Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 27 SÝND kl. 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 SYND kl. 10 B.í. 14 COLD MOUNTAIN kl.8 ÍHUNTED MANSION kl.6 ICBY GOES DOWN kl. 8 B. i. 14 ára j jBJÖRN BRÓÐIR kl. 6 Með íslensku tali | m www.sambioin.is Nú liggur ljóst fyrir að framhald verður á Svínasúpunni sem sýnd hefur verið við góðar undirtektir á Stöð tvö í vetur. Aðstandendur þáttanna eru þessa daganna að leggja drög að handritum fyrir nýju þættina sem sýndir verða næsta haust. Sigurjón Kjartansson Er að i/on- um ánægður með viðtökurnar sem Svínasúpan fékk í vetur enda nærri þriðjungur þjóðarinnar sem horfði á þáttinn. Auðunn Blöndal SegirSvina- súpufólkið ætla að taka næsta mánuðinn i að búa til uppskriftir að nýjum Svinasúpum sem siðan verða teknar upp i vor og sumar. Þættirnir munu svo fara til sýning■ ar næstkomandi haust. „Það lítur allt út fyrir það,“ segir Sigurjón Kjart- ansson þegar hann er spurður að því hvort fram- hald verði á Svínasúpunni. Þátturinn hefur verið á dagskrá Stöðvar tvö undanfarnar vikur og notið talsverðra vinsælda. Forsvarsmenn stöðvar-. innar óskuðu þess vegna eftir að framhald | yrði gert á þáttunum og ætlar Svínasúpufólk- ið að verða við þeirri beiðni. Tökur munu hefjast í vor og þættirnir fara svo í sýningu næsta haust. Enginn Gnarr að sinni „Við erum alla vega byrjaðir að skrifa nýtt efni og ædum svo að taka það upp í vor,“ segir Sigurjón Kjartansson, betri helmingur Tvíhöfða og einn þeirra sem að Svínasúpunni koma. Vangaveltur hafa ver- ið uppi um það hvort Jón Gnarr muni koma tíl með að ganga til liðs við Svínasúp- una eftir að hann og Sigur- jón tóku höndum saman og endurvöktu Tvíhöfða eftir nokkurt hlé. Sigurjón segir Jóh þó ekki fá að vera með að þessu sinni. „Nei, það verður enginn Jón - a.m.k. ekki í þessari seríu,“ segir Sigurjón enda var búið að skipa í allar stöður fyrir löngu síðan. „Annars verður þetta bara með svipuðu sniði og það hefur verið sem er hið besta mál. Þetta verður svaka stuð,“ segir Sigurjón sem segist ánægður með þær viðtökur sem þættirnir hafa fengið. „Það var þriðjungur þjóðarinnar sem horfði á þetta og ég var mjög ánægð- ur með síðustu seríu þótt við ætíum að gera betur núna. Við setjum markið alltaf aðeins hærra enda hefur það verið mitt mottó í gegn- um tíðina." Ritskoðaðir og reynslunni ríkari „Þetta verða stutt og skemmtileg atriði og við ætíum að taka næsta mánuðinn í það að I skrifa handrit að þessu," segir Auð- unn Blöndal sem tekur að þessu sinni meiri þátt í handrits- skrifum Svínasúp- unnar en síðast. Hann segist eiga von á því að öll næsta sería verði ritskoðuð þar sem tvö atriði í þeirri síðustu þóttu ekki nægilega smekkleg til að fara í loftið. „Ég býst við að þetta verði allt ritskoðað fyrst að tvö atriði úr síðustu seríu voru bönnuð," segirAuðunn. „Égtóklítið þátt í að skrifa síðast en kem meira inn í það núna. Þegar maður er að skrifa atriðin þá skrifar maður þau náttúrulega ekki með það að markmiði að láta ritskoða það. Við höfum samt meiri reynslu núna og maður reynir að skrifa þetta aðeins öðruvísi," segir Auðunn en auk hans munu stúlkurnar Edda Björg og Guð- laug taka meiri þátt í handrits- skrifunum að þessu sinni. „Þetta verður mjög svipað og síðast nema að nú koma stelpurnar meira að skrifun- um og ætía að gera nokkur stelpuatriði," segir Auðunn. Næstu átta þættir Svínasúp- unnar munu svo fara í loftið næsta haust og er allt útíit fyrir að þeir verði enn betri en þeir síðustu. Sænska konungsfjölskyldan er brjáluö eftir vafasamar myndbirtingar á netinu Sænsku prinsessurnar misnotaðar Óskaböm Svíþjóðar, Viktoría krónprinsessa og Madeleine prinsessa, eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en myndir af þeim léttklæddum hafa gengið um netið eins og eldur í sinu síðustu daga. Það var ákveðin heimasíða sem birti myndirnar fyrst þar sem stúlkurnar sjást í heldur vafasömum stellingum með karlkyns og einnig kvenkyns leikfélögum. Myndirnar sem um ræðir em þó faslaðar en það hefur ekki minnkað áhuga netverja á að fara inn á síðuna og skoða. Fals- aðar klámmyndir af alls kyns þekkt- um einstaklingum ganga iðulega um netið en þetta er í fyrsta skiptið sem konungsíjölskyldan sænska hefur þurft að glíma við þetta vandamál. Fjölskyldunni var að vonum ekki skemmt yfir uppátækinu og er nú verið að íhuga málaferli. „Þetta er hræðilegt og í raun ótrúlegt að mönnum detti í hug að gera svona lagað. Þetta er algerlega ófyrirgefan- legt og það hefur þegar verið haft samband við lögfræðinga konungs- fjölsky'ldunnar. Þetta er misnotkun af verstu sort," sagði Ann-Christine Jernberg blaðafulltrúi konungsíjöl- skyldunnar um málið. Sænsku prinsessurnar Þykja með þeim myndarlegri i bransanum og marga hefur dreymt um að sjá þær léttklæddar. Nýorðinn pabbi VignirSnærVigfússon, gítarieikari og lagahöfundur Irafárs. Fjölgun í írafári Hljómsveitin írafár aflýsti balli sem halda átti á Gauknum síðast- liðinn laugardag. Kom það í hlut hljómsveitarinnar Skítamórals að leika fyrir gesti staðarins. Aðdáend- ur írafárs voru að vonum skúffaðir en ástæða aflýsingarinnar er sú að á laugardagskvöldið fæddist Vigni Snæ Vigfússyni, gítarleikara og laga- höfundi hljómsveitarinnar, og konu hans, Þorbjörgu Sæmundsdóttur, lítill drengur. Er það því skiljanlegt að Vignir hafi frekar vilja eyða laug- ardagskvöldinu á fæðingardeildinni þó svo að Gaukurinn sé vissulega heillandi. Þetta er fyrsta barn Vignis og Þorbjargar. Dáðadrengir Ein þeirra sveita sem spilar á Gauknum I kvöld. Rokk gegn rasisma Árlegir tónleikar Heimsþorps, samtaka sem berjast gegn rasisma, verða haldnir í kvöld á Gauki á Stöng. Fram koma sveitirnar Blús- byltan, Coral, Lokbrá, Dáðadrengir og Jan Mayen og hefst fjörið upp úr klukkan 19:30. Ekkert aldurtakmark er á tónleikana og aðgangseyrir er aðeins 300 krónur sem rennur óskiptur til samtakanna og þess málstaðar sem þau berjast fyrir. rr r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.