Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Side 30
30 LAUOARDAGUR 20. MARS 2004 Fókus DV Stærsti íþróttaviðburöur innanlands á árinu 1964 var tvímælalaust sigur íslenska kvennalandsliðs- ins á Norðurlandamótinu í handknattleik sem haldið var á Laugardalsvellinum. ísland vann þrjá leiki affjórum og gerði eitt jafntefli. Sjaldan hafa áhorfendur á Laugardalsvellinum fagnað sigri eins innilega og þegar íslenska liðið birtist fyrir framan stúkuna eftir síðasta leik mótsins. Var þetta fyrsti Norðurlandameistaratitill sem ísland vann í hópíþrótt. DV hitti fimm liðsmenn íslenska liðsins á Thorvaldsen bar og rifjaði upp þessar fræknu stundir. „Maður þekkti ekkert annað en að dripla ekki þegar við spiluðum úti,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, fyrirliði sigurliðsins, þegar umræð- an um það að dripla ekki í hand- boltaleik ber á góma. Þær byrjuðu að æfa 3-4 mánuðum fyrir mótið og voru æfingamar einu sinni í viku á Ármannssvæðinu og einu sinni í viku í Keflavík þar sem þær spiluðu á móti strákum. „Þó við höfum byrjað að æfa seint voru æfmgarnar mjög markvissar og við vorum mik- ið saman,“ sagði Sigrún Ingólfs- dóttir. Ekki gaman að spila utan- húss í rigningu „Boltinn gekk bara og það var hann sem spilaði og það var ekki hægt að einspila eins og hægt er að gera í dag,“ sagði Sigrún Guð- mundsdóttir, sem var ein af þeim yngstu í liðinu. „Það var ekki hægt að stinga niður, heldur varð maður að kasta boltanum uppí loft á und- an sér í einskonar hringi og grípa hann svo aftur þegar maður var til dæmis í hraðaupphlaupi." En þær eru allar sammála um að það hafi verið frekar óspennandi að spila ut- andyra þegar rigndi og allt var í pollum. Svo var hætt að spila á grasi árið 1969 og þá tók malbikið við sem var engu skárra. „Maður var allur í sárum og stokkbólginn," seg- ir Sigga. „Við vorum allar í sárum því hlífar þekktust ekki á þessum tíma.“ Línuverðir stóðu uppi á kössum Þær stöllur segja að ekki sé hægt að líkja boltanum saman þá og nú. „Maður gat svæft andstæðinginn með því að gefa endalaust á milli því aldrei voru dæmdar leiktafir," sagði Sigga. „Svo lengi sem maður hafði boltann var ekki skorað hjá liðinu." Meðaltal marka í leik var 8-10 mörk miðað við að í dag eru þau 40- 50. Einnig var meðalaldurinn í lið- inu afar lágur eða 20,9 ár og mætti því segja að liðið hafi samanstaðið af börnum því meðalaldurinn á lið- inu eins og það er í dag er töluvert hærri eða 26 ár. „Við fengum gúmmíbotna skó með tökkum sem voru spes gras- skór. Þetta voru ægilega léttir og yndislegir skór,“ segir Sigrún. En leiktíminn á þessum tíma var tvisvar sinnum 20 mínútur en er í dag tvisvar sinnum 30 sem er kannski skýringin á markafjöldan- um milli ára. Innkast var með báð- um eins og í fótbolta. „Það var einn dómari og tveir línuverðir," sagði Sigrún. En línuverðirnir stóðu oft- Hluti iiðsins sem varð Norðurlandameistari í handknattleik árið 1964 F.v. Sigrún Ingólfsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigriður Sigurðardóttir ast uppi á kössum við sitthvort markið og segja þær dóminn hafa verið ekki næstum því eins strang- an og hann er í dag. Og fleiri breyt- ingar hafa orðið. Nú má leikurinn byrja strax eftir að andstæðingur- inn hefur skorað og þarf ekki að bíða eftir því að allir séu komnir á línuna til þess að leikurinn geti haf- ist en það tíðkaðist ekki árið 1964 og leikurinn var, eins og áður sagði, mun hægari. Ælt fyrir hvern leik „Ég ældi og spýjaði fyrir alla leiki, sem var bara stresstengt þó ég vissi að við myndum auðveldlega vinna andstæðinginn," sagði fyrir- liðinn en það var víst orðin venju- bundin athöfn. „Ef hún gerði það ekki töpuðum við,“ sagði Sigrún og þær hlógu allar. En þegar svona at- riði eru rifjuð upp í vinkvennahópi sem þessum koma sögurnar hver á fætur annarri og stuðið stigmagn- ast. „Sjálfar þurftum við að safna auglýsingum í leikskrána og selja happdrættismiða," sagði Sigga og einnig það að þær hafi saumað sjálf- ar íslandsmerkið í barminn á treyj- unum. Nú á tímum tíðkast það ekki að heilt landslið saumi treyjurnar sem keppt er í enda tímarnir aðrir. „Á meðan á mótinu stóð var kokkur sem eldaði sér heilsufæði ofan í okk- ur og við mættum á morgnana og borðuðum saman." En þær segja handboltann hafa breyst mikið eftir 1965. „Við vorum mjög góðar enda „Við fengum gúmmí- botna skó með tökk- um sem voru spes grasskór. Þetta voru ægilega léttir og ynd- islegir skór." unnum við mótið. Við komum öll- um á óvart og unnum mótið," sagði Sigrún Guðmundsdóttir og er þetta eina stórmótið sem íslenskt kvenna- landslið hefur unnið fyrr og síðar. Sumar þeirra segjast enn í dag varla geta horft á leik því spenningurinn sé svo mikill. Sigurgleðin á Laugardaisvelli ut htwutUMdat, X-1 1»,|„ , Stærsti dagur í sögu islenzks varaformaiWr H.S.Í. ÍSIAND NORDURLANDAMEISTARI: r Við skukm ekfdgehst upp, stelpur iut/t íslenzku stúlkurnar komu á óv< m, X t*, • .1* í'i m m t NORBURLANDAMEI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.