Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2004, Blaðsíða 12
72 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2004 Fréttir DV Sprengja gerð óvirk ’ Sprengjusérfræðingar aftengdu tímasprengju fyrir utan bandarísku ræðis- mannsskrifstofuna í Karachi í Pakistan i gær. Að sögn lögreglu höfðu tveir menn lagt bíl íyrir utan skrifstofuna og báru því við að hann væri bilaður. Lög- reglumenn á vettvangi ákváðu að leita f bílnum og fundu þá sprengiefnið sem tengt var við tímamæli. Bílasprengja sprakk fyrir utan sömu skrifstofu í júní 2002 með þeim afleiðing- um að tólf manns létu lífíð. Fyrir mánuði biðu ellefu bana þegar bílasprengja sprakk fyrir utan Hótel Sheraton í Karachi. Óánæqðar meðs qoar kvapið Fimmtungur kvenna líð ur svo fyrir eigið útlit að konurnar þora ekki fyrir sitt litla líf að hátta sig fyrir framan elskhug- ann. Um 75% kvenna eru óánægðar með vöxtinn; einkum magamálið og ummál læranna. Um helming- ur kvenna segir skort á sjálfstrausti þegar lík- arninn er annars vegar vera hamlandi í kynlífinu. Þetta kemur fram í nýrri breskri könnun á sjálfs- trausti kvenna. Alls tóku 1500 konur þátt í könnun- inni og sögðu 80% kvenn- anna að sjálfstraustið myndi aukast til muna ef þær kæmust í fatnað í stærðinni 10. Stálu 200 k<) peningaskap Um helgina var tilkynnt um 17 innbrot til lögregl- unnar í Reykjavík. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu var í tveimur til- vikum um að ræða innbrot í bflskúra þaðan sem pen- ingaskápum var stolið. DV hefur greint frá öðru þess- ara innbrota f blaðinu í gær en í hinu tilvikinu var um að ræða 200 kflóa þungan peningaskáp sem stolið var úr bflskúr í austurborginni. Li'tið hafðist upp úr krafs- inu því skápurinn var tóm- Lárus Grímsson. „Stemningin er í lágmarki enda Ijóst að loðnuvertíðin er að verða búin. Það eru kannskir nokkrir dagar eftir," segir Lárus Grímsson, skip- stjóri á Sunnubergi NS-70, sem Landsíminn var í gær statt á loðnumiðun- um út af Þorlákshöfn.„Vertíðin hefur svo sem gengið ágæt- lega en það hefur óhræsis- magn farið i súginn. Það eru allir svekktir með það. Vinnu- brögð fiskifræðinga Hafrann- sóknastofnunar hafa verið ónákvæm nú sem oftar og ekki hægt að byggja á ráðgjöf þessara manna. Við vorum á hálfum afköstum íjanúar og febrúar og svo gefa þeir allt í einu út meiri kvóta. Það er Ijóst að mikið magn brennur inni á þessari vertíð." Áfengisráðgjafi á Vogi gagnrýnir þær leiðir sem farnar eru í meðferðarúrræðum í dag. Faglega menntun vanti og reynt sé að dulbúa hin raunverulegu vandamál með töfralausnum. Hann segir það ólíðandi að hver sem er geti stofnað meðferðarheim- ili og spyr hvert peningarnir séu að fara. Meoferð verri en engin meðferð „Meðferðarúrræði eru komin í ógöngur eins og staðan er í dag,“ segir Ingi Bæringsson, áfengis- ráðgjafi á Vogi. Síðustu helgi hélt Ingi fyrirlestur á ráðstefnu sem hét „Getur meðferð verið verri en engin meðferð" um meðferðir við alkóhólisma. í fyrirlestrinum benti hann á þann fjölda úrræða sem stendur fólki til boða og hvernig ástandið hefur breyst á síðustu árum. Dulbúin vandamál „Þarna uppi á Árvöllum [unglingameðferðar- heimili Götusmiðjunnar] hefur til dæmis komið fram sú hugmynd að drykkjuskapur sé það sama og aumingjaskapur," fullyrðir Ingi. „Það sjá hins vegar allir að ef þú segir manni að hann sé aum- ingi þá á hann sér vart viðreisnar von - því hvern- ig á að lækna aumingja?" spyr Ingi. „Ef það er aumingi sem fer í meðferð þá er hann enn þá aumingi þegar hann kemur út.“ Ingi er á því að vímuefnavandi hjá krökkum sé sérstakur vandi sem þurfi að taka sérstaklega á. Hann hafi skýr einkenni og sé eins hjá öllum. „Það má ekki gleyma því að ástæða vandans er einfald- lega ofneysla á vímuefnum," segir Ingi. „Svo þeg- ar krakkarnir leita sér hjálpar er þeim sagt að það sé í raun eitthvað allt annað af þeim; þau þjáist af þunglyndi eða öðrum kvillum. Þá er verið að búa tif annað vandamál en það sem raunverulega ér til staðar." Sem dæmi tekur Ingi þau meðferðarúrræði sem byggja á trúnni. „Þær meðferðir sem notfæra sér trúarkenningar segja oft að skrattinn sé að drekka í gegnum þig; að þú verðir að frelsast í gegnum Jesú til að ná árangri," segir Ingi. „Þá er verið að búa til annað vandamál en það sem er þegar til staðar því það er sýnin á vandann sem stjórnar úrræðunum." Ríkisstyrktar meðferðir Að mati Inga er eina meðferðarúrræðið sem er faglega nógu sterkt á Vogi. Þó megi ekki gleyma Landspítalanum sem reki göngudeild að Teigi, þar séu menntaðir sérfræðingar í afeitrun sem sinni sínu starfi af kostgæfni. „I dag geta hins veg- ar hverjir sem er búið til eitthvað meðferðarúr- ræði og fengið styrki frá ríkinu til að reka það,“ segir Ingi. „Oft er þetta meira spurning um póli- tísk sambönd eða þrýsting og svo spyr maður sig - hvað verður um peningana?" Burtséð frá peningum þá vill Ingi að menn fari f það að endurskipuleggja hlutina. „Það þarf að viðurkenna og skilgreina hver vandinn er,“ segir Ingi. „Ef ríkið myndi stíga sömu skref og farið var í Bandaríkjunum, þar sem alkóhólismi er skilgreindur af ríkinu sem sjúkdómur, yrði trú- lega hærri standard í meðferðarúr- ræðunum." Ingi vill einnig að gerðar séu strangari menntunarkröfur til starfsmanna og að unnið sé á fagleg um nótum. „Eins og staðan er í dag er þetta eins og kona sem kemur til læknis og kvartar undan verk í öxl en læknirinn dregur úr henni tennurnar," segir Ingi. „Vandinn er einfaldur - ofneysla vímu- efna, og það er .skylda samfélagsins að bjóða þeim sem lenda í slíkri hít upp á sem besta meðferð." slmon@dv.is „Þarna uppi á Arvöllum hef- ur til dæmis komiö fram sú hugmynd að drykkjuskapur sé það sama og aumingja- skapur." Ingi Bæringsson, aiongisráögjsfi „Það má ekki gleyma þvi að ástæða vandans er einfaldlega of- neysla á vímuefnum." Fyrrum eigandi dráttarskipa hætti vegna höfnunar: Loðnuflotinn vildi ekki dráttarskip Fyrrverandi eigandi dráttarbát- anna Eldingar og Gamla fífils, Þor- geir Jóhannsson, furðar sig á þeim ummælum Árna Bjarnasonar, for- manns félags skipstjórnarmanna, að varðskip eigi að fylgja loðnuflot- anum eftir ár hvert til að forða óhöppum á borð við það sem kom fyrir fjölveiðiskipið Baldvin Þor- steinsson. Þorgeir segist hafa boðið þessa þjónustu um árabil og bjargað mörgum skipum úr háska en þegar til kom vildu margar útgerðir spara sér kostnað og innheimta sjálf björgunarlaun og notuðu því sín eigin skip til björgunarstarfa. „Ég hætti þessu á endanum þrátt fyrir að margir skipstjórar notfærðu sér þá þjónustu sem við buðum. Það voru bara of margir sem vildu gera þetta sjálfir jafnvel þó að dráttar- bátur væri í seilingarfjarlægð frá. Þar með rann grundvöllurinn und- an rnínum rekstri." Þorgeir segir að hugmyndin að láta varðskip elta flotann yfir há- vertíðina sé út í hött. „Bæði er það mun dýrara en að nota dráttarbát og eins er það spurningin um hvaða aðstæður eru fyrir hendi. Vegna þess hve grunnt dráttarbát- arnir rista kæmust þeir klakklaust langleiðina að Baldvin Þorsteins- syni í Skarðsfjöru meðan varðskip verður að lóna úti án þess að geta rönd við reist." Dráttarbáturinn Elding Var til taks fyrir loðnuflotann mörg ár i röð en ekki var vilji hjá nógu mörgum útgerðum til að taka þátt í kostnaði vegna þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.