Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 Fókus JXV „Og hvað sagðirðu við hana?" „Að ég hefði hitt Önnu Lindh í fyrradag og nú væri hún dáin og að ég ætti afmæli og svo fór ég að gráta." „Og hvað gerði hjúkrunarkonan þá?" „Hún fór líka að gráta." Lindh. Hann hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Þegar hann framdi verknaðinn var hann undir áhrifum lyfsins Flunitrazepam. Það er lyf sem glæpamenn nota til að herða sig við ofbeldisverk og forðast tilfinningaleg viðbrögð. Læknar hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki geðveikur og Mijailovic verður því væntanlega dæmdur í lífs- tíðarfangelsi þann 23. mars. Minningar og myndir frá dögum í september sækja nú á mig sem og aðra íbúa Svíþjóðar. Myndir af utan- ríkisráðherranum Önnu Lindh sem var myrt á hrottafenginn hátt þegar hún var í búð með vinkonu sinni að skoða föt. Nú sem þá fylgjast börn með fréttum. Fyrirsagnir blaðanna æpa á þau af veggjum og auglýsingaspjöld- um og mynd morðingjans blasir við þeim hvert sem litið er. Tvö af þessum börnum í Stokk- hólmi eru dætur mínar. Sú eldri, Hanna Mia Matsdóttir, er fædd í Reykjavík 11. september árið 1991 en hefur alist upp í Stokkhólmi. Á tíu ára afmæli hennar var flug- vél flogið á tvíburaturnana í New Anna Lindh veifaði til hennar ofan afsvið- inu. Hanna Mia vink- aði á móti. York. Hún gleymir ekki þeim afmæl- isdegi. Hún varð tólf ára daginn sem Anna Lindh dó og hún mun seint gleyma því heldur. Fyrir sautján árum var forsætis- ráðherra Svíþjóðar, Olof Palme, myrtur úti á götu i miðborg Stokk- hólms. Hann var á leið heim úr bíó ásamt konu sinni Lisbet. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir drápið. Morðið á Olof Palme er eins og opið sár í sænskri þjóðarvitund. Sjálf var ég að vinna á Háskólabókasafn- inu í Stokkhólmi daginn eftir morð- ið. Allir komu fram til og tala við okkur í afgreiðslunni. Enginn gat hugsað sér að sitja einn inni í sal og lesa undir próf. Við kveiktum á kerti fyrir framan mynd af Palme. Þegar við lokuðum safninu fórum við nokkur saman niður í bæ. Alls staðar var fólk á ferli og hlýja á milli manna í kuldanum. Það var eins og fólk hefði sterka þörf fyrir að vera nálægt hvort öðru. Borgin og fólkið breyttust. Þegar utanríkisráðherrann Anna Lindh var myrt þann 10. september árið 2003 í miðborg Stokkhólms, að- eins 500 metra frá staðnum þar sem Palme var skotinn, var eins og sama þögn legðist aftur yfir bæinn. Anna Lindh var ekki aðeins fram- úrskarandi utanríkisráðherra og góð manneskja. Hún var ótal Svíum fyr- irmynd og von margra var sú að hún yrði næsti forsætisráðherra Svíþjóð- ar. Greind hennar og sjarmi lét eng- an ósnortinn. í hvert sinn sem ég sá hana eina í karlahópi á alþjóðlegum fundum fann ég fýrir stolti yfir því að hún var fulltrúi landsins sem ég bý í. í september 2003 var móðir mín í heimsókn frá íslandi. Þá var kosn- ingabaráttan um evruna í algleym- ingi. Út um alla borg voru stór plaköt og áberandi myndir af Önnu Lindh á hverri stoppistöð. Hún barðist ákaft fyrir því að Svíar tækju upp evruna. Hanna Mia og Anna Lindh Þessi mynd birtistí sænska blaðinu Expressen eftir blaðamannafund Önnu Lindh, Görans Persson og Grikkjans Papandreou. Uppi i tröppunum stendur Hanna Mia með "Já" blöðruna sína. Anna Lindh hafði gefið sér góðan tíma til að spjalla við ísiensku stúlkuna. Þann 9. september skruppum við mæðgur að skoða föt í NK. Þegar við komum heim var Hanna Mia - ellefu ára, alveg að verða tólf - ekki komin heim úr skólanum. Skömmu síðar birtist hún og var mikið niðri fýrir. Á leiðinni heim hafði hún komið við á Medborgarplatsen þar sem hún var að ná sér í blöðrur og merki vegna evrukosninganna. Og Hanna Mia var með töskuna fulla af JÁ merkjum og blöðru sem á stóð „JA till EMU“. Það s'fem hún var mest uppveðruð yfir var að hún hafði hitt Önnu Lindh utan- ríkisráðherra og talað við hana. Og hún sýndi okkur miða með eigin- handaráritun hennar. Á öðrum miða var reyndar einnig eiginhandaráritun forsætisráðherr- ans Görans Persson en það fanst henni ekki eins skemmtilegt. Anna Lindh hafði nefnilega geflð sér tíma fyrir hana og verið svo góð og spurt hvað hún ætlaði að verða. Hún sagði henni einnig að hún ætti strák á hennar aldri. Hanna Mia gat þá ekki stillt sig um að segja að móður hennar þætti Lindh vera fínn utanrfldsráðherra og þá bað hún að heilsa mér. Þegar Þann 11. september árið 2003 var Sabína Eriksson fimm ára að leika sér úti á lóð dagheimilis síns í Arvika í Vármland í Svíþjóð. Hún vissi ekki að þetta væri síðasti dagurinn í lífi hennar. í nágrenninu sagði starfsfólk á opinni geðdeild sjúklingum á morgunfundi frá því að utanríkisráð- herrann Anna Lindh væri látin eftir morðárás daginn áður. Þá stóð einn sjúldinganna upp og sagðist ætla að ná sér í kaffi ffammi. En hann gerði það ekki. í staðinn gekk hann út í búð, keypti sér hníf og á göngu sinni sá hann Sabínu vera að leika sér við jafhaldra sína inni á lóð barnaheimil- isins. Hann stakk hana tíu sinnum og fór síðan aftur á geðdeildina. Þar sett- ist hann rólegur niður og starfsfólkið tók ekki eftir neinu. Þegar lögreglan kom sagðist hann hafa fengið hugmyndina vegna morðsins á Önnu Lindh. Árið 2003 jókst umræða um geð- heilbrigðismál í Svíþjóð vegna tíðra ofbeldisverka geðveiks fólks. Fjöldi þessa fólks getur ekki lifað eitt og óstutt úti í samfélaginu og þarf á læknishjálp að halda. Þann 19. maí 2003 réðist 32 ára geðveikur maður að fólki við járnbrautarstöð. Myrti 72 ára mann og særði sjö. Þann 31. maí 2003 ók fimmtugur maður á bíl inn í göngugötu í Gamla Stan. Hann drap tvo og særði 30 manns. Vegna sparnaðar var stórum hluta geðdeilda í Svíþjóð lokað fýrir nokkrum árum og gefið í skyn að nú fengi fólk meira frelsi en gæti auðvit- að mætt í samtöl þegar þess þyrfti. Það var einmitt svona samtal sem morðingi Sabínu var í. Einn af þeim sem átti stóran þátt í sparnaðarráð- stöfunum í heilbrigðiskerfinu var sósíaldemókratinn Bo Holmberg, eiginmaður og nú ekkill utanríkisráð- herrans Önnu Lindh. í Arvika safnaðist fjöldi blóm- vanda og bangsa við dagheimili Sabínu. Morðið vakti óhug og martraðir hjá mörgum börnum. í kjölfar þessara atburða urðu miklar umræður í Svíþjóð. Flestir eru sammála um það að þótt ofbeldi hafi aukist og sé allstaðar í kringum okkur þá sé það ekki eðlilegt ástand. Börn þurfa á hjálp fullorðinna að halda til að tala um óttann og aðrar tilfinning- ar sem hann vekur. Nú standa yfir réttarliöld gegn Mijailo Mijailovic, morðingja Önnu Olof Palme Morðið á honum er enn eins og opið sár i sænskri þjóðarvitund. Það hefur enn ekki verið upplýst. íslenska stelpan Réttarhöld standa nú yfir íStokkhólmi yfir morðingja Önnu Lindh utanríkisráðherra. Fyrir Helgu Brekkan hafa réttar- höldin sérstaka merkingu þar sem ellefu ára dóttir hennar hitti Önnu Lindh daginn áður en morðið átti sér stað og Helga þurfti að reyna að skýra út fyrir dóttur sinni hvernig annað eins gæti gerst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.