Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 Fréttir DV DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 17 I t AL KAIDA ER GRUNAÐ UM EFTIRFARANDI: UR SKJOLUM SEM BRESKA LOGREGLAN GERÐI UPPTÆK VIÐ HÚSLEIT HJÁ HÓPI MANNA SEM GRUNUR LÉK Á AÐ TILHEYRÐU AL KAÍDA: Tviburaturn- arnir /einu vet- fangi breyttist ásýnd hinsvest- ræna heims þeg- ar tveimurfar- þegaflugvélum var flogið á bygg ingarnar Lögreglan á Spáni hefur tvo marókóska hálfbræður í haldi en þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í hryðjuverkunum í Ma- dríd síðastliðinn fímmtudag þar sem 200 rnanns týndu lífi. Bræðurnir, Jamal Zougant og Mohammad Shawi, eru taldir í slagtogi með al Kaída hryðjuverkasamtök- unum og einnig er talið að þeir hafi tekið þátt í árásinni á Bandaríkin 11. september 2001. Nöfn bræðranna munu hafa komið upp í símtali milli Abdullah A1 Magrebi, liðsmanns al Kaída, og Barakat Yarkas sem búsettur er á Spáni. Mennimir tveir ræddu saman í síma í ágúst 2001, mánuði fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum, og á A1 Magrebi að hafa sagt við Yarkas í símtali: „Þú verður að hafa samband við Jamal og bróður hans, Mohammad Shawi, í Tanger. Ég ætla til Tanger vegna þess að þeir (bræðurnir) þekkja vel til Said Chedadi." Chedadi var handtekinn á Spáni í nóv- ember 2001 vegna rannsóknar á hvort og hverjir væru liðsmenn al Kaída á Spáni. Bræðurnir munu vel kunnugir honum. Zougarn og Shawa hafa rekið farsíma- verslun í Lavapies-hverfmu í Madríd um nokkurt skeið. Ástæða þess að þeir sitja nú í varðhaldi er sú að sími og fyrirframgreitt símakort fannst í bakpoka ásamt sprengju fyrir utarí Atocha-brautarstöðina á fimmtudag. Sprengjan var ein nokkurra sem lögreglu tókst að gera óvirka. Lögregla telur fullvíst að síminn og kortið sé úr verslun bræðranna sem er staðsett í um 200 metra fjarlægð frá brautarstöðinni. Vit- að er að sprengjurnar voru gerðar virkar með farsíma. Bræðurnir hafa hreint sakavottorð á Spáni erí annar þeirra, Zougam, var hand- tekinn í Marokkó í maí í fyrra - grunaður um aðild að sprengjutilræði sem varð 43 að bana. Honum var hins vegar sleppt án ákæru og hélt hann aftur til Madrídar þar sem hann hefur starfað í versluninni æ síðan. Hann mun vera kallaður Engill dauðans meðal félaga sinna og er þá vísað til tilræðisins í Casablanca. Lögreglumenn gerðu húsleit í verslun bræðranna í fyrradag og á heimilum þeirra. Ekki hefur fengist uppgefið hvort eitthvað markvert fannst við þá leit. Auk bræðranna eru einn Marokkómaður og fjórir Indverjar í haldi lögreglunnar í Madríd. Leit stendur að öðrum Marokkómanni, Mohammed Bena, en liann var ófundinn í gær. Virðing vottuð Fjölmargir hafa lagt leið sina að brautarstöðinni EL Pozo og vottað hinum látnu virðingu slna. El Pozo er ein þriggja brautarstööva þar sem sprengjur sprungu á fimmtudagsmorgun. Farsími tengir bræður við hryðjuverkin (nafni Allah, hins miskunnsama og örláta Til allra sigurvegara sem helga sig sannleikanum ... ... og skrifuðu með blóði sínu og sársauka þessar línur... Uppgjörið sem við köllum eftir gagnvart trúníðingasamfélögunum í vestri þekkir ekki kappræður Sókratesar, hugsjónir Plató né heldur háttvísi Aristótelesar. En það þekkir staðhæfingar kúlnaregns, markmið launmorða, sprengja og eyðileggingar og ráðsnilld hríðskotariffla. (slömsk stjórnvöld hafa aldrei og munu aldrei ná völdum á friðsaman hátt eða með nokkurs konar samvinnu. Þau ná völdum eins og þau hafa alltaf gert með ... penna og byssu ... orðum og kúlum ... tungu og tönnum. Tveir þeirra sem sitja inni vegna hryðjuverkanna í Madríd taldir tengjast 11. september Ótrúlega lítið er vitað um hryðjuverkasamtökin al Kaída þrátt fyrir að samtökin séu án vafa, eftir að hafa opinberlega lýst yfir ábyrgð á sprengingunum í Ma- dríd í síðustu viku, þau samtök sem hafa valdið hvað mestum usla í hinum vestræna heimi síðustu árin. Mannslífm sem meðlimir samtakanna hafa á sam- viskunni skipta þúsundum og tjónið sem þeir hafa valdið er með öllu ómetanlegt. Aðgerðir þeirra hafa skilið eftir varanlegt ör á þjóðarsál Bandaríkjamanna. Hvað er al Kaída? Þetta eru alþjóðleg samtök hryðjuverkamanna sem hafa það að markmiði að losa þjóðir múslima við öll vestræn áhrif. Nafnið al Kaída þýðir „bækistöðin", og eru flestar vestrænar öryggisþjónustur sammála um að Osama Bin Laden sé höfuðpaur og aðalskipuleggj- andi samtakanna. í raun má skipta samtökunum í nokkra hluta: í innsta kjarna þeirra er um tylft manna sem hafa stað- ið með Bin Laden síðan á áttunda áratugnum. Gegn- urn árin hafa æsingamenn frá Afganistan og nálægum löndum slegist í hópinn en flestir störfuðu þeir á eigin vegum áður. Annar hluti er sá sívaxandi fjöldi erlendra aðila sem slegist hafa í lið með Bin Laden og hafa sumir e.t.v. aðeins ffemur losaraleg tengsl við hann. Þeir koma hvaðanæva að en eiga það sameiginlegt að til- heyra öfgahópum múslima eða aðhyllast kenningar þeirra. Erfitt hefur reynst fyrir njósnastofnanir vest- rænna ríkja að rekja tengsl þessa hóps og mannanna í innsta kjarnanum. Samskiptakerfi þeirra er frumstætt en flókið og engum hefur enn tekist að fá vitneskju um hvernig það í raun virkar. Bestu dæmin um það er að ekki hefur fundist tangur né tetur af Osama Bin Laden þrátt fyrir mestu leit sem nokkurn tíma hefur verið sett af stað. í öðru lagi hafa vestrænar leyniþjónustur heldur enga hugmynd um hvar núverandi bækistöðv- ar samtakanna eru. Ágúst 1998 Sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkj- anna í Nairobi,Tansaníu og Kenía Október 2000 Sprengjuárás á bandaríska orrustuskipið USS Cole September 2001 Hryðjuverk á Tvíburaturnunum, Penta- gon og grönduðu fjórum farþegaflug- vélum Október 2002 Sprengjuárás á franskt birgðaflutninga- skip við strendur Yemen Apríl 2002 Sprengjuárás á olíuskip ÍTúnis Október 2002 Sprenging í næturklúbbi á Balí í Indónesíu Nóvember 2002 Tilraun til að skjóta niður ísraelska far- þegavél í Kenía Maf 2003 Sprengjuárás nálægt vestrænum veit- ingastað í Marokkó Maf 2003 Bílsprengjuárásirá íbúðaþyrpingu í Ríad í Sádi-Arabíu Febrúar 2004 Sprengjuárásir á þrjár lestir í miðborg Madrídar Hvað ber framtíðin í skauti sér?? Ef marka má yfirlýsingar al Kaída hafa Spánverjar nú á sorglegan hátt sopið seyðið af samstarfi sínu við Bandaríkjamenn í stríði þeirra gegn hryðjuverkum og vestrænar leyniþjónustur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og á ftah'u vara við frekari árásum innan tíðar. Eru menn nokkuð á einu máli um að hiyðju- verkaógnin beinist fyrst og ffemst að þeim þjóðum er fylktu sér um Bandaríkin í stríði þeirra við öxulveldi hins illa en ísland er eitt þeirra. Sýndi spænska þjóðin vilja sinn í kosningunum á sunnudaginn og kaus út þann flokk er einna hæst stóð við hlið George Bush, Bandaríkjaforseta. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands á einnig undir högg að sækja vegna sama máls Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, svaraði ekki fyrirspurn blaðamanns um möguleg við- brögð við árásunum í Madríd eða hvort gripið hefur í verið til einhverra sérstakra aðgerða hér á landi vegna þeirra. Ni i Meðlimir al- Kaída Bak við lás og slá iAfganist- an ■II ■ ■ iIlkT j. íck ! ! , > l - v yp Orrustuskipið USS Cole Nokkr- ir létust þegar hópur tengdur al Kaida sprengdi stórt gat á skips- skrokkinn Stífar æfingar Á þessu kennslu- myndbandi sam- takanna er áhugasömum kennd meðferð vopna afýmsu tagi Osama Bin Laden Banda- ríkjamenn hafa ekkienn náð að klófesta þennan forsprakka al Qa eda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.