Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 Fókus DV Ekki er ofmælt að segja að Birna Þórðardóttir hafi sett svip sinn á ís- lenskt samfélag í bráð- um fjóra áratugi. Hún stóð í fylkingarbrjósti mótmælenda gegn stríði Bandaríkjamanna í Ví- etnam, hefur barist gegn setu bandarísks herliðs á Miðnesheiði æ síðan og veru okkar í Nató, er for- maður Alnæmissamtak- anna, var á öllum mót- mælafundum gegn inn- rás Bandaríkjamanna og Breta í írak fyrir bráðum ári og setur svip sinn á Hinsegin daga í Reykja- vík, i ágúst ár hvert. Þeg- ar hún varð hálfsextug í febrúars.l. kom út fyrsta Ijóðabók hennar Birna, Birna og nú rekur hún Menningarfylgd Birnu. Birna er að hengja út þvott þegar blaða- mann DV ber að eldrauðu húsi hennar í Þing- holtunum og tíkin fröken Vanessa (eftir Red- grave) nýtur frelsis í garðinum. En fylgir okkur til stofu og hringar sig hjá okkur meðan við spjöllum yfir rjúkandi kaffinu. Er ljóðabókin tákn um tímamót í lífi hennar, uppgjör? „Kannski fremur uppljóstrun en uppgjör. Ég tók ákvörðun um að gefa bókina út nánast án þess að hugsa málið til enda, en þegar ég var búin að taka ákvörðunina var ekki aftur snúið. Það er nú einu sinni þannig að ég verð að standa með sjálfri mér. Það er dálítið hættu- iegt að gefa færi á sér á þennan hátt, en áhætt- an er líka heillandi. Að auki er hundleiðinlegt að burðast með endalausar pælingar innilok- aðar, betra að skutla þeim út,“ og Birna baðar út öngunum. Svo berst talið að baráttumálum hennar gegnum tíðina og Birna segist láta mál sig varða „því lífið er pólitík í stóru og smáu. Ég hef ekki rekist vel í pólitískum flokkum, því ég fer eftir því sem mér finnst rétt hverju sinni og hef aldrei getað njörvað skoðanir mínar niður eftir ákveðnum línum.“ Birna er fædd og upp- alin á Borgarfirði eystri og að loknu námi í Eiðaskóla lá leið hennar í Menntaskólann á Akureyri. „Það má svo sem segja að ég hafl lít- ið verið heima eftir 13 ára aldur, en þar var kennt og boðað að maður eigi að taka tillit til annarra, beri ábyrgð á náunga sínum og haft ekki rétt á að ganga á hlut annarra. Að réttur manns sjálfs nær að rétti náungans. Að auki níðist maður ekki á minni máttar og sparkar ekki í liggjandi mann. Heima var bara farið eft- ir þessum grundvallaratriðum í allri siðfræði og það hef ég gert síðan enda veit ég vel að ef maður gefur eftir í þessu, gefur maður eftir í öllu,“ segir Birna. Frá hægri til vinstri Birna segist hafa komið nokkuð hægri sinn- uð úr föðurgarði og ekki hafl hvílt sérstaklega á henni að spyrja spurninga um álit meirihlut- ans. En veturinn 1967 var komið að henni að halda ræðu í MA um Víetnamstríðið og þá sem stuðningsmaður Bandaríkjastjórnar, „og af því mér fannst ég verða að lesa mér aðeins til, tók ég fram Tímarit Máls og menningar og fann sem betur fer greinar eftir Sigfús Daðason um Víetnamstríðið og hrylling þess. Og þá varð ekki aftur snúið. Þegar svo sú sprunga var komin í mína ungu heimsmynd, þandist hún út eins og sprungur gera jafnan og ég fór að leita svara við fleiri, stærri og þyngri spurning- um.“ Á menntaskólaárunum hafði Birna unn- ið við hitt og þetta og að loknu stúdentsprófi árið 1968 lá leið hennar suður til Reykjavíkur. í Fylkingunni Birna segist strax hafa gengið í Æskulýðs- lýlkinguna. „Fylkingin var ótrúlegur suðupottur þá og næstu árin. Þarna kynntist ég Ragnari Stefánssyni, Vernharði Linnet, Haraldi Sölva- syni Blöndal, Sólveigu Hauksdóttur, Leifi Jóels- syni og Rósku, þegar hún kom heim 1969. En líka baráttujöxlum úr verkalýðshreyfingunni, Pétri Hraunfjörð, Óskari Garibaldasyni og Bjarnfríði Leósdóttur og Dagbjörtu Sigurðar- dóttur. Þau færðu okkur sögulegu hliðina og með þeim kom alveg sérstök samstöðutilfinn- ing, hún var þeim í blóð borin. Dagur Sigurðar- son, Ólafur Gíslason og Völundur Björnsson voru í hópnum, Guðbergur leit oft við og yfir- leitt voru þarna alltaf myndlistarmenn, rit- höfundar og skáld að blanda geði og setja mark sitt á baráttuna. Þess vegna hrærðumst við alltaf í anarkískum straumi, flokksstörf nútímans með frama- poti til áhrifa í samfé- laginu voru okkur víðs fjarri," segir Birna og bætir við að þó það hljómi sennilega væmið nú á dögum hafi ungmenni komið saman í Fylkingunni „til að koma hugsjón- um sínum og vænting- um áfram og láta gott af sér leiða." í Fylking- unni voru vissulega menn sem litu með von og væntingu til Sovétríkjanna, annarra austan- tjaldsríkja og Kína í leit að betra samfélagi en þegar Sovétherinn réðst inn í Tékkóslóvakíu árið 1968 var Fylkingin fyrst til að mótmæla innrásinni. „Mér fannst ég verða vör við svipað- an anda þegar innrás Bandaríkjamanna og Breta í frak var mótmælt hér í fýrra. Mikið af ungu fólki tók þátt í þeim mótmælum, því þótti innrásin röng í grundvallaratriðum, hún braut á eðlislægri réttlætistilfinningu þeirra, flokkspólitík kom þar hvergi nærri." 23 neitanir frá RÚV „í desember árið 1968 mótmæltum við stríðinu í Víetnam tvisvar, 21. og á Þorláks- messu," heldur Birna áfram, „þá kom til átaka við lögregluna sem bannað hafði göngu að bandaríska sendiráðinu en það þóttu okkur bókstaflega mannréttindabrot. Mér finnst í raun að þá hafi ég verið barin úr borgaralegu samfélagi á íslandi og ekki átt afturkvæmt síð- an. Mér hefur t.d. gengið óskaplega illa að fá vinnu, jafnt hjá einkaaðilum sem ríkisfyrir- tækjum. Því ég hef aldrei beðist afsökunar á skoðunum mínum eða sjálfri mér, það fer sjálfsagt í taugarnar á mörgum en slíkt kemur mér harla lítið við. Stjórnvöld hér á landi voru þá eins og nú hundtrygg þeim bandarísku, það hefur ekki breyst og ég ekki heldur." Birna stundaði nám í félags- og stjórnmálafræði við HÍ en hætti um hríð, lauk svo prófi þaðan 1981. Hún vann á skrifstofu Fylkingarinnar og ritstýrði blaði hennar, Neista, í 11 ár. Árið 1985 var hún ráðin útgáfuritstjóri Læknablaðsins. „Margir voru mjög undrandi á að ég fengi vinnu þar. En þar var þá ábyrgðarmaður Örn Bjarnason, svo stór í sér að hann var ekkert að velta fyrir sér hvað aðrir hugsuðu. Þessi heiðursmaður í alla staði tók áhættuna," segir Birna, „og það kom báðum aðilum vel. Þar var ég í 16 ár, vinnan var skemmti- leg og gefandi og þess vegna krefjandi. En þar kom að mér fannst nauðsynlegt að setja punkt og söðla um.“ Birna seg- ist glottandi eiga 23 neitanir við starfsum- sóknum hjá RÚV, „þökkum umsóknina en starfinu hefur þeg- ar verið ráðstafað og allt það. Því fagna ég því oft hve mikið sé af hæfileikaríku fólki í land- inu, bestu umsækjendurnir hljóta alltaf að veljast til starfa hjá RÚV,“ segir Birna og bros- ir, undur blítt. Pabbi, mamma, börn og bíll Birna var með Alfreð Flóka myndlistar- manni um hríð en árið 1978 kynntist hún Guðmundi Ingólfssyni píanóleikara. „Við þekktumst ekkert áður, vorum því algjörlega fordómalaus gagnvart hvort öðru og þess vegna gekk sambandið vel. Við eignuðumst son og dóttur, hann er í framhaldsnámi í Danmörku en hún í Kvennó." Guðmundi þótti sopinn góður „en ég er meira svona léttvínssullari, er orðin ofsalega rauðsvíns- legin," segir Birna hlæjandi. „Mér þykir óskaplega gaman að fá vini og kunningja í mat, sitja lengi til borðs, eta, drekka og skvaldra. Bíð núna spennt eftir að taka tvo daga í að elda fiskisúpuna fyrir föstudaginn Stundum er sagt um fólk eins og mig að við séum á möti öllu, það sé okkar lífsstefna. En það er mikill misskilning- ur, við erum með öllu, lífínu sjálfu og friði á jörð. langa. Krakkarnir eru áuðvitað þau sjálf en hafa alist upp á þessu heimili, ekki bara af foreldrum sínum heldur öllum okkar vinum og félögum." Þau Guðmundur skildu eftir 8 ára hjónaband, ,,í fullri vinsemd og vorum nánir vinir þar til hann lést 1991. Ég vildi skilja á þessum tíma til að viðhalda væntum- þykjunni, gat ekki hugsað mér að ala börnin upp í sambandi sem yrði hugsanlega haturs- fullt með tímanum. Þegar ég hætti hjá Læknablaðinu stofnaði ég fyrirtækið Menn- ingarfylgd Birnu ehf. En þetta er töluvert hark og ekki alltaf nógu mikið að gera. Ég hef t.d. haft tíma til ljóðagerðar." Formaður Alnæmissamtakanna Birna Þórðardóttir hefur verið formaður Alnæmissamtakanna í þrjú ár „ég læt mig málið varða ekki síst vegna þess að margir vina minna hafa greinst HIV-jákvæðir.“ Birna er líka stuðningsmaður Samtakanna '78. „Ég bara þoli ekki þegar fólki er mis- munað vegna litarháttar, trúar, sjúkdóma eða kynhneigðar. Ég tek glöð þátt í Hinsegin dögum til að leggja mannréttindabaráttu lið en líka til að fullnægja eigin sýniþörf, hana verður maður að rækta líka.“ Birna hugsar sig um stundarkorn en heldur svo áfram: „Stundum er sagt um fólk eins og mig að við séum á móti öllu, það sé okkar lífsstefna. En það er mikill misskilningur, við erum með öllu, lífinu sjálfu og friði á jörð. Mér er fyrir- munað að gera greinarmun á hryðjuverkum, legg að jöfnu atburðinn í New York og Ma- dríd og innrás Bandaríkjamanna og Breta í írak og framferði ísraela í Palestínu. Þó finnst mér heldur meiri glæpur þegar menn á valdastólum taka að sér að murka líf úr öðru fólki. Kárahnjúkavirkjun hugnast mér ekki af þvf ég stend alltaf með móður jörð, svo ein- falt er það. Ég og mínir líkar göngum mun já- kvæðari til verka en þeir sem taka í gikki og henda sprengjum," segir Birna Þórðardóttir og fylgir blaðamanni til dyra í eldrauða hús- inu í Þingholtunum, forstjóri Menningar- fylgdar Birnu þarf nefnilega snöggvast að skipuleggja læknaráðstefnu. rgj@idv.is hjarta mitt slær hægar afþvíþú ert ekki hér eitt og eitt slag hverfur blóð mitt rennur hægar afþvíþú ert ekki hér einn ogeinn dropi hverfur burt eftir sit ég ein meðal allra ísöknuði sem þúsund orð fá ei tjáð Úrljóöabókiimi Bima Bima sem kom útfyrráþessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.