Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2004, Blaðsíða 10
J 0 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 Fréttir DV Fimm ákærðir í Madrid Þrír Marokkómenn og tveir Indverjar voru í gær ákærðir íýrir hryðjuverkin í Madrid sem urðu 202 að bana í síðustu viku. Fimm- menningarnir neita sök og bera því við að hafa verið sofandi þegar sprengju- árásirnar voru gerðar. Þeir neita jafnframt aðild að hryðjuverkasamtökum al- Kaída. Marokkómennirnir eru ákærðir fyrir morð á 190 manns og Indverjarnir eru ákærðir fyrir að vera í vitorði með þeim fyrr- nefndu. Forsprakki flmm- menninganna, Jamal Zougam, lét tárin renna niður kinnarnar þegar hon- um var lesin ákæran. Talið er víst að hann hafi starfað með hryðjuverkasamtök- um. >----------------------------- Fæddi tvö pör aftvíburum Sá einstaki atburður gerðist á sjúkrahúsi í Hou- ston að kona fæddi tvö sett af eineggja tvíburum. Tví- burarnir eru drengir og voru teknir með keisara- skurði en þeir fæddust tíu vikum fyrir tímann. Þeir dvelja nú á vökudeild en læknar eru bjartsýnir á að þeir verði útskrifaðir innan tíðar. Foreldrarnir Jeffrey og Sheryl McGowen eru í skýjunum en þau höfðu árum saman reynt að eign- ast barn. Hamingja þeirra er fjórföld og afar sérstök tilfinning að eiga tvenna tvíbura á sama aldri. Lík- urnar á að kona gangi með tvö pör af eineggja tvíbur- um eru einn á móti 11 milljónum. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák Helgi er skarpgreindur og ósérhlífinn dugnaðarforkur sem hefur unnið gott starf að framgangi skdklistarinn- ar. Besta sönnun þess er að Hetga tókst að fá bæði Kasparov og Karpov tii að koma og tefla saman á skákmóti norður í Atlants- hafi. Helgi kann vel skemmta sér þegar það á við. Hjalti Jósefsson, framkvæmdastjóri kjötvinnslufyrirtækisins Ferskra afurða ehf. á Hvammstanga, er sagður hafa stolið 115 milljónum í kjötbirgðum. Nú svarar hann fullum hálsi, fagnar lögreglurannsókn og leggur fram mótkæru. Hjalti ætlar að kæra KB banka Hjalti Jósefsson, framkvæmdastjóri hins gjaldþrota kjötvinnslufyrirtækis Ferskra afurða ehf. á Hvammstanga, segir að grunur um stuld á vörubirgðum upp á 115 milljónir króna úr kjöt- geymslu fyrirtækisins í Búðardal byggist á „bulli og vitleysu" upp úr skýrslu endurskoðunarfyrir- tækisins KPMG. Hjalti 'segir að hann og samherjar hans séu nú að undirbúa kæru á hendur KB banka, meðal annars vegna þess að útibústjóri bankans í Búð- ardal hafl heimildarlaust farið inn á reikninga íyrirtækisins og millifært peninga. Greitt undir borðið? „Þessi skýrsla KPMG, þar sem fjallað er um að vörubirgðir hafi horfið, er með eindæmum og hreint út sagt furðulegt að löggiltir endurskoð- endur láti annað eins fara frá sér. Þeir eru að gefa sér að við höfum fengið greitt undir borðið frá kjötvinnslum og verslunum og áætla að við höf- um fengið 200 krónum meira fyrir kílóið en við gefum upp. Þessar alvarlegu ásakanir í garð okk- ar og kaupendanna eru bull.“ Á skiptafundi í þrotabúi Ferskra afurða ehf. nú í vikunni var samþykkt að kröfu KB banka að meintur stuldur á vörubirgðum yrði kærður til opinberrar lögreglurannsóknar. Jafnframt telur KB banki að 60 milljónir króna hafi verið greidd- ar framhjá afurðarlánakerfi bankans. Kröfur í þrotabúið hljóða upp á 326 milljónir króna, en þar af eru kröfur frá bændum 60 milljónir. Skiptastjóri er Sveinn Andri Sveinsson hæstarétt- arlögmaður. Fagnar lögreglurannsókn Hjalti segist ekki skilja hvernig hann eða hans samstarfsmenn eigi að hafa getað stolið vöru- birgðum úr geymslunni í Búðardal að næturlagi. „Þessi aðstaða hefur verið leigð fyrirtækinu Dala- lamb ehf. Starfsmenn þess hljóta þá að hafa skil- ið geymsluna eftir opna, því ekki höfum við lykla og engin ummerki hafa sést um innbrot sem ég veit um. Nei, þetta tal um stuld er þvæla og starfsmenn Dalalambs kannast ekki við að hafa sagt það sem eftir þeim er haft.“ Hjalti segist ekki kvíða lögreglurannsókn. Hjalti Jósefsson, fráfarandi forstjóri Ferskra afurða Ég fagna þess vegna rannsókn tögregiunnar. Ekki síst með það ihuga að mér finnst skiptastjóri þrotabúsins fyrst og fremst gæta hagsmuna KB banka. “ „Þvert á móti finnst mér málið best komið hjá lögreglunni, úrþví sem komiðer." „Þvert á móti finnst mér málið best komið hjá lögreglunni, úr því sem komið er. Ég fagna þess vegna rannsókn lögreglunnar. Ekki síst með í huga að mér finnst skiptastjóri þrotabúsins fyrst og fremst gæta hagsmuna KB banka,“ segir Hjalti. fridrik@dv.is Velunnari Sigurgeirs Kristinssonar gagnrýnir félagsmálayfirvöld Félagsmálastjóri sakaður um trúnaðarbrest „Hann lak upplýsing- um og sveik trúnað við mig,“ segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, listakona í Ölfusi, um samskipti sín við félagsmálafulltrúa staðarins. Sigurbjörg er ein þeirra sem látið hefur sér annt um Sigurgeir Kristinsson í Þorlákshöfn. Hún sagði félagsmála- stjóranum, Kristni A. Kristinssyni, frá áhyggj- um sínum á sfðasta ári en fékk önnur viðbrögð en hún bjóst við í fyrstu. „Mér hreinlega ofbauð hvernig farið var með Sigurgeir og því fór ég til Kristins og sagði honum sólarsög- una,“ segir Sigurbjörg. „Ég sagði honum að Sigurgeir liði fyrir einelti vinnufélaga sinna; þeir væru sífellt að hrekkja hann og aðbúnaður hans væri slærnur," segir hún. „En aðallega blöskraði mér að honum var bannað að hitta vini sína og þetta bað ég félagsmálastjórann að athuga.“ Sigurbjörg segir að sér hafi komið á óvart hve fá- lega var tekið í kvartanir hennar. Henni hafi svo brugðið þegar Heimir, vinnuveitandi Sigurgeirs, hringdi í hana um kvöldið - ómyrkur í máli. „Flann spurði hvern andskotann ég væri að skipta mér af málum sem mér kæmi ekki við,“ segir Sigurbjörg sem grun- aði strax hvernig Heimir vissi af heimsókn hennar til félagsmála- stjórans. „Því miður var þetta ekki í fyrsta skipti sem félagsmálastjórinn lak upplýsingum til Heimis og því hringdi ég í félagsmálaráðuneytið og spurði hvort þessi vinnubrögð væru ásættanleg," segir Sigurbjörg. „Þau svör sem ég fékk var að ef rétt reynd- ist þá væri um alvarlegan trúnaðar- brest að ræða." Sigurbjörg, sem gagnrýndi að- búnað Sigurgeirs þegar DV leitaði til hennar, segir að umræðan hafi haft mikil áhrif á hana. Hún var sú fyrsta sem kom fram undir nafni og tjáði sig um bágbornar aðstæður hans. „Þetta mál þurfti að koma fram í dagsljósið," segir Sigurbjörg. „Sigur- geir hefur verið lagður í einelti og býr við aðstæður sem eru ekki nokkrum manni sæmandi. Ég skora á fólk að bæta úr hans málum svo endir fáist í þessa harmsögu." Ekki náðist í Kristin Kristinsson félagsmálastjóra. simon@dv.is Sigurbjörg Eyjólfsdótt- ir listakona Segirfarir sinar ekki sléttar afsam- skiptum við félagsmála- fuiltrúa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.