Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 Fréttir ÐV Þjóðin kjósi Ólaf burt „Ólafur Ragnar er að blekkja þjóðina einu sinni enn,“ segirÁstþór Magnús- son, forsetaframbjóðandi. Hann segir það sorglegt hvernig Ólafur virðist ætla að halda á spilunum í kom- andi kosningabaráttu. „Hann hefur ekki beitt sér í friðarmálum eins og hann lofaði," segirÁstþór, „og svo má ekki gleyma því að eitt af hans fyrstu loforðum var að sitja bara í tvö kjör- tímabil; bæði þessi mál hefur hann svikið." Ástþór segir mann sem hagar sér svona eigi ekki heima á Bessastöðum. „Þjóðin þarf að kjósa Ólaf burt og fá mig í staðinn." Yfirheyrður í gærkvöldi Jónas Ingi Ragnarsson, sá eini af grunuðu mönn- unum þremur sem ekki hefur játað aðild að Nes- kaupstaðaramálinu, var yf- irheyrður frá því sfðdegi og fram á kvöld í gær á Litla- Hrauni. Lögmenn grunuðu mannanna í líkfundarmál- inu fengu í gær fyrstu afrit af rannsóknargögnum frá lögreglunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á fimmtudag að lögreglu sé heimilt að afhenda ekki hvert og eitt gagn í málinu fyrr en þremur vikum eftir að það verður til. Meðal þess sem búast má við að hafi verið afhent í gær eru framburðarskýrslur sem teknar voru af þremmen- ingunum þegar þeir gáfu sig fyrst fram við lögreglu fyrir (jórum vikum og skýrslur sem voru teknar af mönnunum þegar þeir voru handteknir og úr- skurðaðir í gæsluvarðhald fyrir rúmum þremur vik- Samherji frestarfundi Stjóm Samherja hefur frestað aðalfundi félagsins. Fundurinn átti að vera 25. mars en hefur verið frestað vegna óviðráðanlegra að- stæðna, eins og segir í til- kynningu frá stjórninni. Forystumenn Samherja hafa verið önnum kafnir dag og nótt við að reyna að bjarga flaggskipinu Bald- vini Þorsteinssyni af strandstað í Skarðsfjöru. Fundurinn verður í staðinn haldinn 29. apríl klukkan þrjú og dagskrá hans verð- ur birt með tilskyldum fyr- irvara. Einn hluthafa í Þorbirni Fiskanesi er ævareiöur vegna yfirtöku Eiríks Tómassonar, forstjóra og fjölskyldu, á fyrirtækinu. Segir erlent íjármagn vera notað til að ná fyr- irtækjum af verðbréfamarkaði. Fiskanesmenn íhuga aðgerðir vegna yfirtökunnar. „Þetta kom eins og þruma úr heið- skíru iofti enda hefur samvinnan verið með ágætum og reksturinn gengið vel,“ segir Willard Ole Ólason, hluthafi í Þorbirni Fiskanesi, um yflrtöku eig- enda Þorbjarnar hf. á fyrirtækinu. Það eru Eiríkur Tómasson, forstjóri fyrir- tækisins, og ættmenni hans sem hafa tekið fyrirtækið yfir og afskrá það hjá Kauphöll íslands. Öðrum hluthöfum, þar sem Willard Ole hefur verið, var gert yfirtökutilboð á genginu 6. Þor- björn-Fiskanes varð til með samruna tveggja stærstu fyrirtækjanna í Grinda- vík fyrir þremur árum. Willard Ole, sem var stjórnarformaður Fiskaness, segir að Fiskaneshlutinn hafi þá verið 36 prósent en fjölskyldan sem stóð að Þorbirni hafi átt um 25 prósenta hluta. Aðrir voru smærri. Willard segir að all- ir hafi verið sammála um að reka fyrir- tækið saman og allt fram til yfirtök- unnar hafi allt Jitið vel út. Eiríkur Tóm- asson var ráðinn forstjóri. „Þetta virtust vera ágætir menn, bæði ungir og myndarlegir. Við vorum stoltir af þvf að reka saman fyrirtækið sem er það stærsta í Grindavík og sáum ekki fyrir okkur það sem nú hefur gerst," segir Willard Ole og sakar Eirík og sam- starfsmenn um ágirnd. Við yfirtökuna er öðrum hluthöfum boðið að selja á genginu sex. Willard segir að ekkert hafi verið við sig talað fyrr en yfirtakan lá fyrir. „Ég mátti vera með en yrði þá áhrifalaus," segir hann. Hann setur spurningamerki við að- komu íslandsbanka að yfirtökunni. „Við erum að kanna hvernig Islands- banki stóð að þessu. Lögmaður okkar hefur krafið bankann svara en það er enn ekki komið. Þangað til get ég ekki svarað því til hvaða aðgerða við gríp- um,“ segir Willard. „Mér er spurn hvað verður um hlutabréfamarkaðinn þegar bankar taka þátt í svona löguðu og erlent fjármagn streymir inn til þess að standa að svona hlutum," segir Willard. Bjarni Ármannsson, banka- stjóri Islandsbanka, staðfestir aðkomu Islandsbanka að hlutabréfakaupunum og yfir- tökutilboðinu. „fslandsbanki kom að þessum málum með ráðgjöf og aðstoð við fjármögnun. Það var staðið faglega og í alla staði eðlilega að þessu. Miðl- un hlutabréfa er okkar hlut- verk,“ segir Bjarni. n@dv.is fridrik@dv.is EirikurTomasson og Bjarni Armannsson Forstjórinn er sakaður um græðgi og að bregðast fyrr- um félögum i sameinuðu fyrirtæki. Bankastjórinn er sagður hafa staðið óeðlilega að málum. Forseti fastur í farinu Forsetinn er ekki að fara neitt. Ólaf- ur Ragnar Grímsson hefur tekið af skarið. Það kostaði mikla yfirlegu, segir forsetinn, að taka þessa ákvörðun. Ólafur Ragnar er þegar búinn að vera átta ár í djobbinu og uppsker aldrei neitt nema spott og spé; jafnvel ill- gjarnar háðsglósur. Og svo náttúrlega launin, bílinn, bflstjórann, óðalssetrið, fríu ferðirnar úl údanda, kokkinn, garðyrkjumanninn og guð má vita hvað. Vandamálið er að launin lækka al- veg ferlega mikið ef maður er forseti en hættir svo. f staðinn fyrir að fá 1500 þúsund á mánuði þarf maður allt í einu að komast af með 1200 þúsund kall. Það em nú öll eftirlaunin. Svo láetur bílstjórinn sig líka hverfa á kadilakknum og Bessastaðir em lok- uð bók nema arftakinn sjái aumur á manni og bjóði með Vigdísi í tedrykkju síðdegis á virkum degi. Það þykir sum- um í sumum kreðsum fínt en fyrir fyrr- Svarthöfði verandi forseta er það bara salt í sárin. Það er líka þrýsúngur frá familí- unni. Ef hendinni væri sleppt af for- setasetrinu yrðu dæturnar ekki lengur prinsessur heldur bara almúgi. Það vita nú allir sem það hafa reynt að al- múgadæmið er ekkert spes skemmú- legt. Og hvað myndi Dorritt segja? Hún, sem er búin að lifa sig svo vel inn í hlutverk forsetafrúarinnar að hún hef- ur misst ömgglega íleiri kfló af því að skipta um kjóla og dragúr fimm sinn- um á dag. Leggst hún ekki bara í þung- lyndi og hverfur inn í heim konfekts og líkjöra? Og kannski hverfur hún bara alveg yfirhöfuð - verandi skyndilega bara gift rakarasyni frá Isafirði. Þá er nú víst best að harka af sér. Það er svo dýrmætt. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.