Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 Fókus DV '*•, ; \ 'n- Varla getur talist einkennslegt að tegund sem eyðir þriðjungi lífsins í svefn hafi velt fyrir sér frá örófi alda hvað alltþað merkir sém fyirir hana ber í draumum. Og hafí haftuppi ótal kenningar og skoðanir á draumum og merkingu þeirra í tímans rás. En ætli flestum sé ekki farið eins og Sturlu Sighvatssyni sem tókmarká góðum draumum en sagði eftir erfíða nótt fyrir Örlygsstaðabardaga: „Ekki er mark að draumumEn hvað segja vísindin um svefn, drauma, martraðir? Eg er ekki hriflnn af aldargöml- um sálfræðikenningum um drauma" segir Júlíus K. Björns- son sálfræðingur, „enda fátt í nú- tíma fræðum og vísindum um svefn og drauma sem rekja má til þeirra." Júlíus bendir og á að svefn og draumarannsóknir sinni ekki inni- haldi drauma, það séu eiginlega hjá- vísindi. Maðurinn sefur um þriðjung ævi sinnar og heilbrigður svefn skiptist í fjögur til sex 90 mín. tíma- bil, „sem byrja á draumi", segir Júlí- us „sá fýrsti er stuttur en svo lengjast þeir smám saman. Lengst dreymir okkur undir morgun." Ef maðurinn Júlíus K. Björnsson „Þaö er engu llkara en veriö sé aö skrifa reynslu okkar Inn á harða dlsklnn." er í draumi þegar hann vaknar þá man hann drauminn, annars ekki. „Þeir sem telja sig aldrei dreyma ættu að stilla vekjaraklukkuna fyrr eða seinna en venjulega, þá hrökkva þeir væntanlega upp frá draumi og muna hann." Harði diskurinn Ástæða svefns er ekki fyllilega þekkt og raunar eru ástæðurnar bæði margar og flóknar en tengjast hvíld. Vitað er að svefnleysi hefur áhrif á manninn, í skamman tíma getur það dregið úr árvekni og hugs- un, orsakað vanlíðan og jafnvel of- skynjanir, og skortur á svefni í lengri tíma getur haft áhrif á ónæmiskerfið og leitt til sjúkdóma. Júlíus segir svefninn greinast í flmm stig: „sá munur sem kemur fram á líkams- starfi okkar í draumsvefni og öðrum svefni er mjög mikill, heilarit í draumasvefni líkist heilariti í vöku, líkaminn verður algjörlega máttlaus og hitastjórn líkamans raskast, við verðum eiginlega eins og flskar." Um 25% af svefni fólks frá tvítugu til fertugs er draumsvefn, „en ef þetta hlutfall raskast getur það leitt til vandkvæða í vöku, veikinda, þung- lyndis og martraða", segir Júlíus enn fremur. „Samkvæmt einni kenningu um drauma eru þeir tengdir minni mannsins og það er ekki hægt að staðsetja í heilanum. í svefni fer þá fram einhvers konar til- tekt í heilanum, skipulagning á reynslu dagsins og þeir hlutar heil- ans sem ekki hafa þurft að strita yfir daginn virðast settir í gang, eins og til að prufukeyra þá eða halda þeim virkum. Til þess þarf maðurinn draumsvefn," segir Júlíus og grípur til tölvusamlíkingar, „það er engu líkara en verið sé að skrifa reynslu okkar inn á harða diskinn." Draumar í mismunandi tegundufn svefns eru mismunandi hlutar heilans virk- ir: í heilaberkinum búa skynsémin, rökhugsunin. tOfinnningarnar og persónuleikinn og hann er í aðal- hlutverki í draumsvefni. „En neðst eða dýpst er heilastofninn, tígulheil- inn, elsti hluti heilans. Og þar er við- brögðum stjórnað, hjartslætti, til- finningum, flóttaviðbrögðum og öðrum frumstæðari aðgerðum. En af því draumar eiga sér ekki bara stað í draumsvefni, heldur líka á öðrum stigum svefnsins, kemur stundum fyrir að við hrökkvum upp úr djúpum svefni," heldur Júlíus áfram og bætir við: „þá finnst okkur stundum við hafa fengið martröð þó við höfum ekki minningar um að hafa dreymt eitthvað, herdur bara tilfmningar, stundum slæmar, oft að því er virðist að ástæðulausu. Ef til- finning af draumnum er mikil og vond hefur heilabörkurinn ekki tek- ið þátt í draumnum en ef okkur hef- ur dreymt óhúgnað án þess að við kippum okkur upp yið það hefur elsti hluti heilans verið óvirkur, til- finningar hvergi komið þar nærri. Þetta vitum við auðvitað ekki með neinni vissu og því eru þetta einung- is skemmtilegar vangaveltur en byggja þó að einhverju leyti á því sem við vitum um heilastarfsemina í svefni," segir Júlíus K. Björnsson sál- fræðingur. Draumar og sjón „Draumar hafa verið skilgreindir sem minning þegar vaknað er af svefni," segir Björg Þorleifsdóttir lífeðlisfræðingur, „oft óljós minn- ing um tilfinningar, hugsanir eða geðshræringar. I heilaritum sjást þær breytingar sem verða á raf- virkni heilans, sem endurspegla vöku og svefn og einnig munurinn á svefnstigunum fimm." í draum- svefninum, REM (rapid eye movement) eru bylgjurnar hraðar og lágspenntar eins og í vöku, „en það er mjög frábrugðið því sem sést í hinum svefnstigunum fjórum," segir Björg. „Draumar geta þó orðið í öðrum svefnstigum, sérstaklega því fjórða og þá eru þeir tengdir óþægindum eða óhugnaði." Björg segir frumur í heilastofninum, elsta hluta heilans, virkjast á u.þ.b. 90 mín. fresti og hrinda af stað REM- svefninum, „og þær hafa áhrif á fjölmargar aðrar taugafrumur, m.a. þær sem bera boð til vöðva líkam- ans og þess vegna er maðurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.