspá hans. Páll óskar Hjálmtýsson W Vatnsberinn uo.jan.-w. febr.) VV ------------------------------------ Orkustöðvar þínar eru öflugar og óskir þínar eru sannarlega raunhæf- ar ef þú tilheyrir stjörnu vatnsberans. Stjarna þín segir ekki aðeins til um vel- gengni þína heldur lætur drauma þína verða að veruleika fyrr en þig grunar. Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Þegar fyrsta skrefið er stigið í átt að vellíðan þá hlýtur þú vissulega eðlislæga hlýju sem umlykur þig og orkustöðvar þínar til frambúðar. Óvissa framtíðar er jákvæð því hið þekkta sýnir aðeins fortíð þína. Hrúturinn (21.mars-19.apnl) Draumar þínir verða að veru- leika ef þú leyfir þér að horfa fram á við með jákvæðum huga og gleymir aldrei að hlúa að því sem skiptir þig sannar- lega máli. Þú kemur fram af hlédrægni við náungann og beitir skynsemi og hittir því í mark í mars mánuði. H T ö NaUtÍð (20.april-20.mal) Hér er því komið til skila að þú dragir aldrei úr þeim öfluga mætti sem býr innra með þér með því að gleyma þeim sjaldséðu eiginleikum sem þú býrð yfir kæra naut. Ekki hika við að hjálpa öðrum að komast af. D Tvíburarnir (21 .mal-21.júnl) Gakktu inn í hið óþekkta af frjálsum vilja sem sýnir hverja stund lífs þíns sem áhugavert ævintýri þar sem þú leikur aðalhlutverkið af alúð. KrMm(22.]úni-22.júli) Umfram allt skaltu treysta og endurgjalda tryggð ef þú ert fædd/ur und- ir stjörnu krabbans. Hér upplifir þú sannar tilfinningar og birtist tápmikil/l og aðlað- andi sökum orkunnar sem umlykur þig. n LjÓnÍðf2J./ú//-22. ágúst) Um þessar mundir ert þú fær um að treysta þessum takmarkalausa mætti sem býr innra með þér kæra Ijón fyrir framvindunni þegar þín hjartans mál eru annars vegar. 115 Meyjan (23. ágúst-22. septj Hér helgar þú þig kærleika þegar líða tekur á lok mars og með auk- inni sjálfsvitund gerir þú þér Ijóst að ást og náin kynni þarfnast meira sjálfs- trausts af þinni hálfu. Q Vogín (23.sept.-23.okt.) Hér gýst þú jafnvel upp líkt og eldfjall varðandi mál sem þú tekur jafn- vel nærri þér. Þú hefur mikinn viljastyrk, festu og nægajjreind til að vernda þig fyrir smávægilégum erfiðleikum sem koma í veg fyrir að þú upplifir þínar innstu þrár. in, Sporðdrekinn (24.okt-21.n0v.) Þú birtist hér sjálfsörugg/ur, yndisleg/ur og brothætt/ur þegar til- finningar þínar koma við sögu síðari hluta mars mánaðar. Hugaðu vel að áherslum þínum hérna. / Bogmaðurinnpzmí/.-2/.fe.) Hér ert þú ert fær um að skapa skínandi stemningu og hefur mikið yndi af mannlegum samskiptum. Einbeittu þér að einum kafla í einu þegar um tilfinningar þínar er að ræða og beindu allri athyglinni að þeim sem þú unnir með sanni. Steingeitin (22. des.-19.jan.) Hlustaðu betur á líðan þína kæra steingeit og tileinkaðu þér að vera þolinmóðari um þessar mundir. Hættu að taka á þig hálfa ábyrgðina á mistök- um annarra. SPÁMAÐUR.IS 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.